Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1995 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Reuter EÞÍÓPSKIR lögreglumenn á verði við Volvo-bíl sem talið er að tengist tilræðinu við Mubarak. Oryggisverðir felldu þrjá tilræðismannanna og auk þess létu tveir eþíópskir lögreglumenn lífið. Reynt að ráða forseta Egyptalands af dögum Segja Mubarak ekki sleppa í annað sinn Addis Ababa. Reuter. Dómur í Noregi fyrir smáfiskadráp Skotar fá sex millj. kr. sekt SKIPSTJÓRAR og útgerðir tveggja skoskra báta, tvílembinga, voru nýlega dæmdir í Noregi í sekt er nemur nær sex milljónum ísl. króna fyrir smáfiskadráp. Voru þeir að sögn Fiskaren teknir á Víkingabanka í janúar en smáfisk- inum var hent fyrir borð. Dómurinn var kveðinn upp í Björgvin og er þetta í fyrsta sinn, að útlendingar eru dæmdir fyrir smáfiskadráp innan norskrar lög- sögu og einnig í fyrsta sinn, að bátur eða bátar eru færðir til hafn- ar fyrir þessar sakir. Hingað til hefur verið látið nægja að vísa burt erlendum skipum af svæðum þar sem mikið er um smáfisk. Sannað þótti, að veiðarnar hefðu verið stundaðar eftir að skipveijar vissu, að of mikið af smáfiski væri á slóðinni en þegar varðskipsmenn komu um borð í bátana fundu þeir engan smáfisk þar, heldur aðeins í sjónum í kring þar sem hann flaut dauður. Bát- arnir voru þá með trollið úti og þegar það var tekið inn kom í ljós, að 23% af þorskinum var undir máli og 49% af ýsunni. -----♦------- Ottuðust Æðsta sannleik HIRONOBU Kiyohara flug- stjóri (t.v.) og Ryoji Nagai flug- vélstjóri þotu japanska flugfé- lagsins ANA, sem rænt var í síðustu viku, sátu fyrir svörum um flugránið á blaðamanna- fundi í gær í Tókíó. Sögðust þeir hafa farið að öllu með gát er maðurinn orðaði hótanir sín- ar þar sem þeir hefðu talið hann vera félaga í sértrúarsöfnuðin- um Æðsta sannleik. Héldu þeir hann vera bæði með sprengiefni og eiturefni í fórum sínum. Hvort tveggja reyndist rangt, eina vopn ræningjans var skrúfjárn. HOSNI Mubarak, forseti Egypta- lands, slapp heilu og höldnu frá bana- tilræði, sem honum var sýnt í gær í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, en þangað kom hann til að sitja leið- togafund Einingarsamtaka Afríku- ríkja. Létu fimm menn skothríðina dynja á bíl Mubaraks en lífverðir hans felldu strax þijá þeirra. „Þetta var eins og blóðvöllur yfir að líta,“ sagði vitni að atburðunum en tilræðismennimir létu til skarar skríða á veginum frá flugvellinum inn til borgarinnar. Höfðu öryggis- verðir að vísu lokað honum fyrr um morguninn en skyndilega kom jeppi aðvífandi og var honum ekið á bif- reið Amr Moussa, utanríkisráðherra Egyptalands, sem ók næstur á undan Mubarak. „Tveir menn vopnaðir Kalashn- ikov-rifflum komu út úr bílnum og hófu skothríð á bíl forsetans,“ sagði Said Refat, sendiherra Egyptalands í Eþíópíu. „Lífverðimir, sem voru í öðrum bíl, stukku þá út og skutu mennina til bana.“ Allir í sama bíl Haft er eftir öðmm vitnum, að þrír menn að auki hafi verið nokkuð frá veginum og skotið að bílalestinni en eþíópskir öryggisverðir felldu að minnsta kosti einn þeirra. Ökumanni jeppans tókst að flýja af vettvangi. Það þykir undarlegt og Mubarak furðaði sig á því í gær, að öryggis- verðirnir skyldu allir hafa verið sama bílnum en hann kvaðst ekki vita hver hefði skipulagt vörsluna með þessum hætti. Moussa utanríkis- ráðherra var viðstaddur setningu leiðtogafundarins þrátt fyrir það, sem á undan var gengið, en Mubarak hraðaði sér heim til Kaíró. Kvaðst hann ekki hafa orðið hræddur þar sem bifreiðin hefði verið brynvarin og því staðið af sér skothríðina. Til- ræðismennimir höfðu leigt hús í Addis Ababa fyrir fimm dögum og við Ieit fannst þar mikið af vopnum. Tilræðið lofað Framverðir sigursins, samtök ísl- amskra öfgatrúarmanna í Egypta- landi, sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem þau lofuðu tilræðið og hétu því, að Mubarak skyldi ekki sleppa í annað sinn. Þau lýstu þó ekki verk- inu á hendur sér beinum orðum. Samtökin eru hernaðararmur Jihad- samtakanna, sem réðu Anwar Sad- at, fyrirrennara Mubaraks á forseta- stóli, af dögum árið 1981. Meira en 760 manns hafa fallið á þremur árum í átökum milli egypsku lögreglunnar og skæruliða bókstafstrúarmanna. Yfirvöld í Eþíópíu sögðu í gær, að ljóst væri, að tilræðismennirnir hefðu verið arabar en óstaðfestar fréttir eru um, að þeir hafí verið allt að níu talsins. Reuter Segja valdaskeið Gonzalez á enda Madrid. Reuter. ÁHRIFAMESTA dagblað á Spáni, El País, birti á sunnudag leiðara á forsíðu og hvatti til þess að þingkosn- ingum yrði flýtt. Blaðið, sem hefur stutt ríkisstjórn sósíalista, segir að tími Felipe Gonzalez forsætisráð- herra sé að líða og finna verði eftir- mann hans á næstu mánuðum. Stjórnarandstæðingar hafa krafist kosninga strax vegna ýmissa hneykslismála. Kosningar verða 1997 ef Gonzalez flýtir þeim ekki. Hann hefur verið forsætisráðherra í 12 ár samfleytt en styðst nú við flokk Katalóna á þingi. Hinir síðamefndu eru taldir íhuga að hætta þessum stuðningi og sagði E1 País að Gonzalez ætti að semja við leiðtoga Katalóna, Jordi Pujol og hægrimanninn Jose Maria Aznar, helsta leiðtoga stjórnarand- stöðunnar, um kjördag. Á hinn bóg- inn væri óheppilegt að kosningar yrðu á næstu sex mánuðum þar sem Spánveijar verða forystuþjóð Evr- ópusambandsins næsta hálfa árið. Glundroði einkenndi kosningar á Haítí um helgina Morðhótanir og skothríð Port-au-Prince. Reuter. KJÖRNEFNDIR á Haítí lofuðu því í gær að kjósendum sem ekki gátu neytt atkvæðisréttar síns um helgina vegna hótana eða öngþveitis við kjör- staði, myndi gefast tækifæri til þess í gær. Á sunnudag fóru fram kosningar, hinar fyrstu frá því að Jean-Bertrand Aristide, forseti landsins, komst til valda að nýju eftir valdarán hersins. Glundroði einkenndi kosningamar en engu að síður lýstu alþjóðlegir eftir- litsmenn því yfir að á heildina litið hefðu þær farið vel fram. Fjöldi tilkynninga barst um að kjörseðla hefði vantað, að á þeim væru villur, auk þess sem eftirlits- mönnum bámst líflátshótanir, að sögn Samtaka Ameríkuríkja (OAS). Frambjóðendur sem fengu nöfn sín ekki prentuð á kjörseðla, vom æfa- reiðir og kveiktu sumir í kjörgögnum í mótmælaskyni. Þá tóku örvænting- arfullir kjósendur, sem ekki fengu að neyta atkvæðisréttar síns í bæn- um Thomazeau, fimm eftirlitsmenn í gíslingu. Ástæðan var sú að kjör- stað í bænum var lokað fyrr en ætl- unin var. 50% kjörsókn Stuðningsmenn hersins reyndu víða að koma í veg fyrir að þeir sem hliðhollir em Aristide gætu kosið, að sögn eftirlitsmanna. Aðeins ein tilkynning barst um skothríð í tengslum við kosningarnar en í því tilfelli létu vopnaðir menn kúlum rigna yfir heimili sem gegndi hlutverki kjörstaðar. Um 6.000 friðargæsluliðar Sameinuðu þjóð- anna fylgdust með kosningunum. Kjörsókn var um 50% í fimm hér- uðum, ekki var vitað hver kjörsóknin var í þremur öðmm. í höfuðborginni Port-au-Prince neyttu um 60% at- kvæðisréttar síns. Stoltenberg afneitar hlutdrægni THORVALD Stoltenberg, sáttasemjari Sameinuðu þjóð- anna í Bosníu, neitaði því í gær, að hann væri hlynntur Serbum. Meint um- mæli hans á umræðu- fundi í Nor- egi fyrir , mánuði hafa valdið reiði meðal múslima og Króata í Bosníu. Þar er hann sagður hafa sagt, að Bosníu-Króatar og múslimar væru að upplagi Serbar. Þeir fyrrnefndu hefðu aðeins skipt um trú í tímanna rás. Reynt að semja um bílamarkað SAMNINGAMENN Bandaríkj- anna og Japans vinna að því í kappi við klukkuna að finna lausn á deilu landanna um að- gang bandarískra bílframleið- anda að japanska markaðnum. Frestur, sem Bandaríkjastjórn hefur gefið Japönum til að fall- ast á tilslakanir ellegar sæta refsitollum, rennur út klukkan fjögur að íslenskum tíma á fimmtudagsmorgun. Miðar í rétta átt VÍKTOR Tsjernomýrdín, for- sætisráðherra Rússlands, sagði í gær, að viðræður um friðsam- lega lausn Tsjetsjníju-deilunnar þokuðust í rétta átt. Að sögn fréttastofunnar Itar-Tass var skipst á skotum í Grosní, höfuð- stað Tsjetsjníju en rússneskur embættismaður sagði að hvorki bardagasveitir uppreisnar- manna né rússneskar hersveitir hefðu átt þar hlut að máli. SPD tapar óvænt í Frankfurt ÞÝSKI jafnaðarmannaflokk- urinn (SDP) tapaði óvænt borg- arstjórnarkosningum í Frank- furt á sunnudag. Helmut Kohl kanslari og leiðtogi Kristilegra demókrata (CDU) sagði að sig- ur Petru Roth, frambjóðanda CDU, væri reiðarslag fyrir væntanlegt kosningasamstarf jafnaðarmanna og græningja í þingkosningunum 1998 er flokkarnir vonast til þess að geta bundið enda á valdaskeið Kohls, sem staðið hefur óslitið í 13 ár. Roth hlaut 51,9% at- kvæða en Andreas von Schöler, fráfarandi borgarstjóri, 45,9%. Voru þetta fyrstu beinu borgar- stjórakosningarnar í Frankfurt. Stórslösuð af völdum nauta BRESK kona slasaðist lífs- hættulega á sunnudag er hún varð fyrir nautum á götum borgarinnar Caceres á Spáni. Hún er dýraverndarsinni og var að taka kvikmynd af því er nautum var hleypt út á götur til þess að þreyja kapphlaup við unga fullhuga. Stoltenberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.