Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 33
i - MORGUNBLAÐIÐ
FlMMTUDÁGUft 29. JÚNÍ 1995 33
AÐSENDAR GREINAR
Frá ráðstefnu norrænna
orðabókafræðinga í Reykjavík
fyrir
Osló i
Helgi Haraldsson.
DAGANA 7.-10.
júni var haldin í
Reykjavík 3. ráðstefna
Norræna orðabóka-
fræðifélagsins (NFL,
þ.e. „Nordisk forening
for leksikografí").
Samtökin voru stofnuð
fjórum árum í
sló og fyrsti formað-
ur þeirra var norðmað-
urinn Dag Gundersen.
Ráðstefnur eru á
tveggja ára fresti. Síð-
ast var þingað í Kaup-
mannahöfn, og eftir
tvö ár verður blásið til
fundar í Helsinki.
Ráðstefnuna sóttu
nær 140 manns frá öllum Norður-
löndunum, þar af 19 frá íslandi.
Hún var haldin í Odda, og voru
alls 40 erindi flutt um hinar ólík-
ustu þætti orðabókafræði. Erlent
ráðstefnufólk lauk miklu lofsorði á
framkvæmd ráðstefnunnar sem
Orðabók Háskólans og félagið Orð-
mennt sáu um í samvinnu við Nor-
ræna málstöð.
Stofnun og starfsemi samtaka
norrænna orðabókafræðinga bera
vott um öflugan uppgang þessarar
fræðigreinar á Norðurlöndum og
aukinn skilning á henni. Sem dæmi
má nefna að unnið er að gerð stórr-
ar norrænnar orðabókar um fræði-
orð greinarinnar með skilgreining-
um og þýðingum á öll norðurlanda-
mál. Þetta verk hefur hlotið dágóð-
an stuðning m.a. frá Norræna
menningarsjóðnum og Norrænni
málstöð. Bo Svensén frá sænsku
vísindaakademíunni gerði grein fyr-
ir framvindu og markmiði verksins
við lok ráðstefnunnar.
Sú tæknibylting sem nú gengur
yfír í sambandi við tölvunotkun og
rafræna gagnavinnslu veldur því
að orðabókargerð stendur í mörgu
tilliti á krossgötum. Jafnframt virð-
ast augu fjölmiðla og menntastofn-
ana opnast æ betur fyrir því lykil-
hlutverki sem orðabækur gegna í
tungumálanámi og samskiptum
landa og þjóða. Því vakti erindi
Páls Steigans um orðabókafræði
og fjölmiðla verðskuldaða athygli
(„Multimedialeksikografi. Nye ut-
fordringer for leksikografisk
teori“). Eitt stærsta blað á Norður-
löndum, Dagens Ny-
heter í Stokkhólmi,
sendi fulltrúa á ráð-
stefnuna, og hvorki
sænska né norska
utanríkisráðuneytið
létu sig vanta. Þrír
danskir verslunarskól-
ar áttu samtals 10 full-
trúa. Einhver kapp-
samasti liðsmaður
samtakanna, Henning
Bergenholtz, kemur
einmitt frá verslunar-
háskóla Árósa. Hann
er ritstjóri Lexico-
Nordica, tímarits sam-
takanna, ásamt svían-
Norræna orðabókafé-
lagið hefur, að mati
Helga Haraldssonar,
þjappað orðabókafræð-
ingum Norðurlanda
saman.
um Sven Göran Malmgren.
Sjöundi hver ráðstefnugestur
(alls 20) var á vegum einhvers
bókaforlags. Tíu forlög áttu full-
trúa, og af íslands hálfu voru Mál
og menning og Iðunn mætt til leiks.
Á þátttakendaskrá má sjá fólk frá
fyrirtækinu Norsk tekst A.S. sem
sérhæfir sig í sjónvarpstextun og
hefur unnið mörg verkefni fyrir
norska sjónvarpið.
Margt bar á góma í Odda þessa
daga. Einkum varð mönnum tíð-
rætt um val og skipan flettiorða í
orðabókum, bæði einmála- og tví-
málabókum, enda öll þau mál flókn-
ari en margan grunar. Það kom
fram að bæði í Noregi og Svíþjóð
er unnið að miklum orðabókaverk-
efnum sem vonir standa til að ljúki
á næstu árum.
Ekki skal ekki reynt að tíunda
út í æsar fjölbreytt efni ráðstefn-
unnar, en ljúft er að geta greinar-
gerðar færeysku fulltrúanna fyrir
samningu stórrar færeyskrar orða-
bókar. Tæknilausnir færeyinganna
þóttu einkar athyglisverðar.
Norræna orðabókafræðifélagið
hefur þjappað orðabókafræðingum
Norðurlanda saman og brýnt þá til
samstarfs. Það heíur haft forgöngu
um metnaðarfull verkefni og er
ánægjulegt vitni um það hvers nor-
ræn samvinna er megnug þegar
best lætur. Dæmi um þetta er
stuðningur samtakanna við gerð
íslensks orðabókarstofns sem nota
mætti sem grunn við samningu ís-
lensk-erlendra orðabóka í framtíð-
inni. Hafa menn þá fyrst í huga
íslensk-norrænar orðabækur, enda
tímabært að gera skipulagt átak í
þeim efnum.
Núverandi formaður Norræna
orðabókafræðifélagsins er Jón
Hilmar Jónsson.
Greinarhöfundur er prófessor við
Austrænudeiid Óslóarháskóla
(Institutt for ostcuropeiskc og
orientalske studier).
^ssssssss
s
s
s
s
Skór fyrir kröfuharða krakka |
Flottir oq þasgilegir
Brúnt oq evart leður
Svart lakk - Rósótt - Gull
Stærðir 26-38 Verð kr4.5S0,-
lENGLABÖRNÍN
Bankastrceti 10 sími 552-2201
ssssssssssss
Fylgstu meb í
Kaupmannahöfn
Morgunblabib
fæst á Kastrupflngvelli
og Rábbústorginu
-kjarni málsins!
NIYEA sólarvörur
standa svo sannarlega
íyrir sínu!
Franska neytendablaðið Que Choisir birti í júlí 1994 niðurstöður
úr prófun blaðsins á virkni og gæðum sólarvara frá ýmsum
framleiðendum. Allar tegundirnar voru bornar á ferninga á baki
10 þátttakendum og þeir síðan látnir liggja undir sólarlampa þar
til þeir brunnu. Sólarvörurnar reyndust misjafnlega. Nokkrar
gáfu í raun ekki þá vörn sem gefin var upp á umbúðunum og
aðrar gáfu mun meiri vörn en merkingin sagði til um. Sumar
tegundirnar reyndust misvel eftir húðgerð þátttakandans.
Niðurstaða greinarhöfunda var að miðað við verð væru
bestu kaupin í Nivea sólarvörum. Sólarvörurnar frá
Nivea voru meðal þeirra sem gáfu meiri vörn en gefin var
upp og þær gáfu öllum þátttakendunum svipaða vörn án
tillits til húðgerðar.
Samanburðar tafla úr grein franska neytendablaðsins
Que Choisir nr. 307, júlí- ágúst 1994.
SU n,.
«0&C,Í
O&S®**0
1
MERKI 0G NAFN Innihald i ml. Verð pr. lítra í FF Umbúðir Lýsing Síutegundir Innihald á þekktum ofnæmis- völdum Uppgefinn stuðull Mældur stuðull Stöðugleiki varnar Heildar- einkunn
NH/EA Sun sensitive lait enfant peaux sensibles Flaska 200 240 ★ ★ A og B efna- og steinefnasíur Nei 10 13,5 ★★★ ★★★
NIVEA Sun lait solaire actif hydratant Flaska 200 210 ★ ★ ★ A og B efna- og steinefnasíur Nei 8 12 ★★★ ★★★
VICHY Capital soleil lait hydratant haute protection Flaska 150 533,33 ★ ★ ★ Aog B efnasíur Ekki inni- haldslýsing 10 17,5 ★★★ ★ ★★
CLARINS créme solaire bronzage sécurité Túba 125 560 ★ ★★ ■ Aog B Ekki inni- haldslýsing 12 15 ★★★ ★★★
YVES R0CHER Hydra puiss solaire lait bronzant hydratation intense Flaska 150 393,33 ■ ★ Aog B efnasiur Nei 8 15 ★★★ ★ ★★
BI0THERM lait bronzant protection sécurité Túba 125 608 ★ ★★ ■ B efna- og steinefnasíur Ekki inni- haldslýsing 12 11 ★★ ★ ★
LUTSINE lait solaire aux céramides Túba 125 416 ★ ★ A og B efnasíur Ekki inni- haldslýsing 8 9 ★ ★ ★
R0C lait solaire resistant d l'eau Flaska 150 373,33 ★ ■ B efnasíur Nei 7-9 13 ★★★ ★ ★
BI0THERM gelée bronzante hydratante Túba 125 600 ★ ■ Aog B efnasíur Ekki inni- haldslýsing 8 9 ★ ★ ★
GARNIER Ambre solaire lait bronzant hydratant Flaska 200 207,50 ★ ★★ ★ A og B efna- og steinefnasíur Já oxybenzone 12 10 ■■ ■
CLUB MED lait bronzant hydratant Flaska 150 453,33 ★ ★★ ■ A og B efna- og steinefnasíur Já oxybenzone 12 10 ■■ ■
BERGAS0L écran solaire bronzant Túba 75 920 ★ ★ efna- og steinefnasíur Ekki inni- haldslýsing Með psoral 10 10 ■■ ■
PIZ BUIN Sun sportlotion solaire non grasse Flaska 125 664 ■ ■ A og B efnasíur Ekki inni- haldslýsing 8 6,5 ■■ ■■
YVES R0CHER Cap soleil lait enfant résistant a l'eau Úðabrúsi 100 590 ★ ★★ ★ ★ A og B Nei 12 9,5 ■■ ■■
KL0RANE Les polysianes lait solaire haute protection Flaska 150/143 593,33 ★ ★ ★ A og B efna- og steinefnasíur Nei 10-15 7 ■■ ■■
J
★★★ MJ0G G0TT ★★G0H ★ Þ0KKALEGT ■ LELEGT
I SLÆMT Nánari upplýsingar um prófunina fást hjá JS Helgason hf. sími: 587- 5152