Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1995 37 I í i ( ( \ i i ( FRÉTTIR KVENFÉLAGINU Hringnum barst nýlega gjöf í Barnaspítala- sjóð Hringsins að fjárhæð krónum fimmhundruð þúsund frá Minn- ingarsjóði Sigríðar Halldórsdótt- ur og Jóhanns Ögmundar Odds- sonar. Sjóðurinn var stofnaður af fjölskyldum þeirra og reglu I.O.G.T. Sjóði þessum hefur nú Gáfu Hringnum hálfa milljón verið slitið og andvirði hans látið renna til styrktar byggingu Barn- aspítala Hringsins. Kvenfélagið Hringurinn þakkar þessa höfðing- lega gjöf. Á myndinni sést hvar Jón Erlendsson og Bergþóra Jó- hannsdóttir afhenda formanni Hringsins, Elísabetu G. Her- mannsdóttur, peningagjöfina. Náttúrustofa Austurlands opnuð Neskaupstað. Morgunblaðið. Náttúrustofa Austurlands var formlega opnuð nú á dögunum við athöfn í Egilsbúð. Til máls tóku við athöfnina Hermann Níelsson, stjórnarformaður Náttúrustofunn- ar, Guðmundur Bjarnason, um- hverfisráðherra, Guðmundur Bjarnason, bæjarstjóri í Neskaup- stað, starfandi forstöðumaður stof- unnar, dr. Gunnar Ólafsson og Jón Gunnar Ottósson, forstöðumaður Náttúrufræðistofnunar. Náttúrustofu Austurlands er m.a. ætlað að stunda rannsóknir á náttúru Austurlands, standa fyrir fræðslu um umhverfismál, þá mun stofan verða umsagnaraðili vegna framkvæmda sem hafa í för með jarðrask. Til að byija með verður Náttúru- stofan til húsa í Náttúrugripasafn- inu í Neskaupstað en hafin er leit að framtíðarhúsnæði. Forstöðumaður Náttúrustofunn- ar verður dr. Guðrún Áslaug Jóns- dóttir, líffræðingur. Athugasemd Á SÍÐUSTU dögum júnímánaðar komu ítrekað fréttir í fjölmiðlum um stórfelldan tekjuauka. Tilefni fréttarinnar var ný reglugerð sem gefin var út af heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra varðandi greiðsl- ur á láglaunabótum, orlofs og des- emberuppbótum til lífeyrisþega. Nærri heill miljarður átti samkvæmt fréttinni að ganga til lífeyrisþega vegna ioforða ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga. Ætla mátti af yfirborði fréttar- 4,8% á sama tíma og hæst launuðu hóparnir í samtökum launþega eru að semja um 10 til 20% hækkun á sín laun. Það skal þó virt við núverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra að hún gerði enga tilraun til að skerða umsamdar eingreiðslur til bótaþega, eins og forveri hennar í ráðuneytinu reyndi ítrekað á árun- um 1993 og 1994. Olafur Jónsson formaður Landssambands aldraðra. • • Okumenn taki tillit LÖGREGLAN í Kópavogi beinir þeim tilmælum til ökumanna, sem leið eiga um Reykjanesbraut og Kringlumýrarbraut þar sem unnið er að gatnaframkvæmdum, að fara eftir merkingum og aka var- lega. Gatnaframkvæmdir í dag eru gatnaframkvæmdir á Reykjanesbraut norðan Arnarnes- vegar í norðurátt og verður um- ferð beint á suðurakrein. Á Kringlumýrarbraut eru fram- kvæmdir frá Nesti í Fossvogi að Bústaðavegi. Lögreglan segir að oft verði smáóhöpp þár sem framkvæmdir eru í gangi, oftast vegna þess að ökumenn séu ekki á varðbergi og fari ekki eftir þeim merkingum, sem verktakar setji upp. Ökumenn eru beðnir að fara eftir hraðatak- mörkunum, taka tillit til þeirra manna sem vinna við gatnafram- kvæmdirnar og fara varlega. Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson Tvær brýr breikkaðar NÚ ER unnið að fullum krafti við að breikka tvær litlar brýr á þjóð- vegi 1 við Kvísker í Öræfum. Það er mjög gott þegar mjóum steypt- um brúm fækkar því af þeim er töluverð slysahætta. Það er vinnu- flokkur Jóns Valmundssonar brúarsmiðs úr Vík sem vinnur þetta. innar að hér væri um stórfelldar kjarabætur að ræða til lífeyrisþega, 26% í júlí og allt að 30% í desem- ber. Við nánari skoðun kom fram, í smáa letrinu, að hér var aðeins um að ræða nærri einn miljarð í málaflokkinn heilbrigðis- og trygg- ingamál, umfram áætlun í fjárlög- um fyrir árið 1995, sem stafaði af því að fjármálaráðherra tók ekki inn á ijárlög áætlaðar launahækkanir á árinu og umsamdar eingreiðslur til lífeyrisþega samkvæmt kjarasamn- ingum launþega á árinu 1994 og bótaþegar áttu ótvírætt rétt á. Umræddur tæpur milljarður skiptist þannig að 700 milljónir eru vegna 4,8% hækkunar á bótum allra bótaþega hjá lífeyristtyggingum ai- mannatrygginga frá 1. mars til ára- móta, samkvæmt kjarasamningum í febrúar sl. Til greiðslu á svonefnd- um eingreiðslum fara 280 milljónir, en þær verða nú greiddar með sama fyrirkomulagi og gert var á fyrra ári. Þeir lífeyrisþegar sem tóku al- varlega umræddar fréttir um tekju- auka á miðju ári, óvæntan hvalreka, verða því fyrir vonbrigðum. Með þessari frétt eru aldraðir og öryrkjar minntir á þá staðreynd að samkvæmt mati á kjarasamningum verkalýðsfélaganna í febrúar er þeirra bótahækkun aðeins metin UM HELGINA eru bókfærð 533 tilvik. Af þeim eru 211 áminning- ar vegna ýmissa umferðarlaga- brota en lögreglumenn fylgdust sérstaklega með umferðinni á föstudags- og laugardagskvöld. Fáa þurfti að kæra fyrir of hrað- an akstur, eða 10, en 15 þeirra ökumanna, sem lögreglumenn stöðvuðu í akstri, eru grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Ekki er vitað til að ölvaður ökumaður hafi lent í umferðaró- happi en tilkynnt var um 21 slíkt. Minniháttar meiðsli á fólki hlutust af í þremur tilvikum. Afskipti voru höfð af 42 ölvuðum einstakl- ingum er ekki kunnu fótum sínum forráð og vista þurfti 24 í fanga- geymslunum vegna ýmissa mála, s.s. vegna innbrota, heimilisófrið- ar, skemmdarverka, aðstöðuleysis eða vangoldinna sekta. Ein líkamsmeiðing Tilkynnt var um 15 innbrot og 10 þjófnaði. „Einungis" voru höfð afskipti af einni líkamsmeið- ingu, 1 rúðubrot var tilkynnt og 5 skemmdarverk. Á föstudagsmorgun var til- kynnt um innbrot í verslun við Úrdagbók lögreglunnar 24 voru vistaðir í fangageymslum 30. júní til 3. júlí 1995 Laugaveg. Lögreglumenn hand- tóku innbrotsþjófinn skömmu síð- ar. Um var að ræða ungan mann er margsinnis hefur komið við sögu lögreglu vegna ýmissa mála. Hann var vistaður í fangageymsl- um. Á föstudag rann mannlaus bif- reið af stað í Rauðagerði og hafn- aði á gangandi vegfaranda er við það klemmdist á milli hennar og bílskúrshurðar. Talið var að hinn slasaði hefði fótbrotnað. Falsaði ávísun Síðdegis á föstudag var til- kynnt uni eld í húsi við Keilu- granda. Eldurinn hafði komið upp í þvottavél og var slökktur af lög- reglumönnum. Einhveijar reyk- skemmdir urðu í íbúðinni. Föstudagskvöldið þótti fremur rólegt og óvenjufátt fólk var í miðborginni. Ekkert gerðist þar er orð er á gerandi. Fjölmennara var á laugardagskvöldið og þurftu lögreglumenn þá að hafa afskipti af nokkrum ölvuðum einstakling- um er ekki kunnu sér hóf. Aðfaranótt laugardags voru lögreglumenn kvaddir á veitinga- stað við Laugaveg. Þar hafði einn af „góðkunningjum lögreglunnar" ritað nafn sitt undir ávísanablað er tilheyra átti öðrum manni, framvísað því á barnum og fengið til baka. Þegar að var gáð kom hið rétta í ljós. Maðurinn var færð- ur „heim“ til sín í fangageymsl- urnar. Á laugardagsmorgun var til- kynnt um innbrot í þtjú fyrirtæki við Faxafen. Skemmdir voru únn- ar á dyraumbúnaði auk þess sem sendibifreið var stolið frá einu fyrirtækinu. Gleymdist að skrúfa fyrir kalda vatnið Um miðjan dag voru lögreglu- menn kvaddir að húsi við Skip- holt vegna vatnsleka frá mann- lausri íbúð. Eftir að lögreglu- mönnunum hafði tekist að bijóta sér leið inn í íbúðina tókst þeim að skrúfa fyrir krana á handlaug á baði, sem húsráðendur höfðu gleymt að skrúfa fyrir áður en íbúðin var yfirgefin. Kalt vatn hafði runnið um alla íbúðina og iilutust af miklar skemmdir á gólfefnum og húsmunum. Slökkviliðsmenn vatnslosuðu íbúðina. Síðdegis á sunnudag var mikil umferð á vegum á leið til borgar- innar. Talsverðar tafir mynduðust við gatnamót Vesturlandsvegar, Suðurlandsvegar og Höfðabakka. Unnið er við umfangsmiklar gatnaframkvæmdir á þessu svæði og mega ökumenn búast við um- ferðartöfum þar næstu daga. VINNINGAR VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.S 4.202.560 2 4 af 5 • Plús 919.703 3. 4al5 69 9.390 4. 3al5 2.698 560 Heildarvlnningsupphæö: 7.281.053 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR Nr. Leikur: Riidin: 1. Dcgerfors - Hammarby - X - 2. Halmstad - Örgryte i - - 3. Malmö FF - Örebro - X - 4. Assyriska - Visby - - 2 5. Brage - Umeá - - 2 6. Brommapojk.- Gcfle i - - 7. Forward - Vasalund - - 2 8. Lira - Sirius - X - 9. GIF Sundsvall- Váslerás - X - 10. Vásby - Luleá - X - 11. l.uzern - Ösler i - - 12. Ekeren - Aarau - X - 13. Bordeaux - Norrköping i - - Hcildarvinningsupphæöin: 61 milljón krónur 13 rcltir: 5.398.390 | kr. 12 réttir: 68.430 J kr. 11 réttir: 4.940 |kr. 10 réttir: 1.190 J kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.