Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Spánskur seiður í Kaup- mannahöfn Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ÞAÐ nægir að bregða sér til Kaupmannahafnar til að fá nasa- sjón af ólgandi menningarlífi Barc- elónu og Katalóníu. Fram til 8. júlí er Barcelóna efst á blaði víða um Kaupmannahöfn. Mest er um samtímalist og ungt fólk að ræða, bæði leikrit, dans, uppákomur, ljós- myndir, tónlist, innsetningar og myndbandslist. Flestir viðburðimir verða í gömlu fallbyssuskemmunni, Kan- onhallen, úti á Austurbrú og í Speglatjaldinu, Spejltæltet, þar rétt hjá, við innganginn í Fælled- parken, skammt frá Trianglen. Flamenco-dans er hefðbundin þungamiðja í spænskum dansi, en ungir dansarar hafa útfært þessa hefð á ýmsan hátt. Af danshópum má nefna Cesc Gelabert og Lydiu Azzopardi, sem ásamt fleimm flytja nútímaútfærslu á spönskum dansi. Mal Pelo-hópurinn er í farar- broddi í nútímadansi í Evrópu og segir stuttar sögur. Increpación er dansað af fímm konum, sem bæði byggist á spænskum dansi og sam- tímadansi. Sémola Teatre er leikhópur og sýnir leikritið Hibrid. Ljós, eldur, hreyfíng og tónlist gengur í gegn- um sýningu þessa sautján ára gamla leikhóps. Dauðinn, ofbeldi, vinátta, ást, veikindi, viðkvæmni og hlátur er rauði þráðurinn í sýn- ingu Compania esteve graset, sem kallast Hvar er nóttin? Sýning Rosa Sánchez & Kónic teatre um Sanctus fjallar um löngun og þrá, um að sjá og vera séður og hópur- inn notast við tölvutækni. Leiksýn- ingunum er sameigintegt að ekki þarf að skilja spænsku til að njóta þeirra. Á Charlottenborg stendur yfír sýning á verkum ungra spæn- skra myndlistarmanna. Meðan hátíðin stendur yfir er Speglatjaldið opið, þar sem bæði eru danssýningar og dans fyrir alla. Tjaldið hefur verið sett upp í sumarbyrjun undanfarin ár og er fírna vinsæll dans- og samkomu- staður fyrir fólk á þrítugsaldri og upp úr. Tónlistin er oft með suður- amerísku ívafi og dansinn seiðandi og lokkandi. Samsvöran og jafnvægi ÁN titils“ (9) IY1YNDLIST Listhúsið Greip MÁLVERK Þorri Hringsson. Opið alla daga nema mánudaga frá 14-18 til 2. júlí. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ verður vart um villst er inn í listhúsið Greip er komið, að Þorri Hringsson hefur sitthvað nuniið af föður sínum. Á það einkum við um þau óvæntu sjónarhorn hvunndagsins er hann sækir myndefni til, og sem gerð eru að mikilsverðum opinberun- um með brögðum listar. En munurinn er þó sá, að myndefni sín sækir hann aðallega í sjónarhom innan húss, en faðirinn hins vegar í fyrirbæri náttúr- unnar. Enginn skyldi álíta það aðfinnslu- eða gagnrýnisvert, að mikilsverðir hlutir í listinni gangi að erfðum, því að við höfum svo mörg dæmi um það úr myndlistarsögunni. Þau sem fest hafa í minni eru yfírleitt af hinu góða, og það hefur farið á ýmsa vegu hver dregur svo lengsta stráið á alt- ari listgyðjunnar. Hitt skiptir meginmáli í þessu til- viki, að Þorri hefur naumast málað betur eins og dökka myndin nr. 9 ætti að vera til vitnis um, en þar er um afar næmt samspil brúnna tóna á dökka kantinum að ræða. Minnist ég þess ekki að hafa séð þennan lita- skala hjá föðumum né sitthvað annað í uppbyggingu myndheildarinnar. Önnur og aflöng brúntóna mynd sem blasir við er inn kemur (7) vekur einn- ig strax óskipta athygli og ekki síður myndin við hliðina (6), þar sem ljós- geisli frá dyragætt sker og byggir upp myndflötinn á mjög samsvarandi hátt. Óg þetta með samsvörunina og um sumt riðlað jafnvægið gengur eins og rauður þráður um sýninguna alla, og það er í raun mat hvers og eins hvar listamanninum tekst best upp. Öll málverkin sex á sýningunni eru ákaflega fínt máluð, áferðin tandurhrein og slétt, litastígandin mild, hófstillt og fáguð. Ekki eru svo allir á eitt sáttir um slík vinnubrögð, því að stundum er teflt á tæpasta vaðið um ofur- fágun, en er þau ganga upp verða þau óneitanlega mikil hátíð fyrir augað. í kjallara eru svo þijár teikningar í litblý á pappír, en þær virka ekki eins mark- vissar og málverkin þótt vinnubrögðin séu afar vönd- uð, og hér sker nr. 5 sig nokkuð úr. Mann undrar ekki svo lít- ið, að allar þessar stemmningarríku myndir skuli vera nafnlausar, og svo er hinn fátæklegi einblöðungur ekki beinlínis í samræmi við hin vönduðu vinnubrögð á veggjunum. Af sýningunni að dæma stendur listamaðurinn á nokkrum krossgöt- um, því það er eins og hann vilji færast meira í fang en áður, takast enn frekar á við myndflötinn og hin óræðari lögmál hans. Og það er að vonum í myndum er þess sér greini- legast stað, að hann nær markverð- ustum árangri. Bragi Ásgeirsson Minnismiðar MYNPLIST Listhúsid Gangurinn FRUMTÁKN OG LJÓÐ Lino Fiorito. Chris Moylan. Opið milli 6-8 og eftir samkomulagi til 25. júní. Aðgangur ókeypis. AÐ skrifa um myndlistarsýningar í heimahúsum hefur trauðla mikinn tilgang, jafnvel þótt það sé hjá landsþekktum myndlistarmönnum. Meira bar á Ganginum svonefnda hér áður fyrr, þótt þar hafi áfram verið á ferðinni litlar kynningarsýn- ingar á verkum ýmissa ágætra full- trúa nýrra viðhorfa og í flestum til- vikum vina og samheija Helga Þ. Friðjónssonar myndlistarmanns á Rekagranda 8. Ég geri hér undantekningu og þá öðru fremur til að vekja athygli á starfseminni, og einnig vegna þess, að betur er búið að umgerð- inni að þessu sinni en í annan tíma. Telst ástæðan sú, að hér er á ferð- inni samstarfsverkefni Mokka (Hannesar Sigurðssonar listsögu- fræðings) og Gangsins. Myndlistarmaðurinn Chris Moyl- an, sem mun vera aðstoðarmaður þess nafnkennda fulltrúa Nýja mál- verksins, Sandro Chia, segir svo í skrá, að honum hafí dottið þetta verkefni í hug, þegar hann heim- sótti eitt sinn Metropolitan-safnið í New York. Og þegar hann var að skoða teikningar í kínversku deild- inni uppgötvaði hann að skrifín, sem finna mátti á flestum verkanna, voru ekki eftir listamennina sjálfa. Vinir, ljóðskáld, rithöfundar, safnar- ar og frammámenn höfðu lýst vel- þóknun sinni með því að hripa á myndirnar Ijóð, óbundið mál eða stuttar athugasemdir. Þetta var samvinnuverkefni. Listamaðurinn bjó til röð teikn- inga, er samanstóðu af eins konar frumtáknum, og bað vin sinn, ljóð- skáldið Chris Moylan, að skrifa á þær viðbrögð sín. Helmingur myndanna, sem 7G «TJctt&lH ; J-c/wte'/i.vviio öýj M l IV' ... ■ ________u___- byggjast á frumtáknum ýmiss kon- ar, er án texta og geta menn ef þeir óska þess einnig skrifað á verk- in, eða jafnvel aukið við það sem áður hefur verið ritað á þau, og er sérstaklega vísað til ljóðskálda og rithöfunda. Þannig getur sýningin haldið áfram að vaxa á íslandi. Þetta er kjarni sýningarinnar og mun vera hugmyndafræðilegur leik- ur sem nýtur vaxandi fylgis meðal ungra. Hins vegar er minna stílað á fagurfræðilegt innihald, þótt minnismiðarnir geti allt eins verið veggprýði einir og sér. Bragi Ásgeirsson Sumartónleikar í Skálholtskirkju 20 ára AÐSTANDENDUR Sumartónleikanna í Skálholtskirkju í SKÁLHOLTI hefst 20 ára afmælis- hátíð Sumartónleikanna næstkom* andi Iaugardag, 1. júlí, í Skálholts- kirkju. Boðið verður upp á tónleika fimm helgar í júlí- og ágústmánuði og eins og áður verður ókeypis að- gangur að öllum tónleikunum. Frumflutt verða verk eftir þijú ís- lensk tónskáld og munu verk bar- okkmeistaranna verða leikin á upp- runaleg hljóðfæri. Tuttugu ár eru liðin síðan Helga Ingólfsdóttir semballeikari og Manu- ela Wiesler flautuleikari léku fyrst í Skálholtskirkju og hafa Sumartón- leikarnir vaxið og dafnað æ síðan. Átta erlendir gestir sækja Skál- holt heim í sumar, franski sembal- leikarinn Francois Lengellé, norski organistinn Ann Toril Lindstad, hol- lenski fiðlusnillingurinn Jaap Schröder og félagar í gömbusveitinni Phantasm undir stjórn Laurence Dreyfus gömbuleikara. Mun Jaap Schröder, auk þess að leiða Bach- sveitina í Skálholti fjórðu tónleika- helgina, einnig leiðbeina á sérstöku námskeiði í barokkfiðluleik 24.-26. júlí. Staðartónskáld sumarsins verða þrjú, þeir Jón Nordal, Þorsteinn Hauksson og Atli Heimir Sveinsson og verða frumflutt eftir þá verk fyrstu þijár tónleikahelgar sumars- ins. Dagskrá 20 ára afmælishátíðar- innar verður sem hér segir: Laugar- daginn 1. júlí kl. 14. Setning tón- listarhátíðarinnar með konsertum fyrir 3 og 4 sembala eftr J.S. Bach í flutningi Bachsveitarinnar í Skál- holti. Sr. Guðmundur Óli Ólafsson staðarprestur flytur ræðu. Kl. 15 sama dag verða sembaltónleikar þar sem franski sembaileikarinn Frango- ise Lengellé leikur verk eftir Couper- in-fjölskylduna. KI. 17 hljóma kór- verk eftir Jón Nordal, m.a. verður frumflutt eftir hann Requiem. Flytj- endur verða sönghópurinn Hljóm- eyki undir stjórn Bernharðs Wilkins- sonar. Sunnudaginn 2. júlí kl. 15 verða kórverk Jóns Nordals endur- flutt og við messu kl. 17 verða flutt- ir þættir úr tónverkum helgarinnar. Laugardaginn 8. júlí kl. 14 flyt- ur Bjarki Sveinbjörnsson erindi um tónsköpun Þorsteins Haukssonar. Kl. 15 flytur Bachsveitin í Skálholti ýmis kammerverk eftir Henry Purc- ell í tilefni 300 ára ártíðar hans. Kl. 17 verður svo frumflutningur óratóríunnar Psychomaehia fyrir sópran, kór og strengjasveit eftir Þorstein Hauksson. Flytjendur eru m.a. sönghópurinn Hljómeyki undir stjórn Árna Harðarsonar. Sunnu- daginn 9. júlí kl. 15 verður endur- tekin óratórían Psychomachia og kl. 17 verður messa með þáttum úr tónverkum helgarinnar. Laugardaginn 15. júlí kl. 14 flytur Greta Guðnadóttir erindi með tóndæmum um íslensk fíðluverk og kl. 15 leikur norski orgelleikarinn Ann Toril Lindstad orgelverk eftir J.S. Bach. KI. 17 hljómar trúarleg tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson, m.a. frumflutningur verks fyrir tvo sembala og tvö orgel. Sunnudaginn 16. júlí kl. 15 verður endurflutt efnisskrá Atla Heimis Sveinssonar og kl. 17 verður messa með þáttum úr tónverkum helgarinnar. Helgina 23.-24. júlí verður Skál- holtshátíðin haldin. Laugardaginn 29. júlí kl. 14 flytur Svava Bernharðsdóttir erindi um fiðlu- og lágfíðluleik á íslandi og kl. 15 flytur Bachsveitin í Skál- holti ásamt Rannveigu Sif Sigurðar- Myndirnar í Chauvet-hellinum Elstu lista- verk sem fundist hafa RANNSÓKNIR franskra og breskra vísindamanna hafa leitt I ljós að hellnamyndir, sem fund- ust í Chauvet-hellinum í suðaust- urhluta Ardéche-héraðs í Suður- Frakklandi, séu a.m.k. 30.340 ára gamlar. Vísindamennirnir segja að myndirnar geti í mesta lagi ver- ið 32.410 ára gamlar en elstu hellnamyndir sem menn þekktu fyrir þennan merka fund í Chau- vet-hellinum voru 27.110 árum yngri en þær. Fágaðri myndir Yngri myndirnar eru af útlín- um mannshandar, en myndirnar í Chauvet-hellinum eru af nas- hyrningum og vísundum. Hefur þessi fundur kollvarpað kenn- ingum fræðimanna um upphaf listsköpunar og þróun hennar; myndirnar sýna að maðurinn gat snemma á þróunarferli sínum búið til fjölbreytileg og jafnvel fáguð listaverk. Hingað til hafa menn talið að listsköpun hefði hafist með gerð einfaldra og grófgerðra mynda sem svo hafi þróast og þroskast með tímanum til fágaðri listar. „Þessar myndir koma okkur algjörlega í opna skjöldu," segir Jean Clottes, einn helsti sérfræð- ingur Frakka á þessu sviði. „Við getum nú ekki gert ráð fyrir því að þróun listarinnar hafi verið línuleg. Myndirnar sýna að það hafa komið afturkippir í lista- sögunni á þessum tíma eins og á okkar tímum. Það hafa komið tímabil þar sem listin blómstraði og timabil þar sem listin átti erfitt uppdráttar. Við verðum líka að gera okkur grein fyrir því að við erum að tala um lista- menn frá fyrstu árum mann- kynsins sem mála jafn vel og margir yngri listamenn." Sökum þess hversu gamlar myndirnar í Chauvet-hellinum eru tetja franskir og spænskir fornleifafræðingar að þeir verði að endurmeta aldur fjölmargra annarra hellnamynda frá því á steinöld í löndum sínum. dóttur sópran, trúarleg verk eftir Hendy Purcell undir stjórn hins fræga barokktúlkanda og fiðluleik- ara, Jaap Schröders. KI. 17 flytur Bachsveitin í Skálholti undir stjórn Jaap Schröders, kammerverk eftir Handel og Telemann. Sunnudaginn 30. júlí kl. 15 mun Bachsveitin og Jaap Schröder flytja úrval úr efnis- skrám laugardagsins og kl. 17 verð- ur messa með flutningi söngverka eftir Purchell. Laugardaginn 5. ágúst kl. 14 flytur Anna M. Magnúsdóttir erindi í minningu 300 ára ártíðar Henry Purcells. Kl. 15 flytur svo bresk- íslenska gömbusveitin Phantasm fantasíur og In nomine eftir Henry Purcell undir stjórn hins kunna Laur- ence Dreyfus gömbuleikara. Kl. 17 mun gömbusveitin Phantasm ásamt Sverri Guðjónssyni kontratenór, flytja fantasíur, In nomine og söngv- erk eftir William Byrd. Sunnudag- inn 6. ágúst kl. 15 mun gömbusveit- in Phantasm undir stjórn Laurence Dreyfus flytja úrval úr efnisskrám laugardagsins og kl. 17 verður messa með þáttum úr tónverkum helgarinnar. Boðið verður upp á barnagæslu á meðan tónleikunum sendur og áætl- unarferðir verða frá Umferðamið- stöðinni í Reykjavík kl. 11.30 tón- leikadagana og til baka kl. 18 frá Skálholti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.