Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ1995 35 Yfirburðasigur ítala á Evrópumótinu í brids BRIDS Evrópumótid í svcitakeppni VILAMOURA, PORTÚGAL Evrópumótið í opnum flokki og kvennaflokki, 17.júnítil l.júlí Albufeira. Morgunblaðið. ÍTALIR unnu Evrópumótið í brids í með yfirburðum á laugardag. 16 ár eru nú liðin frá því Italir unnu síðast Evrópumót en áratugina þar á undan voru ítalskir spilarar nán-, ast áskrifendur að Evrópumeistar- atitlinum. íslenska liðið varð í 8. sæti og náði því ekki að tryggja sér farm- iða á heimsmeistaramótið í Kína í haust. Fulltrúar Evrópu þar verða Frakkar, Hollendingar og Svíar auk ítala. ítalir enduðu með 569,5 stig í 31 leik, sem þýðir rúmlega 18,3 stig að meðaltali í leik. Næstir komu Frakkar með 547 stig, þá Hollendingar (ekki Svíar eins og missagt var í Morgunblaðinu á sunnudag) með 542,5 stig, þá Svíar með 541,5 stig. Pólveijar fengu 537,5 stig, Israelsmenn 533,5 stig, Danir 524,5 stig og íslendingar 523 stig í 8. sæti. Næstir komu Austurríkismenn með 510 stig og Grikkir með 509 stig. Finnar lentu í 11. sæti og Norðmenn í 12-13. Lokaumferðin var geysispenn- andi en þá áttust m.a. við Svíar og Pólveijar. Svíar þurftu að vinna leikinn með miklum mun til að eiga möguleika á 4. sætinu en í hálfleik var staðan jöfn. Hollendingar voru hins vegar talsvert undir gegn Rússum. I síðari hálfleik snerist gæfan á sveif með Svíum. Pólveijarnir spil- uðu mjög fast að venju en legan /'verðlaunaði það ekki í þetta skipti. Þetta spil er dæmi um það.: Norður gefur, enginn á hættu Norður ♦ DG542 ¥Á10 ♦ G5 + ÁD108 Vestur Austur ♦ 6 ♦ ÁK107 ▼ DG854 ¥ K932 ♦ D10962 ♦ 873 ♦ K3 4G9 Suður ♦ 983 ¥76 ♦ ÁK4 ♦ 76542 Við annað borðið sátu Pólver- jarnir Romanski og Kowalski NS og Svíarnir Morath og Bjerregaard AV. Við hitt borðið voru Svíarnir Nilsland og Fallenius NS og Pól- veijarnir Zmudzinski og Balicki AV: Vestur Norður Austur Suður Bjerreg. Kow. Morath Rom. 1 spaði pass 2 spaðar pass 3 lauf pass 3 tlglar pass 4 spaðar pass dobl // Zmud. Nilsl. Balicki Fall. 1 spaði pass 2 spaðar dobl pass 2 grönd pass 3 tíglar pass 4 hjörtu// Eins og sést teygðu Pólveijarnir sig heldur langt við bæði borð. Morath doblaði 4 spaða og Kow- alski endaði þijá niður, 500 til Svía. Við hitt borðið fóru 4 hjörtu 2 niður og Svíarnir græddu 12 impa. Þeir unnu síðan leikinn 23-7 og voru þá komnir upp fyrir Pól- veija. Hollendingum gekk illa að vinna upp muninn gegn Rússum og svo virtist um tíma að þeir væru að lenda í 5. sæti. En í síðustu spilun- um náðu þeir að jafna leikinn og það voru því Pólveijar sem sátu eftir með sárt ennið Nýir Evrópumeistarar Nýju Evrópumeistararnir heita Laurenzo Lauria, Alfredo Versace, Andrea Buratti, Mas- simo Lanzarotti, Antonio Sementa og Maurizio Pattacini. Lauria er 46 ára atvinnumaður í brids og hefur verið fastamaður í ítölskum bridslandsliðum í nærri tvo ára- tugi. Hann varð Evrópumeistari 1979. Hann spilar við Versace sem er 26 ára atvinnumaður í brids og hefur áður unnið Evrópumeist- aratitil yngri spilara. Buratti og Lansarotti hafa ekki fengið mörg tækifæri með ítalska landsliðinu en hafa þó undanfarin ár verið eitt besta par á Ítalíu. Buratti er 46 ára kaupsýslumaður en Lanzarotti er 36 ára og rekur bílaverkstæði. Sementa er 27 ára viðskiptaráðgjafi og Pattacini er 42 ára iðnaðarmaður. íslenska liðið náði aldrei að blanda sér almennilega í barátt- una um efstu sætin í mótinu. Það eru eðlilega talsverð vonbrigði því liðið hefur unnið markvisst að undirbúningi vel á annað ár. Liðið var nokkuð lengi að koma sér í gang; þegar þriðjungi mótsins var lokið var liðið í kringum 20. sæti. Þá kom góður kafli og hæst náði íslenska liðið 5. sæti eftir 25. umferð en náði síðan ekki að vinna nægilega stóra sigra í lokaumferð- unum. Mótið var reiknað út í tvímenn- ingi í opna flokknum og staða efstu para var birt í síðasta móts- blaðinu. Samkvæmt því voru Lauria og Versace besta par móts- ins og akkerispar ítalska liðsins. Þeir spiluðu alls 660 spil af 744 og skoruðu að meðaltali 0,573 impa í spili. Næstir komu Austur- ríkismennirnir Feichtinger og Terraneo með 0,533 impa í spili og Buratti og Lanzarotti voru í 3. sæti með 0,524. Jón Baldursson og Sævar Þorbjörnsson voru í 16. sæti með 0,297 impa að meðaltali í 588 spilum og Guðmundur Páll Skáksambandið 7 0 ára ÞEIR VORU heiðraðir fyrir brautryðjendastörf fyrir Skáksam- bandið, t.v. Sigurjón Benediktsson, Húsavík, fyrir æskulýðsstarf og Hermann Gunnarsson, fyrir útbreiðslustarf. SKÁK Skáksamband ís- lands stofnaö Á BLÖNDUÓSI 23. júni 1925 ÞANN 23. júní síðastliðinn voru liðin sjötíu ár frá fyrsta aðalfundi Skáksambands íslands, sem tal- inn er stofndagur sambandsins. Hann var haldinn á Blönduósi þann 23. júní 1925. Skákáhuga- menn fögnuðu á afmælisdaginn og var húsfyllir í húsakynnum Skáksambands íslands og Skák- [ skólans að Faxafeni 12. Guðmundur G. Þórarinsson, forseti SÍ, stýrði dagskránni. Þrá- inn Guðmundsson, fyrrverandi forseti samtakanna, las upp valda kafla úr sögu þeirra, en hún verð- ur gefin út síðar á þessu ári í veglegu afmælisriti. Friðrik Olafsson, fyrsti stór- meistari íslands, varð sextugur á þessu án og í tilefni af því og I afmæli SI verður haldið svonefnt ' Friðriksmót í Þjóðarbókhlöðunni dagana 3.-17. september næst- komandi. Mótið verður geysiö- flugt og endanlegur þátttakenda- listi verður birtur innan skamms. Samhliða því verður sýning á munum úr Skákminjasafninu og ævagömlum skákbókum sem eru i í vörslu Þjóðarbókhlöðunnar. Flestar eru þær úr safni sem Bandaríkjamaðurinn Willard Fiske gaf Landsbókasafninu um síðustu aldamót. Elstu ritin eru frá fyrri hluta 16. aldar. Sýningin og mótið verða rækilega kynnt á alþjóðlega Internet-tölvunetinu. Á meðan á svæðamótinu í skák stóð í Reykjavík í mars fóru 3.000 notendur inn á síðu Skáksam- bandsins, flestir oftar en einu sinni. Það verður því framhald á þeirri kynningu. Það hafa skipst á skin og skúr- ir í sögu Skáksambandsins svo vægt sé til orða tekið. Deilur og húsnæðishrak hömluðu starfinu fyrstu áratugina, en nú er það komið í nokkuð fastar skorður. Þótt skákin hafi oft verið meira áberandi, hefur árangur íslenskra skákmanna aldrei verið betri, né starfsemin eins mikil og um þess- ar mundir. World Open í Fíladelfíu Sjö íslendingar keppa nú á World Open skákmótinu í Fílad- elfíu í Bandaríkjunum. Þar af eru þrír unglingar úr sigursveit ís- lands á Ólympíumóti barna og ungmenna í vor, Jón Viktor Gunnarsson, Bergsteinn Ein- arsson og Björn Þorfinnsson. Jón Viktor og Bergsteinn tefla í opna flokknum á Wprld Open ásamt Magnúsi Erni Úlfarssyni og Arnari E. Gunnarssyni. í þeim flokki teflir fjöldi stórmeist- ara og hann er sá sterkasti á mótinu. I fyrstu fjórum umferðun- úm var árangur íslendinganna góður. Magnús Örn hafði 2 72 v., hafði gert jafntefli við alþjóðlega meistarann Remlinger, eftir að hafa átt unnið tafl og tapað fyrir unga rúmenska stórmeistaranum Gabriel Schwartzman. Arnar E. Gunnarsson hafði einnig 2 72 v., tapaði aðeins fyrir stórmeistaranum Kaidanov, ein- um stigahæsta keppandanum á mótinu. Jón Viktor Gunnarsson hafði 2 vinninga og Bergsteinn Einarsson 172 v. Björn Þorfinnsson byijaði í opna flokknum, en eftir að hafa hlotið 172 v. af 4 mögulegum, hætti hann þar og hóf keppni í flokki þeirra sem hafa 2.200 stig eða minna. Þar byrjaði Björn á því að tefla fjórar atskákir og vann þær allar. Hann heldur áfram keppni þar með fjóra vinn- inga. Ríkharður Sveinsson, far- arstjóri, er einnig í þeim flokki og hefur þrjá vinninga. Davíð Ólafur Ingimarsson teflir í flokki þeirra sem hafa 2.000 stig eða minna. Hann hefur hlotið þijá vinninga þar. Það er nokkuð Ijóst að kepp- endurnir í efsta flokki eiga ein- hveija möguleika á að krækja sér í áfanga að alþjóðlegum meistar- atitli og hinir verða í baráttunni um verðlaun í sínum flokkum. Sumaratskákmót Hellis Mótið fór fram dagana 27. og 29. júní. Bragi Þorfinnsson, 14 ára, sigraði mjög örugglega. Hann hefur keppni nú í vikunni á Evr- ópumeistaramóti barna og ungl- inga í Verdun í Frakklandi ásamt fjórum öðrum íslenskum ung- mennum. Bragi er á uppleið um þessar mundir eins og hinir Ólympíumeistararnir og verður spennandi að fylgjast með árangri þeirra í sumar. Úrslit mótsins: 1. Bragi Þorfinnsson 5 'A v. af 6 2. Gunnar Björnsson 4 '/2 v. Þráinn Guðmundsson, fyrr- verandi forseti SÍ, hefur ritað sögu samtakanna og kemur hún út, á árinu. Afmæliskvöld- ið fengu skákáhugamenn forsmekk af þeirri storma- sömu sögu. 3. Hlíðar Þór Hreinsson 4'A v. 4. Sveinn Kristinsson 4 v. 5. Andri Áss Grétarsson 4 v. 6. Sigurður Áss Grétarsson 4 v. Margeir Pétursson. Arnarson og Þorlákur Jónsson voru í 23. sæti með 0,173 impa að meðaltali í 600 spilum. Jakob Kristinsson og Matthías Þorvalds- son komust ekki á lista yfir 30 hæstu pörin. Frakkar með yfirburði Keppt var í þremur flokkum í Vilamoura. I opnum flokki, kvennaflokki og öldungaflokki. Opni flokkurinn var í raun karla- flokkur þótt hann sé opinn báðum kynjum því aðeins ein kona, Dort- he Schaltz frá Danmörku, var þar meðal keppenda. í öldungaflokki unnu Pólveijar tvöfaldan sigur en íslendingar voru ekki þar meðal keppenda. í kvennaflokki náðu Frakkar for- ustunni þegar í upphafi móts og slepptu henni aldrei en Þjóðveijar, ísraelsmenn og Bretar tryggðu sér einnig réttinn til að keppa í Kína í haust. í franska liðinu spiluðu Ver- onique Bessis, 42 ára bridskenn- ari, Catherine Saul, 36 ára sem rekur bridsklúbb, Claude Blouqui atvinnumaður, Colette Lise, 51 árs starfsmaður Le Bridgeur og Sylvie Willard, 42 ára bridsatvinnumað- ur. íslenska kvennaliðið endaði í 15. sæti af 22 þjóðum. Miðað við aðstæður má telja það viðunandi árangur en liðið var aðeins skipað 5 spilurum og það var greinilegt að þreyta sagði nokkuð til sín síð- ari hluta mótsins. íslensku spilar- arnir áttu góða spretti á mótinu, þar á meðal mjög góða hálfleiki gegn Hollendingum og Austurrík- issmönnum sem hafa á að skipa sterkum liðum. Liðið náði hins vegar ekki að spila nægilega jafnt og stóru töpin urðu of mörg. Þing sendikennara Áhugi vex á íslensku- námi TUTTUGASTI og fyrsti fundur sendikennara í íslensku erlendis var haldinn í háskólanum í Hels- inki nýlega. Nú starfa 14 ís- lenskir sendikennarar í 8 löndum Evrópu. Á fundinum gerðu sendikenn- ararnir grein fyrir íslensku- kennslu hver við sinn háskóla og þeirri kynningu á íslenskri menningu sem fram fer í löndun- um arfa með þeirra fulltingi. Kom fram að víðast er vaxandi áhugi á að læra íslensku. Hafa skólarnir að nokkru leyti komið til móts við þann áhuga og verð- ur t.d. kennslan aukin við Sor- bonneháskóla frá næsta hausti og íslenska gerð að aðalgrein til B.A. prófs við Lundúnaháskóla. Rætt var um skort á kennslubók- um og öðrum kennslugögnum í íslensku fyrir útlendinga, m.a. um nauðsyn þess að gera tölvu- forrit til notkunar við kennsluna. Þá var fjallað um lítinn stuðn- ing íslenskra stjórnvalda við kennslu í íslensku erlendis og bent á að íjárveitingar til Stofn- unar Sigurðar Nordals, sem hef- ur umsjón með íslenskukennslu við erlenda háskóla, væru í engu samræmi við vaxandi umsvif hennar og hefðu beinlínis rýrnað á undangengnum árum. Einnig samþykkti fundurinn ályktun um tengsl forn- og nú- tímamáls í kennslu þar sem skor- að er á kennara og forstöðumenn stofnana í norrænum fræðum erlendis að skipuleggja nám í greininni þannig að nútímamál verði eðlilegur undanfari fornís- Ienskunáms. Lýst er efasemdum um að forníslenskukennsia, sem einangruð er frá íslensku nú- tímamáli, skili þeim árangri sem æskilegt er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.