Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1995 21 LISTIR Norðlenskur listasproti TRÚLEGA reis list Hauks Stefánssonar hvað hæst í þessari sjálfs- mynd hans frá 1930, er hann var enn búsettur í Kanada. MYNPLIST Listaverkabók HAUKURSTEFÁNSSON Gefin út af fjölskyldu listamannsins RÝNIRINN hefur fengið upp í hendurnar bók um listamanninn Ingvar Hauk Stefánsson á Akur- eyri, en lífshlaup hans var um margt sérstætt. Bókin er gefin út í tilefni sýningar verka hans í Listasafni Akureyrar, stóð til 25 júní, og er útgefandi fjölskylda hans í sam- vinnu við listasafnið. í formála sýningarskrár getur að lesa, „að hlutverk Listasafns Akureyrar sé ekki síður að líta um öxl en horfa fram veginn, sem það gerir með því að efna til sýninga á verkum þeirra sem á einn eða ann- an hátt má telja að hafi rutt mynd- listinni braut á Akureyri“. Haraldur Ingi, forstöðumaður safnsins, segir ennfremur orðrétt: „Víst er að ís- lenzkir listamenn höfðu rómantíska sýn á náttúru landsins og möguleika nýrrar aldar til handa þjóð sem var að aukast sjálfsvitund og krafðist æ meiri ítaka um eigin mál. Þannig leituðu margir til fortíðar, til blóma- tíma sagnritunar og til þjóðsagna." Þetta er rétt svo langt sem það nær, og einkum var sérstök bernsk túlkun umhverfisins áberandi meðal listhaga í sveitum lands, þar sem hlutlæg fræðsla í sjónmenntum og sjónmenntasögu var lítil ef nokkur, eins og hefur raunar einkennt al- menna kennslukerfið fram á daginn í dag. Hins vegar er það svo jafn gilt og hvað annað, að leita til nán- asta umhverfis síns, fortíðar og sagnritunar svo sem ýmsir heims- kunnir núlistamenn hafa gert á meginlandinu á undanförnum árum, en með annars konar brögð- um listar vel að merkja. Það skiptir nefnilega öllu hvernig það er gert og hvernig viðfangsefnið er með- höndlað, sem hlýtur svo eðlilega að vera í samræmi við menntun og upplag hvers og eins. Haukur Stefánsson var fæddur á Rjúpnafelli í Vopnafírði 1901 og voru foreldrar Stefán Einarsson bóndi í Möðrudal (1848-1916) og Anna Guðmundsdóttir 1876-1951) Jónsssonar bónda á Rjúpnafelli. Móðirin sem var listræn og hag- mælt sigldi ásamt systur sinni til Vesturheims árið 1903 og settust þær að í Winnipeg, og þar giftist hún Sigurbimi Sigurbjömssyni frá Ytra Núpi í Vopnafirði 1905 og eign- aðist með honum sjö böm, og af þeim komust sex til fullorðinsaldurs. Fram á fertugsaldur bjó Haukur í Kanada, en fluttist þá til íslands með konu sinni Ástríði Jósefsdóttur hjúkrunakonu frá Signýjarstöðum í Borgarfirði (f. 1902) og fluttust þau heim til íslands 1932, sem Haukur þekkti einungis af bóka- lestri og afspurn. Bjuggu þau fyrst í Borgarfirðinum, en fluttust svo til Akureyrar 1933. Það kemur hvergi fullkomlega fram í bókinni hvernig menntun Hauks í myndlist var háttað, en hann mun hafa stundað nám í lista- skóla í Winnipeg í rúman vetur (1921), og þrem myndlistarskólum í Chicago á árunum 1923-29. Af myndum Hauks að dæma er næst að álykta, að það hafi ekki verið strangt akademískt nám, en hins vegar í senn frumstætt og íhaldsamt eins og í þann tíma var raunin á þessum breiddargráðum, og trúlega nokkuð slitrótt. Kanada- menn voru seinir að taka við sér í menningunni hvað listir áhrærir, voru að auki mjög íhaldssamir, og á þessari öld töldust þeir til að mynda lengi vel eiga einungis einn nafnkenndan núlistarmann, Jean- Paul Riopelle frá Montreal f.1923, og bersýnilega af frönskum ættum, lifir og starfar í París, þangað sem hann fiuttist 1947. Haukur náði aldrei að helga sig myndlistinni að fullu, en málaði leiktjöld við góðan orðstír um ára- bil. Aðalstarf hans var húsamálun jafnframt því að hann hóf störf hjá Leikfélagi Akureyrar haustið 1935, og mun hafa málað fyrir 26 upp- setningar félagsins, auk þess að mála sviðsmyndir fyrir aðra aðila. Leiktjöldin eru flest ef ekki öll glöt- uð og þannig er ekkert sýnishorn af þeim þætti ævistarfs listhagans í bókinni. Hins vegar mun mikið lof hafa verið borið á sum þeirra og telst í meira lagi slakt ef ekki eru til ljósmyndir af einhveijum. Fyrir utan þetta málaði hann skreytingar víða, málaði m.a. timburkirkjuna að Munkaþverá í tilefni aldarafmæl- is hennar lýðveldisárið og skreytti að auki prédikunarstól og svalar- bríkur. Einnig var hann af séra Bjartmari Kristjánssyni fenginn til að skreyta steinkirkjuna að Mæli- felli í Skagafírði, og málverk er hann gerði af sálmaskáldinu að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd hangir í Húsavíkurkirkju Ljóst má vera, að Haukur hafi fyrst og fremst litið á sig sem frí- stundamálara, enda gekkst hann fyrir stofunun félags þeirra á Akur- eyri 1947, en áður hafði hann hald- ið nokkra nemendur og var óspar að miðla því sem hann sjálfur hafði lært. Þá var hann einn af stofnend- um (húsa) málarafélagsins 1934, og náðu umsvif hans á vettvangin- um langt úr fýrir mörk Akureyrar, jafnvel suður til Bifrastar og Varmalands í Borgarfirði. Hér var þannig á ferð dijúgur verkmaður, og alþýðulistamaður með nokkra listskólamenntun að baki, sem hafði það öðru fremur í huga, að efla sjónmenntir á Akur- eyri, og var sér þess meðvitaður, að við stæðum langt að baki öðrum þjóðum um ræktun þeirra. Hann býsnaðist stundum yfir því í vina- hópi, svo sem sem fram kemur í blaðagrein 1945, að ekkert mynd- listarsafn væri til á landinu, og hann dreymdi um að Akureyri eign- aðist sitt safn er tímar liðu, „þar sem almenningur gæti notið fag- urra málverka og annarra mynda.. .“. Hér kemur glögglega fram, að listhagurinn var stórhuga fyrir hönd heimabæjar síns og þjóðarinn- ar. Mörgum væri ennfremur hollt að gera sér grein fyrir því, að ein- ungis hálf öld er frá þessum um- mælum, og að framfarirnar eru fýrst og fremst að þakka metnaðar- fullum einstaklingum, sem ruddu brautina. Handíða- og myndlistar- skólinn í Reykjavík, og fyrsti vísir að fullgildum listaskóla á landinu, hafði þá einungis starfað í sjö ár! Haukur var hlédrægur og auglýsti aldrei verk sín, því listmálun var öðru fremur hugðarefni hans og hann leit ekki á þau sem söluvöru og það mun einungis hafa verð vegna tilmæla vina og nemenda, að hann féllst á að halda eina sýn- ingu og stóð í undirbúningi hennar, er hann féll frá 28 marz 1953, að- eins 52 ára að aldri. Akureyringum er meir en óhætt að heiðra minningu manna eins og Hauks Stefánssonar og samanburð- arfræði við gróna listamenn ná- grannalandanna með Evrópska menntun, eða brautryðjendurna sunnan heiða með öllu óraunhæf. Akureyri var ólíkt lengra í burtu í þann tíma, en þó stafaði sérstökum og yfírhöfnum ljóma frá staðnum, sem mörgum mun í fersku minni, og ekki verður frá honum tekinn. Fjölskylda listamannsins hefur sóma af þessari bók, sem er öðru fremur minningarrit og hefur sér- tækt gildi sem slíkt. Skylt er að geta sonar hans Gunnlaugs Stef- áns, sem lærði til málara hjá föður sínum, fluttist seinna vestur um haf og stundaði iðn sína í Seattle. Hann mælti svo fyrir á dánarbeði sínum fyrir ári síðan, að bók kæmi út um föður sinn og lagði fram fjármuni til verksins. Að sjálfsögðu hefði verið eðlilegt að Akureyrarbær hefði einnig stað- ið að útgáfunni, til að ritið yrði enn veglegra og fengið sérmenntaða menn í verkið. BragiÁsgeirsson BESTU KAUPIN Úrval aukahluta, frí uppsetning í nýjar tölvur TENGT & T/LBÚ/Ð = Uppsetningaþjónusta EJS SSSS VISA RA0GREI0SLUR a - nunai r DAEWOO PENTIUM TOLVUR 60Mhz, 8MB, 420MB, 14" 75Mhz, 8MB, 420MB, 14" 90Mhz, 8MB, 420MB, 14" lOOMhz, 8MB, 420MB, 14" kr. 139.900 stgr m/vsk kr. 159.000 stgr.'m/vsk kr. 169.900 stgr. m/vsk kr. 189.000 stgr. m/vsk • 8MB vinnsluminni • 420MB diskur E-IDE • 14" SVGA litaskjár • PCI • Mús, motta, Dos og Windows. UART 16550 alvöru raötengi fyrir Internetib DAEWOO 486/66 frá kr. 104.900 stgr . m/vsk Úrval margmiðlunarpakka frá kr. 18.600 stgr. m/vsk Hágæba bleksprautuprentar frá kr. 19.900 stgr. m/vsk Mótöld frá kr. 14.900 stgr . m/vsk EINAR J. SKULASON HF Grensásvegi 10, Sími 56B 3000 ea ihf/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.