Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1995 17 ERLENT 34 létust í átökum í Karachi um helgina Mohajirar fallast á friðarviðræður Karachi. Reuter. ÆÐSTIKLERKUR í Karachi var skotinn í Khalilia-moskunni í gær. Mikil ólga er í borgi'nni og hafa 34 látið lífið í átökum þjóðernisfylking- ar Mohajir (MQM) og lögreglu, það sem af er mánuðinum. Talsmenn MQM hafa fallist á að ganga til friðarviðræðna við yfírvöld og er vonast tii þess að þær hefjist í dag. Aðfararnótt mánudags voru fjórir menn skotnir í átökunum en alls hafa um 950 manns látið lífíð það sem af er árinu, þar af um þriðjung- ur í júní. Stjórnvöld saka MQM um að standa að baki ólgunni en fylk- ingin nýtur víðtæks stuðnings fólks af Mohajir-ættflokknum, sem er í meirihluta í borginni. Mohajirar eru afkomendur múslima sem flýðu Ind- land er landinu var skipt árið 1947 og tala þeir urdu. MQM boðaði til allsheijarverkfalls á föstudag og laugardag og var fjöldi fyrirtækja og verslana lokaður vegna þessa. Kúgun ljúki Að sögn talsmanns MQM hefur leiðtogi fylkingarinnar, Altaf Huss- ain, sem er í sjálfskipaðri útlegð í London, fallist á friðarviðræður við stjórnvöld. Ekki var hins vegar talið öruggt að af viðræðunum yrði. Kröfur MQM felast í því að yfir- völd „fallist á réttindi Mohajira, meðal annars að kúgun þeirra ljúki og að félagar í MQM sem sitja nú í fangelsi verði látnir lausir“. í síðasta mánuði skipaði Benazir Bhutto, forsætisráðherra landsins, Nabi Dad Khan, dóms- ogþingmála- ráðherra, formann nefndar til að leita sátta við MQM-fylkinguna. Þá áttu yfírvöld friðarviðræður við full- trúa hennar á síðasta ári og náðist samkomulag í október sem ekki kom til framkvæmda. Uppþotin í Karachi eru eitt erfið- asta málið sem Bhutto hefur þurft að glíma við frá því að hún tók við völdum árið 1993. Um helgina voru vopnaðir lögregluþjónar og sérsveit- armenn á götum Karachi til að kveða árásir MQM-manna niður og var eftirlitsstöðvum komið fyrir víðs vegar um borgina. Notkun farsíma, myntsíma og símboða hefur verið bönnuð þar sem yfirvöld segja skæruliða MQM misnota þá. Hafa kaupsýslumenn í borginni brugðist hinir verstu við þessu. Þá hefur út- gáfa 122 dagblaða og annarra blaða verið bönnuð en í síðustu viku voru sex málgögn urdu-mælandi manna bönnuð. Reuter SÉRSVEITIR pakistanska hersins laumast inn í Orangi-hverfið í Karachi, þar sem ólgan var einna mest um helgina. umar tilboð á þýskri úrvals þvottavél frá Blomberq g; 5 kg. 1.200/900/700 snúninga vinding. Ullarvagga. 16 kerfi. Yfirúðun og fjöldi annarra kosta. Kr. m stgr. Takmarkað magn á þessu einstaka verði. Láttu ekki þessa frábæru vél fram hjá þér fara. III' Einar Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28 ‘S' 562 2901 og 562 2900 Sumargjöf frd Georg Nú er Georg í íslandsbanka í sumarskopi og allir krakkar sem eru félagar Georgs fá skemmtilega og hagnýta sumargjöf frá honum. í nœsta útibúi íslandsbanka fá félagar Georgs afhentan bakpoka sem hœgt er aö nota í allt sumar og miklu lengur, fyrir sundfötin, nestiö, í feröalagiö YDDA HF. F26.244/SIA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.