Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Ptþ I ÚRVERINU Morgunblaðið/J6n Páll Ásgeirsson Grásleppuhrognin sigtuð GRÁSLEPPUVERTÍÐIN við Faxaflóa hefur gengið mun betur en í fyrra og svipaðasögxi er að segja af Breiðafirði. í heild virð- ist afraksturinn vera í meðallagi síðustu ára. Bjarni Jakobsson, grásleppukarl í Reykjavík, sem hér er að sigta hrognin, vill ekki gefa upp hve margar tunnur hann er kominn með, en segir að þetta hafi gengið mun betur en í fyrra. Styrkja til smábáta að vænta eftir mánaðamót ÚTHLUTUN styrkja Byggða- stofnunar til smábáta á aflamarki hefur dregist undanfarna mánuði en nú sér fyrir endann á þeirri bið, því styrkjanna er að vænta upp úr mánaðamótum. Styrkirnir eru hugsaðir til að draga úr áhrif- um minnkandi aflaheimilda á af- komu bátanna. Styrkveitingin hef- ur dregist á langinn vegna fyrir- spurnar LÍÚ um hvort litlir bátar yfir tíu tonnum kæmu til greina í styrkveitingunni. Fyrirspurnin var send forsætisráðuneytinu til álits og nú hefur verið ákveðið að svo verði ekki. Sigurður Guðmundsson hjá Byggðastofnun segir að Alþingi hafi upphaflega ætlað Byggða- stofnun það verkefni að úthluta 40 milljónum króna í styrki til smábáta á aflamarki sem væru 9,9 tonn eða undir og því verði fylgt. Hann segir hinsvegar að Byggða- stofnun taki undir það með LÍÚ að aflaskerðing smábáta yfír 10 tonnum sé jafnmikil og hinna Eyvindur vopni til Þorláks- hafnar MEITILLINN HF. í Þorlákshöfn hefur keypt Eyvind vopna NS af Tanga hf. á Vopnafirði. Skipið heitir nú Klængur ÁR 2. Skipið er smíðað á Seyðisfirði 1983 og er 178 brúttórúmlestir. Átta manns eru í áhöfn og skip- stjóri er Hjörtur Jónsson. Skipið verður gert út á fiskitroll. Að sögn Péturs Olgeirssonar, fram- kvæmdastjóra Meitilsins, var skip- ið afhent 31. maí og fór því ekki í sína fyrstu veiðiferð fyrr en eft- ir verkfall. Klængur ÁR iandaði síðan sín- um fyrsta afla í Þorlákshöfn á dögunum, 30 tonnum, sem hann fékk á Eldeyjarsvæðinu. Styrkveiting-in hefur dregist töluvert á langinn minni, en upphaflegri ákvörðun Alþingis verði fylgt. Um fjögur hundruð smábátar fá styrk Sigurður segir að bréf hafí verið send um mánaðamót maí/júní, þeim smábátaeigendum sem kæmu til greina en þeir væru um fjögur hundruð. Það eru nokkuð fleiri en upphaflega var áætlað miðað við fyrri forsendur en þá komu um 330 bátar til greina. Að sögn Sigurðar höfðu þá verið dregnir frá þeir smábátar á aflamarki sem sótt höfðu um úreldingu en komið hafi á daginn að margir, að minnsta kosti helmingur, hafí hætt við. Þeir eigi því kost á styrk. Smábátar á aflamarki eru um fimm hundruð en einungis þeir ein- staklingar eða félagasamtök sem hafa útgerð og fiskvinnslu að lífs- viðurværi eru hæf til styrksins. Þeir smábátaeigendur sem fengu send bréf frá Byggðastofnun hafa frest til 25.júní til að senda inn athugasemdir um kvótatölur og ef þeir hafa skipt um báta á viðmiðunartímabilinu. Sigurður segir að athugasemdir hafi borist við 74 bréfanna sem send voru út og þeir sem ekki sendi inn at- hugasemdir fyrir tilsettan tíma verði taldir samþykkir bréfí Byggðastofnunar athugasemda- laust. Upphæðir ekki ákveðnar Sigurður segir að athugasemd- irnar verði skoðaðar og styrkjanna megi vænta í fyrsta lagi fyrstu vikunna eftir 25. júní. Hann segir að ekki hafi verið endanlega ákveðnar neinar upphæðir í því sambandi en vætanlega yrði tekin ákvörðun um það á stjórnarfundi Byggðastofnunar í næstu viku. Morgunblaðið/Snorri Snorrason KLÆNGUR ÁR 2 frá Þorlákshöfn. ______FRETTIR: EVROPA______ Oleksy vill sér- stakan fund um væntanleg ESB-ríki Varsjá. Reuter. FORSÆTISRAÐHERRA Póllands, Jozef Oieksy, hefur lagt til að leiðtog- ar ESB haldi sérstakan fund um málefni þeirra ríkja sem sækjast eft- ir inngöngu í sambandið. Hingað til hafa 10 ríki gert aukaaðildarsamning við ESB. Er Oleksy var á förum á leiðtoga- fund Evrópusambandsins í Cannes um helgina lýsti hann hugmynd sinni fyrir blaðamönnum. Hann sagði slík- an fund hafa þær jákvæðu,afleiðing- ar, að hann myndi beina hugum þeirra sem ráða í ESB-ríkjunum sjálfum að stækkun sambandsins. Hann sagði að þörf væri á því að aukaaðildarríkin fengju að taka þátt í umræðum á vettvangi ESB sem varða hagsmunamál ríkjanna sem eiga brátt eftir að gerast aðilar. Hann gerði ráð fyrir að slíkur fundur yrði utan venjulegrar fundadagskrár ESB-leiðtoganna, sem funda annars jafnan á tveggja ára fresti og senni- lega kæmi ekki til hans fyrr en eftir að ríkjaráðstefnan 1996 er afstaðin. Líklegt er að leiðtogafundurinn í Cannes muni samþykkja skjal, þar sem sagt er fyrir um hvað hin 10 ríki sem hafa aukaaðildarsamning þurfa að gera til að samræma efna- hag sinn hinum sameiginlega innri markaði ESB. Ljóst er skilyrðin sem sett eru í þessu skjali krefjast mikils af þeim ríkjum sem ætlað er að fara eftir þeim. Miklar breytingar m.a. á fjármála- og skattalöggjöf verða nauðsynlegar til að opna fyrir „fjór- freisið" svokallaða (fijálst flæði fjár- magns, vinnuafls, vöru og þjónustu). Gert er ráð fyrir a.m.k. 5 klukku- stunda löngum viðræðum á síðari degi fundarins með þátttöku leiðtoga og utanríkisráðherra aukaaðildar- landanna. é Sérstakt ráðuneyti Evrópusamvinnu Oleksy sagði breytingar á skipan ráðuneyta í ríkisstjóm Póllands vænt- anlegar, þar sem til stæði að stofna sérstakt ráðuneyti fyrir Evrópusam- vinnu. Hlutverk þess yrði að miðla upplýsingum um hið mikla viðfangs- efni sem framundan væri og búa al- menning undir að takast á við það. „Skilningi á viðfangsefninu er mjög ábótavant og því þarf að vinna að markvissri stefnumótun Póllands í þessu mikilvæga máli,“ sagði Oleksy. Westendorp vill forðast mistökin frá Maastricht CARLOS Westendorp, Evrópu- málaráðherra Spánar og formað- ur hugleiðingarhópsins svokall- aða, sem á að leggja tillögur fyrir ríkjaráðstefnu Evrópusambands- ins á næsta ári, segist vi(ja forð- ast mistökin, sem gerð voru við samþykkt Maastricht-samkomu- lagsins. „Mistökin voru þau að útskýra ekki hvað við vorum að gera fyrr en eftir á, þegar samn- ingurinn hafði verið undirritaður. Þá var það sennilega of seint,“ segir hann í viðtali við The European. Westendorp vill láta gera skoð- anakönnun meðal almennings í flestum Evrópulöndum, til þess að starfshópurinn geti áttað sig betur á væntingum fólks til útvíkkaðs Evrópusambands. Hann segist telja að Maastricht- samningurinn hafi í sjálfum sér verið ágætur en hann hafi verið ólæsilegur. Ráðherrann vill ein- falda stofnanamálið, sem flækir Evrópuumræðuna og gerir hana óskiljanlega fyrir venjulegt fólk. Westendorp leggur áherzlu á að átök um niðurstöðu ríkjaráð- stefnunnar séu óhjákvæmileg. „ Við sækjumst ekki eftir sam- hljóða samþykki sjálfs þess vegna. Þannig fengjum við aðeins út lægsta samnefnarann. Ef menn greinir á, verður það að koma fram í skýrslu starfshópsins," seg- ir hann. Kvenréttindakonur krefjast breytinga Brussel. Rcuter. ÞRÝSTIHÓPUR evrópskra kvenna (European Women’s Lobby) krefst þess að ákvæði, sem tryggi svörtum konum og farandverkakonum jafnrétti, verði sett inn í stofnsáttmála Evrópusambandsins á ríkjaráðstefnu sambandsins, sem hefst á næsta ári. í skýrslu, sem gefín var út í gær, krefst hópurinn þess að ESB veiti svörtu fólki og farandverkafólki, sem á lögheimili í ESB-ríkjum, kosningarétt og kjörgengi. Jafnframt er skorað á sambandið að beijast gegn kynþátta- og útlendinga- hatri með því að samþykkja tilskipun, sem miði að vernd minnihlutahópa og tryggi svörtum konum og farandverkakonum áhrifameiri störf í framtíð- inni. Þrýstihópurinn vill að ESB styrki baráttusamtök áðurnefndra hópa kvenna fjárhagslega og komi af stað áætlunum til að beijast gegn kynþátta- hatri og karlrembu. ú i l' l L | I i i i I I I L í B I i I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.