Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ / / > / h ÆLKERAMATSEÐI L L 4 RITTA VEISLUMALTIÐ 2.500yjl A LAUGARDOGUM PARMASKINKA MEÐ MELÓNU. EÐA_ SILUNGATERRINE MEÐ SAFFRAN VINAIGRETTE. EGGALDINSÚPA MEÐ PAPRIKURjOMA. STEIKTUR LAX MEÐ HUMRI. EÐA_ NAUTAH RYGGSTEIK RIB EYE MEÐ TÓMATBASIL OG SKARLOTTULAUK. <U>r<yJ SÚKKULAÐI MAROUISE MEÐ HUNANGSÍS. BORÐAPANTANIR I SIMA 552 5700 FJÖGUR GOÐ GRAM TILBOÐ VERULEG VERÐLÆKKUN Á FJÓRUM VINSÆLUM GERÐUM GRAM KF-263 200 l.kælir + 55 I. frystir. HxBxD = 146,5 x 55,0 x 60,1 cm. 56.990,- stgr. GRAM KF-245E 172 I. kælir + 63 I. frystir. HxBxD = 134,2 x 59,5 x 60,1 cm. 58.990,- stgr. GRAM KF-355E 275 l.kælir + 63 I. frystir. HxBxD = 1 74,2 x 59,5 x 60,1 cm. 74.990,- stgr. Gefðu gæðunum gaum! GOÐIR SKILMALAR FRÍ HEIMSENDING GRAM KF-335E 196 l.kælir + 145 I. frystir. HxBxD = 174,2 x 59,5 x 60,1 cm. 74.990,- stgr. Gefðu gæðunum gaum! /Fomx TRAUST ÞJONUSTA HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 IDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Afslátt á utanlandsferðir fyrir öryrkja ANNA Kristín hringdi til Velvakanda: „Ég er m.a. astma- og gigtarsjúklingur sem hef heilsufarslega mjög gott af sólríku lofts- lagi. Eg fór í vetur í hlýja ferð og var í sex vikur. Eftir smátíma úti var ég eins og ný manneskja. Stöðugir verkir um allan líkamann hurfu smátt og smátt í hitanum. Einnig hættu hóstakjöltumar. En það er dýrt að ferðast og ég er ennþá að borga þá ferð. Mig langar mikið aft- ur í slíka heilsuferð í vetur en peningaráðin eru ekki mikil hjá öryrkja þó allt sé sparað. Nú datt mér í hug að spytja hjá flugfélögun- um hvort um nokkum af- slátt væri að ræða. Nei, ekki nema innanlands. Nú verður heilsan ekkert betri þó ég skreppi til Akur- eyrar. Ég var mjög hissa þegar ég heyrði að eldri borgarar geti fengið af- slátt á ýmsum utanlands- ferðum en ekki við öryrkj- amir. Það er í fyrsta skipti sem ég rek mig á slíkan vegg og það á stað sem síst skyldi. Nú er ég eigin- lega viss um að frændur okkar á hinum Norður- löndunum geri betur enda var þeim hálf svarafátt hjá SAS um slíkt. Öryrkja- bandalagið upplýsir að samningar hafi ekki tekist við flugfélögin um þetta mál.“ Tapað/fundið Eyrnalokkar töpuðust í DESEMBER sl. tapaðist eyrnalokkur við Óháða söfnuðinn. Eyrnalokkurinn er síður, með allavega lit- um steinum. Þá tapaðist í aprílbyijun sl. vandaður síður eyrnalokkur með svörtum steini í gylltum ramma við eyrað og laf- andi nisti með stærri svört- um steini í gylltum ramma líklega á stæðinu við Laugaveg 105. Skilvís finnandi vinsamlega hafi samband í síma 553-8334. Silfurnisti - ættargripur FYRIR u.þ.b. fjórum árum tapaðist í Reykjavík gam- alt silfurnisti. Eigandinn getur ekki gefið upp von um að nistið rati til hennar aftur því það hefur sér- staklega mikið tilfínninga- gildi fyrir hana. Nistið er handsmíðað af ættingja, nokkuð stórt, með áletr- uninni Guðbjörg öðmmeg- in og hinumegin er munst- ur og lítill rauður steinn. Inni í nistinu er gömul mynd af manni. Með ein- lægri von um að glöggt auga viti hvar nistið liggur og komi því til eiganda og hringi í síma 551-1824 eða 561-7299. Kvenmannsúr tapaðist MJÖG vandað og fallegt gullúr tapaðist aðfaranótt laugardagsins 24. júní sl. í miðbæ Reykjavíkur eða á leiðinni í Mosfellsbæ. Skil- vís finnandi er vinsamlega beðinn að hafa samband í síma 566-8799 og er fund- arlaunum heitið. Fjallahjól tapaðist MONGOOSE 21 gíra ijallahjól úr áli, dökkíjólu- blátt að lit með þríhyrndri efri stellstöng og engum límmiðum, tapaðist frá Ármúla 40 sl. fimmtudag. Skilvís finnandi vinsam- lega hringi í síma 553-5103 eða 588-2283. Gæludýr Týnd kisa HVÍT og gráröndótt níu mánaða gömul læða hvarf frá Kársnesbraut 101 í Kópavogi þar sem hún hafði verið í gæslu í einn sólarhring. Mögulegt er að hún hafi leitað á heima- slóðir í Flúðaseli 87 eða í Rjúpufell 14. Læðan er eyrnamerkt R-5136 og geti einhver gefið upplýs- ingar um ferðir hennar vin- samlega hafið samband.í síma 554-5245. Týnd kisa SVÖRT og hvít kisa fór hvarf 17. júní sl. frá heim- ili sínu Lundarbrekku 8, Kópavogi. Hún er ómerkt og hefur aldrei verið úti. Geti einhver gefið upplýs- ingar um ferðir hennar vin- samlega hafið samband í síma 564-4396 og er fund- ariaunum heitið. LEIÐRETT Pennavinir Með morgunkaffinu Hæstiréttur var það Umboðsmaður Alþingis var ranglega nefndur í stuðli fyrirsagnar um Hæstarétt- ardóm í skuldabréfamáli, sem Morgunblaðið sagði frétt af á bls. 2 í sunnu- dagsblaðinu. Morgunblaðið biðst afsökunar á þessum mistökum. Útlínurnar Þá var bæjarlistaverk Seyðfirðinga rangnefnt í myndatexta í sunnudags- blaðinu og kallað útlit, en það heitir Útlínur og er gert með lögun Seyðis- fjarðar að fyrirmynd. Morgunblaðið biðst afsök- ^ unar á þessum mistökum. TVÍTUGUR tanzanískur piltur með áhuga á kvik- myndum, ferðalögum og tónlist: Cristmn Kisanga, P.O. Box 9769, CCP Moshi, Tanzania. NÍTJÁN ára sænsk stúlka með áhuga á tónlist, stjórn- málum o.fl.: Anna Komheden, FotbollsvSgen 17, 151 59 Södertiilje, Sweden. FJÓRTÁN 'ára japönsk stúlka með ýms áhugamál: Mayu Kunikane, 1373 Kotu Nagao, Toku Yarna City, Yama Guchi-ken-745-01, Japan. - kjarni málsins! Víkverji skrifar... ÞAÐ VAR mjög við hæfi að sýna í sjónvarpinu á sunnudags- kvöld heimildamynd um stjómmála- feril Bjama Benediktssonar. Eftir viku er aldarfjórðungur liðinn frá sviplegu andláti hans, eiginkonu hans og dóttursonar þeirra. í sjónvarpsmynd, sem tekur hálfa klukkustund að sýna, er að sjálf- sögðu einungis hægt að stikla á stóru í stjórnmálaferli þessa merka stjórn- málamanns. Þar ber hæst framlag hans til sjálfstæðisbaráttu þjóðarinn- ar síðustu árin fyrir jýðveldisstofnun og forystu þeirra Ólafs Thors um mótun utanríkisstefnu þjóðarinnar að heimsstyijöldinni lokinni og á Viðreisnarámnum og þá ekki sízt á síðasta kjörtímabili Viðreisnarinnar, þegar þjóðin gekk í gegnum eina mestu efnahags- og atvinnukreppu þessarar aldar. Þegar siglt var upp úr þeim öldu- dal var Bjarni Benediktsson orðinn óumdeildur þjóðarleiðtogi, sem naut virðingar og trausts jafnt stuðnings- manna, sem pólitískra andstæðinga og þjóðarinnar allrar. Sumar þeirra mynda, sem sýndar voru vöktu upp sterkar minningar um tímabil, sem á margan hátt má telja gullöld Sjálfstæðisflokksins. ÞEIR SEM fylgjast með erlendum viðskiptafréttum hafa vafa- laust veitt athygli samningi á milli bandaríska hugbúnaðarfyrirtækisins Microsoft og minna hugbúnaðarfyr- irtækis vestan hafs, sem nefnist Intu- it en Microsoft var tilbúið til að borga gífurlega fjárhæð fyrir þetta tiltölu- lega litla fyrirtæki. Ai hveiju? Vegna þess, að Intuit hefur sett á markað í Bandaríkjunum og Bretlandi og kannski víðar vinsælasta tölvuforrit- ið fyrir heimilisbókhald. Keppinaut- um Microsoft stóð slík ógn af þessum kaupum, að bandaríska dómsmála- ráðuneytið kom í veg fyrir þau. Ástæðan fyrir ótta keppinautanna var og er sú, að hugbúnaður Intuit er talinn lykillinn að því að bein- tengja heimilin við bankakerfið, þannig að einstaklingar og fjölskyld- ur geti stundað bankaviðskipti sín heiman frá sér eins og einstök fyrir- tæki gera nú. Raunar hefur Micros- oft sett á markað eigin hugbúnað í þessum tilgangi, sem hefur hins veg- ar ekki náð sömu útbreiðslu og tölvu- forrit Intuit. Ð ÞESSU er vikið hér vegna þess, að í Morgunblaðinu í fyrradag birtist auglýsing frá Bún- aðarbankanum, þar sem bankinn skýrir frá því, að hann hafi þróað slikan hugbúnað fyrir viðskiptavini sína og tengir hann svonefndri Heim- ilislínu, sem er sérstök þjónusta við fjölskyldur og heimili. Þótt Búnaðarbankinn sé að vísu ekki fyrsti aðilinn hér á landi, sem býður slíkan hugbúnað, þar sem hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnist Hugkorn hefur í nokkur ár boðið slíkt. forrit, sem nefnist ýmist Korn eða Gullkorn, eftir því hversu fullkomið það er, verður þetta að teljast merki- legt framtak hjá bankanum. Hugbúnaður af þessu tagi ryður sér mjög til rúms í Bandaríkjunum, er i sumum tilvikum orðinn háþró- aður og nær til allra þátta í fjármál- um fjölskyldunnar m.a. til skatta- mála, tryggingamála o.s.frv. Með því að setja Heimi á markað, en svo nefnist forrit Búnaðarbank- ans, hefur bankinn náð forskoti á keppinauta sína. Fróðlegt verður að fylgjast með viðbrögðum viðskipta- vina bankans og ekki síður hversu fljótt aðrir bankar og sparisjóðir bregðast við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.