Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ1995 49 Passar þrjú börn í sumar JÓNA Þórðardóttir er 14 ára stúlka sem býr í Njarðvík og í sumar virinur hún við að passa börn. Þegar hún er ekki að því þá tekur hún til hendinni í unglingavinnunni. „Ég er að passa þijú börn og það er misjafnt hvað það eru margir klukkutímar á dag. F'or- eldrar þeirra vinna vaktavinnu svo ég er ekki alltaf að passa. Ég fór á barnfóstrunámskeið hjá Rauða krossinum og lærði heilmikið þar, fyrstu hjálp og annað sem viðkem- ur barnapössun. Mér finnst miklu skemmtilegra að passa börnin en að vera í unglingavinnunni því það er ekkert rosalega gaman að vera að vinna í drullunni. Ég stefni ekki á það að verða fóstra þótt það sé gaman að passa. Ég hef meiri áhuga á öðru. Ég byijaði að passa börn þegar ég var svona 8 eða 9 ára gömul og hef passað mikið síðan. Stund- um geri ég líka einhver heimilis- störf eins og að elda og þrífa og mér finnst það allt í lagi alls stað- ar nema heima hjá mér.“ Valdi- mar og Kolbrún sem Jóna er að passa í sumar eru með henni á myndinni. Guðmundur Þórarinsson Starfsmaður félagsmiðstöðvarinn- ar Fjörgynjar í Grafavogi Hveij'i' eru helstu kostir ungl- inga? Þeir eru mjög heilir í því sem þeir gera, hvort sem það er gott eða slæmt. Þeir gera allt af til- finningu. Dæmi sem ég man eftir um eitthvað jákvætt og frábæit er að Jónas, sem er 14 ára, er að taka upp mynd eftir bók Þorgríms Þráinssonar, Tár, bros og takkaskór á VHS-vél. Hveijir eru helstu gallar ungl- inga? Þeir geta aldrei tekið umræð- una út fyrir sjálfa sig, þeir þurfa alltaf vera miðdepill umræðunn- ar. Ef það snertir þá ekki beint þá hafa þeir ekki áhuga. Hvar eru þau og hvað eru þau að gera? Umbúðalaust UIMGLINGAR Unglingurinn í dag Ákveðinn, rauð- hærður og flottur Nafn: Andri Þór Siguijónsson Aldur: 15 ára Heima: Hafnarfirði Skóli: Öldutúnsskóli Hvernig finnst þér skólinn? Agætur, tímarnir eru leiðinlegir en krakkarnir eru skemmtilegir. Hvað finnst þér um félagslíf unglinga? Það mætti vera opið lengur í félagsmiðstöðvum og við fáum að vera allt of stutt úti. Það er gott að hafa félagsmiðstöðvar og mér finnst ókostur þessi ESB-vinnulöggjöf fyrir ungl- inga. Hveiju hefur þú áhuga á? Ég hef áhuga á golfi, félagslífi og bíómyndum. Hveiju hefur þú ekki áhuga á? Ég hef ekki áhuga á að vera í stelpuklúbbnum og taka til í herberginu mínu. Ég hef ekki áhuga á að ganga frá eftir mig þegar ég er búinn að baka. Hvað er nauðsynlegt fyrir ungling að eiga? Föt... flott föt, peninga og rúm. Hverju þurfa unglingar ekki á að halda? Sígarettum. Hvað er mikilvægast í lífinu? Að lifa. Hvað er í tísku hjá ungling- um? Ekki að reykja og ganga í flott- um fötum. Hvað er það hallærislegasta sem þú veist um? Að reykja. Lest þú dagblöð eða fylgist með fréttum? Já, ég horfí alltaf á 19:19 og les alltaf Moggann og DV og Morg- unpóstinn ef ég kemst í hann. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Flugmaður eða forstöðumaður Vitans. Hvaða þijú orð lýsa þér best? Rauðhærður, áveðinn og flottur. Finnst þér fullorðnir ósann- gjarnir gagnvart unglingum? Já, leyfa okkur ekki að vera eins lengi úti og við viljum og svo eru þeir allt of frekir við ungl- ingana. Eru unglingar í dag dekurróf- ur? Nei, ekki ég allavega. Hver er munurinn á slökkvi- tæki og reiðhjóli? Þú getur notað hvort tveggja. Slökkvitækið þarftu að nota í neyð en reiðhjólið getur þú notað hvenær sem er. ' Eg hef aIdrei poxað eða boxað... En ég hef I koxað noídcrum sinnuni. J Spilasýki Stebbi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.