Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1995 39
________BREF TIL BLAÐSIIMS__
Norsarar hóta að eyða
Íslandssíldiimi aftur
Frá Einari Vilhjálmssyni:
TUTTUGU og fimm ár eru liðin
síðan Norsarar eyddu nær alveg
þeim hluta íslenzku vorgotssíldar-
innar (Clupea harengus), sem
hrygndi við Noreg, með seiðadrápi
í norsku fjörðunum, aðallega á
sjötta og sjöunda áratugnum.
Arið 1951 áætlaði Olav Aasen
stofnstærð Íslandssíldarinnar 50
milljón tonn, en 22 milljón tonn
árið 1954. Jakob Jakobsson og Olav
Dragesund áætluðu stofnstærðina
rúm 20 milljón tonn árið árið 1952,
en 5 milljón tonn árið 1959. Árið
1968 mældist stofninn 280 þúsund
tonn og veiðunum þá sjálfhætt.
Rússneskir og íslenzkir sjávarlíf-
fræðingar hafa atyrt Norsara fyrir
þennan umhverfisglæp'og því er það
að þakka að þessi áður stærsti síld-
arstofn veraldar er að rísa upp frá
dauða.
Nú 25 árum seinna, þegar stofn-
inn hefur komist í veiðanlegt stand,
þakka þessir spellvirkjar sér að
þeir hafa bjargað Íslandssíldinni.
Þvílík Gróusaga.
Sú lífkeðja sem slitnaði með eyð-
ingu síldarinnar, frá rauðátunni
(Calanus finmarchicus) til þorsksins
(Gadus morrbua), kemur einnig
fram í ástandi hans á miðum okkar
og annarra fiskveiðiþjóða á norður-
slóðum. Fæðukeðjan var rofin og
átan nýttist ekki lífríki hafsins.
Formaður sambands norskra út-
gerðarmanna, Audun Merok, leggur
til að Norsarar taki upp fyrri hátt
og drepi síldarstofninn niður og sjái
þannig til þess að í framtíðinni verði
hann aldrei það stór að hann haldi
út á hafið og nýtist öðrum þjóðum.
Framkvæmdastjóri Troms fisk-
arfylking, Arvid Ahlkvist, hefur
einnig haft í hótunum gagnvart ís-
lenzkum fiskimönnum á úthafsveið-
um.
Oddmund Bye, formaður Noregs
fiskerlag, segir Norsara hafa byggt
upp síldarstofninn á 25 árum og
þannig virt verndunarsjónarmið.
Þess vegna getum við ekki horft
aðgerðarlausir á sjómenn annarra
þjóða stunda rányrkju úr stofninum,
sagði hann. Bye ætti að rifja upp
síldarsögu Norsara á sjöunda ára-
tugnum. Norsarar tóku sér 550
þúsund tonna síldarkvóta í ár og
töldu 60 þúsund tonn hæfilegt afla-
mark fyrir Islendinga. Það lýsir
hugmyndum Norsara um rányrkju.
íslendingar og Færeyingar láta
ekki „apann“ skipta á milli sín ost-
bitanum, svo vísað sé í fræga dæmi-
sögu.
Heimild: Hafrannsóknir við ísland,
eftir Jón Jónsson fiskifræðing. Frétta-
viðtöl úr dagblöðum. Dæmisögur Esóps.
EINAR VILHJÁLMSSON FRÁ
SEYÐISFIRÐI,
Smáraflöt 10, Garðabæ.
I önnum dagsins
Frá Ármanni Kr. Einarssyni:
FYRIR stuttu barst mér í hendur
ný bók, / önnum dagsins 3. bindi,
eftir Sigurð Gunnarsson fyrrv.
skólastjóra. Bókin er gefin út af
eigin forlagi, sem nefnist Skógar,
en það er heiti
æskuheimilis
höfundar Skóga
í Öxarfirði.
Bókin er 5.
bindi í þessu rit-
safni Sigurðar
Gunnarssonar,
að auki á hann
talsvert óprent-
að í handriti.
Fyrsta bindið
heitir „Orlofsför“ og kom út 1984,
næsta bindi ber nafnið „Á flugi og
ferð“ og þrjár síðustu bækurnar
heita í „I önnum dagsins" og eru
auðkenndar með númeraröðinni
1-3. Hvert bindi er nær 300 bls.
þéttprentaðar, þannig að ritsafnið
í heild er um 1.500 blaðsíður.
Nýja bókin skiptist í 6 kafla og
segir heiti þeirra talsvert um efni
bókarinnar. 1. kafli: Formálsorð,
2. kafli: Ferðaþættir, 3. kafli: Nokk-
ur lokastef, - Ijóð og stökur, 4.
kafli: Erindi og greinar, 5. kafli:
Minnst þriggja samferðamanna og
6. kafli: Afmælisávörp.
Svipað efni og efnistök er að
finna í þriggja binda samstæðunni.
Þess má geta að Sigurður er hag-
yrðingur góður eins og sýnishornin,
sem birt eru í bókinni bera vott um.
Má þar nefna ljóðið Viðhorf mitt
til ellinnar, sem birt er á aftari
kápusíðu nýju bókarinnar. Síðasta
erindið hljóðar þannig:
Þó að hárin gráni á höfði mér
og hinsti nálgist dagur,
minninganna eldur er
ávallt skær og fapr.
Starfsþrek og afköst Sigurðar
Gunnarssonar á ritvellinum eru með
ólíkindum. Hann hefur samið all-
margar kennslubækur einn eða í
félagi með öðrum. Þá hafa komið
út eftir Sigurð þrjár barnabækur,
byggðar á æskuminningum hans.
Loks eru þýðingar Sigurðar úr
ensku, en þó aðallega úr Norður-
landamálum orðnar fjölmargar. Eru
það aðallega barnabækur, sem
gefnar hafa verið út hjá ýmsum
forlögum eða lesnar í útvarpi. Geta
má þess í því sambandi að Sigurður
er kunnur útvarpsmaður og lang-
flestar þýðingar sínar hefir hann
Iesið sjálfur. Tala þýddu bókanna
mun vera yfir 80 talsins. Bækurn-
ar, sem Sigurður hefur þýtt og
skrifað losa töluna 90.
Stöldrum við og íhugum að allt
er þetta unnið, ásamt ýmsu fleiru
í hjáverkum. Eins og mörgum er
kunnugt hefur ævistarf Sigurðar
Gunnarssonar verið kennsla og
skólastjórn. Og nú bætist við fyrri
útgáfubækur nýja ritsafnið í fimm
stórum bindum. Ætli þetta sé ekki
Islandsmet í afköstum huglægra
íþrótta?
Með hinu þrotlausa tómstunda-
starfi sínu hefur Sigurður bjargað
ýmsum menningarlegum verðmæt-
um til komandi kynslóða. í þessu
sambandi vil ég vitna í ágætan for-
mála Andrésar Kristjánssonar að
bókinni í önnum dagsins 1. bindi.
Þar segir meðal annars: „Eru þetta
ekki dýrar öskjur? spyijum við
kunningjar hans.
Ég læt það vera, segir Sigurður.
Ég hef aldrei átt bíl og ekki komið
í verk að eyða öllum þeim aurum,
sem hann hefði annars gleypt. Mér
finnst ég mega eyða þeim í þetta.
Já, ætli ekki það. Ér ekki bókin
líka farartæki og ekki síðra. Og
heill sé hveijum þeim, sem fremur
notar bók en bíl til þess að heim-
sækja vini sína. Þeir-eru nógu marg-
ir sem fara í bílum.
Ég tel að ýmsir sem eiga í fórum
sínum eitthvað, sem erindi getur
átt við framtíðina, ættu að fara að
dæmi Sigurðar.
Með nýrri tækni er bókin besta
geymslan og besta farartækið inn
í framtíðina. Það er ekki ætíð nauð-
synlegt að leita sér að útgefanda
né setja slíka bók á dagsmarkað-
inn. Bókin er öðrum hirslum betri.
Hún er minnisbanki kynslóðanna.“
(Tilvitnun lýkurj.
Nýja bókin „I önnum dagsins 3.
er einkar hugþekk og fróðleg lesn-
ing, sem vekur til umhugsunar um
hin margvíslegustu efni. Bókin er
ríkulega myndskreytt og eykur það
gildi hennar.
Hönnun bókarinnar og prentun
er unnin í Prentsmiðjunni Odda hf.
í stífkápu kostar bókin kr. 1.250
og ritsafnið i heild fæst með veru-
legum afslætti. Bækurnar fást í
bókaverslun Glæsibæjar, Álfeimum
74, og einnig hjá höfundi í Álfheim-
um 66 sími: 5537518.
Hafi höfundurinn þökk fyrir góða
bók.
Sértilboð til Sviss í ágúst 1995
Spennandi ferðatilboð til Sviss í tengslum við
leiguflug 15. og 16. ágúst
Flug og bíll í 1 dag, 2 í bíl 16.800, 4 í bíl 16.070 á mann.
Flug og bíll í 2 daga, 2 i bíl 18.900, 4 í bíl 17.440 á mann.
Flug og bíll í 3 daga, 2 í bíl 25.230, 4 í bíl 23.040 á mann.
Flug og bíll í 4 daga, 2 í bíl 27.330, 4 í bíl 24.410 á mann.
Þriggja daga ferð til Lueerne með gistingu og morgunverði, 34.520.
Fjögurra daga fer til Lucerne með gistingu og morgunverði, 39.345.
“Jökla hraðlestin". Fjögurra daga rútu- og lestarferð um Sviss, 65.500.
Flugvallaskattur kr. 2.110 ekki innifalinn.
Leitið upplýsinga.
Fe röaskrf fstofa
GUÐMUNDAR JÓNASSONAR HF.
Borgartúni 34, sími 511-1515
A INTERNETI
http://www.strengur.is
ELDUNAR-
RÁ FAGOR
FA HLOTIÐ
NRÓMA LOF
'ÖFUHARÐRA
NOTENDA
KERAMIK
OG STÁL HELLUBORÐ
VEGGOFNAR OG
OFNAR UNDIR BORÐ
FAGOR HE-414
BLÁSTURSOFN MEÐ GRILU - VERD STADGREITT KR.
• Móttaka fyrir allt brotajárn •
• Kaupum alla málma •
Útvegum hagstæða flutninga
HRINGRAS HF.
ENDURVINNSLA
Sími: 581 4757 • Sundahöfn