Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1995
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Erfiðleikar í viðræðum ísraela og PLO um aukin yfirráð stjórnar PLO
Vilja tryggja samgöngur land-
nema á yfirráðasvæðum PLO
Jerúsalem. Reuter.
RÁÐAMENN í ísrael og fulltrúar
Frelsissamtaka Palestínu, PLO,
könnuðu í gær leiðir til að hefja á
ný viðræður um aukin yfirráð
stjómar Yassers Arafats á her-
numdu svæðunum. Shimon Peres,
utanríkisráðherra ísraels og Arafat
reyndu á laugardag og sunnudags-
morgun að ná samkomulagi. Fund-
irnir báru ekki árangur en þeir
ætluðu að hittast á ný í gær eða
dag.
PLO stjórnar nú Jeríkó á Vest-
urbakkanum og Gaza en sam-
kvæmt Óslóarsamningunum átti að
stækka yfirráðasvæðið ekki seinna
en 1. júlí og jafnframt ákveða kosn-
ingar meðal Palestínumanna.
PLO krefst þess að ísraelar dragi
her sinn á brott frá öllum þéttbýlis-
stöðum á hernumdu svæðunum.
Peres sagði að ísraelar hygðust
halda völdum í Jórdandalnum og
bæjum á gömlu landamærunum frá
1967. Yitzhak Rabin forsætisráð-
herra sagði að ekki yrði hægt að
fara í einu vetfangi með allt herlið
frá borgunum Ramallah og Betle-
hem á Vesturbakkanum vegna þess
að tryggja þyrfti samgönguleiðir
fyrir landnema gyðinga á svæðun-
um sem hverfa eiga undir palest-
ínska stjórn.
Aftur
hungurverkfall
Palestínskir fangar í ísraelskum
fangelsum fóru á ný í hungurverk-
fall í gær en þeir frestuðu verk-
falli sínu á föstudagskvöld í von
um að viðræður Peres og Arafats
um helgina bæru árangur. Um
3.500 af 5.000 föngum taka þátt
í verkfallinu, að sögn palestínskra
heimildarmanna. Þekktir embætt-
ismenn úr röðum PLO hafa tekið
þátt í mótmælafundum ættingja
fanganna við skrifstofu Alþjóða
rauða krossins í Jerúsalem, þ. á
m. Faisal al-Husseini.
ísraelskir arabar, sem hafa rík-
isborgararétt í ísrael eins og gyð-
ingar, sýndu einnig samhug sinn í
gær með hungurverkfalli í einn dag
við skrifstofur borgarstjórnar Nas-
aret.
Dúdajev fús
til að segja
af sér
Moskvu. Reuter.
DZHOKHAR Dúdajev, leiðtogi
uppreisnarmanna í Tsjetsjníju,
sagðist í gær reiðubúinn að
draga sig í hlé ef það dygði
til þess að Rússar viðurkenndu
fullveldi Tsjetsjníju.
Fréttastofan Ita.r-Ta.ss hafði
það eftir Arkadíj Volskíj, vara-
formanni rússnesku samn-
inganefndarinnar, sem freistar
þess að semja um friðsamlega
lausn deildunnar um
Tsjetsjníju, að Dúdajev hefði
sett fram hugmyndina um af-
sögn sína og útlagastjórnar
sinnar á fjögurra stunda við-
ræðufundi þeirra á sunnu-
dagskvöld.
I samningaumleitunum er
rætt um, að auk afsagnar
Dúdajevs verði leiðtogar
bráðabirgðastjómar, sem
Rússar settu til valda í
Tsjetsjníju, leystir frá völdum
til þess að greiða fyrir kosn-
ingum um framtíð héraðsins í
september.
Mestu eldar
í sögu
ísraels
REIÐHJÓL sonarins var um
það bil hið eina sem slapp heil-
legt þegar heimili Yehuda
Schriers og fjölskyldu hans
varð eldi að bráð við þjóðveginn
milli Jerúsalem og Tel Aviv í
Israel á sunnudag. Mestu eldar
í sögu landsins geisuðu í skóg-
lendi í grennd við höfuðborg-
ina, og slösuðust 37 manns.
Vegurinn milli borganna lokað-
ist í sex klukkustundir á sunnu-
dag og aska féll í vesturhluta
borgarinnar. Mörg hundruð
íbúa fimm þorpa á svæðinu
urðu að yfirgefa heimili sín, og
bærinn Shoresh varð verst úti,
en þar brunnu um 25 af fimm-
tíu íbúðarhúsum bæjarins. Að
sögn embættismanna eru þetta
verstu eldar sem orðið hafa í
47 ára sögu Israels. Ekki er
vitað um orsök, en eldurinn
kviknaði á heitasta júlídegi sem
komið hefur í heila öld.
Reuter
Flugustöng
og hjól fyrir
byrjendur
Venjulegt verð kr. 7.130,-
Nú kr. 3.900,-
SÍÐUMÚLA 11 ■ 108 REVKJAVÍK ■ SlMI 588 6500
Leitin að „Unabomber“ í Bandaríkjunum árangnrslaus
Heimtar að dagblöð
birti yfirlýsingu
San Francisco, Los Angeles. Reuter.
OÞEKKKTUR morðingi, hinn svo-
nefndi „Unabomber“, veldur nú
miklum áhyggjum í Bandaríkjun-
um en hann hefur hótað að koma
fyrir sprengjum í farþegaflugvél-
um og krafist þess að dagblöð birti
margra blaðsíðna stefnuyfirlýs-
ingu gegn iðnaðarsamfélaginu.
Lögregla í Bandaríkjunum telur
manninn hafa undanfarin ár stað-
ið fyrir 16 sprengjutilræðum sem
orðið hafa þrem mönnum að bana
og slasað 22.
Mikill viðbúnaður er á flugvöll-
um, einkum í Los Angeles en
morðinginn hótaði í liðinni viku
að sprengja farþegaþotu á leið frá
vellinum. Síðar gaf hann þó í skyn
að um gabb hefði verið að ræða.
Skjalabunki
Að sögn alríkislögreglunnar,
FBI, á sunnudag afhenti prófessor
við Berkeley-háskólann í Kalifor-
níu yfirvöldum skjalabunka á
föstudag og hafði hann fengið
sendinguna í pósti. Skjölin eru af
svipuðu tagi og dagblöðin The
Hvetur til bylting-
ar gegn iðnaðar-
samfélaginu
New York Times og The Washing-
ton Po.stfengu send í liðinni viku.
í þeim hvetur maðurinn til „bylt-
ingar gegn iðnaðarsamfélaginu"
og afturhvarfs til „óspilltrar nátt-
úrunnar". Hann krafðist þess að
35.000 orða yfirlýsing þessa efnis
yrði birt og myndi hann þá binda
enda á tilræðin.
Beitti
bréfsprengjum
Tímaritið Penthouse fékk einnig
sömu skjöl en maðurinn sagði að
færi svo að tímaritið yrði eitt um
að birta þau myndi hann koma
einni sprengju í viðbót fyrir. Ut-
gefandi tímaritsins sagði útilokað
að verða við þessari kröfu þegar
skilyrðið væri haft í huga. Blöðin
tvö hafa enn ekki svarað sprengju-
manninum.
„Það er uppörfandi að hann
hefur ákveðið að tjá sig í riti en
ekki með því að koma fleiri
sprengjum fyrir,“ sagði George
Grotz, talsmaður FBI í San Franc-
isco en þar er sérstakur starfshóp-
ur stofnunarinnar er reynir að
fínna Unabomber. í upphafi, árið
1978, voru fórnarlömb hans hátt-
settir menn hjá háskólum og flug-
félögum og sendi hann þeim bréf-
sprengjur.
Fé til höfuðs Unabomber
Heitið hefur verið einni milljón
dollara, rúmum sextíu milljónum
króna, í verðlaun fyrir að koma
upp um manninn. Fátt er um hann
vitað þótt til sé teikning manns
sem talið er að hafi séð morðingj-
ann.
Unabomber segist nú tala í
nafni hópsins „Freedom Club“ er
ætli að útrýma nútíma iðnaðar-
samfélagi „hvarvetna á jörðinni".
Lögreglan telur þó að maðurinn
starfi einn og búi í norðurhluta
Kaliforníu.
Kalla
sendi-
herra frá
Iran
NORSKA stjórnin hefur
ákveðið að kalla heim sendi-
herra Noregs í Iran, Birger
Bye, þar sem írönsk stjórn-
völd neita enn að ógilda
dauðadóm yfir breska rithöf-
undinum Salman Rushdie.
Sendiherrann var kallaður
heim tímabundið 16. janúar.
Sendiráðið verður þó starf-
rækt áfram en æðsti maður
þess verður sendifulBreskir
embættismenn útilokuðu ekki
í gær, að óskað yrði eftir
framsali Leesons til Bret-
lands.
Sakaður um
njósnir
SAKSÓKNARI í Karlsruhe í
Þýskalandi ákærði í gær 46
ára útvarpsfréttamann, sem
nafngreindur var einvörðungu
sem Wolfgang N., fyrir njósn-
ir í þágu austur-þýskra yfir-
valda á dögum Kaldastríðsins.
Hann hóf njósnirnar 1978 en
var afhjúpaður 11 árum
seinna.
Leeson senn
framseldur
HANS-Hermann Eckert, sak-
sóknari í Frankfurt, sagði að
framsal breska bankamanns-
ins Nicks Leeson til Singapore
væri óhjákvæmilegt. Leeson
er sagður bera ábyrgð á hruni
Barings-banka með vafasöm-
um áhættuviðskiptum. Eckert
taldi að af framsali gæti orðið
í september. Vetjendur Lee-
son sögðu ummæli hans mjög
ótímabær þar sem eftir ætti
að fara með málið fyrir rétt
og vörn í því væri eftir.
Wolfman
Jack látinn
BANDARÍSKI útvarps-
maðurinn Robert Smith, sem
gekk undir listamannsnafninu
Wolfman
Jack og öðl-
aðist frægð
út á urg-
andi rödd
sína, lést af
völdum
hjartaslags
í bænum
Belvidere í
Norður-Karólínu á laugardag.
Hann var á 58 aldursári.
Frægð hans jókst til muna
með kvikmyndinni American
Graffiti þar sem fór með hlut-
verk plötusnúðs.
Nýtt kosn-
ingabandalag
í Þýskalandi
NÝTT kosningabandalag
Græningja og Jafnaðar-
mannaflokksins í Norður
Rhín-Vestfalíu í Þýskalandi
varð til um helgina. Með því
að bindast samtökum vonast
flokkarnir til þess að geta
bundið enda á valdatíma
Kristilegra demókrata í þing-
kosningunum 1998. Leiðtog-
ar bandalagsins töldu um
merk tímamót að ræða en
þýskir fjölmiðlar sögðu í gær
að tilraunin væri dæmd til að
mistakast.