Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 6
•6 FIMMTUDAGJJR 29. JÚNÍ 1990
MORGUNBLAÐIÐ
L
FRÉTTIR
íslendingar í evrópsku ungmennalestinni leggja baráttu gegn kynþáttahatri lið
Enginn eins
- engum til meins
TUTTUGU ogátta islensk ung-
menni fara 4. júlí nk. utan til að
taka þátt í baráttu ungmenna
víðs vegar úr Evrópu gegn auknu
kynþáttahatri, óvild í garð
ókunnugra og skorti á umburða-
lyndi
Yfirskrift framkvæmdaáætl-
unarinnar er Enginn eins - eng-
um til meins og felur hún í sér
ferðir sex ungmennalesta frá
fjórum stöðum i Evrópu en enda-
stöð allra lestanna verður Strass-
borg. Þegar þangað kemur hefst
Evrópska ungmennavikan með
um 1.300 þátttakendum sem
skiptast niður í fjölmarga vinnu-
hópa á sviði menntunar, samfé-
lags, lista og fleira.
Mikil vinna framundan
Fanney Karlsdóttir er ein
þeirra sem hefur tekið þátt í
undirbúningi ferðar íslensku
ungmennanna. Hún segir að
lestarferðin, undirbúningur
hennar og ungmennavikan í
Strassborg feli í sér geysilega
mikla vinnu þátttakendanna,
vinnu sem er bæði skemmtileg
og gefandi. „Starf af þessum
toga er mikilvægt þegar til lengri
tima er hugsað. Það skiptir miklu
máli að hafa áhrif á skoðanir
ungmenna i þessum efnum því
þau taka við af þeim sem eldri
eru. Kynþáttafordómar og um-
burðarleysi er oft inngróið í _
eldra fólk, auðveldara er að hafa
áhrif á ungt fólk og búa í haginn
fyrir framtíðina. Þarna verður
fjöldi fólks samankominn úr öll-
um áttum til að vinna að betri
heimi og vekja athygli á baráttu-
málum sem skipta okkur öll
máli,“ segir Fanney.
Lestarferð yfir
endilanga Evrópu
Islensku ungmennin taka þátt
í lest sem ber yfirskriftina Menn-
ingarlegt frelsi - Jafnrétti,
HLUTI lestarfólksins á undirbúningsfundi fyrir Evrópulestarferðina.
ásamt 300 manns frá Norður-
löndunum og Eystrasaltsríkjun-
um. Ferðin hefst í Kaupmanna-
höfn en staldrað verður við í
nokkrum evrópskum stórborgum
og boðið upp á uppákomur í sam-
vinnu við hópa ungs fólks sem
þar er búsett.
Fanney leggur á það áherslu
að tilgangur með vinnu þessa
unga fólks sem leggur land und-
ir fót er ekki hópsamstarf heldur
freista þau þess að vinna sem
hluti af stórri heild. Olíkir ein-
staklingar með ólík sjónarmið
miðla öðrum af reynslu sinni og
fá jafnframt innsýn inn í reynslu-
heim jafnaldra sinna.
Miðhúsasilfrið komið heim úr rannsókn í Danmörku
Hjónin á Miðhúsum
höfða meiðyrðamál
Víkingalottó
Fyrsti vinn-
ingur til
Noregs
VINNINGSTÖLURNAR í Víkinga-
lottóinu í gær voru 1, 3, 5, 19, 25
og 31. Bónustölur voru 6, 13, og 43.
Samkvæmt upplýsingum frá ís-
lenskri .getspá var aðeins einn þátt-
takandi með allar tölur réttar. Fyrsti
vinningurinn fór til Noregs að þessu
sinni og nam hann tæpum 43 milljón-
um íslenskra króna.
Enginn hlaut annan vinning, en
níu þátttakendur voru með fimm
tölur réttar af sex og hlutu þeir rúm-
ar 29 þús. íslenskar kr. hver. 310
voru með ij'órar tölur réttar af sex
og unnu því 1.340 íslenskar krónur.
Yfir þúsund þátttakendur voru með
þrjár tölur réttar auk bónustölu og
hlaut hver þeirra 150 krónur.
Heildarupphæð vinninga var tæp-
ar 45 milljónir íslenskra króna og
af þeirri upphæð hlutu lánsamir ís-
lendingar 1.834.097 krónur.
HJÓNIN á Miðhúsum í Egilsstaða-
hreppi hafa ákveðið að höfða meið-
yrðamál á hendur þeim einstakling-
um sem þau segja, að hafi í fjölmiðl-
um og víðar látið að því liggja að
þau hafi falsað hluta silfursjóðsins
sem fannst að Miðhúsum haustið
1980. Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins kemur til greina að
málið verði höfðað gegn þeim stofn-
unum sem þeir eru fulltrúar fyrir.
„Ærumeiðandi ummæli um
meinta fölsun okkar á hluta silfur-
sjóðsins hafa verið það alvarleg að
við sjáum okkur ekki annað fært
en að höfða meiðyrðamál. Þannig
freistum við þess að hreinsa okkur
af ávirðingunum." sagði Hlynur
Halldórsson á Miðhúsum í samtali
Niðurstöður ald-
ursgreiningar
birtar á morgun
við Morgunblaðið. Hann sagði að
málið hafi valdið þeim hjónum mikl-
um óþægindum og fullyrti að þau
hafí orðið fyrir nokkru aðkasti.
„Það eru ýmsir sém trúa því að við
höfum falsað silfrið," sagði hann.
Hlynur sagði að ekki hafi verið
grundvöllur til að kæra ummæli
nokkurra einstaklinga um aldur og
uppruna Miðhúsasilfursins fyrr en
nú. Of flókið hefði reynst að höfða
mál fyrr en niðurstöður nákvæmrar
rannsóknar á silfursjóðnum lægju
fyrir. Hann kvaðst engar spurnir
hafa haft af niðurstöðum rannsókn-
arinnar í Danmörku. Þær skipti sig
raunar engu máli, meiðyrðamál
verði höfðað án tillits til efnislegrar
niðurstöðu rannsóknarinnar.
Danskri rannsókn lokið
Miðhúsasilfrið var fyrr í vetur
sent til nákvæmrar rannsóknar og
aldursgreiningar í Þjóðminjasafni
Dana í Kaupmannahöfn og liggja
niðurstöður rannsóknarinnar nú
fyrir. Lilja Árnadóttir, safnstjóri
Þjóðminjasafnsins, sagði að þær
verði kynntar á fundi þjóðminjaráðs
í fyrramálið og vildi ekki tjá sig
um efni þeirra í gær.
Lægst bensín-
verð í sjálfs-
afgreiðslu
EFTIR að verð á bensíni lækkaði
er það lægst í sjálfsafgreiðslu á
bensínstöðvum Skeljungs. Lítrinn
er þar um 1,20 kr. lægri en^fullt
verð. Þá hafa nýir sjálfsalar verið
settir upp á sjö bensínstöðvum
Skeljungs.
Skeljungur rekur 17 bensínstöðv-
ar á höfuðborgarsvæðinu. Þar af
eru fjórar sem eingöngu bjóða upp
á sjálfsafgreiðslu. Þá bjóða sjö
stöðvar upp á val á sjálfsafgreiðslu
eða hefðbundinni afgreiðslu. Lítri
af 92 oktana bensíni kostar í sjálfs-
afgreiðslu 65,30 kr., 95 oktana
bensíni 67,50 kr. og 98 70,90 kr.
Nýir sjálfsalar, svokallaðir MX-
sjálfsalar, hafa verið settir upp á
sjö bensínstöðvum Skeljungs á
höfuðborgarsvæðinu, það er við
Bústaðaveg, Bæjarhraun í
Garðabæ, Kleppsveg, Reykjanes-
braut, Suðurfell, Vesturlandsveg,
Gylfaflöt í Grafarvogi og á Akra-
nesi.
Félagsmálaráðherra hefur staðfest nýja reglugerð um hættumat vegna snjóflóða
Endurskoða á
eldra hættumat
hið fyrsta
Laus staða
aðstoðar-
prests við
Neskirkju
STAÐA aðstoðarprests við Nes-
prestakall í Reykjavíkurprófasts-
dæmi vestra hefur verið auglýst
laus til umsóknar en séra Guð-
mundur Óskar Ólafsson hefur sagt
embætti sínu lausu frá 1. septem-
ber.
í Neskirkju hafa verið tvö sókn-
arprestsembætti en samkvæmt
ákvæði laga um skipan prestakalla
og prófastsdæma og starfsmenn
kirkjunnar frá 1990 breytist annað
þeirra nú í stöðu aðstoðarprests,
sem ráðið er í til fjögurra ára í
senn.
Biskup hefur einnig auglýst
Iausa til umsóknar stöðu deildar-
stjóra við fræðslu- og þjónustu-
deild kirkjunnar á biskupsstofu en
séra Jón Ragnarsson, deildar-
stjóri, hefur fengið veitingu fyrir
Hveragerðisprestakalli.
Umsóknarfrestur um stöðurnar
er tl 1. ágúst næstkomandi.
FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hefur
staðfest nýja reglugerð um hættu-
mat vegna snjóflóða og nýtingu
hættusvæða. í þeim sveitarfélögum
þar hættumat hefur farið fram á
grundvelli eldri reglugerðar frá
1988 skal samkvæmt bráða-
birgðaákvæði í nýju reglugerðinni
endurskoða matið svo fljótt sem
auðið er á grundvelli nýju reglu-
gerðarinnar. Á ráðstefnu, sem hald-
in var í síðasta mán'uði um snjóflóð
og varnir gegn þeim, kom fram að
áætlað er að við endurmatið fjölgi
húsum á hættusvæðum úr rúmlega
500 í um 800 á landinu öllu.
Samkvæmt nýju reglugerðinni,
sem öðlast gildi þegar hún hefur
verið auglýst í Stjórnartíðindum,
skal meta hættu af snjóflóðum í
þeim sveitarfélögum þar sem snjó-
flóð hafa fallið á byggð eða nærri
henni, eða hætta er talin á slíku.
Hættumatið skal ná til byggðra
svæða og svæða sem skipulögð eru
eða skipuleggja á fyrir byggð,
mannvirki eða umferð og útivist
fólks á vetrartíma.
Tvenns konar hættusvæði
Samkvæmt reglugerðinni á að
afmarka snjóflóðasvæði með svo-
nefndri grunnlínu þar sem dregnar
eru útlínur þekktra snjóflóða og lík-
legra snjóflóða samkvæmt útreikn-
ingum og afmarkaðir eru aðrir far-
vegir þar sem talið er að snjóflóð
geti hlaupið fram.
í hættumati eru skilgreind tvenns
konar hættusvæði og á að auðkenna
þau með rauðum og gulum lit á
hættumatskorti og skipulagsupp-
drætti. Mörk rauðs svæðis fylgja
grunnlínu snjóflóðs, en gult svæði
tekur við af rauðu og skal aldrei
vera mjórra en 50 metrar mælt
hornrétt á grunnlínu.
Þau hættusvæði sem merkt eru
með rauðum lit á hættumatskorti
og skipulagsuppdrætti má nota
undir skipulagða starfsemi sem fer
fram utan þess árstíma sem hætta
er á snjóflóðum, og einnig má vera
starfsemi á skíðasvæðum sem liggja
inni á rauðum hættusvæðum sé
stöðugt fylgst með snjóflóðahættu.
Skylt er að hafa viðbúnað til að
koma á framfæri viðvörunum til
fólks innan skíðasvæða og til að
vara fólk við þegar hætta er á snjó-
flóðum. Rýma skal hættusvæði á
meðan snjóflóðahætta vofir yfir.
Einnig er skylt að hafa til staðar
neyðaráætlun sem tekur til leitar
og björgunar fólks sem lendir i snjó-
flóðum á svæðinu.
Óheimilt að byggja
skíðaskála
Á hættusvæðum er óheimilt að
byggja skíðaskála eða aðrar bygg-
ingar sem nota má til gistingar eða
samkomu fólks. Hins vegar er heim-
ilt að nota rauð hættusvæði undir
ýmis veitumannvirki sem starfrækt
eru mannlaus, svo og samgöngu-
mannvirki, enda skulu tök á að loka
fyrir umferð fólks um hættusvæðið
þegar snjóflóðahætta skapast.
A hættusvæðum sem merkt eru
með gulum lit á hættumarkskorti
og skipulagsuppdrætti má ekki
byggja mannvirki sém draga að sér
fjölmenni á vetrartíma vegna við-
skipta, skólahalds, samkomuhalds
eða íþróttaiðkana annarra en vetr-
aríþrótta. Þegar vetraríþróttir eru
stundaðar inni á gulum hættusvæð-
um gilda sömu ákvæði og gilda á
rauðum hættusvæðum hvað þetta
varðar. Á gulum svæðum er heim-
ilt að byggja önnur mannvirki en
að ofan greinir ef sýnt er fram á
að þau standist tiltekna áraun snjó-
flóðs samkvæmt reglum sem kveðið
er á um í reglugerðinni.
Breyta má mörkum svæða með
varnarvirkjum
Breyta má mörkum hættusvæða
með því að gera varnarvirki sem
hægja á snjóflóðum og stytta þann-
ig skriðlengd þeirra eða breyta
stefnu, og einnig má breyta mörk-
um hættusvæða með því að byggja
varnarvirki sem eru nægilega öflug
til að varna því að skrið hefjist á
upptakasvæði flóðs. Varin svæði
má nýta fyrir byggð að fengnu
samþykki Álmannavama ríkisins.
r
i
i
i
t
í
l