Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GATT sagt skekkja samkeppnisstöðu ísgerðar Hráefni ofurtollað en fullunnin vara ekki Morgunblaðið/Jón Svavarsson TÆKJABÍLL slökkviliðsins í Hafnarfirði fór á slysstað á Reykja- nesbraut en hreinsa þurfti upp bensín, sem rann yfir veginn. KJÖRÍS í Hveragerði getur ekki brugðist við innflutningi á ís, sem varð heimill frá 1. júlí, með því að kaupa hráefni erlendis þar sem hrá- efni til ísgerðar mun bera allt að 514% tolla á þessu ári en fullunninn ís, umfram lágmarksaðgang, verð- ur tollaður um 30% auk 110 kr. álags á hvert kíló. Guðrún Haf- steinsdóttir framkvæmdastjóri Kjöríss segir að innflutningur muni skekkja samkeppnisstöðu fýrirtæk- isins verulega. Danskir ísframleið- endur greiði t.d. aðeins um þriðjung af því hráefnisverði sem Kjörís þurfi að greiða. Kjörís hefur að sögn Guðrúnar þurft að kaupa hráefni sitt af Mjólk- urbúi Flóamanna sem jafnframt er nátengt helsta samkeppnisaðila fyr- irtækisins, MS-ísgerðinni. Hérlend- is kostar kílóið af undanrennudufti 234 krónur sem er að sögn Guðrún- ar um þrefalt hærra verð en erlend- ir ísframleiðendur þurfí að greiða. Guðrún segir að til að mæta væntanlegri erlendri samkeppni, sem sé út af fyrir sig fagnaðar- efni, hefði fyrirtækið þurft að eiga kost á að lækka þennan kostnað SS flytur inn ís frá Frakklandi SLÁTURFÉLAG Suðurlands hef- ur í dag dreifingu á erlendum ís sem fyrirtækið hefur flutt til landsins, en um er að ræða ísfyllt tilbrigði við súkkulaðistangir frá Mars, Bounty, Snickers, Twix og Galaxy. Einn gámur er þegar kom- inn til landsins með um 4,2 tonn 'af ís framleiddum í Frakklandi en fleiri gámar eru væntanlegir á næstunni. Steinþór Skúlason forstjóri SS segir að á ísnum sé 30% tollur auk 110 krónu álags á hvem lítra. Ekki sé til alveg hliðstæð vara á markaðinum og því torvelt að segja til um hvort hún sé í beinni samkeppni við íslenska vöru. Heildsöluverð verði um 61,50 krónur stykkið og smásöluverð því væntanlega um 90-120 krónur. Ekki ögrun við landbúnaðinn „Þetta er vara sem gengur mjög vel erlendis og miðað við að hún gangi einnig vel hérlendis, verður hún til frambúðar á ísienskum markaði,“ segir Steinþór. Hann segir að mjólkurinnihald íssins sé svipað og í súkkulaðistöngum frá sama fyrirtæki, og því telji menn innflutninginn ekki valda mikilli röskun hjá íslenskum landbúnaði. „Við erum ekki að ögra einum né neinum, og ef við myndum ekki flytja inn þessa vöru myndi einhver annar gera það,“ segir hann. Nokkrir tugir tonna Finnur Árnason markaðsstjóri SS segir að fyrirtækið eigi von á að á ársgrundvelli nemi eftirspurn- in nokkrum tugum tonna. Án nú- verandi tollaálagningar væri sennilega hægt að bjóða hvert stykki af ísnum í heildsölu á um 40 krónur. Hann segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um frek- ari innflutning landbúnaðarvara en fyrirtækið muni fylgjast með á markaðinum og bregðast við eftir þörfum. með því að flytja inn undanrennu- duft og t.d. mjólkurduft í sælgætis- framleiðslu. „Við erum nú þegar samkeppnishæf við það verð sem mér skilst að t.d. SS muni bjóða á sínum innflutta ís, þótt það sé ódýr ís miðað við gæði, enda þó nokkuð langt síðan við hófum að aðlaga verð á smávöru okkar því sem geng- ur og gerist erlendis. En það verður aðallega erfiðara að keppa við heim- ilisísinn sem seldur verður í stór- mörkuðum." Nauðbeygt til að kaupa af samkeppnisaðila Hráefnið beri hins vegar ofur- tolla með 527% grunntaxta, sem ráðgert sé að lækki í áföngum nið- ur í 448% árið 2000. í ár verði toll- urinn 514% en 501% á næsta ári. Fullunninn ís beri hins vegar 30% toll, auk 110 kr. gjalds á kíló, sem geti jafngilt um 100% tolli í vissum tilfellum en fastagjaidið hafi jiverf- andi áhrif á stykkjavöru. Ákveði landbúnaðarráðherra að heimila innflutning á ís samkvæmt ákvæð- um GATT samningsins um lág- marksaðgang, sem nemi 2-5% af VERSLUNINNI Bónus barst í gær- morgun 100 kíló af kalkúnalærum frá Danmörku sem heimilt er að flytja til landsins eftir gildistöku GATT-samkomulagsins, en kjötið fékkst ekki tollafgreitt síðdegis sök- um þess að heilbrigðisvottorð skorti. „Þama er um soðið kjöt að ræða og því á ekki að vera nein fyrirstaða á að fá innflutningsleyfi fyrir kjöt- inu. Ég er ekki búinn að fá endanleg- ar skýringar á þessu frá þeim sem stöðvuðu toliafgreiðslu, en ég held að þeir vilji í raun ekki að þetta sé flutt inn,“ segi Jóhannes Jónsson kaupmaður í Bónus. Jóhannes segir að hann muni leita til Hollustuverndar ríkisins í dag í von um að stofnunin geti gefið kjöt- inu heilbrigðisvottorð, en jafnframt muni hann hafa samband við fram- leiðenda þess í Hollandi til að fá vottorð þaðan. Lærin megi selja ti! febrúar á næsta ári, enda hafi hann í ljósi fyrri reynslu af tilraunum til kjötinnflutnings kosið að hafa vaðið fyrir neðan sig. Jóhannes segir óvíst hvernig lærin verða verðlögð og það skýrist ekki innanlandsframleiðslu, beri sá inn- flutningur toll, sem geti verið allt niður í 25,3%. Ljóst sé því að fyrirtækinu verði áfram nauðugur sá kostur að kaupa hráefni af innlendum samkeppnis- aðila á verði sem stefni samkeppnis- hæfni framleiðslunnar í tvísýnu. „Innflutningur mun breyta okkar samkeppnisstöðu," sagði Guðrún Hafsteinsdóttir. Hún sagði ljóst að ís yrði fluttur inn og seldur a.m.k. í stórmörkuðum á höfuðborgar- svæðinu, ekki síst vegna þess að margir kaupmenn hefðu hom í síðu viðskiptahátta Mjólkursamsölunn- ar. Því vildu þeir flytja ísinn inn, jafnvel þótt hugsanlegt væri að inn- fluttur ís yrði dýrari en innlendur í fyrstu. Fátt um varnir ísverðið mundi þó breytast fljótt ef erlend stórfyrirtæki fengju áhuga á að markaðssetja sína framleiðslu hérlendis og yrði fátt um varnir fyrir innlendu framleiðslu meðan hún ætti ekki kost á að bregðast við með kaupum á samkeppnishæfu hráefnisverði. fyrr en búið verði að tollafgreiða þau. „Menn hafa manað mig til að reyna og sjá hvernig þessi innflutn- ingur kemur út. Sumir i pólítíkinni hafa sagt að þetta verði allt í lagi en aðrir að ofurtollar verði lagðir á innflutninginn og ég hallast að því síðarnefnda. Ég þori því ekki að flytja inn mikið map fyrr en ljóst er orðið hvernig vörunni reiðir af,“ segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá land- búnaðarráðuneytinu fellur kjötmeti það sem um ræðir sennilega undir 30% toll auk 393 króna álags á hvert kíló. Sænskir kjúklingar væntanlegir Bónus á von á einu bretti af sænskum kjúklingum í næstu viku og segir Jóhannes að þeim fylgi ábyggilegt heilbrigðisvottorð og því eigi sá innflutningur að ganga snurðulaust fyrir sig. Ytra kosti kílóið af þessari vöru um 130-160 íslenskar krónur. Á sama tíma er von á bretti af ís frá Danmörku. Harður árekstur TVEIR fólksbílar, sem komu úr gagnstæðri átt, lentu saman á Reykjanesbraut, skammtvestan Kúagerðis, á sunnudagsmorgun. Bílinn, sem ekið var í átt til Reykjavíkur, var kominn yfir á öfugan vegarhelming þegar árekst- urinn varð. Að sögn lögreglu er talið að ökumaður hans hafi sofn- að. Fernt var í hinum bílnum og voru þrír fluttir á slysadeild Borgar- spítalans. Meiðsl þeirra munu ekki hafa verið alvarleg. Báðir bílarnir skemmdust mikið og voru ijarlægðir með kranabíl. Heitasti sumardagur í borginni HÖFUÐBORGÁRBÚAR Iétu ekki segja sér tvisvar að njóta sólarinnar á heitasta degi sum- arsins í gær. Sjálfsagt hefur sala á ís verið með mesta móti í gær eins og jafnan á góðviðrisdögum og því var viðeigandi að erlendur ís skyldi í fyrsta skipti fluttur inn til landsins í blíðviðrinu í gær. Þó hitinn færi í 20,5 stig síð- degis fór því fjærri að heitast væri í borginni yfir landið allt. Víða fór hitinn yfir 20 stig á Celeius; t.a.m. var 22 stiga hiti á Eyrarbakka og 21 stigs hiti á Hellu um kl. 15 í gær. Ekki er útlit fyrir að sama blíðskaparveðrið haldist áfram því spáð er suðaustanátt og rigningu í Reykjavík síðdegis í dag. Hiti verður á bilinu 11 til 12 stig. Miðhúsasilfrið Kvartað til umboðs- manns Alþingis ÞÓRARINN Eldjárn rithöfundur segist vilja láta reyna á það með kvörtun sinni til umboðsmanns Alþingis hvort eðlilegt megi teljast. að embættismenn ríkisins ákveði sjálfir hvaða skjöl skuli teljast trúnaðarskjöl og hver ekki. Beiðni send í nóvember — neikvætt svar í janúar Þórarinn sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hafi fyrst óskað eftir því við menntamála- ráðuneytið að fá að sjá skýrslu þá er Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson fornleifafræðingur á Þjóðminja- safni samdi um Miðhúsasilfrið og efasemdir sínar um aldur silfur- sjóðsins síðastliðið haust. Þórarinn sendi formlega beiðni í nóvember á síðasta ári en fékk þau svör frá ráðuneytinu í janúar sl. að hann fengi ekki að sjá skýrsluna fyrr en að lokinni ítarlegri rannsókn á silfrinu. Þetta þótti Þórarni óásættanlegt og í febrúar afréð hann að senda kvörtun til umboðs- mannsins vegna meðferðar ráðu- neytisins á beiðni sinni. Skýrslan einkamál embættismannsins? „í svari sínu frá því í lok janúar fullyrða embættismenn í ráðuneyt- inu að Vilhjálmur hafi sent þeim skýrslu sína óumbeðinn og að eng- inn fyrirvari hafi verið gerður af þeirra hálfu um trúnað við hann,“ sagði Þórarinn. „Með þeim rökum fannst mér eins og þeir væru að segja að skýrslan væri einkamál Vilhjálms.“ Beðið um rökstuðning Þórarinn telur það af og frá að skýrslan geti verið einkamál forn- leifafræðingsins. „Vilhjálmur er embættismaður og hann vann að þessu máli sem slíkur í umboði þáverandi þjóðminjavarðar sem tók sitt umboð frá menntamála- ráðherra. í kvörtun minni bað ég umboðsmann að segja sitt álit hvort einstakir embættismenn geti gefið fyrirmæli um það að hvað sé trúnaðarmál og ráðið því í sam- skiptum við ráðuneyti og aðra,“ sagði hann. Að sögn Þórarins sendi mennta- málaráðuneytið rökstuðning sinn í málinu í byijun apríl. Síðar í mánuðinum hafi umboðsmaður óskað eftir frekari rökstuðningi og svör við þeirri fyrirspurn hafi ekki borist fyrr en í gær. Þórarinn sagði að komið væri að sér að gera athugasemdir við seinni rökstuðning ráðuneytisins en að því loknu mætti búast við áliti umboðsmanns. Innflutningur Bónuss á kalkúnalærum Fékkst ekki úr tolli Morgunblaðið/Júlíus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.