Morgunblaðið - 29.06.1995, Qupperneq 38
38 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
HRAFNHILDUR
GUÐMUNDSDÓTTIR
+ Hrafnhildur
Guðmundsdótt-
ir fæddist þann 24.
nóvember 1916 á
Stóra-Nýjabæ í
Krísuvík og ólst
þar upp í 17 systk-
ina hópi til 16 ára
aldurs. Hún andað-
ist 20. júní si. á
Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur. For-
eldrar hennar voru
hjónin Kristín
Bjarnadóttir frá
Tungpi í Flóa og
Guðmundur Jóns-
son frá Hlíðarenda í Olfusi.
Tvær systur hennar eru á lífi,
þær Þuríður og Guðrún Elísa-
bet. Systkinin frá Nýjabæ hétu
Jónína, f. 20. júní 1896, Bjarni,
f. 18. sept. 1897, Sólveig, f. 2.
apríl 1899, Guðmundur Krist-
inn, f. 16. júní 1900, Ingibjörg,
f. 16. apríl 1902, Lovísa, f. 28.
ágúst 1903, Elín, f. 11. október
1904, Eiríkur, f. 27. júní 1907,
Vilhjálmur, f. 20. nóvember
1908, Þuríður, f. 17. febrúar
1910, Þorgeir, f. 27. september
1911, Sólbjörg, f. 4. maí 1913,
Einar Júlíus, f. 27. júlí 1914,
Hrafnhildur, f. 24. nóvember
1916, Sigurður Páll, f. 13. mars
1918, Guðrún Elísabet, f. 6.
nóvember 1919, Þórlaug, f. 22.
nóvember 1922. Hrafnhildur
giftist Richard Runólfssyni
árið 1940 og bjuggu þau í
Reylqavík. Hann var fæddur
24. apríl 1913 og lést
1. mars 1954. For-
eldrar hans voru
Arnfríður Finnboga-
dóttir frá Reykja-
hvoli í Mosfellssveit
og Runólfur Péturs-
son frá Smiðjuhóli á
Mýrum. Hrafnhildur
og Richard slitu
samvistir. Dætur
þeirra eru:
1) Arnfríður Helga,
f. 24. febrúar 1941,
hún var gift Mar-
geiri Björnssyni, þau
slitu samvistir. Börn
þeirra heita Hrafn og Þor-
björg. Synir Hrafns eru Orn
og Margeir. Maður Amfríðar
er Gunnar Ólaf Engilbertsson.
2) Kristín Verna, f. 15. mars
1946, hún er gift Hirti Þór
Gunnarssyni, börn þeirra heita
Ríkharður Gunnar og Þuríður
Hrund. Dóttir Ríkharðar er
Glódís Una. Hrafnhildur eign-
aðist síðar Kolbrúnu, f. 8. apríl
1950. Faðir hennar hét Gunnar
S. Helgason, f. 15. janúar 1901,
hann lést árið 1968. Kolbrún
er gift Sigurði Pétri Sigurðs-
syni og eiga þau þijár dætur,
þær heita Hrafnhildur Ósk,
Dagbjört Ólöf og Kristín Edda.
Sonur Hrafnhildar er Kolbeinn
Tumi.
Útför Hrafnhildar Guð-
mundsdóttur fer fram í dag
kl. 13.30 frá Áskirkju í Reykja-
vík.
ÞAÐ er aðeins eitt sem skráð er
í lífsbók okkar er við fæðumst í
þennan heim, að við munum að lok-
um deyja og skilja við jarðneskt líf.
Dauðinn og sorgin haldast í hend-
ur, en þegar veikindi hafa heft lík-
ama og sál jafn mikið og þau gerðu
við ömmu okkar síðustu árin fyll-
umst við þakklæti yfir því að ör-
magna líkami skuli loks fá lang-
þráða hvíld. Amma var ekki allra
og gat virkað kuldaleg í viðmóti,
en við sem stóðum henni næst viss-
um að amma fylgdist vel með öllum
okkar gjörðum og bar velferð okkar
fyrir bijósti, þó svo að hún ætti oft
erfitt með að sýna það.
Dugnaður og harka var henni í
blóð borin. Ein og við þröngan kost
kom hún þremur dætrum til manns,
dætrum sem allt til síðasta dags
stóðu sem klettar við hlið móður
sinnar og veittu henni ástúð og
umhyggju. Án þeirra hefði líf ömmu
verið fátæklegt. Nú þegar að leiðir
skilja, og við kveðjum ömmu í hinsta
sinn viljum við þakka fyrir liðnar
stundir. í minningunni standa hæst
jóladagsboðin með aukapökkum
undir litla jólatrénu á Austurbrún-
inni og sömuleiðis páskadagurinn
þar sem ömmu tókst ávailt að gleðja
bamabörnin með páskaeggjum og
öðru góðgæti. Þessir dagar gáfu
okkur öllum mikið, því í nútímaþjóð-
félagi gefast ekki margar stundir
til samveru heilu ijölskyldnanna.
í þau fáu skipti sem að amma
lagði land undir fót og fór í sigl-
ingu, eins og hún sagði sjálf með
mikilli lotningu, var mikið tilhlökk-
unarefni að fá „gömlu frúna“ heim.
Við vissum nefnilega að í töskunum
Ieyndist hinn fjölbreyttasti vaming-
ur sem spennandi var að skoða, og
fyrr en varði hafði amma töfrað
fram nýjar þjóðbúningadúkkur í
safnið. Amma var alla tíð mikil
hannyrðakona og var ótrúlegt að
sjá hin síðari ár, er líkaminn hafði
að miklu leyti gefið sig, hve flink
og nákvæm hún var við handmennt
sína. Það veitti henni ótakmarkaða
ánægju að gleðja fólkið sitt með
fallegri gjöf sem hún hafði sjálf
búið til í handavinnunni á Vestur-
götunni.
í dag ertu til moldar borin og
við þökkum liðnar stundir. Þú tókst
með þér leyndarmálið um uppskrift-
ina af heimsins bestu pönnukökum!
Lækkar lífdaga sól.
Löng er orðin mín ferð.
Fauk í faranda skjól,
fegin hvildinni veið.
Guð minn, gefðu þinn frið,
gleddu’og blessaðu þá,
sem að lögðu mér lið.
Ljósið kveiktu mér hjá.
(Herdís Andrésdóttir)
Guð blessi elsku ömmu okkar,
Þuríður og Þorbjörg.
Minningarnar hrannast upp í
huga manns þegar vinir kveðja
þetta jarðlíf. Hrafnhildur, eða
Hrefna eins og fjölskylda og vinir
kölluðu hana, hefur nú fengið hvíld
eftir langt veikindastríð. Hún var
gift móðurbróður mínum, Richard
Runólfssyni.
Þau hófu búskap á heimili afa,
en amma Arnfríður hafði látist
skömmu áður. Ég var mikill heima-
gangur þama á mínum skólaárum
enda heimilið í Þingholtsstræti 1 í
Reykjavík. Margs er að minnast frá
þessum árum. Ég man t.d. þegar
að Hrefna var nýkomin á heimilið
að hún sagði við mig: „Afí þinn
treystir mér ekki til að elda fyrir
þá.“ Ég svaraði: „Það getur ekki
verið, því að afi er mjög hrifinn af
þér.“ Þá segir hún: „Hann segir
vanalega við mig þegar komið er
að því að setja yfír matinn. Á ég
ekki að setja kartöflumar upp fyrir
þig, eða fiskinn, eða það sem á að
elda hveiju sinni Svo þú sérð að
hann treystir mér ekki.“ Þá gat ég
nú ekki annað en hlegið og sagði:
„Veistu það að hún amma lifði í
sínum eigin heimi, við sín áhuga-
mál og afí sem vildi ekki tmfla
hana frá sínum áhugamálum, sem
voru að teikna, sauma í og lesa,
setti bara matinn upp fyrir hana.“
Þetta var bara ekki algengt í þá
daga. „Hann afí vill bara hjálpa
þér, hann er vanur þessu.“ Við hlóg-
um báðar og hún var fegin að heyra
að svona lá í málunum, en sem ung
húsmóðir vildi hún gera hlutina
sjálf. Ég bað hana að leyfa honum
að hjálpa til, því að hann vildi verða
að liði.
MINNINGAR
Þegar Fríða fæddist varð hún
augasteinninn hans afa og í hans
augum var hún fullkomnasta mann-
vera sem hafði fæðst. Síðar eignuð-
ust þau Kristínu, en þá var afí dá-
inn og þau flutt úr Þingholtsstræt-
inu.
Með okkur Hrefnu tókst góð vin-
átta sem hefur haldist þó að sam-
gangur hafí ekki verið mikill seinni
árin. Þau Richard slitu samvistir.
Seinna eignaðist hún yndislega
stúlku, Kolbrúnu Gunnarsdóttur.
Allar dætur hennar hafa verið henni
til mikillar gleði og gæfu og eins
bamabörnin.
Hrefna var hávaxin tiguleg kona,
ein af 18 Nýjabæjarsystkinum. Ég
man móður hennar, Kristínu, sem
að var frá á fæti og hress kona þó
fullorðin væri. Nú að leiðarlokum
votta ég dætrunum og fjölskyldum
þeirra innilegustu samúð.
Blessuð sé minning Hrafnhildar
Guðmundsdóttur.
Björg Isaksdóttir.
Hrafnhildur tengdamóðir mín
lést á fæðingardegi elstu systur
sinnar, þann 20. júní sl., á Heilsu-
verndarstÖð Reykjavíkur, 78 ára
gömul. Hún var þrotin að líkamleg-
um kröftum, en hélt andlegri heilsu
fram til síðustu stundar.
Ég kynntist tengdamömmu, eða
tengsu eins og Tumi svili minn
kallaði hana oftast, fyrir rúmum
30 árum, þegar ég kom á heimili
hennar í fylgd Kristínar dóttur
hennar. Tengsa var mjög sérstakur
persónuleiki, dul á eigin hagi og
hún flíkaði ekki tilfmningum sínum.
Mér fannst erfitt að kynnast henni
í fyrstu og fann fljótt að hún hafði
mjög ákveðnar skoðanir á flestum
hlutum.
Hún var í eðli sínu félagslynd og
sóttist eftir að vera innan um fólk
og naut sín oft vel í góðra vina
hópi. Hún bar mikla umhyggju fyr-
ir fjölskyldu sinni og barnabömum
og fylgdist ávallt vel með hvað hver
og einn hafði fyrir stafni, en ég
minnist þess ekki að hún væri með
neina afskiptasemi, eins og títt er
um tengdamæður. Hún gladdist
yfír velgengni dætra sinna, þær
voru hennar stolt, því sjálf hafði
hún lengst af þurft að þræla í erfíð-
isvinnu til að sjá þeim farborða,
alveg frá því þær voru litlar. Mæðg-
umar vom mjög samrýndar og
tengsa lagði strax mikið upp úr því
að við tengdasynirnir væmm alltaf
með, ef eitthvað var um að vera í
hennar ætt. Vil ég þakka henni það
að ég fékk að kynnast mörgu glað-
sinna, háværu og hláturmildu fólki
af Nýjabæjarættinni. Að þessu leyti
finnst mér konan mín sveija sig í
ættina, því ég hef alltaf getað geng-
ið á hljóðið þar sem hún fer.
Mér era minnisstæð jóla- og
páskaboðin hjá tengsu gegnum ár-
in, þegar dætumar, tengdasynimir
og bamabömin Ijölmenntu til henn-
ar í litlu íbúðina í Austurbrún 6.
Hún bjó þar uppi á 12. hæð og
hafði alveg frábært útsýni yfír
Reykjavík. Þá var raðað í sig alls
kyns kræsingum fram eftir kvöldi
og ef einhver sýndi á sér fararsnið
bætti hún einhveiju góðgæti á borð-
ið. Þó barnabörnum og fermetmm
fjölgaði hjá dætmnum var hún al-
veg hörð á að halda í þessa hefð,
meðan heilsa hennar leyfði. Henni
fannst aldrei þröngt hjá sér, enda
hefur trúlega oft verið þétt setið í
baðstofunni í Stóra-Nýjabæ á henn-
ar bemskuáram.
Tengdamamma hafði gott minni
og einstaklega góða frásagnargáfu,
sem eftir var tekið. í frásögnum
sínum fléttaði hún fyrst saman ótal
smáatriðum eins og til að draga
mann sem lengst á aðalatriðunum
og gerði það frásagnir hennar oft
og tíðum meira spennandi.
Hún hafði yndi af söng og falleg-
um ljóðum og hafði sjálf gaman af
að syngja eins og flest hennar fólk.
Hún lagði rækt við að kenna dætr-
um sínum öll þau ljóð og lög sem
hún kunni, enda eru þær allar mjög
söngelskar.
Fyrir u.þ.b. 5 ámm varð Hrafn-
hildur að flytja úr íbúð sinni vegna
heilsubrests og vom það henni þung
spor, því hún vildi umfram allt fá
að dvelja heima hjá sér sem lengst,
hún vildi ekki vera upp á aðra kom-
in. Dætur hennar gerðu allt sem í
þeirra valdi stóð til að henni gæti
liðið sem best og vom natnar við
að hlúa að henni. Hún dvaldi þessi
síðustu ár á Heilsuvemdarstöð
Reykjavíkur og var þá að mestu
orðin bundin við hjólastól. Hún
hafði sérherbergi og naut alveg ein-
stakrar hlýju og umhyggjusemi hjá
öllu hjúkrunar- og starfsfólki deild-
arinnar. Ég tel að starfsfólkið þar
eigi miklar þakkir skyldar fyrir það
óeigingjama starf sem það lætur
sjúklingunum í té, með þolinmæði
og góðvild sem hlýtur að eiga fáar
hliðstæður. Við ættingjar Hrafn-
hildar þökkum öllu þessa góða fólki
fyrir hvað það reyndist henni vel
þessi erfiðu ár, alveg til hinstu
stundar. Við vitum að fyrir það var
hún mjög þakklát.
Minningin um hana mun lifa um
ókomin ár.
Hjörtur Þór Gunnarsson.
Hrafnhildur var ein af 17
systkinum frá Stóra-Nýjabæ í
Krísuvík, dóttir Guðmundar Jóns-
sonar og Kristínar Bjarnadóttur. Á
Stóra-Nýjabæ var mikill myndar-
búskapur og unnu allir mjög mikið
allt frá barnsaldri. Það var aldrei
skortur á mat né klæðum. Síðar
meir er systur og bræður festu ráð
sitt, og bjuggu flest á Suðurnesjum,
flytur fjölskyldan til Hafnarfjarðar
og bjuggu þau í litlu húsi við Jó-
fríðarstaðaveg. í dag em bara 2
systur eftir af þessum glæsilega
systrahóp sem var. Ég man fyrst
eftir Hrefnu frænku minni og móð-
ursystur sem unglingur er hún
heimsótti móður mína. Það var
ávallt mikil gleði er þær hittust,
enda veit ég fyrir víst að Hrefna
var ekki aðeins systir móður
minnar, heldur hennar besta vin-
kona. Það var ógleymanlegt er þær
systur sátu í eldhúsinu heima yfír
kaffibolla og meðlæti, hvað það var
ávallt létt yfír þeim og það var stór-
kostlegt er þær og Imba og Þura
systur þeirra vom þar líka, þá var
gleði og mikill og innilegur hlátur.
Oft var verið að rifja upp æskuárin
í Krísuvík og fólk, oftast vinafólk,
sem sótti fjölskylduna í Stóra-
Nýjabæ heim. Nú heyrist ekki leng-
ur dillandi hlátur, raddirnar eru
þagnaðar.
Hrefna var mjög ættrækin kona
og afar hjartahlý og tilfinninga-
næm og hún lét sig ekki vanta, ef
veikindi vom í minni fjölskyldu,
ávallt boðin og búin að rétta hjálp-
arhönd. Ég man vel hvað hún lét
sér annt um móður mína, er hún
átti við veikindi að stríða. Ég veit
mjög vel, hvað það var móður minni
mikill styrkur að fá Hrefnu systur
sína í heimsókn, því systir hennar
kom færandi hendi, með ástúð og
hlýju, sem var ómetanlegt. Meðan
Hrefna hafði heilsu heimsótti hún
ættingja og vini og hennar ljúfu
heimsóknir á mitt heimili gleymast
aldrei. Mikið ástríki var á milli
hennar og dætra hennar, Fríðu,
Diddu og Kolbrúnar, og það var
henni mikill styrkur í veikindum,
að þær allar umvöfðu móður sína
mikilli ástúð og hlýju, alveg eins
og hún ávallt veitti öðmm svo vina-
lega. Síðustu árin dvaldi Hrefna á
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur við
mjög góða og hlýja umönnun. Nú
hefur Hrefna frænka kvatt okkur,
en ég er fullvis um að móðir mín
mun ömgglega taka vel á móti
henni. Ég kveð þig, elsku Hrefna
mín, með miklum söknuði. Blessuð
sé minning þín. Ég votta dætmm
hennar og öðram vandamönnum
mína innilegustu samúð.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Vilhjálmur K. Sigurðsson.
Elsku Hrafnhildur amma er látin.
Við systurnar minnumst hennar
með þakklæti og hlýhug. Það var
alltaf nóg að gera hjá ömmu, lita,
lesa og leika með blöðmr því þær
átti hún til að fínna í geymslunni.
Á hveiju sumri var oft staðið tím-
unum saman við svalahurðina og
fylgst með dúfunum sem gerðu sér
hreiður á svölunum og fengum við
ekki að fara þar út nema dúfan
væri ekki þar og þá mátti alls ekki
snerta hreiðrið.
Það var alltaf fjör að sofa hjá
ömmu og þá aðallega vegna þess
að rúmið sem við sváfum í var
geymt inni í skáp og var oft erfitt
að opna skápinn, draga rúmið út
og koma því rétt fyrir, því að stund-
um gerðist það að rúmið féll sam-
an, en þá var hlegið dátt.
Enginn gerði eins góðar pönnsur
og amma og lá oft við slagsmálum
út af seinustu pönnsunni.
Á hveijum jólum og páskum
safnaðist öll flölskyldan saman á
Austurbrún hjá ömmu. Alltaf mátti
fínna páskaegg á sjónvarpinu
handa bamabömunum og á jólun-
um var alltaf lítill auka jólapakki
undir trénu hjá ömmu.
Þetta ásamt mörgu öðra kemur
okkur í huga þegar við minnumst
ömmu.
Við vonum að nú líði ömmu vel.
Hrafnhildur Ósk, Dagbjört Ólöf
og Kristin Edda Sigurðardætur.
Mig langaði að minnast tengsu
minnar, Hrafnhildar Guðmunds-
dóttur frá Stóra-Nýjabæ í Krísuvík,
með nokkram fátæklegum orðum.
Með henni er gengin ein af kven-
hetjum þessa lands, sem strituðu
myrkranna á milli og stundum gott
betur.
Hún ólst upp á Nýjabæ og átti
þar 16 systkini og var hún númer
14 í hópnum. Sum systkinin voru
að vísu farin að heiman en litu þó
oft inn því samheldni var mikil í
fjölskyldunni.
Hún fór snemma að heiman og
vann hún ýmis alþýðustörf, sem of
langt mál væri að telja hér upp.
Hún giftist Ríkharði Runólfssyni
og átti með honum tvær dætur,
Amfríði og Kristínu, en þau slitu
samvistir.
Seinna eignaðist hún eiginkonu
mína, Kolbrúnu, með Gunnari
Helgasyni.
Það var ekkert grín að vera ein-
stæð móðir með 3 dætur á þessum
tímum. Þær bjuggu í Laugamesi
og vann hún hjá Júpiter og Mars á
Kirkjusandi. Oft var mikil yfírvinna,
þannig að hún hafði bara nóttina
til að sjá um heimilið og minnast
þær sytur þess oft, að þær sofnuðu
út frá hljóðinu í saumavélinni á
kvöldin og að morgni beið þeirra
ný flík við rúmið.
Þegar frí var um helgar klæddi
hún þær allar upp og fór að heim-
sækja systkini sín sem þá vom
dreifð um Reykjavík og Reykjanes.
Var þá farið með rútu suður í Njarð-
víkur eða Hafnir, eða þá með Land-
leiðum í Hafnarfjörð eða Garðaholt.
Gegnum þessar ferðir kynntust
dæturnar ættingjunum þannig að
sterk bönd bundust við móðursystk-
inin og fjölskyldur þeirra.
Tengsa var af þeirri kynslóð, sem
nú er að hverfa, dul um sína hagi,
kvartaði aldrei en alltaf bjartsýn.
Mörg voru þau sumur sem við fór-
um í sumarbústað við Hreðavatn
og var þá yfirleitt mjög votviðra-
samt, en er sást smá blár blettur á
himni sagði hún ávallt: „Hann er
allur að létta til.“
Alltaf hélt hún boð um hátíðir
fyrir dæturnar og fjölskyldur þeirra,
þótt þróttur færi þverrandi af þeim
sjúkdómi, sem felldi hana að lokum.
Óg sá maður þá þennan eldhug sem
einkenndi hana. Maður skal aldrei
gefast upp.
Alveg fram á síðasta dag kom
hún í öll fjölskylduboð, þótt búið
væri að taka frá henni málið, því
hún naut þess svo innilega að vera
innan um fjölskyldu sína og fylgj-
ast með því, sem afkomendur henn-
ar vora að fást við í leik og starfi.
Ég vil þakka fyrir að hafa fengið
að kynnast henni og læra við fót-
skör hennar.
Hvíl í friði, tengsa mín.
Sigurður Pétur Sigurðsson.