Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.06.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1995 43 BREF TIL BLAÐSINS Frá Auðuni Braga Sveinssyni: SUMIR SEGJA, að samskipti fólks séu æ meir að taka á sig form kaldra viðskipta. Séu að verða ópersónuleg og köld. Sumir kenna hraða og tímaskorti um þetta, allir þurfi að flýta sér, og þess vegna séu samskipti og jafnvel kveðjur ópersónulegar og flausturslegar. Hverjir kannast ekki við kveðj- urnar: halló, hæ, bæ, sjáumst! Ein- hvern tíma voru þó kveðjurnar: sæll og blessaður, komdu sæll, heill og sæll, vertu sæll, taldar sjálfsagðar. Voru þær kannski of langar og óþægilegar í meðförum? Getur verið, að ensk tunga hafi haft þarna sín áhrif? Virðing fyrir öðrum er talin vera á fallanda fæti. Allt er lagt upp úr því að skara e!d að sinni köku, varðveita réttindi sín, láta ekki halla á sig, njóta ekki lakari kjara en aðrir. Hörð markaðssetning. Viðmiðunin er þá kannski stundum ekki rökræn. Ýmislegt getur þar ráðið ferðinni, eins og menntun, hagsýni og dugnaður. Fjárþörf fólks fer vaxandi, kröfurnar auk- ast hröðum skrefum. Nýlega las ég viðtal við einn þekktasta æskulýðsleiðtoga þessa lands, Hermann Ragnar Stefáns- son, danskennara og útvarpsmann. Ef til vill hefur þetta viðtal kveikt hjá mér áhuga á að skrifa þessar línur. Hermann Ragnar hefur í sumar umsjón með námskeiðum fyrir börn í Reykjavík, á aldrinum 5 til 11 ára. Þar er þeim margt kennt, en tvennt finnst mér mest um vert, sem þarna er lögð áhersla á. Hermann segir, að börnunum sé kennt þetta hefðbundna: að þakka fyrir sig og taka tillit til annarra í hópnum. Þá er lögð áhersla á að taka tillit til þeirra, sem eldri eru, tala ekki of hátt, en vera samt frjálsleg og skemmti- leg og láta sér líða vel. Hermanni finnst íslensk börn vera afskaplega óöguð. Þetta gild- Um sam- skipti fólks ir um skóla, heimili og félagslíf. Hermann minntist á, að allt of mörg börn kynnu ekki að þakka fyrir sig. Þetta er áberandi van- kunnátta. En er það börnunum að kenna að svona skuli vera? Nei, það held ég ekki. Þeir, sem áttu að kenna þeim þetta, hafa því miður brugðist. Ég hef sjálfur reynt þetta, þegar ég færði börnum gjafír, sem þau tóku við, án þess að segja eitt einasta orð í þakkar- skyni. Það var ekki fyrr en ég benti foreldrum barnanna á, að mér hefði ekki verið þakkað með einu orði, að viðkomandi börn þökkuðu mér með orðum, sem þó voru mælt af munni fram, án þess að hugur fylgdi máli. Þegar talað er um lítinn aga í skólum til að mynda, gleymist oft, að skólinn er hluti af samfélagi, sem er afskaplega óagað. Þess sjást afar víða merki. Hver kann- ast ekki við öll verkföllin og hótan- ir um verkföll, verði ekki samið um svo og svo hátt kaup innan skamms tíma? Að nokkru á þetta raunar rætur sínar að rekja til þess, að aðgerðir einar virðast duga, en orð ekki. Orð eru nefni- lega að missa vægi sitt, að verða úrelt í samskiptum vinnuveitenda og vinnuþiggjenda, svo og margra annarra. Hver tekur lengur mark á orðum einum saman nú orðið? Sagt er, að þögnin segi ekkert. En þar er ég ekki sammála. Hún segir meira um fólk en flest ann- að. Segjum til dæmis, að við send- um einhveija sendingu til fólks, sem við þekkjum. Vonandi kemst þessi sending á leiðarenda með greiðum og öruggum póstsam- göngum. En þegar við fáum engin viðbrögð frá þiggjandanum, er það til marks um, að ekki hafi þótt nema sjálfsagt að taka við þessu. Þarna er anginn af því að kunna sig ekki, þakka ekki fyrir neitt, sem tekið er á móti. Nú þekkjum við þetta fólk betur eftir en áður. Fræg er sagan af gömlu kon- unni, sem fannst hálfrotuð í íbúð sinni, þegar lögreglan komst inn í íbúð hennar. Átti þessi kona engin börn eða afkomendur? Vel hefði mátt álykta þannig. En þannig var málið eigi vaxið. Konan átti mörg börn, en þau bara heimsóttu hana aldrei. Og þá gerðu ekki aðrir það. Hún var fullkomlega gleymd, en væntanlega ekki aurarnir, sem hún hafði önglað saman á langri ævi. Því miður er þessu oft þannig far- ið, sem ég hefi lýst. Hið sama er að segja, þegar eldra fólk segist vera lasið og þreytt, að þá telur unga fólkið að einungis sé um sál- sýki að ræða. Það er því líkast að veikindi og dauði finnist ekki í orðabók ungs fólks. Aðeins hækk- andi aldur mun sannfæra það um, að þetta hvort tveggja er til í raun og veru. Sagt er, að fólki sem komið er yfir fimmtugt, gangi fremur illa að fá störf. Má það undarlegt heita, því að ekki getur betri né stað- fastari vinnukraft en einmitt þenn- an aldurshóp. Þetta fólk er sjaldan fjarverandi, vegna þess að það er ekki lengur á brunaskeiði kyn- þroskans. Það vaknar á réttum tíma, það krefst þess ekki, að það sé vakið, því að ábyrgðartilfínning þess er vakandi. Ekki skal þó allt ungt fólk dregið í sama dilkinn, hvað þetta varðar. Með þökk fyrir birtinguna. AUÐUNN BRAGISVEINSSON, Hjarðarhaga 28, Reykjavík. * Oskhyggjan o g alvaran Önundur Asgeirsson í | Frá Önundi Ásgeirssyni: NÝ RÍKISSTJÓRN og ný fiskistefna breytir sýnilega engu í skipulagi þorskveiðanna, nema kannski því, að nú á ekki leng- ur að senda trillu- karla í nýja fang- elsið á Litla- Hrauni, svo sem áður stóð til. For- maður þeirra þakkar innvirðu- lega hinum mis- kunnsömu stjórn- völdum fyrir líkn- ina. Á einvalds- tímunum var þetta nefnt að kyssa á vöndinn, og áttu þegnarnir þá allra mildilegast að krjúpa á bæði knén, eins og menn sýnast kunna enn. Það þótti mikill hetjuskapur, ef íslend- ingur kraup aðeins á annað hnéð, en stóð á rétti sínum með hinum fætinum. Islendingar eru eins og Rússar, þeir lúffa ef einhver finnst til að lumbra á þeim í nafni stjórn- valda. Framsal kvóta Eftir mikið og óvænt hlaup af hrygningarþorski á vertíðinni, hefur Hafró fallið frá frekari niðurskurði á þorskkvótanum og lagt til að hann verði óbreyttur fyrir næsta ár, þ.e. 150.000 tonn, og ráðherra á eflaust eftir að hækka í 165.000 tonn, eins og í fyrra. Þetta er minna en helm- ingur þess magns sem veitt var í miðri kreppunni árið 1934, en til- kostnaðurinn er geigvænlegur. Hlut- verk stjórnendanna ætti að vera að stjórna því, að þetta litla magn þorsks verði veitt á sem hagkvæm- astan hátt, og með sem minnstum tilkostnaði. Það myndi teljst skyn- samleg hagræðing. En það fer lítið fyrir henni. Haldið skal áfram að úthluta mestum hluta þorskkvót- anna til úthafstogara, sem síðan selja þá til minni skipa, sem stunda veiðar a grunnslóðinni og vantar kvóta. Árlegur leigukvóti á 165.000 tonnum, reiknaður á 80 kr/kg nem- ur 13.200 milljónum króna, en eng- inn veit hversu mikið af kvótum er framselt eða selt milli skipa eða út- gerða. Þetta er mesta spilling í sögu íslenzks samfélags. Enginn alþingis- maður hefur heldur spurt eftir þessu, enda eru þeir allir samsekir og bera ábyrgð á kerfinu. Ef einhver fyndist réttlátur meðal þeirra, væri hann fyrir löngu búinn að spyija þessarar spurningar. En enginn hinna 63ja hefir komið til að upplýsa umbjóð- endur sína um stærð eða umfang spillingarinnar. Styrkur við úthafsveiðar Það liggur nú ljóst fyrir, að upp- sveiflan í hagvexti síðasta árs stafaði af því, að djúpveiðiskipunum var beitt á úthafinu, á Reykjaneshrygg og í Smugunni. Þessar veiðar voru styrkt- ar með úthlutun á þorskkvótum til þeirra, sem útgerðirnar síðan seldu þurfandi, væntanlega á leigukvóta- verði 80 kr/kg. Þetta er mesti styrk- ur við úthafsveiðar, sem kunnugt er um hjá nokkurinni þjóð, og hann er skipulagður með samþykki Alþingis. Styrkir eða niðurgreiðslur annarra þjóða við úthafsveiðar er hégóminn einn miðað við þessi ósköp. Enginn fylgist heldur með því, að rétt sé fram talið um sölurnar á kvótunum. Þótt Hafró hafl fallið frá niður- skurði þorskkvótanna í 120.000 tonn næsta veiðiár, ættu menn ekki að gleyma því strax, að í ár er 9. árið sem hrygning þorsksins misferst — eða tekst hún kannski nú í kuldanum? Menn ættu ekki heldur að gleyma aðvörunum Sigfúsar Schopa í Morg- unblaðinu 14. desember sl., um að þorskurinn sé í útrýmingarhættu. Það gæti reynzt óvarlegt að treysta óskhyggju fiskiráðherrans um að eft- ir næsta ár sé óhætt að hækka kvót- ana upp í 200.000 tonn, en fyrir þeirri skoðun hefir hann engin rök enn. Að baki hennar liggur aðeins sú tilraun til blekkingar, að allt sé í lagi með að úthluta kvótum til út- gerða, sem ekki þurfa á honum að halda, og stinga andvirði þeirra í vasann. Ef menn vilja halda áfram að auka hagvöxt í samfélaginu, þá ættu þeir að hætta að úthluta kvót- um til djúpveiðiskipa og nota þá til að gefa vistvænar veiðar fijálsar í fískilögsögunni. Þetta myndi fljótt skila samfélaginu ríkulegum ávexti. ÖNUNDUR ÁSGEIRSSON fyrrverandi forstjóri Olís. Auðvitað snúast tryggingar um fólk! Frá Stefáni Þorleifssyni: FYRIR nokkrum árum sást í ís- lenskum skemmtiþætti átriði þar sem maður nokkur hafði lent í því að bárujárnsplata kom inn um stofuglugga hans. Þessi plata eyði- lagði.það sem í stofunni var svo maðurinn leitaði til síns trygginga- félags. Þar var honum sagt að þetta fengist ekki bætt ... en ef platan hefði farið út um gluggann þá væri allt í góðum höndum. Þetta þótti undirrituðum fyndið sakir fáránleikans. Þetta er ekki fyndið lengur. Málfríður Þorleifsdóttir fær engar bætur vegna þess að drátt- arvélin var víst ekki á ferð. Ef það hefði verið keyrt á hana og yfir þá hefði tryggingín dugað vel. Bændur, vaknið af dvala og skoðið ykkar tryggingar, athugið hvort bárujárnsplatan sé líklegri til að fara inn um gluggann eða út. Bændur, vekjið ykkar stéttar- samband. Tryggingarfélagið kallar til sér- fræðinga utan úr heimi til aðstoð- ar við þetta mál. Þetta er prófmál og það væri ferlegt fyrir félagið að þurfa að borga bætur út og suður. Lögfræðingur félagsins segir umfjöllunina um sitt félag ósanngjarna og óréttmæta. Hvar er að finna sanngirni í þessu máli og hveijum ferst að tala um sanngirni? Sá dónaskapur að auglýsa að tryggingar snúist um fólk er ástæða minna skrifa því í hvert sinn sem þessi setning hefur heyrst þá hefur komið óþægilegur stingur í hjarta margra. Auðvitað snúast trygg- ingar um fólk! STEFÁN ÞORLEIFSSON, Selfossi. HJ0LATJAKKAR HVERGI BETRA VERÐ! CML hjólatjakkamir eru úrvalsvara á fínu verði. Þeir eru á einföldum ^ eða tvöföldum mjúkum hjólum, sem ekki skaða gólf. Verð frá kr. 35.990 Hringás hf. Smiðjuvegi 4a, s. 567 7878. Bílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, simi 567-1800 Löggild bílasala Toyota Corlolla 1,6 GLi ’93, 5 g., ek. 23 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 1.190 þús. Grand Cherokee Limited V-8 ’94, græns- ans., sjálfsk., ek. aðeins 9 þ. km., leður- innr., álfelgur, geislasp., einn með öllu. Sem nýr. V. 4.550 þús. MMC Colt GLi ’93, blágrænn, 5 g., ek. 46 þ. km. V. 1.040 þús. Nissan Sunny 2000 GTi ’92, rauður, 5 g., ek. 55 þ. km., sóllúga, álfelgur, rafm. í öllu, ABS o.fl. V. 1.230 þús. Suzuki Vitara JXi '92, hvítur, 5 g., ek. aðeins 26 þ. km., fallegur jeppi. V. 1.530 þús. Ford Bronco II '87, 5 g., ek. 80 þ. míkjr. Óvenju gott eintak. V. 870 þús. Toyota 4Runner SR5 EFi '85, sjálfsk., ek. 120 þ. km., 35" dekk, sóllúga, loftk., 5:71 hlutföll. V. 1.080 þús. Toyota Carina XL II ’91, 5 g., ek. 75 þ. km. V. 930 þús. Lada Safir '91, 4 g., ek. aöeins 28 þ. km. V. 270 þús. Subaru Legacy 2,0 Artic Edition '92, 5 g., ek. 62 þ. km. Þarfnast lagf. á útliti. V. 1.490 þús. Subaru Justy J-12 4x4 '91, 5 dyra, 5 g., ek. 51 þ. km. V. 740 þús. Sk. á dýrari bíl. Renault Clio 1,4 RT '91, 5 dyra, svartur, 5 g., ek. 47 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 740 þús. Toyota 4Runner diesel Turbo '94, 5 g., ek. aðeins 13 þ. km., sóllúga, rafm. í rúð- um o.fl. Sem nýr. V. 3.150 þús. MMC Tredia 4x4 Sedan '87, 5 g., ek. 129 þ. km., mikið endurnýjaður, nýskoðaður. V. 360 þús. Honda Accord 2.0 EX '87, sjálfsk., ek. 155 þ. km. (langkeyrsla), rafm. í rúðum o.fl. Fallegur bíll. V. 650 þús. Sk. ód. M. Benz 190E '93, sjálfsk., ek. aðeins 29 þ. km., sóllúga o.fl. V. 2.550 þús. Daihatsu Feroza EL '90, 5 g., ek. 114 þ. km. Tilboðsverö 850 þús. Mercury Topaz 4x4 '88, rauður, sjálfsk., ek. 86 þ. km., dráttarkúla, tveir dekkja gangar, einn eigandi. Toppeintak. V. 690 þús. stgr. MMC Colt GLi '92, 5 g., ek. 51 þ. km. V. 840 þús. Nissan Sunny 1.6 SLX Sedan '90, 5 g., ek. 71 þ. km. V. 660 þús. Toyota Corolla Touring XL '91, 5 g., ek. 78 þ. km. V. 1.050 þús. Cherokee Limited '89, sjálfsk., ek. aðeins 64 þ. km., leðurinnr. o.fl. Toppeintak. V. 1.890 þús. MMC Lancer GLXi 4x4 Station '93, 5 g. ek. 61 þ. km., álfelgur, rafm. í öllu. V. 1.450 þús. Chevrolet Blazer S-10 Thao '86, sjálfsk. ek. 75 þ. mílur. Góður jeppi. Tilboðsverð 730 þús. MMC Pajero langur bensín '90, V-6, 5 g., ek. aðeins 68 þ. km. 31“ dekk, álfelg- ur. V. 1.850 þús. Sk. ód. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni tibbirtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi. Tilboð d blússum 25% afsláttur Gildir frá 27.júní-l.júlí TISKUVERSLUN Kringlunni 8-12 sími: 553 3300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.