Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1995 2i TÆKNI Rafræn útgáfa Morgunblaðsins Nýtt útlit á netinu Morgunblaðið á Internetinu hefur nú feng- ið nýjar heimasíður. Guðni Einarsson kynnti sér hvað liggur að baki hönnun og uppbyggingu nýju síðnanna. NÝTT útlit síðna Morgunblaðs- ins birtist nú lesendum þess á Internetinu. Þessi breyting er til þess að gera blaðið aðgengi- legra lesendum. Nýju síðurnar voru hannaðar í Myndasmiðju Austurbæjar hf. Að sögn Barkar Arnarsonar, eins eigenda Myndasmiðjunnar, var reynt að fara nýjar leiðir I hönnuninni í stað þess að ausa úr sömu brunnum og fjöldi siðu- hönnuða hefur gert. Nýjasta tækni tröllríður gjarnan útlits- hönnun. Um leið og eitthvað nýtt tæki eða forrit kemur á markaðinn grípa margir nýj- ungar þessar fegins hendi og ofnota. Þess vegna er mikið um keimlíkar siður á Veraldarvefn- um. Tilvísun í tækniþróun Fyrsta síðan sem mætir les- anda Morgunblaðsins á netinu, er kölluð heimasíða. Hönnun hnappanna á nýju heimasíðunni er með tilvísun í tækniþróun blaðsins. Morgunblaðið var með þeim fyrstu hér á landi sem færðu sér tölvutæknina i nyt og tölvuvæddi áskriftakerfi blaðsins 1965. Þá voru tölvu- gögnin geymd á götuðum papp- írsspjöldum. Það eru einmitt stílfærð gataspjöld sem mynda hnappana á síðunni. Hver hnappur er síðan skreyttur með viðeigandi mynd. Með því að smella á hnapp opnast tiltekinn efnisflokkur blaðsins. Efst er síðuhaus með nafni Morgunblaðs- ins. Þar fyrir neðan er hnapp- ur, Morgunblað- iðídag, sem vís- ar lesandanum á efni blaðsins þann daginn. Þar fyrir neðan koma níu hnappar sem vísa til sérblað- anna sem fylgja aðalblaðinu hina ýmsu útgáfudaga. í þessu er netútgáfa Morgunblaðsins frá- brugðin hinni prentuðu. Það er sama hvenær vikunnar lesand- ann langar að glugga til dæmis í Lesbókina. Hún er alltaf jafn- nærtæk á netinu svo það er bara að smella á Lesbókar- hnappinn. Greið leið að efnis- flokkum Neðst á siðunni er einfaldari hnapparöð sem vísar í gagna- safn, eldri blöð, tölvupóst t.il blaðsins, upplýsingar og aftur til heimasíðunnar. Þessi hnapparöð birtist á öllum net- síðum blaðsins. Þar fyrir neðan er svo textaval fyrir þá sem ekki geta nýtt sér hið mynd- ræna viðmót heimasíðunnar. Þegar lesandinn smellir á Morgunblaðið í dag hnappinn birtist næsta síða með fjölda valmöguleika fyrir blaðið þann tiltekna útgáfudag. Enn ganga gataspjöldin aftur í hönnun hnappanna en skýringarmynd- irnar er frábrugðnar þeim sem er að finna á fyrstu siðunni. Efni blaðsins er flokkað í tólf efnisþætti og er hægt að fletta beint upp í hverjum flokki fyrir sig. Netútgáfan hefur ýmsa kosti sem prentaða útgáfan hef- ur ekki. Efni hvers flokks er allt undir einum hatti, en ekki dreift á margar síður eins og í prentuðu útgáfunni. Þeir sem vilja lesa um sjávarútvegsmál þurfa ekki að fletta í gegnum erlendar fréttir og innlendar heldur komast beint í efnið. Ef til dæmis er smellt á inn- lendar fréttir sjást þær skráðar hver eftir aðra. Fyrirsögnin er bláletruð sem merkir að hún er jafnframt tengitexti, með því að smella á hana fæst öll grein- in á skjáinn. Fyrir aftan fyrir- sögnina er tala sem gefur til kynna lengd greinarinnar í bætum. Fyrir neðan birtast fjór- ar línur úr inngangi þar sem hægt er að átta sig nánar á efni greinarinnar. Netútgáfan frábrugðin þeirri prentuðu í tilefni af nýjum heimasíðum verður ókeypis aðgangur að efni Morgun- blaðsins á Intemet- inu þessa viku Myndrænu valhnapparnir eru plássfrekari en ef einungis um textavalmynd væri að ræða. Hönnuðir heimasiðunnar segja notendur helst verða vara við aukið umfang í fyrsta sinn sem þeir sækja hina nýju heimasíðu. Það geti tekið svolitla stund að hlaða heimasíð- unni inn í fyrsta sinn. Flestir taka frá ákveðið minnispláss (cac- he) fyrir nets- íður. Þegar heimasíðurnar eru sóttar í fyrsta sinn vist- ar tölvan þær í síðugeymslunni. Næst þegar blaðið er lesið á netinu eru hnapparnir og fleira viðkomandi heimasíðunni sótt í síðugeymsluna í tölvunni og áorðnar breytingar sóttar á netið. Hin prentaða útgáfa Morg- unblaðsins og netútgáfan eru ekki að öllu leyti sambærilegar. Helsti munurinn er sá að frétta- myndir hafa ekki verið settar í netútgáfuna til þessa. Astæðan er sú að myndir eru mun þyngri í flutningi en texti. Flutnings- kerfið, bæði hér innanlands og ekki síst frá íslandi til útlanda, er takmörkunum háð. Því er hætt við að ef lesendur vildu fá myndir með netútgáfu blaðs- ins þá bærist hún seint og með of miklum tilkostnaði lesand- ans. Með greiðari netsamgöng- um má telja víst að myndefni Góðan looAtiori: jhttp ://sir»ngur .is ;8Q/mb1/ laugardagur 1 ,)úní 1995 viðskipli ur vermu fasleignir <þo & ^3 s m o '' I B*ck ■ Fsr-sí-sr-d Home Relosd lm»ges Opeo Prm* Find Stop ivi gagnasafn I <?idn bicd uppi'fs'mgar 1 sftur hmm verði hluti af netútgáfu blaðs- ins. Annað sem lesendur hinnar hefðbundnu útgáfu sakna eru auglýsingar. Sama er að segja um þær og myndirnar. Það bíð- ur framtíðarinnar að dreifa auglýsingum um netið til les- enda. Eftir er að ákveða hvern- ig það verður útfært. Opinn aðgangur Morgunblaðið opnaði heima- síðu á Internetinu 9. desember 1994 og á aðfangadag í fyrra var tilkynnt að hægt væri að lesa Morgunblaðið, fyrst ís- lenskra fjölmiðla, á netinu. Blaðið er í samvinnu við Streng hf. sem sér um að efni blaðsins sé aðgengilegt lesendum hvar- vetna í heiminum þegar klukk- an á Islandi er 6 að morgni hvers útgáfudags. Þeir skipta orðið þúsundum sem lesið hafa Morgunblaðið á Internetinu og sífellt berast bréf og orðsend- ingar frá lesendum víðsvegar um heim. Veraldarvefur Internetsins stækkar dag frá degi og bætast hundruð heimasíðna við úrvalið á hverjum degi. Þræðir vefsins %KÍa jafnt um stórborgir og litkjálka heimsins. Talið er að nú fjölgi notendum Internetsins um 15% á hveijum mánuði og eru þeir taldir mörgum í tugum milljóna. Vefurinn er í sífelldri þróun, nýjar útgáfur notenda- forrita opna fleiri möguleika í gerð heimasíðna og öflugri tengingar milli tölva gera sam- skiptin greiðari. Dagblöð, timarit og ýmis sér- blöð eru óðum að helga sér sess á þessum vettvangi. Mörg dag- blöð hafa lokið svonefndum reynslutíma í rekstri þessa nýja birtingarforms og fjölgar sífellt þeim blöðum sem selja áskrift að efni sínu. Mánaðaráskrift að Morgunblaðinu á Internetinu kostar nú 1.000 krónur. I tilefni af hinum nýju heim- asíðum hefur verið ákveðið að veita ókeypis aðgang að Morg- unblaðinu á netinu þessa viku. Slóðin að blaðinu er: http://www.strengur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.