Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Viðhorf til alnæmis — fyrr og nú NÚ ÞEGAR um áratugur er liðinn síð- an alnæmi kom til sögunnar hér á landi er fróðlegt að skoða almenn viðbrögð við sjúkdómnum og hvaða áhrif þau hafa haft á líf og atvinnu HlV-jákvæðra ein- staklinga. Fyrstu viðbrögð við alnæmi í byijun níunda áratugarins fóru fréttir að berast utan úr heimi um óþekktan og ónæmisbælandi sjúkdóm sem fyrst og fremst virtist leggjast á homma. Þáverandi formaður Sam- takanna ’78, félags lesbía og homma á íslandi, segir að félags- menn hafí fyrst lesið í amerískum blöðum árið 1981 um eitthvert krabbamein sem legðist á homma. Þeir voru tortryggnir gagnvart fréttunum þar sem þeir töldu ólík- legt að krabbamein veldi út sér- stakan hóp. Málið var þó lítið rætt innan þeirra hóps og var ekki tekið til umræðu í stjórn Sam- takanna ’78 fyrr en árið 1983, en það ár hófust blaðaskrif hér á landi um þennan dularfulla sjúkdóm. Þá þegar var talið líklegt að um veirusmit væri að ræða en óvissa var um smitleiðir og ýmsar vanga- veltur voru þar að lútandi. Sem dæmi úr blaðaviðtali 1983: „Það er þannig líklegt að eitthvað í hátterni homma geti valdið ónæm- isbæklun sem síðan ágerist.“ Sjúkdómurinn var lítillega til umfjöllunar í dagblöðum árið 1984 og bar umræðan keim að því að við værum nokkuð óhult, þar sem þjóðin væri fámenn og tilltölulega einangruð. Sjúkdómurinn kom okkur ekki beinlínis við, enda bara úti í hinum stóra heimi. í apríl 1985 segir þáverandi heilbrigðis- ráðherra landsins í blaðaviðtali: „Við erum blessunarlega lausir við þennan sjúkdóm.“ Formaður Sam- takanna ’78 á þessum tíma segir að heilbrigðisyfírvöld hafi í byijun litið á alnæmi sem hommavandamál og fundist það vera í verkahring Samtak- anna ’78 að takast á við það. Heilbrigðisyf- irvöld voru þó tilbúin til að styðja við bakið á þeim. Haustið 1985 var staðfest að einn ís- lendingur hefði greinst með alnæmi og að nokkrir til við- bótar væru líklega smitaðir af alnæmis- veirunni. Þegar upp- víst varð að alnæmi hefði numið land á íslandi leið varla sá dagur að ekki væri fjallað um alnæmi í fjölmiðlum og ekki var öll umfjöllun á fræðandi og upplýsandi nótum. Heilbrigðisyf- irvöld settu í gang mikla fræðslu- og áróðursherferð til varnar út- breiðslu alnæmis. Það var eins og eitthvert fár hefði gripið þjóðina og ekki er ólíklegt að þessi mikla umfjöllun hafi ýtt undir hræðslu við sjúkdóminn og um leið alið á fordómum í garð þeirra sem smit- ast höfðu. Alnæmi - vandamál hverra? Ef tekið er mið af fyrstu við- brögðum við alnæmi hér á Iandi kemur ekki á óvart það viðhorf að alnæmi sé hommasjúkdómur sem komi hinum almenna borgara ekki við. Þetta viðhorf hefur reynst nokkuð lífsseigt í almennri um- ræðu um alnæmismál. Vissulega eru hommar ennþá í meirihluta þeirra sem sýktir eru af alnæmis- veirunni, en hvað felur þessi af- staða í sér í reynd? Annars vegar þægilegheit; hún auðveldar okkur að loka augum fyrir staðreyndum og losar okkur undan þeirri ábyrgð að skoða hvort hugsanlega sé eitt- hvað í kynhegðun okkar sem þarfnist breytinga. Hins vegar fel- ur afstaðan í sér fordóma gagn- vart samkynhneigð. Eða er það í sjálfu sér ekki sorglegt þegar ung- ur maður deyr langt um aldur fram fram úr alnæmi? Skiptir máli hvort Hver eru viðhorf al- mennings til alnæmis- — sýktra. Petrína As- geirsdóttir fjallar um fordóma og ranghug- myndir fólks. hann felldi hug til karla eða kvenna? Málið er víst ekki alveg svona einfalt, það er svo miklu þægilegra að dæma samborgarana eftir stöðluðum hugmyndum okkar um hvað sé eðlilegt og hvað ekki, í stað þess að eyða kröftum í að reyna að skilja þá sem tilheyra öðrum hópi en við menningarlega séð. Undanfarin ár hefur ásýnd al- næmis tekið breytingum í hinum vestræna heimi þar sem gagnkyn- hneigðir einstaklingar, konur og karlar eru fjölmennust í hópi ný- smitaðra. Þróunin er sú sama hér á landi. Atvinnumál HlV-jákvæðra Félagslegar aðstæður HIV- jákvæðra á íslandi eru mismun- andi. Ýmist eru þeir með menntun á grunnskóla-, framhaldsskóla- eða háskólastigi, ýmist hafa þeir fest sig í sessi á vinnumarkaði eða þeir hafa ekki náð fótfestu í at- vinnulífinu vegna HlV-smits eða af öðrum orsökum og ýmist búa þeir í eigin húsnæði eða eru í leigu- húsnæði. En hversu mikil áhrif hefur HlV-smit haft á atvinnuþátttöku HlV-jákvæðra einstaklinga hér á landi? Lítil könnun sem ég gerði árið 1993 á stöðu HlV-jákvæðra á vinnumarkaði veitir innsýn í þau mál. í könnuninni tóku þátt þrett- án HlV-jákvæðir einstaklingar, ein kona og tólf karlar á aldrinum 22-50 ára. Liðin voru frá einu og upp í níu ár frá því smit þeirra greindist og höfðu þau undanfarin ár verið í starfi í lengri eða skemmri tíma. Petrína Ásgeirsdóttir Sum höfðu unnið mörg ár á sama vinnustað og höfðu getað haldið sínu striki þrátt fyrir HIV- smit. Hjá öðrum hafði þverrandi heilsa og/eða andlegt álag haft áhrif á starfsgetu og orðið til að þeir þurftu að hætta vinnu eða unnu stopult. Einum viðmælanda minna var sagt upp vinnu í sölut- urni vegna HlV-smits síns þar sem yfirmaðurinn taldi það hafa áhrif á viðskiptin. Uppsögnin hafði mik- il áhrif á viðkomandi sem upplifði mikla höfnun, hins vegar mætti sá hinn sami velvilja og stuðningi á öðrum vinnustað þar sem hann sagði vinnuveitanda frá smiti sínu. Um helmingur þeirra sem þátt tóku í könnuninni höfðu valið að segja ekki frá smiti sínu á vinnu- stað. Meginástæða þagnarinnar er hræðsla við viðbrögð og ótti við fordóma á vinnustað. Um helming- ur viðmælenda minna í könnuninni hafði valið að segja nánu sam- starfsfólki sem þeir höfðu unnið lengi með frá smiti sínu og sumir einnig yfirmönnum sínum. Sam- dóma álit þeirra var að viðbrögðin hefðu verið jákvæð og einkennst af skilningi og velvilja. í samtölum við nokkra kom fram að þeir ættu ekki von á öðru en jákvæðum við- brögðum á vinnustað en þeir höfðu áhyggjur af utanaðkomandi við- brögðum ef fréttin bærist út vegna eðli starfsins, þó svo HlV-smit þeirra hefði engin áhrif á störf þeirra. Misrétti og fordómar - goðsögn eða staðreynd? Ótti HlV-jákvæðra við höfnun ef þeir segja frá smiti sínu, á vinnustað eða annars staðar, er áþreifanlegur. Ótti þeirra á við rök að styðjast því margir hafa þeir einhvern tímann upplifað beina eða óbeina höfnun og fordóma í einhverri mynd vegna HlV-smits- ins. Þrátt fyrir mikla fræðslu um sjúkdóminn og smitleiðir hans virðast enn vera í gangi ýmsar ranghugmyndir. Niðurstöður tveggja íslenskra skoðanakannana árið 1987, sem náðu annars vegar til 1.115 manns og hins vegar til 716 manns, bentu til mjög góðrar þekkingar á staðfestum smitleið- um sjúkdómsins (yfir 95%). Hins vegar töldu nær 60% að smitleið- ir væru fleiri. Þannig töldu 25% aðspurðra að alnæmi gæti smitast með matvælum. Rúmlega 60% voru andvígir því að HlV-jákvæð- ir einstaklingar ynnu við matvæli og rúmlega 11% töldu sér ekki fært að vinna með HlV-smituðum einstaklingum. í könnun á kyn- hegðun og þekkingu á alnæmi sem gerð var 1992 og náði til 971 einstaklings á aldrinum 16-60 ára kemur fram að þekking á smit- leiðum alnæmis er almennt góð. Hins vegar telja 15,7% að miklar eða nokkrar líkur séu á smiti ef vinnufélagi er HlV-jákvæður, þannig að enn eru til staðar hjá allnokkrum efasemdir um raun- verulegar smitleiðir HlV-jákvæðir einstaklingar hafa heldur ekki farið varhluta af ranghugmyndum um smitleið- ir, t.d. hafa þeir orðið varir við að fólk þorir ekki að snerta þá né hluti sem þeir hafa haft um hönd eða verið illa við að þeir snertu ung börn. Tveir þeirra hafa misst vinnu vegna HIV- smitsins, annarþeirra nýlega. Um er að ræða sama atvinnurekanda í báðum tilvikum og eru rökin þau að fyrirtækið muni missa við- skiptavini ef fréttist að HIV- jákvæður einstaklingur ynni hjá þeim. Einnig eru>dæmi þess að HlV-jákvæðum einstaklingum hafi verið neitað um þjónustu á heilbrigðisstofnunum. Neikvæð viðbrögð frá umhverfi koma einn- ig fram í ákveðinni stimplun vegna smitleiða sjúkdómsins og að viðkomandi geti kennt sjálfum sér um hvernig komið er. Vegna þessa viðbragða og ríkjandi við- horfa til samkynhneigðar hefur leyndin í kringum alnæmi komið til sögunnar og verið HIV- jákvæðum og fjölskyldum þeirra þungur baggi að bera. En HlV-jákvæðir hafa einnig í ríkum mæli upplifað skilning, sam- úð og stuðning, frá fjölskyldu, vin- um, vinnustað, heilbrigðisstarfs- fólki og fleiri aðilum. Sá skilningur hefur orðið mörgum hvatning til að opna umræðuna um alnæmi og gera sjúkdóminn sýnilegan í þjóðfélaginu, en betur má ef duga skal. Heimildir: Edda Jóhanna Baldursdóttir et.al.(1993): „Ég er manneskja, ekki mein - að vera HlV-jákvæður á íslandi." Heilbrigði & hjúkrun, l.tbl. l.árg. 1993. Bls. 49-57. Guðni Baldursson (1995, febrúar). Samtal. Hugrún Jóhannesdóttir (1994, desember). Rannsókn á stöðu HlV-jákvæðra. Ljósrit. Reykjavík Jóna Ingibjörg Jónsdóttir og Petrína Ás- geirsdóttir (1995) :„Þekking heilbrigðis- starfsfólks á HlV/alnæmi og viðhorf þeirra til HlV-jákvæðra einstaklinga". Félagsráð- gjafablaðið, l.tbl. 5.árgangur 1995. Sigurður Guðmundsson et.al. (1989): „Fræðsla um alnæmi á fslandi og mat á árangri." Læknablaðið, 75 (5), 167-172. Höfundur cr félagsráðgjafi á Borgarspítala. Iþróttir gegn vímu FIKNIEFNI eru einn helsti vágestur samtímans. Neysla unglinga á fíkniefnum er vaxandi vandamál og um margt virðist samfélagið hjálpar- vana í baráttunni gegn þeim. Ný efni skjóta rótum og verða sífellt hættulegri. Hvað er til ráða? Hvernig á að bregðast við? Forvarnir hvers konar og upplýsingar koma helst upp í hug- ann. En þá hvernig forvarnir? Hallur Hallsson tóku um 15 þúsund ungmenni í efstu bekkjum grunnskól- ans og framhaidsskól- um þátt í rannsókn- inni. Þar kom fram að þátttaka unglinga í íþróttum hefur stór- aukist og jafnframt var leitt í ljós með ótví- ræðum hætti, að íþróttir eru mikilvæg- ur liður í að byggja upp sjálfstraust ungl- inga og heilbrigða sjálfsímynd. Ungling- ar í íþróttum sækja skóla betur, þeim sæk- Nýleg skýrsla Rannsóknar- stofnunar uppeldis- og mennta- mála, „Um gildi íþrótta fyrir ís- lensk ungmenni“ leiðir í ijós, að þeim unglingum sem stunda íþróttir er síður hætt við að neyta fíkniefna, en þeim sem ekki eru í íþróttum. Rannsóknarstofnunin gerði einhveija umfangsmestu rannsókn, sem gerð hefur verið á þátttöku unglinga í íþróttum. Alis ist námið betur og fá betri eink- unnir, en jafnaidrar þeirra sem ekki íeggja rækt við líkama sinn með sama hætti. Sjálfsvirðing vex með íþróttum Unglingum í íþróttum er síður hætt við þunglyndi og sjálfsvirðing þeirra eykst. Tæplega 8% unglinga í lélegri líkamsþjálfun hafa já- Fíkniefni einn helzti vágestur samtímans. Hallur Hallsson skrifar um átak Víkinga gegn vímu. kvæða sjálfsmynd á móti liðlega 44% unglinga í mjög góðri þjálfun. Rannsóknin staðfesti með ótvíræð- um hætti, að heilbrigð sál býr í hraustum líkama. Þá leiddi rannsóknin í Ijós að íþróttir draga úr reykingum. Tæp- lega fjórði hver unglingur í 9. bekk grunnskólans sem svo til aldrei iðkar íþróttir reykir, á móti 7,5% unglinga sem æfa fimm sinnum í viku eða oftar. Áfengisneysla unglinga minnkar með aukinni lík- amsþjálfun. Liðlega 53% nemenda í 9. bekk sem eru í lélegri æfíngu neyta áfengis á móti liðlega 38% í mjög góðri æfingu. Niðurstöður eru ótvíræðar, þó vissulega sé þarna vettvangur þar sem gera má betur. Rannsóknin leiddi í ljós að hass- neysla unglinga í íþróttum er fá- heyrð. Það er ótvírætt að íþróttir hafa jákvæð áhrif á líf ungmenna. Og það er morgunljóst að íþrótta- hreyfingin er kjörinn vettvangur fyrir forvarnastarf gegn reyking- um, áfengisneyslu og fíkniefnum. Ríkisvaldið, aðilar sem vinna að forvörnum, og íþróttahreyfingin eiga að taka höndum saman. Mik- ið afl er fólgið í íþróttahreyfing- unni og að hún hefur hlutverki að gegna í baráttunni gegn vímuefn- um. Rannsóknin sýnir að yfir 70% unglinga stunda íþróttir og tengsl unglinga við þjálfara eru náin og meiri, en til að mynda félagsráð- gjafa, námsráðgjafa og presta. Jafnframt sýnir rannsóknin að þjálfarar hafa axlað ábyrgð og leggja mesta áherslu á heilbrigt líferni, heilbrigt líferni og í þriðja sæti sigur. Víkingur gegn vímu í ljósi þessa hefur knattspyrnu- deild Víkings gefið út veglegt veggspjald undir kjörorðunum „Víkingur gegn vímu“. Því er dreift í íþróttamiðstöðvar, sund- staði, verslanir, skóla og félags- miðstöðvar. Þá verður plaggatinu dreift í hús í hverfi félagsins. Með þessu vilja Víkingar leggja áherslu á að íþróttahreyfingin beiti sér á þessum vettvangi. Þess má og geta að nú er rúmt ár lið- ið síðan reykingabanni var komið á í Víkinni, íþróttamiðstöð félags- ins í Fossvogi. íþróttahreyfingin hefur hlutverki að gegna og er reiðubúin að axla ábyrgð. Hreyf- ingin stuðlar ótvírætt að bættu mannlífi og Víkingar vilja með þessu leggja sitt lóð á vogarskál- arnar. Höfundur er formaður Knattspymufélagsins Víkings.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.