Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Tommi og Jenni Ég held að þú hafír ákveðið að fara ekki að heiman... Eg mátti til...ég gekk um allt hverfíð... Líf mitt batnaði ekkert svo ég fór heim... BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sírni 5691100 • Símbréf 5691329 Spara bæjarfélögin almenningsvagiia á i álag’stímum? Frá Kolbrúnu Þ. Sverrísdóttur: ÉG undirrituð vil lýsa furðu minni á lélegri þjónustu almenningsvagna BS þann 17. júní síðastliðinn, sem ég veit að bæjarráð viðkomandi bæjarfélaga þar sem vagnarnir ganga eru með puttana í. Ég, systir mín, mágur og fjögur böm þeirra, þar á meðal eitt í barna- vagni, ætluðum til Reykjavíkur þetta kvöld, nánar tiltekið kl. 21.26 frá skiptistöðinni í Kópavogi. Þarna biðu u.þ.b. 70 manns eftir að leið 140 kæmi sunnan að og þegar vagninn kom var hann svo troðfull- ur að einungis lítill hluti fólksins gat troðið sér með (í bókstaflegri merkingu), hinir 45-50 manns, þar á meðal við, þurftum að bíða eftir næsta vagni sem von var á eftir hálftíma. Ekki vorum við sátt við þetta og mágur minn spurði bílstjór- ann hvort það væri hægt að senda aukavagn fyrir allan þennan fjölda. Hann svaraði því til að aukavagn hefði hætt að ganga kl. 19.26 og þeir hefðu verið í vandræðum síðan. Hann kallaði samt sem áður í tal- stöðina eftir aukavagni en var sagt að hundsa okkur og halda áætlun! Við svo búið var ekkert annað að gera en að halda áfram að bíða og vona hið besta, en sífellt dreif að fleira fólk og við sáum fljótlega fram á það að við kæmumst ekki heldur með næsta vagni. Við reynd- um að tala við lögregluna í Kópa- vogi en hún gat ekkert hjálpað okkur, jafnvel þó að við bentum henni á að það væru alltof margir - í vögnunum! Eftir þetta hefur ann- aðhvort einhver séð að sér eða bara óhlýðnast því um kl. 22 kom auka- vagn frá Hafnarfirði örlítið minna troðinn en forveri hans hálftíma áður. Við rétt náðum að skáskjóta okkur inn í vagninn með barna- vagninn áður en hann troðfylltist, en þrátt fyrir það var margt fólk eftir á skiptistöðinni. Þegar á áfangastað var komið töldum við út úr strætisvagninum og farþeg- arnir reyndust vera 129 talsins! Ég vil skora á bæjaryfírvöld við- komandi bæjarfélaga sem leið 140 gengur í gegnum, og þá sérstaklega bæjaryfirvöld í Kópavogi í þessu tilviki, að breyta svona mislukkuð- um samgöngum til betri vegar. Ef ætlunin er að spara með svona að- gerðum skora ég á ykkur að hugsa aftur því þetta var einkar óþægilegt ferðalag á sjálfan lýðveldisdag þjóð- arinnar! KOLBRÚN ÞÓRA SVERRISDÓTTIR, Þverbrekku 4, Kópavogi. Upplýsingar um Internettengingu við Morgunblaðið Tenging við heimasíðu Morgunblaðsins Til þess að tengjast heimasíðu Morgunblaðsins, sláið inn slóðina http://www.centrum.is/mbl/ Hér liggja ýmsar almennar upp- lýsingar um blaðið, s.s netföng starfsmanna, upplýsingar um hvernig skila á greinum til blaðs- ins og helstu símanúmer. Morgunblaðið á Internetinu Hægt er að nálgast Morgun- blaðið á Intemetinu á tvo vegu. Annars vegar með því að tengjast heimasíðu Strengs hf. beint með því að slá inn slóðina http://www.strengur.is eða með því að tengjast heimasíðu blaðsins og velja Morgunblaðið þaðan. Strengur hf. annast áskriftar- sölu Morgunblaðsins á Internet- inu og kostar hún 1.000 krónur. Sending efnis Þeir sem óska eftir að senda efni til blaðsins um Intemetið noti netfangið: mbl@centrum.is. Mikilvægt er að lesa vandlega upplýsingar um frágang sem má finna á heimasíðu blaðsins. Það t^yggir ömggar sendingar og einnig að efnið rati rétta leið í blaðið. Senda má greinar, fréttir og myndir eins og fram kemur á heimasíðu blaðsins. Mismunandi tengingar við Internet Þeir sem hafa Netscape/Mos- aic-tengingu eiga hægt um vik að tengjast blaðinu. Einungis þarf að slá inn þá slóð sem gefin er upp hér að framan. Þeir sem ekki hafa Netscape/ Mosaic-tengingu geta nálgast þessar upplýsingar með Gopher- forritinu. Slóðin er einfaldlega slegin inn eftir að forritið hefur verið ræst. Mótöld Heppilegast er að nota a.m.k. 14.400 baud-mótald fyrir Netscape/Mosaic tengingar. Hægt er að nota afkastaminni mótöld með Gopher-forritinu. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.