Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ . AKUREYRI li/ueM&tuii Morgunblaðið/Rúnar Þór STARFSFÓLK tjaldsvæðisins á Akureyri, ívar, Ásdís, Ragna, Ingvar og Ómar, en Sigríði vantar á myndina. Tollvöru- geymslurnar sameinaðar Nýtt þjón- ustuhús átjald- svæðinu AÐSÓKNARMET var sett á tjaldsvæðinu á Akureyri nú í nýliðnum júnímánuði og gisti- nætur urðu alls 2557 talsins. Að jafnaði hafa gistinætur í þessum mánuði verið á bilinu 1.400 til 1.800. 16-18 þúsund gistinætur Þjónusta við gesti á tjald- svæðinu hefur verið að aukast á liðnum árum og í gær var formlega tekið í notkun nýtt þjónustuhús á efra svæði þess. „Þetta hefur verið fjögurra ára barningur,“ sagði ívar Sig- mundsson, forstöðumaður Tjaldsvæða Akureyrar. Haukur Haraldsson teiknaði húsið en verktaki var Fagverk. Kostnað- ur við bygginguna er um 4,2 milljónir króna. ívar sagði tjaldsvæðið á Akureyri með stærstu tjald- svæðum landsins, en að meðal- tali eru gistinætur þar 16-18 þúsund og þar vinna fjórir menn í fullu starfi auk þess sem fleiri koma að því á álagstímum. Metmánuður Júnímánuður hefur verið einkar góður og stefnir í met- mánuð hvað gistinætur varðar, en ívar sagði miklar sveiflur á gistinóttum milli mánaða. í júlí þegar mest er hafa gistinætur að meðaltali verið um 10 þúsund talsins. „Það er ekki óalgengt að hér gisti á bilinu 300 til 600 manns á hverri nóttu og hafa farið upp í allt að 1.000 manns, en þá hefur líka verið þröng á þingi. Það segir sig sjálft að oft mynd- ast mikil örtröð á snyrtingum þegar gestir koma þar á sama tíma, kvölds og morgna, þannig að þetta nýja hús sem við erum nú að taka í notkun bætir úr brýnni þörf,“ sagði ívar. Stefnt er að því að byggja á næsta ári nýtt hús á svæðinu, það þriðja, þar sem m.a. verður þvotta- og þurrkaðstaða, geymslur og fleira. ALMENNA tollvörugeymslan hf. á Akureyri og Tollvörugeymslan hf. í Reykjavík voru sameinaðar nú um mánaðamótin og munu fram- vegis starfa sameiginlega undir merki TVG. Hluthafar Almennu tollvörugeymslunnar hf. eru með breytingunni orðnir hluthafar í Tollvörugeymslunni hf. í Reykja- vík. Sambærilegur rekstur Að sögn Gylfa Sigfússonar hjá TVG í Reykjavík er stefnt að því að starfsemi TVG verði á Akur- eyri með svipuðu móti og í Reykja- vík, en starfsemi fyrirtækisins þar hefur þróast frá því að vera eigin- leg tollvörugeymsla í að vera flutn- ingamiðstöð og eins konar „vöru- hóte!.“ Þá standa yfir samningar við Ziemsen flutningsmiðlun að koma upp skrifstofu og hafa starfsmann hjá TVG á Akureyri til að annast frakttilboð og skýrslu- gerðir fyrir viðskiptavini á Norður- og Norðausturlandi. Einnig eru í gangi viðræður við Flugleiðir um að félagið flytji fraktafgreiðslu sína til TVG að hluta eða í heild. Þá verður hjá TVG á Akureyri afgreiðsla fyrir vöruflutninga TVG þar sem ætlunin er að þjóna pakka- flutningum milli Akureyrar og Reykjavíkur annars vegar og Ak- ureyrar og staða á Norðaustur- landi hins vegar. Frísvæði Ennfremur sagði Gylfi ætlunina að fá frísvæðisleyfi fyrir TVG á Akureyri, þannig að þar gæti orðið birgðastöð áfengis á Norður- og Norðausturlandi þegar breytingar verða á dreifingu þess með hausti. Forstöðumaður TVG á Akureyri verður Einar Hjartarson, en hann var forstöðumaður Almennu toll- vörugeymslunnar hf. þegar samr- uni fyrirtækjanna fór fram. Færeyskur djass í Eyjafirði í KVÖLD, þriðjudagskvöld, verður djasskvöld í Blómaskálanum Vín í Eyj_afj arðarsveit. A þessum tónleikum leikur Stór- band Tórshavnar Mussikskúla frá Þórshöfn í Færeyjum undir stjórn Eiríks Skála. Stórsveitin er hér á landi á tónleikaferðalagi og lék nýverið á djasshátíðinni á Egilsstöðum. Auk færeyskra sveiflumanna kemur fram Léttsveit Lúðrasveitar Akureyrar undir stjóm Atla Guðlaugssonar. Tónleikarnir í Vín hefjast í kvöld klukkan 21. Þeir eru haldnir í boði menningarmálanefndar Eyjafjarð- arsveitar og aðgangur er ókeypis. ------» » »----- * Atta sækja um stöðu skólastjóra ÁTTA umsóknir bárust um stöðu skólastjóra við Oddeyrarskóla á Ak'- ureyri, en umsóknarfrestur rann út nýlega. Þeir sem sóttu um eru Dagný Annasdóttir, Akureyri, Gréta Ólafs- dóttir, Akureyri, Gunnar Jónsson, Akureyri, Halldór Gunnarsson, Lundi, Öxarfirði, Helena Pálsdóttir, Þelamerkurskóla, Sverrir Þórisson, Þelamerkurskóla og Úlfar Björnsson, Akureyri. Einn umsækjenda óskaði nafnleyndar. Indriði Úlfsson sem gegnt hefur stöðu skólastjóra Oddeyrarskóla um langt árabil hefur látið af störfum við skólann. TLjjJi ui^r. . < ...i -j- appelsínu druhkur rnskamii otj svalamíi H 1 ihhur epla *drykkur FriskBmfi o@ svaiawli UelchtA- fipJi feAAÁum Mjolkiirsamlag KEA uníbókunuin! (JlOctiMin" Q> ásútgáfan Glerárgötu 28 - Akureyri Áskriftarsími 462 4966

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.