Morgunblaðið - 29.06.1995, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMINGAR
FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ1995 35
frá herskipum og strandvirkjum
Breta við Eyjafjörð. Ég dáðist að
rólyndi Brands þegar verst lét og
tvísýnt var um líf áhafnarinnar, en
þá lét hann nægja að velja árásar-
mönnunum nokkur vel valin orð á
móðurmáli okkar. Þá eru tvær
ævintýraferðir á Katalinaflugbát-
um til Austur-Grænlands eftir-
minnilegar og var Brandur aðal-
hvatamaður þeirra ferða. Var þá
gott að vita af honum um borð,
færi eitthvað úrskeiðis við eyðilega
strönd, óravegu frá mannabyggð-
um. Landkönnuðurinn Roald
Amundsen hefði án efa fengið góð-
an ferðafélaga á sinni tíð, hefði
Brandur þá verið ungur og til stað-
ar. Hann dáði ofurhuga heim-
skautaferðanna fyrr á árum, þar
sem reyndi á hugarró, kjark og
þol, það var ögrun að hans skapi.
Brandur hafði yndi af ferðalögum
og fjallgöngum, ekki síst ef veiði
var von. Hann átti löngum lítinn
bát, sem hann reri á til fiskjar út
á Svið á frídögum þegar vel viðr-
aði og aflaði stundum vel. Hann
var slyngur veiðimaður. Brandur
var skemmtilegur ferðafélagi, hafði
næmt skopskyn og sagði vel frá.
Hann var stakur reglumaður allt
sitt líf, en gat vel glaðst í vinahópi
þótt veitingar væru hafðar um
hönd, sem hann aldrei lét inn fyrir
sínar varir, þurfti ekki á vímugjafa
að halda til þess að skemmta sér
og öðrum. Árið 1942 kvæntist
Brandur Jónínu M. Gísladóttur og
lifir hún mann sinn. Þau eignuðust
5 mannvænleg börn, þar af eina
stúlku sem var skírð Ágústa og er
búsett í Þýskalandi. Heimili Brands
og Jónínu að Hörgshlíð 22 hér í
borg hefur alla tíð verið dæmigert
íslenskt menningarheimili. Þar undi
Brandur hag sínum vel við hugðar-
efni sín og smíðar hverskonar. Hin
síðari ár tók hann að kenna sjúk-
dóms er ágerðist með árunum uns
hann gat ekki lengur notið um-
hyggju ijölskyldunnar heima, um-
hyggju, sem var með eindæmum
góð. Hann dvaldi því að lokum í
hjúkrunarheimilinu Skjóli, þar sem
hann andaðist þann 20. þ.m.
Ég kveð þennan góða vin og
samstarfsmann, með virðingu og
þökk fyrir áratuga vináttu og sam-
starf. Við hjónin vottum fjölskyldu
hans og ástvinum öllum samúð og
biðjum þess að hinn látni megi hvíla
í Guðs friði.
Jóhannes R. Snorrason.
Elskulegur föðurafi minn,
Brandur Tómasson, hefur nú kvatt
okkur í þessum heimi. Afi Brand-
ur, eins og ég kallaði hann, var um
margt afar sérstakur persónuleiki.
Verklaginn með afbrigðum og fylg-
inn sér í skoðunum eru lýsingar
sem koma hvað fyrst fram í huga
mér. Afi Brandur var maður sem
fann köllun sína í því að vera ávallt
öðrum til gagns og hjálpar hvort
sem um var að ræða Flugleiðir, sem
hann gaf ævistarf sitt, eða aðra
samferðamenn á lífsleiðinni. Hans
eigin þarfir og óskir sátu neðar í
forgangsröðinni en hjá flestum öðr-
um. í afa mættust tvær andstæð-
ur, heimsmaðurinn og íslendingur-
inn, og naut ég góðs af hvoru
tveggja. Starfs síns vegna ferðaðist
hann mikið og þótti mér gaman
að fá póstkort frá ýmsum heims-
homum og fallega hluti þegar heim
var komið. Að mati afa Brands
jafnaðist samt ekkert á við ísland
og allt sem það hafði upp á að
bjóða. Afi Brandur undi sér því
best við veiðar úti í guðsgrænni
náttúrunni eða á hafí úti. Eg ólst
þar af leiðandi upp við þau forrétt-
indi að bragða gæs og lax með
reglulegu millibili í gegnum árin.
Afi Brandur var mikill tónlistar-
unnandi og drátthagur með af-
brigðum og liggja eftir hann blý-
antsteikningar sem bera glöggu
auga hans vitni. Hann var einnig
afar staðfastur í sínum lífsskoðun-
um, málsvari sannleika og réttlæt-
is. Sem slíkur var hann mér fyrir-
mynd.
Nína Margrét Grímsdóttir,
New York.
ÞRÖSTUR
ANTONSSON
SIGURÁST
FRIÐGEIRSDÓTTIR
+Þröstur Ant-
onsson var
fæddur að Ár-
bakka við Dalvík,
3. júlí 1938 og ólst
þar upp í stórum
systkinahópi. Eft-
irlifandi foreldrar
hans eru Anton
Gunnlaugsson og
Jóna Kristjánsdótt-
ir. Þröstur kvænt-
ist þann 28. desem-
ber 1968 eftirlif-
andi konu sinni,
Áslaugu Sigurjóns-
dóttur og eignuðust þau tvö
börn; Sigríði Dagný og Birgi
Þór. Auk þess gekk Þröstur
syni Áslaugar, Davíð í föður-
stað. Þröstur stundaði ^ sjó-
mennsku frá unga aldri. Útför
Þrastar fer fram frá Glerár-
kirkju í dag, fimmtudaginn 29.
júní kl. 13.30.
leitt var svarið á þá
leið að hann væri bú-
inn að bæta við snún-
ing þannig að þess
væri ekki þörf. Aldrei
mun ég heldur gleyma
þegar við fengum á
okkur brotið. Brúar-
glugginn mélaðist og
sjórinn pressaðist inn
með ógnarkrafti í
mesta lagi feti fyrir
aftan þig. Án þess að
æðrast brást þú við á
þann eina hátt sem
réttur var. Þannig er
því farið með góða menn.
Nú þegar þú ert farinn að róa
frá annarri verstöð og í öðru plássi,
vona ég að þér farnist sem best.
Guð geymi þig.
Áslaugu, börnunum og fjöl-
skyldunni vottum við okkar inni-
legustu samúð.
Árni Bjarnason og fjölskylda.
ENGINN veit fyrr en allt í einu.
Þessi heimatilbúnj málsháttur, sem
af vissum ástæðum var meira not-
aður en aðrir um borð í Snæfellinu
EA 740, kemur nú upp í hugann.
Þröstur Antonsson skipsfélagi
minn til margra ára er fallinn frá,
langt fýrir aldur fram.
Þröstur, eða fuglinn eins og við
kölluðum hann, bjó yfir þeim eigin-
leika umfram aðra menn að lífga
upp á allt og alla sem hann um-
gekkst. Á sinn rólynda hátt gerði
hann mér og öðrum samstarfs-
mönnum lífið og starfið á sjónum
litríkara, skemmtilegra og eftir-
minnilegra. Því mun enginn trúa
sem ekki reyndi af eigin raun,
hversu hugmyndaríkur hann gat
verið í þessari eðlislægu tilhneig-
ingu til að hressa upp á hversdags-
leikann.
Tilsvörin og viðbrögðin við öllu
því sem á daga okkar dreif munu
ylja okkur skipsfélögum hans alla
tíð. Þröstur var drjúgur verkmaður
og oft var með ólíkindum hvað
undan honum gekk í lestinni þar
sem hann réði ríkjum. Oft kom
fyrir að ég spurði hann hvort ekki
vantaði aðstoð í lestinni, en yfír-
Hinsta kveðja frá skipsfé-
lögum á Árbak EA 308
Við söknum Þrastar sárt og
okkur langar í örfáum orðum að
minnast góðs skipsfélaga sem nú
er látinn langt um aldur fram.
Óteljandi minningar sækja á hug-
ann og væri allt of langt að telja
þær upp hér. Þröstur var léttur í
lund og skipti sjaldan skapi. Hann
átti til stríðni en aldrei svo að nein-
um yrði meint af, en hann gat
verið fastur fyrir ef skoðanir hans
voru réttar en fengu ekki nægan
hljómgrunn. Vinur vina sinna var
hann alltaf. Fengu menn kaffi í
Grænugötunni og alltaf stóðu
dyrnar opnar fyrir vini og kunn-
ingja þeirra hjóna.
Kæri vinur, nú ert þú kominn
yfir móðuna miklu og á annað til-
verustig, sýnu meira og stærra og
vonum við að lygnara verði nú hjá
þér.
Þröstur var kvæntur Áslaugu
Siguijónsdóttur og áttu þau saman
bömin Sigríði Dagnýju og Birgi
Þór. Fyrir átti Áslaug soninn Dav-
íð Ómar. Viljum við votta þeim og
öllum öðmm aðstandendum okkar
dýpstu samúð.
HALLDÓR
ÞÓRÐARSON
+ Halldór Þórður Þórðarson
fæddist á Laugalandi í N-
ísafjarðarsýslu 19. september
1920. Hann lést á heimili sínu
á Laugalandi 4. júní síðastlið-
inn og fór útför hans fram frá
Melgraseyrarkirkju 10. júní.
LAUGARDAGUR 10. júní. Djúpið
skartar sínu fegursta. Fyrsti eigin-
legi vordagur eftir langan og snjó-
þungan vetur. Sól skín í heiði og
í „sjónum gegnumglæja og gömul
fjöll á höfði standa". Bílar streyma
að kirkjustaðnum Melgraseyri og
Fagranesið liggur við bryggju.
Fólkið streymir til kirkju. Það er
ekki rúm fyrir alla innandyra.
Hvaðan kemur allt þetta fólk og
hvert er tilefnið? Fólkið er komið
víðsvegar að, jafnvel alla leið aust-
an frá Langanesi. Tilefnið er að
fylgja til grafar vinsælum bónda,
Halldóri Þórðarsyni, Laugalandi í
Nauteyrarhreppi.
Fyrir fimmtíu árum tengdist ég
fjölskyldunni á Laugalandi þegar
ég og elsta systir hans brugðum á
það ráð að giftast. Ég fann það
fljótt að Halldóri var engin meðal-
mennska í blóð borin. Þrátt fyrir
stutta skólagöngu var auðheyrt að
hann var vel lesinn og hafði á hrað-
bergi tilvitnanir í íslensk og jafn-
vel ensk skáldverk, en ensku hafði
hann lært svo að hann gat haldið
uppi samræðum við enska ferða-
menn, sem voru þarna oft á ferð.
Skáldverk Kiljans voru honum sér-
staklega hugfólgin.
Halldór var í hópi þeirra fáu sem
skildi að skáldið var að reyna að
vekja íslensku þjóðina af Þyrni-
rósarsvefninum og hvetja hana til
framfara. Það kom af sjálfu sér
að hann valdist til forystu í málefn-
um sveitarinnar og fulltrúi á þing-
um bændasamtakanna. Ekki var
hann alltaf sammála þeim sam-
þykktum sem gerðar voru á þess-
um bændaþingum og lét það óspart
í ljós og var þá ekki fyrir alla að
eiga við hann rökræður.
Hann var einnig vel ritfær og
skrifaði margar skeleggar greinar
í blöðin þar sem hann gagnrýndi
harðlega ýmis skrif, þar sem hon-
um fannst ómaklega að bænda-
stéttinni vegið. „Maður sem ætlar
að fara gangandi í ferðalag byijar
ekki á því að skjóta undan sér
fæturnar." Þannig byijaði hann
eina svargrein sína.
Með þessum síðbúnu línum
þakka ég Dóra löng og hnökralaus
kynni. Fjölskyldunni á Laugalandi
votta ég samúð mína.
Ólafur S. Ólafsson
og fjölskylda.
+ Sigurást Kristbjörg Frið-
geirsdóttir fæddist á Brim-
ilsvöllum í Vallnahreppi á Snæ-
fellsnesi 11. ágúst 1899. Hún
lést á Hrafnistu í Reykjavík 27.
maí síðastliðinn og fór útför
hennar fram frá Áskirkju 2.
júní.
ELSKU amman mín. Laugardagur-
inn 27. maí afmælisdagur Lolú Iitlu,
sonarsonardótturdóttur þinnar og
brottfarardagurinn þinn. Kallið kom-
ið. Ég var nú farinn að halda að
hann Guð hefði gleymt þér. Tveir
synir þínir, Kalli og Lúbbi kallaðir
fyrr á þesu ári, veikindi þín ... og
þú varst að verða svo langþreytt,
svo óendanlega þreytt amma mín,
þrátt fyrir þína ótrúlegu seiglu, dá-
samlega húmor og yndislegu lund.
„Ég get allt nema drepist," sagðirðu
stundum við mig þegar ég spurði
hvemig stæði á i það og það skipt-
ið. Og hlóst dátt, þegar konurnar á
Hrafnistu naglalökkuðu þig í fyrsta
skipti 95 ára, „ekki seinna vænna“
sagðirðu. Gott er þær fengu ekki
sunginn sálm í laun. Passíusálmarn-
ir og Hallgrímur vom þér hugleikn-
ir. Og þvílíkt minni. Nei, þú varst
engum lík, þú bara varst.
Minningarnar eru margar. Ég var
sex ára peyi, fyrst þegar ég kom til
ykkar afa í Laufási... Kalli frændi
og strákarnir voru stundum heima
og Gugga og Cýri í Dagsbrún og
Gunna frænka... hún var rauðhærð
og með freknur en ekki ég og þá
var nú grátið. Gugga alveg rosalega
hrædd og vond í hjartanu þegar við
settum músina í krukku inn til henn-
ar. Haukur svolítið oft að ljúga í
okkur Kalla og stundum að hrekkja
okkur... afí sem fór út á Gufu-
skála í vinnuna, sem var rétt hjá
alveg rosalega stóm og háu mastri
með undarlegum ljósum á, já og
draugurinn, sem bar hausinn undir
hendinni..., úff!... Snæi og
Gvendur ... strákarnir á Hellu og
Poldi... glaðværð og hlátur. Og
Svana sem alltaf var að byggja hús
og láta okkur naglhreinsa og þú
settir bara fimmeyring í sokkinn
þegar naglarnir höfðu stungist í
gegnum lappirnar á manni, næstum
eins stórir gaurar og þeir notuðu á
Jesú ... og mikið hvað hann Kiddi
átti flottan flutningabíl, sko fram-
byggðan Messiddisbens ... og sand-
arnir! Og stundum var grátið! Stund-
um vildi ég hafa hana mömmu mína
hjá mér en oftast var ég nógu stór
til að hafa bara þig. Þú varst svo
stór, hlý og mjúk ... stundum varstu
að tala við huldufólkið í hólnum,
skrýtið! Einu sinni lék afí alvömvofu
þegar við áttum að skrúfa fyrir vatn-
ið og þá var sko krossað sig og fað-
ir vorið á hlaupum ... Gummi hálf-
bróðir niður í þorpi og þú varst nú
ekki alltaf par ánægð þegar ég tók
mig til og heimsótti hann upp á
mitt eindæmi, það vom einhver
ósköp sem áttu að geta komið fyrir
þegar lítill maður tók svona nokkuð
upp hjá sjálfum sér, en mér þótti
það mjög merkilegt að eiga hálfbróðí'
ur, bjóst oft við að hitta hálfan strák,
annaðhvort mundi vanta neðri hlut-
ann eða efri ... að ég biðji nú ekki
svo guð almáttugan að hjálpa
mér... allir útilegumennirnir í
hrauninu, maður var stundum næst-
um spmnginn af spenningi... og
jökullinn yfir og allt um kring! Þama
voru ævintýrin og myrkfælnin. Mik-
ið rosalega var ég hræddur við
drauga á þessum árum. Enda gengu
þeir ljósum logum sögðu bræður
pabba og afí kunni líka sögur...
og þá var nú gott að geta hlaupið
til þín, spurt eða leitað huggunar.
Oft var nú sagt: „Vertu ekki að láta
strákana ljúga í þig.“ Stundum send-
irðu þeim tóninn. Gott á þá! Og
mikið var gaman að hlusta á harm-
onikkuna og stundum spilaði afí á
orgelið. Og Ásta litla var alltaf Ásta
litla. Og alltaf var verið að kaupa
bíldmslur. Við Kalli fengum að sitja
í, stundum. Og... já, það var pláss
fyrir allt og alla á Laufási hjá Kela
og Ástu.
Ég hitti þig tveim dögum fyrir
brottför, þú varst falleg og friðsæl.
Þú vissir að mamma væri erlendis,
spurðir frétta og sagðir fréttir. Ótrú-
leg! Stundum ferðaðistu um í tíman-
um, hva, það var bara skemmtilegt
- eins og þegar þú spurðir hvort
við mamma hefðum komið ríðandi,
en áttaðir þig strax og leiðréttir;
„Hvernig læt ég, auðvitað hafíð þið
komið keyrandi, passið ykkur á hálk-
unni“. En í síðasta sinni er ég var
hjá þér, sagðirðu að mamma þín
væri ekki komin enn, hún væri vænt-
anleg... og þá vissi ég að þú værir
tilbúin að fara nú að leggja í hann.
Útförin þín var falleg.
Elsku amma mín, um leið og ég
þakka þér allt og óska þér góðrar
heimferðar flyt ég þér hjartanskveðj-
ur og þakkir frá henni mömmu
minni. Hún mat þig mikils, henni
fannst tengdamóðir sín sko ekkert
drasl, Óli og Ásgeir biðja líka að
heilsa. Já, það biðja allir að heilsa
og fyrir kveðjur til pabba, Kalla og
þeirra sem á undan eru farnir. Segðu
Kalla að ég hafi látið Hauk hafa
síðustu glösin. Hann skilur það. Ég
á eftir að ylja mér við góðar minning-
ar bæði frá Laufási forðum og Há-
túni 10. Jón Helgason orti þetta og
ég sendi þér að síðustu:
í djópum míns hjarta er örlítið leynihólf
innst,
sem opnast af skyndingu þegar mig varir
minnst,
og hugskotsins auga með undrun og fóp-
uði sér
eitt andartak birtast þar mynd síðan forðum
af þér.
Eg sá þig í morgun, og mjög varst þú orð-
in breytt,
svo myndin gat tæplega heitið að líktist þér
neitt,
og áður en varði var hugur minn fullur af
hryggð
við hverfulleik blómsins og aldursins viður-
styggð.
En aftur er myndin mér auðsýnd jafn-björt
og jafn-skýr,
og aldrei hefur hún fyrr verið mér svona dýr,
þvi æskan þín horfna og ást mín sem forð-
um var
er í henni varðveitt, og hvergi til nema þar.
Andrés Sigurvinsson.
Minnismerki úr steini
Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum
alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki.