Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Ríkið gagnrýnt í ársskýrslu Rafmagnsveitu Reykjavíkur fyrir að halda áhrifum í krafti úreltra og ranglátra laga Orkufyrirtækin ekki á jafnréttisgrundvelli AÐALSTEINN Guðjohnsen, raf- magnsstjóri Rafmagnsveitu Reykja- víkur, gagnrýnir núverandi ráðslag ríkisvaldsins gagnvart Landsvirkjun í ávarpi sínu í ársskýrslu Rafmagn- sveitunnar sem er nýkominn út. Aðal- steinn telur að áhrif Reykjavíkurborg- ar séu minni en eignarhluti segir til um og að sama skapi hafi ríkisvaldið þar meiri áhrif. í ávarpi sínu segir Aðalsteinn að orkufyrirtæki ríkis og sveitarfélaga starfi ekki á jafnréttisgrundvelli. Þar komi til ívilnanir í arðgreiðslum, þvingunarákvæði í lögum, yfirtökur lána og mismunun í niðurgreiðslu á raforkuverði. í krafti úreltra og rangl- átra laga um orkumál og virkjanir haldi ríkið áhrifum sínum, auki um- svifín jafnvel og velti kostnaði á not- endur á orkuveitusvæðum sveitarfé- laga. Þetta gangi Iangt á alla þróun í öðrum löndum. „Reykjavíkurborg og orkufyrir- tækjum hennar er það verðugt um- hugsunarefni, hvort ekki væri rétt að taka höndum saman við önnur sveit- arfélög og orkuveitur þeirra til að snúa þessari öfugþróun við. Þau gætu beitt sér fyrir þvf að komið verði á samkeppni í vinnslu og sölu raforku, sérstakt fyrirtæki verði stofnað um meginorkuflutning í landinu, en orku- dreifing í héraði verði í vaxandi mæli á hendi sveitarfélaga," segir Aðal- steinn í ávarpinu. Afkoma Rafmagnsveitu Reykjavík- ur var á síðasta ári nokkuð lakari en árið áður. Hagnaður ársins var 342 milljónir króna, eða um 9% af tekjum fyrirtækisins. Arðgreiðslur til borgar- sjóðs námu 415 milljónum og ef bók- haldsvenju fyrri ára hefði verið fylgt, þar sem tekið hefði verið tillit til arð- greiðslna, hefði tap fyrirtækisins því numið 73 milljónum. I ársreikningi fyrir árið 1994 eru arðgreiðslumar hins vegar færðar yfír eigið fé. Heildareignir vora 18.094 milljónir í árslok 1994. Eigið fé var 16.659 milljónir og lækkaði frá fýrra ári um 408 milljónir. Eigið fé fyrirtækisins hefur farið lækkandi undanfarin ár. í ávarpi sínu segir rafmagnsstjóri að ástæðu þess megi rekja til færslu iíf- eyrisskuldbindinga starfsmanna og lækkunar eiginfjár Landsvirkjunar vegna rekstrartaps fyrirtækisins. f árslok 1994 var eiginfjárhlutfall 92%. Arðsemi eigin fjár var á síðasta ári sem fyrr afarlítil, eða 2,1%. Er NAFTA tálsýn eða tækifæri fyrirlsland? Á hádegisverðarfundi Amerísk- íslenska verslunarráðsins fimmtudag- inn 6. júlí nk. verður íjallað um NAFTA, fríverslunarsamtök Banda-' ríkjanna, Kanada og Mexíkó, og væntanlega þróun þeirra. Sérstaklega verður vikið að því hvort NAFTA kunni að vera raunveralegt tækifæri fyrir íslendinga, en um það era skipt- ar skoðanir. Fyrirlesari á fundinum verður Jonathan Slade framkvæmda- stjóri MWW/Strategci Communicati- ons, Inc., sem er meðal stærstu fyrir- tækja í Bandaríkjunum á sviði al- mannatengsla. Erindi Jonathans Slade mun fjalla um nýja strauma í efnahagslífi Bandaríkjanna og sem fyrr segir sérstaklega um NAFTA með hliðsjón af því, hvort íslendingar eigi einhverra kosta völ varðandi sam- tökin. Fundurinn verður í Skálanum í Hótel Sögu. Hann hefst kl. 12.00 og lýkur kl. 13.45. Fundurinn er op- inn öllum sem áhuga hafa, en nauð- synlegt er að skrá þátttöku fyrirfram hjá Verslunarráði fslands. Stærsta einstaka eign Rafmagnsveitu Reykjavíkur er hlutur fyrirtækisins í Landsvirkjun, en hann er metinn á rífiega 11,6 milljarða króna. Þessi eign hefur á undanfömum áram skil- að litlum sem engúm arði til fyrirtæk- isins, en á sama tíma gerir Reykjavík- urborg háa arðkröfu til Rafmagn- sveitunnar. Arðleysi eignarhlutans í Landsvirkjun gerir að verkum að al- mennur rekstur fyrirtækisins ber einn uppi arðgreiðslur til Reykjavíkurborg- ar. Þær námu sem fyrr segir 415 milljónum króna sem era 12% af tekj- um fýrirtækisins af allri orkusölu árið 1994. í ávarpi Aðalsteins kemur fram að eftir hækkun arðkröfu úr 415 milljónum í 595 milljónir nemi sú greiðsla rúmlega 17% af orkusölutekj- um. mest seldu fólks- bílategundirnar í jan.-júní 1995 % 1. Tovota 758 21,3 2. Nissan 522 14,7 3. Volkswaqen 423 11,9 4. Hyundai 315 8,8 5. Subaru 190 5,3 6. Opel 188 5,3 7. Mitsubishi 167 4,7 8. Renault 139 3,9 9. Volvo 131 3,7 10. Suzuki 104 2,9 Aðrar teg. 623 17,5 Samtals 3.560 100,0 2.857 Innflutningur bifreiða í as60 jan.-júní 1994 og 1995 ■ :: . -fólksbIlar, nýir VORU-, SENDI- og HÓPFERÐA- BÍLAR, nýir 292 323 1994 1995 1994 1995 25% aukning á fyrri árshelmingi INNFLUTNINGUR nýrra fólksbila jókst um 25% á fyrri helmingi þessa árs, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Bifreiðaskoðun íslands. Fyrstu sex mánuðina 1995 voru nýskráðir 3.560 fólksbílar samanborið við 2.857 nýskráningar á sama tímabili í fyrra. í júní síðastliðnum voru nýskráðir 829 fólksbílar sem er aukning um 31 % frá júní í fyrra þegar 631 fólksbíll var nýskráður hér á landi. Eins og sjá má á töflunni hér að ofan eru tíu söluhæstu bílategundirnar fyrstu sex mánuði ársins með 82,5% mark- aðshlutdeild. Fimm mest seldu bílategundirnar eru hins vegar með 62%. Hornsteinn að nýrri lyfjaverksmiðju í Litháen Lykill að nýjum markaði ALGIRDAS Brazauskas, forseti Litháen, lagði hornstein að nýrri lyfjaverksmiðju, ILSANTA UAB, að viðstöddum Davíð Oddssyni og fleiri gestum laugardaginn 1. júlí síðastliðinn. Eins og fram hefur komið í fréttum er verksmiðja þessi að þremur fjórðu hlutum í eigu ís- lenska heijsufélagsins hf., Lyfja- verslunar íslands hf. og íslenskra aðalverktaka sf. Að sögn Gríms Sæmundsen hjá íslenska heilsufé- laginu hf. tókst athöfnin í alla staði mjög vel og vakti atburðurinn mikla athygli í Litháen. Önnur frétt í kvöldfréttatíma litháíska ríkissjónvarpsins hafi verið frá þessari athöfn, enda ekki á hveij- um degi sem forseti landsins opn- ar nýja verksmiðju. DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra, flytur ávarp þegar hornsteinn var lagður að nýrri lyfjaverksmiðju í Litháen. Mikilvægt að vel takist til Grímur segir að verksmiðjan hafi fengið mjög góðar viðtökur í Lit- háen og ef vel takist til geti hún verið stökkpallur fyrir aðra ís- lenska aðila inn á þetta markaðs- svæði. „Við berum mikla ábyrgð, því að ísland nýtur mikillar velvild- ar í Litháen, en þeirri velvild fylgja einnig kröfur um góðan árangur. Það er því ljóst að ef vel tekst til, geta opnast þarna tækifæri fyrir Islendinga á framleiðslu á ýmsum öðrum vörum.“ Ástæður fyrir velvild í garð ís- lendinga megi rekja til þess er Island, fyrst allra þjóða, viður- kenndi sjálfstæði Litháens árið 1991, en auk þess stafí Litháum ekki viðskiptaleg ógn af vegna smæðar í alþjóðaviðskiptum. Heildarfjárfesting yegna verk- smiðjunnar nemur um 700 milljón- um króna og er þetta „ein stærsta erlenda fjárfestingin í Litháen til þessa og er hún að íslensku frum- kvæði og undir íslenskri forystu,“ segir Grímur. St.erkur heimamarkaður Að sögn Gríms er ætlunin að byggja upp sterkan heimamarkað fyrir þau lyf sem framleidd verða í verksmiðjunni, enda sé mikil eft- irspurn á þessu svæði eftir lyfjum sem uppfylli vestræna staðla. Einnig verði stefnt að útflutningi til nágrannaríkjanna enda séu þar gríðarlega stórir markaðir 4 borð við Hvíta-Rússland og Pólland aðeins í seilingarfjarlægð. Þá seg- ir hann að verið sé að athuga með möguleika á útflutningi til Rúss- lands. „Það er ekki hlaupið að því að komast inn á markaðinn þar, en það er þó í athugun.“ Um 30 starfsmenn hafa þegar verið ráðnir til fyrirtækisins, en gert er ráð fyrir að verksmiðjan veiti um 100 manns atvinnu þegar hún verður komin að fullu í gagn- ið. Yfirmenn verksmiðjunnar eru íslenskir og var Árni Árnason ráð- inn framkvæmdastjóri hennar í janúar síðastliðnum ásamt Gunn- ari Birni Hinz, sem gegnir stöðu markaðsstjóra. „Okkur líst mjög vel á framhaldið. í tengslum við þessa athöfn var haldinn stjórnar- fundur þar sem farið var yfir stöð- una. Allar framkvæmdir virðast að mestu vera á áætlun og kom fram ánægja með störf íslenskra stjórnendur fyrirtækisins.“ sagði Grímur. Gert er ráð fyrir því að verksmiðjan hefji framleiðslu um mánaðamótin júlí/ágúst. Mál og menning breytir BREYTINGAR hafa verið gerðar á yfirstjórn Máls og menningar. Árni Einarsson, sem gegnt hefur fram- kvæmdastjórastöðu hjá bókaútgáf- unni mun taka við stjórn verslana Máls og menningar, en Sigurður Svavarsson, sem séð hefur um skólabókaútgáfu hjá fyrirtækinu, mun taka við framkvæmdastjóra- stöðunni. Þessar breytingar munu eiga sér stað þann 1. september næstkomandi. Enginn ágreiningur Að sögn Árna er hér ekki um neinn ágreining eða óánægju að ræða, heldur sé hér á ferðinni hug- mynd sem hann hafi sjálfur borið upp við yfirmenn og stjórn fyrirtæk- isins síðastliðinn vetur. „Þetta er gert í ljósi þess að samkeppnin er að aukast í smásölu á bókum, sem mátti sjá nú í desember síðastliðn- agn í verslunum sínum. Við höfum verið að skoða smásölureksturinn hjá okkur nokkuð lengi og stöndum m.a. frammi fyrir því að nú dregur að starfslokum hjá ýmsu lykilfólki og einhver innan fyrirtækisins verð- ur að þekkja þeirra störf. Ég fór fram á það að ég fengi að stýra verslununum í samstarfi við þann sem ráðinn yrði framkvæmdastjóri og sú ósk er það eina sem hratt þessum breytingum af stað.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.