Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 28. Ólympíuleikarnir í eðlisfræði Islenska keppnisliðið í 48 klst. á ferðalagi Canberra, Morg^unblaðid. FIMM piltar ásamt tveimur farar- stjórum eru væntanlegir til Canberra eftir 40 klst. ferðalag á miðvikudags- morgun til þáttöku í 26. Ólympíuleik- unum í eðlisfræði. Keppnisliðið var valið með for- keppni í öllum framhaldsskólum landsins í febrúar og úrslitakeppni 14 hinna efstu í Háskóla íslands í mars. Keppendurnir hafa í júní-mán- uði notið þjálfunar kennara og starfs- manna Háskólans ásamt starfs- manna Orkustofnunar og keppenda frá fyrri Ólympíuleikum. Þjálfuninni lauk um síðustu helgi með dvöl í Fljótshlíð þar sem andlegt og líkam- legt úthald var aukið með ýmsum æfingum. Ólympíuleikarnir í eðlisfræði fara fram árlega og eru einstaklings- keppni ungmenna, 19 ára og yngri, sem ekki hafa hafið nám í háskóla. Að þessu sinni er búist við 5 manna keppnisliðum frá löndum og glíma þeir við vekefni úr fræðilegri og verk- legri eðlisfræði. Leikarnir standa í eina viku en eiginlegir keppnisdagar eru 2 með hvíldardegi á milli. Farar- stjórar ^ íslenska keppnisliðsins eru Viðar Ágústsson, framkvæmdastjóri öryggisþjónustunnar VARA og Jak- ob Yngvason, prófessor í kennilegri eðlisfræði við Háskóla Islands. íslensku þátttakendurnir eru Gunnlaugur Þór Briem, Magnús Þór Torfason, Jón Steinsson og Guð- mundur Hafsteinsson, allir úr MR og Jóhann Sigurðsson úr M.A. Menntamálaráðuneytið greiðir meiri- hluta fararkostnaðar en íslands- banki, Eimskip, Seðlabankinn, Fjár- festingarfélagið Skandía og Heimil- istæki hafa styrkt þátttökuna mynd- arlega. Háskólinn í Canberra sér um framkvæmd leikanna og ástralska menntamálaráðuneytið greiðir allan dvalarkostnað á keppnisstað. 29. Ólympíuleikarnir í eðlisfræði verða haldnir á íslandi 1998 og er undirbúningur fyrir þann viðburð þegar hafínn. Þá er búist við allt að 300 keppendum frá 60 löndum þar sem stöðugt fjölgar þátttökuþjóðum í keppninni. Menntamálaráðuneytið er formlegur gestgjafi leikanna en Reykjavíkurborg verður vettvangur leikanna. Flestir starfsmenn við hina faglegu hlið leikanna munu koma frá Háskóla íslands en Eðlisfræðifélagið og Félag raungreinakennara munu sjá um framkvæmd leikanna. Gert er ráð fyrir að kostnaður við leikana verði um 40 milljón kr. Yfirlýsing vegna rannsóknar silfursjóðsins frá Miðhúsum MEÐ því að nafn mitt hefur verið nefnt í umfjöllun fjölmiðla um rann- sókn silfursjóðsins frá Miðhúsum vil ég koma eftirfarandi á framfæri: 1. Nokkru eftir að ég kom til starfa í Þjóðminjasafninu sumarið 1992 fékk ég vitneskju um að fræðimenn, innlendir og erlendir, hefðu efasemd- ir um áreiðanleik silfursjóðsins, sem fannst á Miðhúsum, árið 1980. Ég taldi það embættisskyldu mína að hið sanna yrði leitt í ljós. í því skyni bauð ég hingað til lands dr. James Graham-Campbell, sem óumdeilan- lega er fremsti fræðimaður um vík- ingaaldarsilfur. Allt var þetta gert í kyrrþey, en þó með vitneskju þjóð- minjaráðs, enda óveiðeigandi að flíka málinu meðan ekkert lá fyrir um það, hvort efasemdimar um sjóðinn væru á rökum reistar eða ekki. 2. Svo atvikaðist það að þegar dr. Graham-Campbell kom hingað til lands hafði ég látið af störfum í Þjóð- minjasafninu og Þór Magnússon var þá fyrir safninu. Fram hefur komið að dr. Campbell greindi Þór frá niður- stöðum sínum 3. júní í fyrra og skýrsla hans til safnsins er dagsett 11. júní. Fyrstu fréttir um niðurstöð- ur dr. Campbells birtust í blöðum (Tímanum) 26. júní. Hefði ekki verið skynsamlegt að nota tímann, áður en niðurstöðurnar komust í hámæli, til að taka málið allt föstum tökum og hindra að ógætileg orð yrðu látin falla? 3. Mér hefur fundist umfjöllun flöl- miðla um rannsókn silfursjóðsins heldur einhliða. Það hefur tæpast komist til skila að danska þjóðminja- safnið telur einn stærsta hlutinn í sjóðnum síðari tíma smíð. Hann get- ur ekki verið upprunalegur, a.m.k. ekki í núverandi mynd. Það hefur afleiðingar fyrir sjóðinn. Sjóðurinn í heild getur vitaskuld ekki verið eldri en yngsti hluti hans. Hann getur því ekki talist hafa fræðilegt heimilda- gildi um víkingaöldina. Að því leyti er hann frábrugðinn óvéfengdum silfursjóðum frá þeim tíma. Þannig staðfestir danska þjóðminjasafnið í reynd alvarlegustu niðurstöðu dr. Gramham-Campbells. 4. Ég ætla ekki nú, frekar en áður, að hafa uppi um það neinar ágiskan- ir hvað valdi þessari kynlegu sam- setningu silfursjóðsins. Sannast sagna hef ég ekki hugmynd um það. í skýrslu danska þjóðminjasafnsins segir um þetta: „Verið gæti að sjóð- urinn hefði fundist einhvern tíma áður en heimildir greina og^eftir það hefðu verið gerðar tilraunir til að bræða silfrið og smíða úr því. Síðan hefðu hlutimir verið grafnir að nýju. Hringur nr. 3 kynni að hafa orðið til með þessu móti. Líklegt er að þráðurinn í hring nr. 3 sé gerður af manni með þekkingu á silfursmíði." 5. Athyglisvert er að óháð rann- sókn sænska fræðimannsins Birgittu Hárdh, sem skoðaði silfursjóðinn í Kaupmannahöfn 19. júní sl., stað- festir niðurstöðu Dana og dr. Camp- bells um þann grip sem báðir telja nútímasmíð. 6. Finnendur silfursins árið 1980, hjónin á Miðhúsum, hafa mjög verið í sviðsljósinu og sú afstaða hefur komið fram að rannsókn danska þjóðminjasafnsins hreinsi mannorð þeirra. Af þessu tilefni er rétt að fram komi að undirritaður hefur ekki áður látið nein orð falla um mál þetta og þar af leiðandi aldrei borið fram neinar ásakanir á einn né neinn. Hins vegar taldi ég það á sínum tíma, sem fyrr segir, embættislega skyldu mína að fá niðurstöðu í málinu. Varla vilja menn setja rannsóknarfrelsi vís- inda takmörk vegna þess að hugsan- lega kunni einhveijir að móðgast eða verða fyrir óþægindum þegar vís- indalegar niðurstöður liggja fyrir? Guðmundur Magnússon sagnfræðingur IIHI.HO 1Q7II LÁRUS Þ. VALDIMARSSON, framkvæmdastjóri UUL I luu UUL Iu/U KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, loggiiiur fASFEiGNASAii Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Skammt frá Menntask. v/Hamrahlíð Stór og góð 4ra herb. íb. í þríbýlishúsi 108,5 fm auk geymslu og sam- eignar. Sér inng. Sér hiti. Nýjar flísar á gólfum. Húsnæðisl. um kr. 4,8 millj. Lítið eitt niðurgr. í kj. Vinsæll staður. Vesturborgin - frábær skipti Skammt frá Sundlaug vesturbæjar sólrík 4ra herb. íb. á 4. hæð. Skipti mögul. á 2ja herb. íb. Frábær greiðslukj. Tilboð óskast. Rétt við Rauðagerði Sólrík sér efri hæð tæpir 150 fm. Sér inng. Sér þvottah. á hæð. Sér hiti. Innb. bílsk. 27,6 fm. IVIikið útsýni. Skipti mögul. á minni eign. Digranesvegur - frábært útsýni Ný endurb. einb. með 5 herb. íb. á stórri lóð. Skipti mögul. á minni eign. Tilboð óskast. Skammt frá Hótel Sögu Stór og góð 3ja herb. ib. á 4. hæð. Þvottaaðst. í íb. Nýtt gler. Ágæt sameign. Góð lán fylgja. Lítil útb. Almenna fasteignasalan óskar eftir góðu skrifstofuhúsnæði um 120-150 fm, helst í gamla bænum, nágrenni eða Laugarneshverfi. Stærri eign með fleiri nýtingar- mögul. kemur til greina. Góð greiðsla fyrir rétta eign. Opið á laugardögum. Kynnið ykkur laugardags- augl. Fjöldi góðra _______ eigna ískiptum. LflU6HVEEn8 S. 552 115P-552 1370 ALMEMMA FASTEIGNASALAN Síbrota- maður í gæslu- varðhald SÍBROTAMAÐUR um tvítugt var sl. föstudag úrskurðaður í 45 daga gæsluvarðhald. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarlögreglu ríkisins hefur maðurinn ítrekað komið við sögu mála vegna innbrota og fleiri brot. Hann var dæmdur í Héraðsdómi í síðustu viku en var eftir það stað- inn að innbroti og var þess vegna „stoppaður af“ með gæsluvarð- haldsúrskurði til 14. ágúst. Hann á fleiri mál óafgreidd í dómskerfinu. É illovöim' ...blabib - kjarni málsins! ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Víða hörkugöngxir - Erfitt í V opnafirði LAX gengur nú af krafti i flestar á sunnanlands og vestan og einn- ig er bærilega líflegt eða batn- andi ástand í ám á vestanverðu Norðurlandi. Enn er hins vegar hálfgert vorástand í hinum frægu laxveiðiám Vopnafjarðar og veið- in eftir því, aðeins örfáir fiskar komnir úr Hofsá og enginn úr Selá. í Borgarfirði heldur veislan hins vegar áfram, holl i Norðurá lauk veiðum með 98 laxa og annað í Þverá fékk 80 stykki og er Norðurá komin yfir 500 laxa en Þverá er skammt undan. „Líflegt" „Það er líflegt þessa daganna, mokveiði niður frá og hjá mér hafa veiðst 8 laxar sem er prýði- legt miðað við það ástand sem verið hefur. Ég var ekki sérlega bjartsýnn um tíma, síðustu sum- ur hafa verið dauf og ástandið í vor ekki upp á marga fiska. En nú er kominn rífandi gangur i þetta,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson á miðsvæðum Langár í gærdag. Runólfur Ágústsson í Laufási, einn leigutaka árinnar sagði um 115 laxa vera komna á land og dagveiðin um þessar mundir væri 20 til 25 laxar. „Við höfum verið að sjá stærri torfur í sjónum heldur en í mörg ár,“ bætti Run- ólfur við. Smáskot í Húnavatnssýslum Holl sem lauk veiðum í Víði- dalsá á hádegi sunnudags veiddi 30 laxa að sögn Elsu ýr Guð- mundsdóttur í veiðihúsinu Tjarn- arbrekku í gærdag. Sagði hún þar með 90 laxa komna á land og síðustu daga hefðu nýgengnir smálaxar verið áberandi í aflan- um. Stærsti laxinn veiddist þó í síðasta holli, 20 punda fiskur. Böðvar Sigvaldason formaður Veiðifélags Miðfjarðarár sagði og í gær að því færi fjarri að hann hefði verið rúinn allri von, um 70 laxar væru komnir á Iand og fyrstu smálaxarnir væru að skila sér. Þá væri lax farinn að ganga laxastigann í Kambsfossi í Austurá. „Þetta lítur ágætlega út, að minnsta kosti enn þá,“ sagði Böðvar. Og Gylfi Ingason í veiðihúsinu Flóðvangi við Vatnsdalsá sagði ána aðeins að lifna. „Það veidd- ust fimm í morgun, þar af þrír grálúsugir langt uppi í á og í gær settu menn í sex fiska og náðu þremur," sagði Gylfi í gærdag. Stærsti laxinn úr Vatnsdalsá til þessa vóg 17 pund. Hér og þar... Talsvert hefur verið að ganga af laxi í Elliðaánum síðustu sólar- hringa. Til dæmis voru komnir 382 laxar í gegn um teljarann í gærmorgun á móti 45 löxum á föstudagsmorgun. Aftur á móti er laxinn ljónstyggur og hefur tekið illa. Vatnið er enda mjög lítið og verður það vandamál trú- lega í allt sumar. Aðalmálið er þó að laxinn er kominn. í gær- morgun voru komnir 36 laxar á land. 12-14 laxar voru komnir á land úr Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum í gærmorgun, flestir vel vænir, 12-15 pund. Bleikjan er byrjuð að ganga í árnar og höfðu 20 til 30 veiðst, allt að 6 pund. Algeng- ast þó 2-3 pund. Laxá í Leirársveit hefur tekið góðan kipp, holl þar fyrir skömmu fékk 45 laxa og rauk heildartalan þá upp um helming. Góðar smálaxagöngur eru nú í fullum gangi. VEL veiðist nú víða. Þessi fallegi afli fékkst fyrir stuttu úr Laxá á Ásum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.