Morgunblaðið - 29.06.1995, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 29.06.1995, Qupperneq 32
MORGUNBLAÐIÐ 32 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1995 AÐSENDAR GREINAR Bankar allra landsmanna sýna sitt rétta andlit HÚSIÐ sem fjallað er um í grein þessari. MÁL þetta varðar hús, sem afi minn og amma byggðu af miklum myndarskap og stórhug 1943, er á þeim tíma nefndist Selásblettur 3. Þá var þetta hreinlega upp i í sveit og þetta glæsilega hús varð strax miðstöð sveitarinnar. í stof- unni hjá ömmu voru fyrstu guð- þjónustur Árbæjarprestakalls haldnar (áður en gamla kirkjan var byggð í Árbæjarsafni) og einn- ig var í húsinu miðstöð Pósts og síma. Þegar hinn svokallaði Selás- samningur vargerður 1977 fannst mönnum útilokað að rífa þetta mikla hús og var því þinglýst á það (ásamt nokkrum öðrum hús- um á svæðinu sem líka féllu að skipulagi) kvöð um að niðurrifi skuli frestað um óákveðinn tíma svo lengi sem þeir eigendur og ijölskyldur þeirra, sem bjuggu í húsinu við undirskrift samnings- ins, kjósa að búa í því. Foreldrar mínir áttu efri hæðina og afí og amma þá neðri við undirskrift samninganna (ég og eiginkona mín bjuggum jafnframt í húsinu á þeim tíma). Eftir að afi og amma voru fallin frá var vandamál með þeirra íbúð þar sem hvorki mátti selja hana né leigja og varð það úr að við hjónin keyptum hana eftir að hún hafði staðið auð í tvö ár. Til þess að við fengjum íbúðina keypta með þessum kvöðum þurfti uppáskrift samningsaðila Selás- samningsins og fékkst hæðin ein- göngu þinglýst á mitt nafn þar sem ég var lögerfíngi foreldra minna en nafni eiginkonu minnar hafnað. Það var svo vegna uppá- skrifta föður míns og mín fýrir hlutafélög að húsið var síðan boð- ið upp þó áðumefnd hlutafélög (greiðendur) hafí þá átt fasteign sem var betra veð en þetta hús í ljósi kvaðarinnar á því, sem greini- lega kemur fram á veðbókarvott- orði þess. Við höfum síðan barist fyrir því að fá þær lóðir, auk bíl- skúra, keyptar þar sem húsið sjálft hefur ekki verið söluvara né veð- hæft. Almannafé sóað í að brjóta niður húsið Það er ólýsanlega hryggilegt að þurfa að horfa upp á almanna- fé misnotað til að bijóta niður heimili okkar. Virðist sem sú mikla Það er hryggilegt, segir Kristinn Pétursson, að horfa upp á að almanna- fé er notað til að brjóta niður heimili okkar. sóun sem þarna á sér stað sé til að þjóna sjúklegum hroka þeirra aðila sem að því standa. Þama virðist stjórnlaus hefndarþorsti ráða ferðinni fyrir að þeim tókst ekki að fara í kringum lög í sam- bandi við kvöðina á húsinu og skal því frekar kastað miljónum kr. í að rífa það, en að selja okkur aftur þau verðmæti (lóðirnar sem húsið stendur á auk bílskúra) sem þama em fýrir hendi og þar sem húsið gat ekki nýst bönkunum, skal því frekar fargað með ærnum tilkostnaði en að leyfa okkur að njóta þeirra. Hjúskapareign eiginkonu minnar hirt ólöglega Það er alvarlegast við þetta mál að hjúskapareign eiginkonu minnar var þarna hirt með ólög- legum hætti þar sem hún átti ekki aðild að þeim uppáskriftum og hafði á engan hátt samþykkt þær og þær því henni algerlega óviðkomandi. Það er með öllu sið- laust af bönkunum að ganga ekki að tilboðum hennar um fulla greiðslu á öllum þeim verðmætum sem bankarnir mögulega gátu fengið útúr eigninni sem þar með losaði þá undan þeim mikla kostn- aði sem fylgir niðurbroti heimilis hennar. Með þessu hefði henni tekist að bjarga heimili sínu sem við höfum lagt allt okkar í að laga og endurbæta árum saman auk þess glæsilega skrúðgarðs sem hún hefur lagt þúsundir vinnustunda í og gróðursett ótelj- andi fjölda tijáa og annarra plantna í, en nú á að setja jarðýtu í garðinn hennar. Eiginkona mín fékk arf sem gerði henni kleift að bjóða eins og áður sagði fullt verð fyrir þær eignir sem bankarnir mögulega gátu fengið, auk þess að spara þeim kostnað við niðurrif og losa Búnaðarbankann undan kröfu hennar, um bætur vegna hjúskap- areignar hennar (hennar eignar- hluta) auk skaðabóta, sem nú stendur uppá bankann vegna málsins. Við höfum stanslaust verið að reyna að semja við bank- ana á þessum grundvelli og marg- ar ferðir verið farnar í Búnaðar- bankann og m.a. talað við alla aðalbankastjóra hans og auk þess hefur lögmaður okkar margsinnis ítrekað þetta tilboð hennar. Það hefur því alltaf legið á borðinu, og er mjög fjarri sanni að nú fyrst eftir að bankarnir gerðu samning við verktaka um niðurrif hússins hafi tilboð okkar legið fyrir þar sem þetta var aðeins enn ein ít- rekun á því. Fyrir utan það að ekki var byijað að rífa húsið og því ekki of seint að snúa til baka. Því að um leið og við (fjölskylda mín og foreldrar) flyttum aftur inn í húsið færi kvöðin í fyrra horf og við mættum búa þar til dauðadags. Og höfum við stað- festingu borgarstjóra á því. Hverfið er nánast skipulagt út frá þessu húsi og er það því ekki fyr- ir skipulagi. Það er deginum ljósara að þeim herramönnum sem er treyst fyrir fjármunum ríkisbankanna er nokkuð sama um hvað kemur út úr athöfnum þeirra og aðalatriðið að fara illa með þá sem lenda í þeirra klóm og er kostnaður auka- atriði. Banki allra landsmanna (Landsbankinn) hefur gengið mjög vasklega fram og haft mik- inn skara lögmanna vítt og dreift um Reykjavíkursvæðið í vinnu við að reyna að fá kvöðunum aflétt og því eytt í það eitt og sér gríðar- legum kostnaði sem er varla mjög gáfulegt þar sem þarna er um þinglýsta kvöð að ræða sem varð- ar mikinn fjölda aðila og því fyrir- fram dauðadæmt að það takist að hrófla við henni. Og við höfum upplýsingar um að menn á vegum Landsbankans hafi boðið Reykja- víkurborg óútfylltan víxill til að standa undir öllum skaðabó- takröfum sem féllu á Reykjavík- urborg ef hún félli einhliða frá kröfunum. Víxill þessi hefði geta orðið nokkuð myndarlegur í ljósi þess að það eru a.m.k. 25 aðilar að þessum samningi (torgfélagið) auk þess margir aðrir, t.d. allir þeir sem fyrr á árum rifu hús sín á eigin kostnað í Selásnum. Hvað hefði víxillinn orðið stór ef borgin hefði greitt öllum þeim aðilum fullt verð með vöxtum? Aðförin gegn mér inn í gegnum bakdymar á kerfinu Til að bæta gráu ofan á svart var aðförin gegn mér meira en lítið dularfull og henni komið í gegnum kerfið algerlega án minnar vitundar. Rétt fyrir mán- aðamót júní-júlí ’92 barst okkur óundirskrifað bréf frá Borgarfóg- etanum í Reykjavík þar sem okk- ur var tilkynnt að fjárnám hafi þegar verið gert í íbúð okkar hjóna að Melbæ 30. Þetta var fyrsta vitneskja okkar um aðför gegn mér því engar stefnur, greiðsluáskoranir né neitt annað hafði áður verið birt mér. (Þessi aðför gegn mér var byggð á því að ég hafði skrifað sem ábekingur á pappíra fyrir hlutafélag 1991). Sýslumannsembættið virtist allt í rugli þarna eftir stjórsýslubreyt- ingarnar og nánast óstarfhæft á þessum tíma og mér er næst að halda að gerðarbeiðandi (Búnað- arbankinn) hafi notað sér þá ring- ulreið til að ná fjárnámi hjá mér án minnar vitundar, og því alls ekki kært sig um að ég mætti með veðleyfi í fasteignum hlutafé- lagsins (greiðanda) um leið og ég hefði bent á að íbúð okkar væri ekki veðhæf vegna kvaðarinnar. Persónulegir munir hurfu úr íbúðinni Þrisvar brutust menn á vegum Landsbankans inn í húsið og skiptu um skrár í útidyrum þess á meðan við bjuggum í því. í fyrsta skipti sem þetta skeði tókst okkur að skríða inn í gegnum glugga, í annað skiptið voru synir okkar heima og gátu því hleypt okkur inn. í síðasta skiptið sem þeir gerðu þetta vorum við að flytja út í nóvember síðastliðnum, og áttum tvo daga eftir af frestinum til þess, þegar brotist var enn einu sinni inn í það og kom þá í ljós að nán- ast ekkert var eftir af því sem eftir hafði verið í íbúðinni nema stærri húsgögn, verðmæti fyrir hundruð þúsunda horfín og engar skýringar aðrar en hreinir útúr- snúningar hjá bankamönnum. Ég álít að 7-8 miljónum sé kastað á glæ til að farga heimili okkar Maður hlýtur að spyija sig hvernig stjómun þessara stofnana sé háttað og hvað mikið af útl- ánstöpum bankanna sem haldið hafa uppi vöxtum í landinu sé til- komið með þessum hætti. Auk þess sem Landsbankinn stendur ekki alltof vel með sína eiginfjár- stöðu og hvort þeir ætli nú að koma aftur í haust og biðja þjóð- ina um meira fjármagn og hvað skyldi mikið af því notað í förgun verðmæta. Höfundur er verslunarmaður. REKSTAR- KOSTNAÐUR vegna einkabílsins er talinn vera um hálf milljón króna á ári, miðað við laun fólks almennt er þetta þungur baggi. Ein árangursríkasta leið fjölskyldunnar til þess að spara er því að minnka notkun einkabflsins, eða bfl- anna þar sem tveir bílar eru á heimili. Með því að nota bflinn minna t.d. með því fara í strætó, ganga eða hjóla má spara stórfé. Reiðhjól era vistvæn farartæki þau menga ekki og þau slíta ekki gatnakerfínu og síðast en ekki síst era hjólreiðar góð líkamsþjálfun. í þessu sam- bandi langar mig til þess að benda á nokkur atriði til umhugsunar. Meira gert fyrir hjólreiðamenn og fatlaða Á þessu ári er auknu fjármagni varið til þess að bæta aðstöðu hjólreiða- manna og í að lagfæra aðgengi fatlaðra sem nýtist líka öðram veg- farendum t.d. hjól- reiðamönnum. Göngu og hjólreiðabrú verður byggð yfir Kringlu- mýrarbraut við Foss- vog í sumar sem mun tengja stíg frá Ægiss- íðu í Fossvog um Ell- iðaárdal í Breiðholt og þaðan áfram út úr borginni. Þannig verð- ur hægt að hjóla eða ganga án hættu frá umferð bíla langa og fallega leið. Bíllinn er notaður af gömlum vana Akstur er svo vanabindandi að það hvarflar ekki að sumu fólki að ganga eða hjóla þó um mjög stuttan veg sé að fara. Sama fólk hleypur hins vegar margfalt þá vegalengd í líkamsræktarstöð eða Spörum bílinn, hjólum eða göngum. Margrét Sæmundsdóttir telur það kjörna leið bæði til líkamsræktar og til að minnka mengun í borginni. syndir til þess að fá nauðsynlega hreyfíngu. Kennari sagði mér að það væri örtröð við símann þegar skóladegi lýkur af bömum sem eru að hringja í foreldra sína til þess að biðja þá um að sækja sig í stað þess að þau fari í strætó eða gangi. Iþróttakennarar sjá ástæðu til þess að vekja athygli á því að börn séu óeðlilega stirð og hafí litið þol vegna hreyfingaleysis. Umhyggjan getur því snúist upp í andhverfu sína og börn eru bein- línis alin upp í því að vera háð bílum en ekki kennt að nota strætó eða ganga. Hávaði og mengun frá umferð Reykvíkingar voru góðu vanir varðandi hreint loft og vistvænt umhverfi. Nú eru menn hins vegar að vakna upp við þann vonda draum að neikvæð áhrif bílaum- ferðar, hávaði og mengun er orðið þrúgandi vandamál fýrir fjölda fólks. Borgaryfírvöldum berast sí- fellt fleiri erindi frá Reykvíkingum vegna hávaða og loftmengunar í borginni. í sumum hverfum borg- arinnar segir fólk að það geti ekki notið þess að vera í görðum sínum eða opna glugga fyrir hávaða og loftmengun. Eitt ökutæki á hverja tvo íbúa Reykjavíkingar era um 103.000 en skráð ökutæki í borginni vora í janúar 1995 51.300 og er einka- bfllinn stærsti hluti ökutækjanna. í rannsóknum sem gerðar hafa verið af borgaryfirvöldum kemur fram að akstur um borgina er á við það sem gerist í 300.000 manna borg. Margvíslegar orsakir mengunar Ýmislegt annað en fjöldi bfla veldur mengun frá umferð. Fólk ekur t.d. á nagladekkjum langt fram á sumar og spænir upp göt- unar með tilheyrandi mengun, svo ekki sé talað um kostnað í við- haldi gatna. Ennfremur má nefna þann ósið að hafa bfla í lausa- gangi á bílastæðum. Starfsfólk margra leikskóla sér sig tilneytt að setja upp skilti þar sem fólk er beðið um að hafa ekki bíla sína í gangi við leikskóla en útblástur bitnar verst á börnum vegna þess hve þau era lágvaxin. Ennfremur er töluvert af gömlum og illa stilltum bílum í umferð sem valda mengun. Það er því miður ekki raunhæft að halda að hægt sé að stoppa alla umferð um einhvern tíma en það má aka minna. Borgaryfirvöld hvetja borgarbúa til þess að spara einkabílinn og nota almenningsf- arartæki, hjóla eða ganga a.m.k eina helgi í sumar. Höfundur er formaður umferðarnefndar Reykjavíkur. • • Hvílum bílinn/ Okum minna Margrét Sæmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.