Morgunblaðið - 29.06.1995, Qupperneq 1
80 SIÐUR B/C/D
144. TBL. 83. ÁRG. FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Vilja
vernda
fánann
Washington. Reuter.
FULLTRÚADEILD Bandaríkja-
þings samþykkti í gær tillögu
um stjómarskrárbreytingu til að
vernda fánann gegn hvers kyns
saurgun með 312 gegn 120.
Til að breytingin taki gildi
þarf öldungadeildin einnig að
samþykkja tillöguna með tveim
þriðju hlutum atkvæða og
minnst 38 af 50 ríkjum. And-
stæðingar ríkjandi stjómvalda
hafa oft tjáð reiði sína með því
að brenna bandaríska fánann.
Fyrir sex ámm nam hæstiréttur
úr gildi öll lög sem sett höfðu
verið gegn fánabrennslu og var
forsendan sú að með þeim væri
tjáningarfrelsið heft.
Reuter
Reuter
Dagur heilags Vitusar
TVÆR sprengjur féllu á út-
hverfi í bænum Bijeljina í
Bosníu í gær þar sem leiðtog-
ar Bosníu-Serba, þ. á m.
Radovan Karadzic og Ratko
Mladic, voru samankomnir til
þess að halda hátíðlegan dag
heilags Vitusar sem jafnframt
er dagur hersins. Engar
fregnir bárust af manntjóni.
í Sarajevó beið lögreglumað-
ur bana og tugir manna særð-
ust þegar umbreyttri loft-
varnaeldflaug var skotið á
sjónvarpsmiðstöðina þar. Eld-
flaugarárásin olli miklum
skemmdum á skrifstofum sem
erlendir fréttamenn og bosn-
íska ríkissjónvarpið notuðu.
Að minnsta kosti 200 manns
voru í byggingunni þegar
árásin var gerð.
Utanríkisráðherra Bosníu,
Muhamed Sacirbey, sendi ör-
yggisráði Sameinuðu þjóð-
anna bréf í gær og fór fram
á að hlutverk friðargæsluliðs-
ins í landinu yrði endurskoð-
að. Hann sagði liðið ekki
tryggja öryggi íbúa á svo-
nefndum griðasvæðum og léti
hjá líða að kalla á aðstoð flug-
véla Atlantshafsbandalagsins
þegar þörf krefði.
Stríðið á Sri Lanka
140 falla
í árás
Tamíla
Colombo, Sri Lanka. Reuter.
RÚMLEGA 140 manns létu lífið á
Sri Lanka í gær þegar um eitt þús-
und skæruliðar úr röðum Tamíla
réðust á stjórnarherinn af sjó. Þetta
var mesta mannfall á Sri Lanka frá
því aðskilnaðarsinnar Tamíla rufu
vopnahléð við ríkisstjórnina í
Colombo 19. apríl.
Að minnsta kosti 50 Tamílar og
75 hermenn féllu þegar árás var
gerð á eyna Mandaithivu vestur af
Jaffna-skaga, þar sem vígi skæru-
liða er að finna. Útvarp skærulið-
anna sagði að leiðtogi Tígrahreyf-
ingar tamílskra skæruliða, Velupillai
Prabhakaran, sem sagt er að sé
varkár og sofi aldrei tvisvar í sama
rúmi, hefði stjórnað árásinni.
Að sögn stjórnarhersins hafði
honum tekist að hrinda árásinni síð-
degis í gær og hrekja skæruliðana
á braut eftir að aukinn herafli barst
frá nágrannaeyju.
Um 50 þúsund fallnir
Sagt er að Tamílamir hafi undan-
farið verið að styrkja herafla sinn á
hafi og séu nú að verða færir um
að skáka hinum litla sjóher stjórnar-
innar, sem og smáum og einangruð-
um herstöðvum í landi.
Mikill meirihluti íbúa Sri Lanka
er af þjóðerni Sinhala en Tamílar
eiga marga þjóðbræður á Indlandi.
Rúmlega 50 þúsund manns hafa
fallið í baráttu Tamíla fyrir sjálf-
stjórnarsvæði á Sri Lanka frá því
að átökin hófust árið 1983.
Viðskiptastríði milli Bandaríkjanna og Japans afstýrt á síðustu stundu
Japanska stjórnin lofar
að opna bílamarkaðinn
Genf, Washington, Brussel. Reuter.
ESB segir samninginn brot á reglum
um frjáls heimsviðskipti taki hann
aðeins til bandarískra fyrirtækja
Myndlistar-
apinn Nonja
ÓRANGÚTANAPYNJAN Nonja
sleikir pensil í Schönbrunn-dýra-
garðinum i Vín áður en hún lýkur
við enn eitt listaverkið. Nonja er
afkastamikill málari en verkum
hennar er líkt við myndir tveggja
til þriggja ára barna. Þau hafa
engu að síður vakið mikla athygli
og selst á allt að 10.000 Banda-
ríkjadali eða tæpar 650.000 kr.
• •
Oldungur í
fangelsi
Tœpei. Reuter.
ELSTI Fangi á Tævan er Chang
Ming-yuan sem getur átt von á
reynslulausn í fyrsta lagi eftir
rúm 10 ár. Hann er 96 ára.
Chang myrti þijá menn 1977
og var dæmdur í lífstíðarfang-
elsi en látinn laus til reynslu
1987. Hann slasaði mann og
var þá aftur settur inn eftir að
læknar höfðu úrskurðað að
hann þyldi lífið bak við rimlana.
Embættismaður í fangelsinu
sagði Chang krefjast þess að
fá „sérstaka rétti “á borð við
harðsoðin egg og ávaxtasafa.
BANDARIKIN og Japan komust
að samkomulagi í Genf í gær í deilu
ríkjanna um bílaviðskipti og þvi
kemur ekki til þess að refsitollar
verði lagðir á sumar gerðir jap-
anskra bifreiða í Bandaríkjunum.
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
sagði að samkomulagið væri „mikil-
vægt fyrir fijáls viðskipti um allan
heim“ og gengi dollarans hækkaði
í kjölfarið. Talsmenn Evrópusam-
bandsins, ESB, segja hins vegar
að samkomulagið verði að ná til
alls bílainnflutnings í Japan, ekki
aðeins innflutnings frá Bandaríkj-
unum.
„Japanir hafa samþykkt að byija
á því í alvöru að opna japanska
bíla- og bílavarahlutamarkaðinn
fyrir bandarískum fyrirtækjum,“
sagði Clinton á fréttamannafundi í
Hvíta húsinu þegar hann skýrði frá
samkomulaginu. „Hér er um að
ræða mjög sérgreindan samning,
sem mun bera raunverulegan
árangur."
Mikil efnahagsleg áhrif
Clinton sagði að vegna samn-
ingsins, sem náðst hefði í viðræðum
ríkjanna í Genf, yrðu ekki lagðir
neinir refsitollar á 13 gerðir jap-
anskra lúxusbíla en þeir áttu að
koma til framkvæmda á miðnætti
sl. nótt að staðartíma í Washington.
Mickey Kantor, viðskiptafulltrúi
Bandaríkjanna, lofaði samninginn í
Genf í gær og sagði að hann myndi
hafa mikil efnáhagsleg áhrif í báð-
um ríkjunum og ekki aðeins í bíla-
iðnaðinum.
Á fréttamannafundinum skýrði
Clinton ekki frá samningnum í
smáatriðum en sagði að Japanir
hefðu fallist á að fjölga bílasölum,
sem seldu erlenda bíla, um „200 á
næsta ári og úm 1.000 á næstu
fimm árum“.
Þá sagði hann að Japanir hygð-
ust grisja reglugerðafrumskóginn,
sem umlyki varahlutamarkaðinn,
og japönsku bílaverksmiðjurnar
ætla að auka framleiðslu sína í
Bandaríkjunum og kaupa meira af
bandarískum bílahlutum.
Ryutaro Hashimoto, iðnaðar- og
utanríkisviðskiptaráðherra Japans,
sem innsiglaði samkomulagið
ásamt Kantor, virtist ekki vera al-
veg jafn ánægður með það og
Bandaríkjamennirnir en sagði að
Japanir hefðu ekki hvikað frá meg-
inkröfu sinni, andstöðunni við
ákveðinn kvóta fyrir innflutning
erlendra bifreiða og varahluta til
Japans.
Bangemann óánægður
Martin Bangemann, sem fer með
iðnaðarmál í framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins, sagði í gær
að yrði japanski markaðurinn að-
eins opnaður bandarískum bifreiða-
framleiðendum væri um að ræða
brot á grundvallarreglum um fijáls
heimsviðskipti.