Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 47
 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ1995 47 STÆRSTA TJALDIÐ MEÐ ixpörience tveir fVRlR tveir fVR'R Funhéit róm. „Brando hefur engu gleymt, iann 'skemmtir sér bor öllum öðrum kvikmyi mig jafi MAGÁÍWE «.»»»"■ Komdu á HEIMSKUR HEIMSKARI strax. Þetta er einfaldlega fyndnasta mynd ársins. Það væri heimska að bíða. Aðalhlutverk: Christopher Lambert og John Lone. L Þriggja hljóma pönk TÓNLIST Geisladiskur UGLUDJÖFULLINN Ugfludjöfullinn, breiðskifa Niturbasanna. Niturbasarnir eru Ingþór Sigurðarson trommuleikari, Óskar Karlsson bassaleik- íuí, Ástþór Jónsson söngvari og Unnsteinn Guðjónsson gítarleikarj. 011 lög eru eftir Unnstein utan tvö sem Ástþór semur, eitt sem höfundur þess er ókunnur og eitt sem hljómsveitin semur saman. Aþþol gefur út. 38,27 mín. 1.999 kr. ÞÓ LANGT sé liðið síðan pönkið blómstraði lifir það enn góðu lífi víða um heim og ekki síst hér á landi, þar sem tvær pönksveitir hafa sent frá sér geisladiska á árinu. Önnur þeirra er Nit- urbasarnir sem gáfu út diskinn Ugludjöf- ullinn. Niturbasarnir eru upprunnir í Mennta- skólanum á Egilsstöðum og helltu sér út í pönkið með öllu sem því fylgdi, þriggja hljóma lögum, öskruðum textum og daðri við fasíska frasa og nasistastæla. Pönk- ið er í eðli sínu einhæf tónlist, en Unn- steinn Guðjónsson, lagasmiður sveit- arinnar, hefur næmt eyra fyrir gítar- hljómum og er lagviss, svo víða tekst honum að gera meira úr lögunum en efni standa til. Dæmi um það er lagið Heilabrot, þar sem hefðbundin pönkklisja verður að einhveiju meiru með massífum gítarmillikafla. Bestu lögin á disknum eru reyndar þegar honum tekst að bijót- ast út úr pönkinu með kaflaskiptum lög- um þar sem spennan myndast í laginu vegna hugmynda-sem takast á. Dæmi um þetta er titillag plötunnar, sem er geysigott og í eðli sínu rokklag. í því lagi koma takmarkanir Ástþórs sem söngvara reyndar vel í ljós, en hann kemst víða vel frá sínu á plötunni. Lagasmíðar eru almennt ekki flóknar, sum, eins og Ekki, eru ekkert nema sí- endurteknir gítarfrasar, en það er þeim síður en svo til lasts, því Unnsteinn er lipur frasasmiður og hefur skemmtilega beittan gítarhljóm. Textarnir eru víða snöggur blettur, til að mynda er textinn í Island ofar öllu slakur og líka er textinn í Ein Volk, ein Reich, ein Fúhrer klúsaður, en lagið er gott. Ánnað gott lag er Halló van- gefnu strákar og Niturbasalagið er líka gott. Ugludjöfullinn er víst endapunktur á sögu Niturbasanna, þ.e. sveitin sendi plötuna frá sér af því tilefni að hún er hætt, og vissulega er platan prýðilegur endir á ferli skemmtilegrar pönksveitar. Árni Matthíasson etlian liawke JÓNSMESSUNÓTT A Richard Linklater Film 2 FYRYR 1 „Lítil perla, smámynd sem gengur í flesta staði óvenju vel upp og hittir mann beint í hjartastað. (Hawke og Delpy) eru bæði trúverðug og heillandi ... Handritið er af óvenju góðum toga ... Ekki aldeilis ónýt þeim sem eru blessunarleaa ást- fangnir, eða þeim eldri til upprifjunar þessara töfratíma þegar eldur logaði á hverjum fingri". S.V., Mbl. ***"Persónurnar eru Ijós- lifandi og eðlilegar og umfram aflt trúverðugar, þökk sé einnig frábærri túlkun þeirra Ethan Hawkes og Julie Delpy ... i heildina er þetta ... nin besta mynd. G.B., DV. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Eirr sinn STRÍÐSMENN Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. B.l. 16 ÁRA. KÚLNAHRÍÐ Á BROADWAY Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Morgunblaðið/Jón Svavarsson ANNA Arnold, Nína Arnold, Oddný Haraldsdóttir og Erna Oddný Gísladóttir fengu sér salíbunu á pallbílnum. Karl Jónatansson spilaði á nikkuna. Fombílasýning í Árbæjarsafni Síðastliðinn sunnudag stóð Fornbílaklúbbur íslands fyrir eðal- vagnasýningu á Árbæjarsafni. Ýmsir fornbílar voru sýndir, svo sem slökkviliðs- bílar og pallbílar. Flestir voru þeir frá árunum 1920- 1960. Samhliða sýningunni var boðið upp á kaffi og lummur í gamla Árbænum, ásamt því sem gullsmiður og netagerðarmaður sýndu iðn sína. Jafnt ungir sem aldnir skemmtu sér vel. ODDNÝ Ingi- marsdóttir bak- aði lummur. ívar Eyjólfsson og Aron Snær Sigurðarson gæddu sér á þeim. SNÆBJÖRG Ólafsdóttir sýndi Agli og Mána Björgvinssonuin hvernig skinn- skór eru gerðir. FYRIR framan krambúðina. Sigrún Birna Björnsdóttir, Sverrir Jan Norð- fjörð og Sigrún Elfa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.