Morgunblaðið - 29.06.1995, Page 25
_________LISTIR
Rímað í stíl
MORGUNBLAÐIÐ
framkvæmdir fram yfír aðrar -
slík er fjölbreytnin - en þó má
benda á innsetningu Andreu Bau-
mann, ljósmyndaverk Einars Óla
Ólafssonar, leirverk Hrefnu Harð-
ardóttur, skilgreiningar Magnúsar
S. Guðmundssonar, bréfasafn Nínu
Magnúsdóttur, fuglahús Péturs
Amar Friðrikssonar og málverk
Sigríðar Gísladóttur, svo fátt eitt
sé nefnt af því sem stendur upp
úr eftir heimsókn á staðinn.
Þó myndlistin fari langt með að
fylla „Gullkistuna", er ýmislegt
fleira á boðsstólum, bæði léttvægt
og þyngra, fyrir unga sem aldna.
Þar má nefna tónleika af ýmsu
tagi, ljóðadagskrá, leiksýningar,
m.a. barnaleikrit, og loks fjall-
göngu, þar sem gengið er á kenni-
leiti sýningarinnar, Gullkistuna efst
á Miðdalsijalli. Fjölbreytnin er
þannig mikil, og ánægjulegt til
þess að vita að enn geti áhugasam-
ir einstaklingar náð að setja saman
svo viðamikla dagskrá á listasvið-
inu með ánægjuna að leiðarljósi.
Sýningarskrá Gullkistunnar er
skemmtilega hönnuð, þar sem er
að finna örlítinn texta um það
myndlistarfólk, sem tekur þátt í
listadögunum, dagskrána í heild,
ávarp skipuleggjenda og nokkur
orð um staðinn, auk þjóðsögunnar
um Gullkistu. Þarna er því komin
ágæt heimild um framkvæmdina,
sem vert er að halda upp á, því
samanburðurinn við næstu lista-
daga á Laugavatni - því hér verð-
ur vonandi framhald á - verður
væntanlega fróðlegur.
Ýmsir aðilar hafa stutt við bakið
á þeim dugnaðarkonum sem hrintu
þessu öllu af stað, og er'gaman
að sjá í sýningarskrá hversu víð-
tækur sá stuðningur er, allt frá
menntamálaráðuneyti, Laugardals-
hrepp og menningarsjóði félags-
heimila til fjölmargra fyrirtækja,
stofnana og einstaklinga, sem einn-
ig hafa lagt sitt af mörkum. Lif-
andi list þrífst greinilega vel í slíku
umhverfi.
Er rétt að hvetja sem flesta til
að láta leið sína ligga á Laugar-
vatn þann tíma sem „Gullkistan“
stendur yfir, en þessir listadagar
verða vonandi fleiri einstaklingum
og sveitarfélögum hvatning til að
efla lista- og menningarlífið um
landið jafnt að sumri sem vetri, og
kynna sérstöðu sinnar heima-
byggðar að nokkru í leiðinni.
Eiríkur Þorláksson
MYNPLIST
Ásmundarsafn
HÖGGMYNDIR
Ásmundur Sveinsson. Opið daglega
kl. 10-16. Aðgangur kr. 200, sýning-
arskrá kr. 1200.
VIÐ íslendingar höfum verið
þeirrar gæfu aðnjótandi að fljótlega
eftir upphaf þreifinga okkar í nú-
tímalist komu fram nokkrir þeir
meistarar sem hafa markað listsýn
okkar alla tíð síðan. Við höfum
einnig lært að meta stórvirki þeirra
betur og betur eftir því sem tíminn
hefur gefið okkur aukin tækifæri
til að skoða þau í samhengi þess
sem aðrir listamenn voru að fást
við.
Ásmundur Sveinsson er án efa
einn þeirra listamanna sem eiga
eftir að vaxa að verðleikum sínum
enn um sinn. í Ásmundarsafni hafa
undangengin ár verið settar upp
ýmsar sýningar þar sem reynt hef-
ur verið að skoða verk hans frá
ólíkum sjónarhomum, t.d. hvað
varðar náttúrusýn, vinnuaðferðir^
túlkun á kvenlíkamanum o.s.frv. I
vor var svo opnuð sýning þar sem
leitast er við að sýna verk hans í
ljósi þeirrar heildar, sem markast
af lífsstarfi _ hans: Sýningunni
„Stíllinn í list Ásmundar Sveinsson-
ar“ er þannig ætlað að skapa heild
úr þeim brotum, sem sýningar und-
anfarinna ára hafa tekið til rann-
sóknar.
Þetta ætlunarverk er unnið með
tvennum hætti, þ.e. annars vegar
með sýningunni sjálfri og hins veg-
ar með vel myndskreyttri og hand-
hægri sýningarskrá. Þar hefur
Gunnar B. Kvaran listfræðingur
skrifað aðgengilega og afar fróð-
lega ritgerð um viðfangsefnið -
hugtakið stfl, hvernig má greina
hann og loks viðhorf listamannsins
til verkefna sinna sem var ætíð
undirstaða þess sem hann var að
fást við.
Það er rétt sem Gunnar tekur
fram í upphafi síns máls að Ás-
mundur hafði á orði að hann liti á
liststíla eins og rím sem bæri að
nota eftir hentugleikum. En lista-
maðurinn kvað einnig fastar að
orði þegar hann sagði m.a. að sér
leiddust allar deilur um listastefn-
ur, því það væri ekki stefnan, held-
ur innihald verksins sem gæfi því
gildi; það væri í raun höfuðsynd
hvers listamanns, ef hann festi sig
í neti einhvers sérstaks stíls (Sjá
Matthías Johannessen, „Bókin um
Ásmund").
En það er einnig rétt að athuga
hvaða skilningur er lagður í þetta
ofnotaða heiti. Gunnar bendir á að
fornleifafræðingar, ■ listfræðingar,
heimspekingar nálgist stflhugtakið
með mismunandi hætti, þannig að
í raun sé það á stundum ónothæft
í samræðum þeirra um listir. Því
hafi orðið æ algengara hin síðari
ár að greina það í tvennt - „ann-
ars vegar það sem kalla mætti
formskrift (þ.e.a.s. hvernig form
eða formleysur birtast á myndflet-
inum eða í höggmyndinni) og hins
vegar persónulegan stfl listamanns-
ins“. Bandaríski heimspekingurinn
Arthur Danto hefur orðað þetta
með því að segja einfaldlega að
„stíllinn sé maðurinn, hins vegar
sé hin greinanlega formgerð, hátta-
lagið eða aðferðin, sem aðrir geta
tileinkað sér“.
Ásmundur Sveinsson á greini-
lega við formskriftina þegar hann
talar um stíla í verkum sínum og
í ritsmíð sinni rekur Gunnar mörg
dæmi um þau formræpu tengsl sem
finna má í verkum Ásmundar við
samtímlistina jafnt sem þá þjóðlegu
náttúrusýn sem var svo áberandi
þáttur í öllu lífsstarfi listamanns-
ins. Því til sönnunar tekur Gunnar
einkum dæmi af verkum Ásmundar
frá ijórða og fimmta áratugnum,
en á því tímabili urðu mörg helstu
verk hans að veruleika.
Sýningin fylgir þessu eftir. í
anddyri safnsins er að finna skóla-
verk, en í salnum sem nú fyllir
gamla íbúðarhúsið er bent á annað
meginstef í ævistarfi Ásmundar -
húsbyggingamar. Það er vert að
minna á að þessi listamaður byggði
með eigin höndum, efnum og hug-
viti öll þau hús sem enn eru við
hann kennd og þjóna listinni. Þar
má fyrst nefna Ásmundarsal við
Freyjugötu, sem hann hóf að
byggja 1934, og svo _þær bygging-
ar sem nú mynda Ásmundarsafn
FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1995 25
ÁSMUNDUR Sveinsson: „Móðir mín í kví, kví“ 1943.
við Sigtún, en listamaðurinn hófst
handa við að reisa kúluhúsið 1942,
frambygginguna tveim árum síðar
og loks stóru bogaskemmuna 1954,
þá orðinn rúmlega sextugur að
aldri. Segja má að þessi byggingar-
störf hafi einnig þjónað listrænum
tilgangi, því í kjölfar þeirra fylgdu
jafnan gróskumikill tími í listköpun
Ásmundar.
Uppsetning sýningarinnar í bog-
unum tveimur er einkar vel heppn-
uð og hafa verk listamannsins
sjaldan notið sín í þessum sölum
sem nú. Rýmið dregur einstaklega
vel fram áhrifamátt höggmynd-
anna sem hér eru sýndar í bronsi,
tré og steini — dökk í hvítri um-
gjörð salanna. Hér hafa gestir því
gott tækifæri til að fylgja eftir
þeim hugleiðingum um formskrift
og persónulega sköpun sem brydd-
að er upp á í texta Gunnars í sýn-
ingarskrá.
I minni boganum er einkum að
finna verk Asmundar frá fjórða
áratugnum sem mörg hver eru
löngu orðin að þjóðardýrgripum,
þó sum þeirra hafi verið umdeild
lengi vel; af slíkum má nefna „Járn-
smiðinn", „Vatnsberann" og „Móð-
ur Jörð“, svo aðeins sé bent á þijú
verk sem ein og sér hefðu nægt
til að halda nafni hans á lofti, en
Ásmundur lagði grunninn að þeim
öllum á sama árinu, 1936.
Hin magnaða höggmynd „Móðir
mín í kví, kví“ (1943) er í heiðurs-
sæti í stærri bogasalnum, og fer
vel á því. Til beggja hliða má m.a.
finna verk eins og „Helreiðina“
(1944), „Svört ský“ (1947) og
„Höfuðlausn" (1948), sem einnig
væru hvert fyrir sig verðugt til-
nefningar í flokk helstu verka lista-
mannsins.
Þau listasöfn sem eru eingöngu
helguð verkum einstakra lista-
manna hafa ekki alltaf notið þeirr-
ar athygli sem vert væri. Hér er á
ferðinni sýning sem ætti að höfða
jafnt til hins almenna listunnanda
og ferðamannanna sem flykkjast í
safnið sem og þeirra stóru hópa
æskufólks sem koma hundruðum
saman þangað þessar vikurnar á
vegum ýmissa sumamámskeiða og
fræðslustarfsemi utan hefðbundins
skólatíma. Hinn almenni borgari
ætti ekki síður að geta notið listar
Ásmundar Sveinssonar en æsku-
fólkið.
Ásmundur helgaði sitt ævistarf
því að ríma í formið og nota stíla
eftir hentugleikum, en það er rétt
að muna að i hans huga átti listin
sér æðri tilgang sem hefur markað
öll hans verk - og þess má glögg-
lega sjá stað á sýningunni (Sjá
Matthias Johannessen, „Bókin um
Ásmund," bls. 51);
„Öll list á að efla manninn í
baráttu hans, brýna hann til átaka
... Ekkert getur aukið mönnum
þroska eins og listin. Það er líka
hlutverk hennar. Hún á að vekja,
en ekki sefja.“
Eiríkur Þorláksson
í tilveruna
Aromat
Þessi gamla og góða
blanda sem laðar fram
rétta bragðið af fisk-
og grænmetisréttum,
sósum, súpum og
salatsósum.
Fiskikrydd
Klassísk kryddblanda
með sítrónubragði, sú
rétta á steiktan og
soðinn fisk. Gleymdu
henni ekki næst þegar
þú býrð til fiski- eða
grænmetisgratín.
Grænmetiskrydd
Kryddjurtablanda
sem kitlar bragð-
laukana. Omissandi í
kaldar sósur, græn-
metissalöt og gratín.
Prófaðu hana líka í
fiskrétti.
Kjöt- og grillkrydd
Kryddblanda sem kallar
fram rétta bragðið af öllu
grilluðu og steiktu kjöti.
Nokkur korn gera
kraftaverk fyrir túnfisk-
og rækjusalatið og
kokteilsósuna.
-kemur með
góða
bragðið!
ta Kryddefiblanding, >r»spireiol d
dstgræske kokken, derfármadaið
at smage ægte græsk.
Grískt
hvítlaukskrydd
Ekta hvítlauksbragð sem
svíkur engan. Prófaðu
það á grillað lambalæri,
humarinn og heita
brauðið og þér finnst þú
vera á Grikklandi.
Ásbjörn ólafsson h£. SkútuvogillA Sími: 588 7900