Morgunblaðið - 29.06.1995, Blaðsíða 50
MOKG U NHLAPIÐ
50 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1995
: i \ «. I < ( i I ( r /| l
Toppstaður fijá
ERNI GARÐARS
Hafnargötu 62, Keflavík
sími 421-1777
Aðeins 30 mín.
akstur frá Reykjavík
Ekkert lát á
velgengni Bjarkar
Jóga gegn kvíða
4,- 27. júlí nk. þriðjud./fimmtud. kl. 20.00-22.00 (8 skipti).
Námskeið fyrir þá, sem eiga við kvíða og fælni að stríða og/eða ganga í
gegnum miklar breytingar í lífinu.
Kenndar verða leiðir til að slaka á cg öðlast aukið frelsi og lífsgleði.
Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg.
►SIGURGANGA Bjarkar Guð-
mundsdóttur heldur áfram. í
New York-dagblaðinu Daily
News fær „Post“, nýjasta plata
hennar, frábæra dóma og fullt
hús stiga. Gagnrýnandi blaðsins
kallar plötuna „frumlegustu
plötu ársins“ og lofar hana í
hástert.
Norska blaðið Aftenposten
er ekki alveg eins jákvætt í
garð hennar, en gefur henni
engu að síður mjög góða ein-
kunn. Segir i dómi blaðsins að
fyrri helmingur plötunnar sé
betri en sá síðari.
Einnig má geta þess að í
nýjasta tölublaði vikuritsins
Time er fjallað um Björk og
málaferli þau sem hún átti í
nýlega.
„Post“ er með mest seldu
plötum í Evrópu. Hér má sjá
stöðu hennar á vinsældarlistum
víðsvegar um álfuna:
Austurríki: beint í 15. sæti.
Belgía: beint í 26. sæti.
Danmörk: úr 5. í 4. sæti.
Leiðbeinandi: Ásmundur Gunnlaugsson jógakennari.
Upplýsingar og skráning hjá Yoga Studio,
símar 552 1033 og 565 1441 milli kl 20-22.
Finnland: beint í 7. sæti.
Frakkland: úr 17. í 6. sæti.
Þýskaland: úr 10. í 6. sæti.
Holland: úr 19. í 7. sæti.
Portúgal: beint í 9. sæti.
Noregur: úr 15. í 5. sæti.
Svíþjóð: beint í 2. sæti.
Sviss: beint í 5. sæti.
Á Evrópulista Billboard er plat-
an í 2. sæti.
Sala plötunnar gengur von-
um framar hér heima og hafa
yfir 3.000 eintök selst.