Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Á SÍÐARI hluta árs 1993 ritaði ég grein í Morgunblaðið þar sem ég krafðist þess að hafist yrði handa við framkvæmdir við mislæg gatna- mót Kringlumýrarbrautar og Miklu- brautar og á fleiri stöðum. Gatnamót þessi hafa lengi verið stórkostleg slysa gildra og þar orðið alvarleg umferðarslys í hveijum einasta mán- uði undanfarin ár sem kostað hafa hundruð milljóna króna. Bæði er þar um að ræða eignatjón og kostnað í heilbrigðis- og tryggingakerfinu. Eignatjón og kostnaður vegna slys- anna er mælanlegur í krónum. Það eru hins vegar ekki þjáningar þeirra sem örkumlast fyrir lífstíð né þján- ingar aðstandenda þeirra og heldur ekki raunir aðstandenda þeirra sem látist hafa. í fyrrnefndri blaðagrein benti ég á þá staðreynd að eftir að mislæg gatnamót höfðu verið gerð á Amar- neshæð í Garðabæ sem verið hafði mikil slysagildra, þá hafa ekki orðið þar umferðarslys að heitið geti. Þar hafa framkvæmdimar borgað sig margfaldlega með því að spara gríð- arlegar fjárhæðir í tryggingabótum og kostnaði og fjöldi fólks hefur sloppið við örkuml og dauða. Talið er að kostnaður við þessar fram- kvæmdir hafi þannig sparast á að- eins einu ári. Mislæg gatnamót á Amameshæð voru komin á vegaáætlun en frum- kvæði að því að flýta framkvæmdum og ljúka þeim í einum áfanga átti öðrum fremur Garðabær sem lánaði ríkinu fé þannig að hægt var að ljúka verkinu á innan við ári í stað þess að bíða eftir naumt skömmtuðu veg- afé úr vegasjóði í fimm ár eða svo. Upp úr greinarskrifum þessum hófust miklar umræður um vegamál á höfuðborgarsvæðinu og var m.a. tekið mynd- arlega undir sjónarmið mín um hagkvæmni breytinga á gatnamót- um Kringlumýrarbraut- ar og Miklubrautar á Stöð 2. Borgarverk- fræðingsembættið var hins vegar tilbúið með teikningar af mislægum gatnamótum á Höfða- bakka og breikkun á Vesturlandsvegi til austurs ásamt nýjum umferðarslaufum og aðreinum. Eftir mikið japl og jaml og fuður var svo ákveðið að hefjast handa við framkvæmdir á Höfða- bakka og vegagerðin veitti fé til þeirra En til þess að mæta útgjöldun- um þurfti að hækka bensíngjaldið sérstaklega, sjálfsagt vegna þess að þessi þjóðvegarframkvæmd er í Reykjavík. Þar með kom það enn einu sinni fram að það er miklu harð- sóttara fyrir Reykvíkinga að fá ríkis- valdið til þess að setja fé í þjóðvega- framkvæmdir í borginni heldur en það er að fá fé til vegaframkvæmda á landsbyggðinni. Sannleikurinn er sá að enda þótt að um 80% allrar bílaumferðar í landinu fari fram í Reykjavík og tekjur af bensíngjaldi í vegasjóð komi að stærstum hluta úr vösum Reykvíkinga, þá renna aðeins um 10% vegaframkvæmdafjár til þjóðvega í Reykjavík. Framkvæmdir við Höfðabakka- brúna hófust svo á seinnihluta síð- asta vetrar. Þeim miðar vel áfram og allt útlit fyrir að þeim ljúki seinni hluta næsta hausts samkvæmt áætl- un. Framkvæmdirnar hafa veitt flölda manns í borginni vinnu og dregið úr atvinnuleys- inu sem hér er land- lægt, auk þess að þær munu stórauka öryggi vegfarenda á þessari Ieið og án vafa bjarga mörgum mannslífum. En það er galli á gjöf Njarðar Til þéss að fram- kvæmdin nái tilgangi sínum að fullu þarf að tvöfalda Vesturlands- veginn til austurs alla leið að vegamótum hins nýja Suðurlandsvegar og til vesturs niður Ártúnsbrekku, yfír Elliðaámar og alla leið að Skeiðarvogi. Til þess að það geti tekist vantar að minnsta kosti 500-600 milljónir króna. Þeir peningar eru víst ekki til og þess vegna á að fresta því að ljúka við verkið í heild eins og það er hannað. Sú frestun mun þýða tvennt: Hin nýju mislægu gatnamót munu ekki að fullu ná tilgangi sínum sem sam- göngubót og slysavörn. í öðru lagi mun stöðvun framkvænidanna verða til þess að atvinnuleysi í borginni verður meira og verra en nokkru sinni áður. Ég samþykki það aldrei að jafn- mikil þjóðþrifaframkvæmd og hér er á ferðinni verði geymd að hluta og það geymt til næsta vors að fram- lengja veginn alla leið að Suðurlands- vegamótum og að Skeiðarvogi. Ég geri þá kröfu fyrir hönd verkafólks í Reykjavík og út frá öryggissjónarm- iðum að ekki verði látið hér við sitja Hefjast þarf handa um mislæg gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar, segir Guðmundur J. Guð- mundsson, en þau eru hrikaleg slysagildra. í haust heldur einhendi menn sér þegar í stað í næsta áfanga og breikki Vesturlandsveginn um helm- ing til vesturs niður Ártúnsbrekku og niður að gatnamótum Skeiðarvog- ar. Þetta er mikið verk og m.a. þarf að draga úr halla brekkunnar og byggja nýjar brýr yfír Elliðaárnar og til þess vantar að minnsta kosti 250-300 milljónir króna og þær þarf að taka að láni. Það er óhætt að lána til þessarar framkvæmdar. Áhætta fjármagns- eigenda er engin því að hún er á vegaáætlun og ríkið hefur skuld- bundið sig til þess að veija til henn- ar 6-700 milljónum á ári næstu árin og gerir það svo framariega sem staðið verður við vegalög. Lífeyris- sjóðunum ber aðjána til þessa minnst 300 milljónir. Ég mótmæli því að þessum framkvæmdum verði frestað og umferðaröryggi á þessum umferð- armesta vegarkafla þjóðarinnar allr- ar verði hundsað. Áhætta lífeyrissjóðanna er engin, - nákvæmlega engin. Hins vegar eru siðferðislegar skyldur þeirra miklar: Reykjavíkurborg sem þessa dag- ana er ekki aflögufær og getur ekki komið að framkvæmdinni eins og Garðabær gerði á Amameshæð á sínum tíma. Það geta hins vegar líf- eyrissjóðimir. Borgin hefur í 25 ár borgað af hveijum starfsmanni sínum í lífeyr- issjóði stéttarfélaganna og gert það með miklum sóma og skilvíslega. Ætla nú lífeyrissjóðirnir að neita að lána fé til þessa máls og koma þar með í veg fyrir að þessi vöm gegn atvinnuleysinu sem yfir vofír næsta vetur nái fram að ganga? Ætla þeir þar með að hindra aukið umferðarör- yggi og viðhalda eignatjóni og um- ferðarslysum sem halda munu áfram að eiga sér stað á þessum vegark- afía? Slíkt er verkalýðsfélögum ekki sæmandi. Ég skora á lífeyrissjóði verkalýðsfélaganna í Reykjavík að taka þetta mál upp og afgreiða fljótt og vel. Nóg verður víst atvinnuleysið næsta vetur samt. Geri lífeyrissjóðimir það ekki skulu þeir ekki halda að yfír þeirra hlut verði þagað í þessu máli né að það verði látið óátalið að þeir haldi áfram að íjárfesta erlendis meðan þessar framkvæmdir verða að bíða hér innanlands vegna fjárskorts. Ég hafði hugsað mér að leggja til að tryggingafélög lánuðu sem sam- svaraði eins árs útsvarsgreiðslu til Reykjavíkur hvert um sig og olíu- félögin sömuleiðis. Þá komst ég að því þessi félög greiða ekkert útsvar, hvorki til bæjarfélaga né til ríkissjóðs þrátt fýrir hundruða milljóna gróða hvers félags um sig. Þessari ábend- ingu er hér með samt komið til þeirra. Ég mun á næstunni skrifa tvær til þijár greinar um óhugnanlegar horfur í atvinnumálum næsta vetur og um atvinnumál á íslandi almennt. Á með- an vonast ég til að stjórnir lífeyris- sjóða í Reykjavík afgreiði þetta mál og hver veit nema að trygginga- og olíufélög kíki aðeins í sjóði sína líka, því að engir hagnast meir en þau á því að slysum fækki. Höfundur er formaður verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Frábær fjárfestingarkostur Orðsending til lífeyrissjóða, trygginga- og olíufélaga Guðmundur J. Guðmundsson OLIVIA KOBALT er komið Einnig mörg önnur postulínsstell á verði sem kemur á óvart. Væntanleg brúðhjón og aðstandendur þeirra: Kynnið ykkur sumarleik Silfurbúðarinnar „Heppin brúShión" og óskalista brúðhjónanna. <§> SILFURBÚÐIN Kringlunni 8-12 - Sími 568-9066 Mál er að mæla, Hrólfur sæll! MAÐUR að nafni Helgi Hálfdanarson hefur verið að skrifa greinar í Morgunblaðið um náttúru karla og kvenna og heldur því fram, að ekki megi dæma kynferði manna af ytri gerð þeirra einni saman. Hans kenning er sú, að þótt margar konur séu sem betur fer kvenlegar bæði að lík- amsbyggingu og nátt- úru, hafi aðrar að vísu sköpulag kvenna en náttúru karla og sæki í karlmannleg störf, til að mynda atvinnurekst- ur, alþingissetu ogjafnvel prestskap. Af sama tagi er það, að ekki er allt sem sýnist með þá- sem bera utan á sér einkennismerki karlmanna. Sum- ir þeirra eru í raun óttalegar kerling- ar og skulum við ekki hafa fleiri orð um það dapurlega mál. Þessi kenning þykir mér skemmti- leg og dettur ekki í hug að þrátta um hana. Lagalegar hugmyndir eiga erindi á mannamót hvort sem nokkuð vit er í þeim eða ekki, alveg eins og falleg ljóska lífgar alltaf upp á tilver- una! Þegar ég las vangaveltur Helga rifjaðist til að mynda upp fyrir mér sniðug kenning um lögun jarðarinnar sem er alveg jafn góð og kyneðlis- kenningin. Þar er því hafnað að jörð- in sé flöt og fullyrt að jörðin sú kúla og að við göngum innan í henni. Sönnunin er sú að skórnir okkar slitna fyrst á hæl og tá vegna þess að við göngum innan í kúlunni, en ef við gengjum á flatri jörð myndi sólinn allur slitna jafnt og gengjum við utan á kúlunni myndu þeir auðvit- að fyrst slitna' á ilinni! Svona geta hlutimir legið í augum uppi þegar búið er að koma orðum að þeim, rétt eins og í greinum Helga. Þegar ég hafði með- tekið boðskapinn um karleðli alþingiskvenna fór ég sjálfur að hugsa á svipuðum nótum, rétt eins og eldur kveikir eld. Það er nú ekki ein- leikið með þennan Helga Hálfdanarson, hugsaði ég, hann getur nú verið tvöfaldur í roð- inu. Hann mun til dæm- is eiga sér tvífara sem heitir Hrólfur Sveinsson og líka skrifar greinar í blöðin. Þeir eru víst mikið skyldir í holdinu, Hrólfur og Helgi, en afskaplega ólíkir í and- anum. Og í þeim svifum rann upp fyrir mér ljós, hvemig allt er í pott- inn búið með þá félaga og kenningar Helga. Byijum á eftimafni hans, Hálfdan- arson. Svipað nafn er þekkt sem örnefni við Ólafsijörð og heitir þar Hálfdanarhurð og þar „mundi gengt í fjöllin" segir í kvæði eftir Jón Helga- son. Prófessor Þórhallur Vilmundar- son hefur hins vegar leitt að því rök, að hér sé um afbökun að ræða og örnefnið heiti með réttu Hálfnaðar- urð, enda séu menn þar miðja vegu milli áfangastaða. Á sama hátt er Hálfdanarson auðvitað afbökun úr orðinu Hálfnaðarson eða Hálfur Son- ur, sem vísar til að hér er á ferð maður gæddur ríku kveneðli, eins konar spegilmynd af alþingiskonu. Helga-nafnið er síðan valið þannig að í þremur föllum af fjórum birtist það í kvenlegri mynd sem Helga, en aðeins í nafnhætti tekur það á sig hina karllegu mynd, Helgi. Nafnið Helgi Hálfdanarson er því greinilega höfundamafn manns sem skilur glöggt að hann er samansettur úr tveimur þáttum, karllegum og kven- legum. Freyr Þórarinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.