Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 15
Bandaríkin Minni hagvöxtur Washington. Reuter. VERULEGA dró úr hagvexti í Bandaríkjunum á fyrsta ársfjórð- ungi og hann er helmingi minni en á síðustu þremur mánuðunum 1994 að sögn viðskiptaráðuneytisins í Washington. Verg landsframleiðsla jókst um 2,7% til marzloka miðað við 5,1% á síðasta ársfjórðungi í fyrra. Samkvæmt mánaðarlegum skýrslum hélt áfram að draga úr hagvexti á öðrum ársfjórðungi og talið er að að framleiðslan hafi lít- ið aukizt eða ef til vill dregizt sam- Hveiti an frá apríl til júní. Hagfræðingar segja að líkur á samdrætti hafi aukizt, þar sem dregið hafi úr efnahagsumsvifum í ársbyijun 1995, þótt sumar skýrsl- ur bendi til aukinna umsvifa í hús- næðismálum og á fleiri sviðum. Vaxtabreyting? Bandaríski seðlabankinn ákveður á miðvikudag hvort skammtíma- vöxtum skuli breytt eða ekki. Skýrslan um fyrsta ársfjórðung bendir til að vörubirgðir hafi ekki aukizt alveg eins mikið og áður var talið. Staðfest var að verulega hefði dregið úr neyzlu miðað við síðasta ársfjórðung í fyrra, en mikið væri um að fyrirtæki réðust í fjárfesting- ar til að auka umsvif. Hagvöxtur hefur ekki verið minni síðan á þriðja ársfjórðungi 1993, þegar verg landsframleiðsla jókst einnig um 2,7%. Ýmsir hagfræðingar telja sig sjá merki þess að hagvöxturinn muni aukast á þriðja eða fjórða ársfjórð- ungi. nrciling: simí 93ð-l MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1995 15 VIÐSKIPTI TWA biður enn um þrotaskipti St. Louis. Reuter. TRANS WORLD flugfélagið hefur formlega beðið um gjaldþrotaskipti í annað skipti á fjórum árum, en að þessu sinni leggur félagið fram áætl- un um endurskipulagningu, sem lán- ardrottnar þess hafa þegar sam- þykkt. „Öflugur stuðningur lánardrottna við er verulegur sigur fyrir félagið," sagði Jeffrey Erickson aðalfram- kvæmdastjóri. TWA segir að endurskipulagning- in muni ekki hafa áhrif á áætlun- arflug félagsins til 73 ákvörðunar- staða í Bandaríkjunum og 12 landa. Aukabúnaðuré álfelgur og topplúga. Elantra er ríkulega búinn fjölskyldubíll sem er snarpur, þægilegur og mjög rúmgóður. Reynsluakstur gildir sem 50.000 kr. upp í kaup á nýjum Elantra. Tímabundið tilboð Verö eftir reynsluakstur 1.339.000k á g ö t u n a ...með fullan bensíntank ÁRMÚLA 13, SÍMI: 568 1200 • BEINN SÍMI: 553 1236 Útvarp með 4 hátölurum • Rafdrifinar rúður og speglar • Samlæsing í hurðum • Vökva- og veltistýri • Bein innspýting • Styrktarbitar í hurðum • Litað gler • Samlitir stuðarar • 1800 sm3 vél • 126 hestöfl HYunoni ' „.til frixmtiðar Hærra verð á brauði til hungraðra París. Reuter. HÆKKANDI verð á hveiti og mjöl getur leitt til hækkunar á brauð- verði í einhveijum fátækustu lönd- um heims. Brauð er niðurgreitt í nánast öll- um löndum heims - í rikum löndum af stórmörkuðum, sem vilja laða til sín viðskiptavini og í fátækum lönd- um af ríkisstjórnum, sem vilja að fólk fái nóg að borða. Stórverzlanir á Vesturlöndum hafa burði til að draga úr áhrifum verðhækkana, en þjóðir Þriðja heimsins eru stórskuldugar og standa frammi fyrir því að kostnað- ur af matvælainnflutningi hækki skyndilega. Verð á mjöli mun líklega hækka um 25% í júlí að dómi sérfræðinga í Frakklandi. Hveitiverð hækkar hvaervetna og minnkandi birgðir vekja ugg. Birgðir hafa ekki verið minni í Bandaríkjunum í 16 ár. Alþjóðahveitiráðið, IWC, segir að hveitibirgðir í heiminum almennt hafí sjaldan verið minni í 20 ár vegna þurrka og slæms veðurs. Áhrifanna mun gæta mest í lönd- um, sem eru orðin háð ódýru hveiti sem þau flytja inn með vestrænni aðstoð. Öll lönd í hitabeltinu flytja inn hveiti og þau verða harðast úti. Nígería og lönd Vestur-Afríku verða fyrir miklum skakkaföllum að sögn kunnugra. Sænsk gæðavara á góðu varðl -8* 7.600 kr. -15’ 10.750 kr. -25’ 14.250 kr. 0 ÚTILÍF Glæslbæ, Álfhelmum 74, s: 581 2922

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.