Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1995 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Rímur og sálmar á Söng- vökum SÖNGVAKA verður í Minja- safnskirkjunni á Akureyri í kvöld, þriðjudagskvöld. Slíkar söngvökur verða haldnar tvisvar í viku, á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum, fram til 10. ágúst. Á Söngvökunum eru birt sýnishorn íslenskrar tónlistar- sögu svo sem rímur, tvíundar- söngur, sálmar og eldri og yngri sönglög. Flytjendur eru þau Rósa Kristín Baldursdótt- ir úr Tjarnarkvartett og Þór- arinn Hjartarson vísnasöngv- ari. Söngvökumar eru hugs- aðar bæði fyrir innlenda og erlenda ferðamenn svo og bæjarbúa sem ættu að geta notið góðrar kvöldstundar í fallegu umhverfí. Söngvökumar hefjast kl. 21 og þessi kvöld verður Minjasafnið opið frá kl. 20-23 og eiga áheyrendur því mögu- leika á að skoða safnið fyrir eða eftir tónlistarflutninginn. Aðrir em einnig hvattir til að nýta sér kvöldopnunina. Þess má geta að Nonnasafn verður líka opið kvöldin sem Söngv- ökurnar standa yfír. Miðaverð á Söngvökur er 600 kr. og heimsókn í Minja- safnið innifalin í því verði. Galleríið Hellis- kistan GALLERÍIÐ Helliskistan var nýlega opnað að Brekkugötu 7 á Akureyri. Helliskistan er ævintýra- legt gallerí með íslenskar vör- ur á boðstólnum, en fjórir aðilar leggjast á ett með að bjóða gestum sínum upp á fjölbreytt úrval af gjafavöru eftir íslenska hönnuði unna úr gtjóti, rekavið, keramiki, leðri og fiskroði. Þeir sem standa að rekstri gallerísins eru Leðuriðjan Tera á Grenivík, Glit hf. í Ólafsfírði, Álfasteinn í Borg- arfirði eystra og ijöllistamað- urinn Öm Ingi á Akureyri. Helliskistan er opin virka daga frá kl. 14.00 til 18.00 og á laugardögum frá kl 10.00 til 16.00. Gilitrutt í Grófargili GILITRUTT heitir verslun sem opnuð var í Kaupvangs- stræti 23, Grófargili á Akur- eyri um helgina. Það em fjórir aðilar sem standa að þessum verslunar- rekstri, Saumastofan Hab á Árskógsströnd, sem er með flísfatnað, Hagar hendur í Eyjafjarðarsveit, með margs konar handverk, Prjónastofa Sigríðar í Ólafsfirði með prjónavörur og Bára Hös- kuldsdóttir á Árskógsströnd með pastelmyndir, kort og fieira. Verslunin er opin alla daga frá kl. 10.00 til 18.00. Þrjú ungmenni vinna við að þjálfa og temja um þrjátíu hross í sumar HEIMIR Gunnarsson, Erlendur Ari Óskarsson og Sigrún Brynjarsdóttir sem þjálfa og temja hross í sumar, en hópinn inn að Teigi í Eyjafjarðarsveit. Morgunblaðið/Rúnar Þór gær fóru þau með Draumasumarvinnan ÞAU vinna við það í sumar að þjálfa og temja hross, félagarnir Sigrún Brynjarsdóttir, Erlendur Ari Óskarsson og Heimir Gunn- arsson. Þau voru á ferðinni í gærdag með rúmlega 30 hross. „Það verður að halda þeim í formi, leyfa þeim að blása að- eins,“ sagði Erlendur Ari en í gær var farið úr hesthúsahverfinu við Lögmannshlíð inn að bænum Teigi í Eyjafjarðarsveit. „Við för- um svona lengri ferðir einu sinni íviku,“sagðihann. Sigrúnhef- ur verið í hestamennsku frá blautu barnsbeini og unnið síðustu sumur við þjálfun og tamningu, en þetta er annað sumarið sem Erlendur Ari stundar þessa vinnu að sumarlagi. „Þetta er fyrsta sumarið mitt, ég er bara vinnu- maður hjá Erlendi," sagði Heimir. Erlendur sagði að ekki væri hægt að hugsa sér betri sumarvinnu en þessa. „Þetta er það skemmtileg- asta sem ég geri, draumasumar- vinna og örugglega ekki síðasta sumarið sem ég verð í þessu,“ Sveitarsljórn Skútustaðahrepps kynnir tillögu að lausn skóladeilunnar Aðalskóli í Reykjahlíð og skólasel á Skútustöðum Tilraun verði gerð til fjögurra ára um skólaskipan í hreppnum S VEIT ARSTJ ÓRN Skútustaða- hrepps hefur samþykkt tillögu um skipan skólamála í Mývatnssveit sem vænst er að um náist sam- komulag. Tillaga var kynnt á fundi sem sveitarstjóm boðaði til á sunnu- dag með fimm manna nefndum for- eldra sunnan og norðan vatns, stjóm foreldrafélaga, skólanefnd og kennurum. Mikill ágreiningur hefur verið í sveitinni um skipan skóla- mála og í fyrrahaust sendu foreldt- ar barna sunnan vatns börn sín ekki í skólann um tíma til að mót- mæla þeirri ákvörðun sveitarstjórn- ar að sameina allt skólahald í hreppnum undir einu þaki í Reykja- hlíð. Aðalskóli og skólasel Tillagan gerir ráð fyrir að tvö næstu skólaár, þ.e. frá 1995-1997 verði aðalskóli sveitarinnar í Reykjahlíð og skólasel að Skútu- stöðum. í skólaselinu verði börn í 1. til 7. bekk sem búa í meiri fjar- lægð en 10 kílómetra frá Reykja- hlíð, en aðrir nemendur verði í aðal- skólanum. Tvö næstu skólaár þar á eftir, frá hausti 1997 til vors 1999 verði allir nemendur í sveit- inni í Reykjahlíðarskóla. Þá er í tillögu sveitarstjórnar gert ráð fyrir að skólaselið að Skútustöðum verði rekið á vegum Grunnskóla Skútustaðahrepps, þó þannig að fulltrúar sem foreldrar barna í skólanum velja, hafi tillögu- og umsagnarétt um fjárþörf þeirra á íjárhagsáætlun og hvernig henni verði varið. Eins er gert ráð fyrir að félags- og tómstundastörf á veg- um skólans verði skipulögð þannig að aðstaða nemenda til að stunda þau verði eins jöfn og kostur er. Síðari tvö árin sem tilraunin stendur, þegar allir nemendur verða í Reykjahlíðarskóla verður sam- kvæmt tiilögunni samfelldur skóla- dagur og gæsla verður í boði fyrir þá akstursnemendur sem þurfa að bíða eftir heimferð. Unnið að vegabótum Næstu fjögur ár verða notuð til að afla sem gleggstra upplýsinga um skólastarfið og rekstur skólans og árangurinn metinn af skólayfir- völdum, foreldrum og kennurum og lagður til grundvallar varðandi ákvörðun um framhaldið. Sveitar- stjórn mun einnig á tímabilinu beita sér fyrir því að á fyrri hluta reynslu- tímans verði gerðar vegabætur á skólaakstursleiðum til að draga úr ófærð og auka öryggi í vetrarakstri. í tillögum sveitarstjórnar er kem- ur einnig fram að skólahúsinu á Skútustöðum verði ekki ráðstafað á tímabilinu þannig að það geti verið til reiðu fyrir kennslu haustið 1999. Gæfuspor Sveitarstjórn hefur þegar sam- þykkt tillöguna, samtök foreldra, kennara og skólanefndar eiga eftir að fjalla um hana. „Eg vona að okkur auðnist að ná samkomulagi á þessum nótum. Það yrði mikið gæfuspor fyrir okk- ur Mývetninga ef okkur tækist að ná saman í þessu máli,“ sagði Leif- ur Hallgrímsson oddviti Skútu- staðahrepps. Morgunblaðið/Rúnar Þór Að leik við lækinn FJOLDI fólks leggur leið sína í in eru þar sennilega í meirihluta mikið aðdráttarafl yngstu kyn- Kjarnaskóg, útivistarsvæði Ak- að sumariagi og hefur lækurinn slóðarinnar. Þessir krakkar voru ureyringa á degi hveijum. Börn- sem rennur í gegnum skóginn að leik við lækinn í gærdag. FéU útúr bílnum MAÐUR, sem var farþegi í bifreið, var fluttur á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri síðdegis á sunnudag eftir að hann féll út úr bílnum. Atvikið átti sér stað við hringtorg á Hörgárbraut. Samkvæmt upplýsingum varð- stjóra logreglunnar á Akureyri hafði maðurinn í hyggju að opna glugga á bílnum en í ógáti opnaði hann dyrnar og féll við það út úr bílnum. Hann var ekki í bílbelti. Hann meidd- ist ekki teljandi en hlaut ein- hveijar skrámur, að sögn varð- stjóra. Þá voru tveir fluttir á slysadeild um helgina eftir átök í miðbænum. Fimm voru teknir fyrir of hraðan akstur um helgina og einn fyrir meinta ölvun við akstur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.