Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1995 11 FRÉTTIR Hræ af hrossi og sel- um nálægl Garði Gleymdist að urða hræin HESTSHRÆ og þijú selshræ, sem fundust í malargryfjum milli Garðs og Sandgerðis á sunnudag, hafa verið grafin í jörð. Gryfjurnar eru um kílómetra frá þjóðvegi en þangað liggur vegur. Fólk sem átti leið þarna um kom auga á hræin og lét vita um þau. Ætlaði að urða þegar snjóa leysti Samkvæmt upplýsingum lög- reglu í Keflavík kom í ljós að maður, sem býr ekki langt frá, hafði ætlað að grafa hræin í vetur eftir að hafa nýtt af kjöt af skepn- unum, en komst ekki í gegnum frost. Hann sagði lögreglu að hann hefði gleymt að huga að hræunum þegar snjóa leysti til að grafa þau. Hann er hins vegar búinn að því núna. Morgunblaðið/Jón Svavarsson SLÖKKVILIÐIÐ í Hafnarfirði réði niðurlögum eldsins og gekk slökkvistarf vel. MIKLAR skemmdir urðu í húsinu, mestar í stofu, þar sem talið er að eldurinn hafi komið upp út frá sjónvarpi. Einbýlishús skemmdist mikið í eldi MIKLAR skemmdir urðu á ein- býlishúsi við Holtsbúð í Garðabæ í eldi, sem þar kvikn- aði aðfaranótt sunnudags. Hús- ið var mannlaust þegar eldurinn kom upp. Tilkynnt var um eldinn úr leigubíl skömmu fyrir klukkan fjögur aðfaranótt sunnudags og kom slökkviliðið í Hafnarfirði á staðinn. Samkvæmt upplýsing- um lögreglu braust íbúi í ná- grenninu inn í húsið til að at- huga hvort einhver væri heima en erfitt var um vik vegna elds og hita. Að sögn Helga ívarssonar slökkviliðsstjóra var húsið al- elda þegar slökkviliðið kom á staðinn og logaði út um stofu- glugga á suðurenda hússins. Talið var að húsið væri mann- laust en að sögn Helga var engu að síður leitað í því til öryggis. Helgi segir að vel hafi ráðist við eldinn en Ijóst sé að tjón sé gífurlegt. Mestur eldur var í stofu og talið að kviknað hafi í út frá sjónvarpstæki. Slökkvi- starfi var lokið um klukkan hálfsex en vakt var höfð við húsið til klukkan að verða níu á sunnudagsmorgun. Morgunblaðið/Ingólfur BILLINN sem lenti á hvolfi er ónýtur og hinn mjög mikið skemmdur. Fólkið, sem í þeim var, slapp lítið eða ómeitt. Yfirlýsing vegna sátta í Langholtskirkju Ferðaskrifstofan Addís vill hasla sér völl á Grænlandi Rætt um samstarf við Grænlendinga VEGNA sátta sóknarnefndar og starfsfólks Langholtkirkju og séra Flóka Kristinssonar. Við ofanrituð hörmum mjög þá neikvæðu umfjöllun sem málefni Langholtskirkju hafa hlotið og vafa- samar staðhæfingar um málefni og einstaklinga. Það hafa aldrei verið efasemdir um að sóknarprestur hafi forystu um helgihlad og innra starf kirkjunnar. Það hafa allir haft þá skoðun að kirkjan sé fyrst og fremst hús til helgihalds og það hafi forgang í kirkjunni. Langholtssöfnuður stendur ekki á barmi gjaldþrots, þvert á móti er skuldastaða hans betri nú en verið hefur undanfarin ár. Afborganir af lánum eru nú 17% af föstum tekjum safnaðarins. Ekki er ágreiningur um nein reikningsskil innan safnaðarins. Sóknarnefnd hefur ávallt leitast við að fjárhagsstaða safnaðarins bitni sem minnst á safnaðarstarfi innan kirkjunnar. Orgelsjóður Langholtskirkju er sérstakur sjóður í eigu kirkjunnar og er í umsjá áhugafólks um kaup á orgeli í Langholtskirkju. Sjóðurinn er byggður upp af fijálsum framlög- um einstaklinga og fyrirtækja innan og utan safnaðarins. Sjóðurinn verð- ur ekki notaður til annars en orgel- kaupa. Orgelnefnd hefur verið sett það markmið að fjármagna að fullu org- elkaupin, en það mun kosta um 42 milljónir króna með virðisaukaskatti. Launakjör Kórs Langholtskirkju vegna söngs við guðþjónustur eru eins og kjör flestra kirkjukóra í Reykjavík og eru samkvæmt samn- ingum Kirkjukórasambands Reykja- víkurprófastdæma við þjóðkirkju- söfnuði. Sú þóknun rennur þó ekki í vasa kórfélaga eins og í mörgum öðrum kórum, heldur í kórsjóð og stendur undir almennum rekstri kórsins. Kór Langholtskirkju hefur ávallt borið hag Langholtskirkju fyrir bijósti og lagt henni lið sem frekast er unnt og haldið tónleika henni til styrktar. Að Iokum skal ítrekað að fullar sættir hafa náðst milli aðila og er það vilji allra, sem í Langholtskirkju starfa, að viðhalda góðum starf- sanda og þeim skilningi að allir séu að vinna í þágu kristinnar trúar, hver á sinn hátt, og það móti störfin. Valt í framúr- akstri ÞRÍR voru fluttir undir læknis- hendur eftir árekstur tveggja bíla á Suðurlandsvegi um klukk- an hálfátta á föstudagskvöld. Areksturinn varð með þeim hætti að aka átti fólksbifreið af gerðinni Chevrolet Monza fram- úr Mazda-skutbifreið með tjald- vagn í eftirdragi. Báðum bílun- um var ekið í austurátt. I þann mund sem Monzan var að fara frain úr var Mözdunni beygt til vinstri inn á afleggjarann að bænum Seljalandi. Monzan fór inn í vinstri hlið Mözdunnar og valt í kjölfarið. Fjögurra manna fjölskylda var í Mözdunni en bílstjórinn einn í Monzunni. Bílstjórarnir báðir og drengur úr aftursæti Mözdunnar voru fluttir á heilsugæslustöðina á Hellu þar sém gert var að meiðslum þeirra. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar á Hvolsvelli slapp fólk- ið ótrúlega vel en bílarnir ekki. Monzan er ónýt og Mazdan mjög mikið skemmd. FERÐAMÁLAYFIRVÖLD á Græn- landi koma síðar í þessum mánuði til viðræðna við forsvarsmenn Ferðaskrifstofunnar Addís, sem hefur sérhæft sig í fjallaferðum á jeppum, um samstarf um slíkar ferðir á Grænlandi. Arngrímur Her- mannsson hjá Addís segir að til standi að stofna fyrirtæki um þenn- an rekstur og síðar verði stefnt að því að bjóða upp á jeppaferðir yfir Grænlandsjökul. Arngrímur fékk þá hugmynd fyr- ir átta árum að efna til leiðangurs yfír Grænlandsjökul á jeppum en hugmyndin hefur fengið dræmar undirtektir grænlenskra ferðamála- yfirvalda. Hins vegar ríkir mikill áhugi á samstarfi við Addís um ferðaskrifstofurekstur sem sér- hæfði sig í jeppaferðum. Leiðangur yfir Grænlandsjökul síðar Arngrímur segir að mönnum úr grænlensku ferðaþjónustunni, sem eru væntanlegir til landsins, verði kynnt hvemig Addís standi að ÍSTAK hf. átti lægsta tilboðið í við- haldsframkvæmdir á einu húsa rat- sjárstöðvarinnar á Stokksnesi sem nýlega var boðið út. Tuttugu og fjögur íslensk verktakafyrirtæki sóttust eftir því að bjóða í verkið sem fjármagnað er af Mannvirkja- sjóði Atlantshafsbandalagsins. Níu þeirra uppfylltu öll skilyrði útboðs- ins. Fyrsta útboðið Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á nærri 13,5 milljónir. Tilboð Istaks hf. nam tæpum 8 milljónum króna og er þannig talsvert undir kostnað- aráætlun. jeppaferðum og verði þeim m.a. boðið í ferð upp á jökul. „Við ætlum að kynna þeim hug- mynd að sameiginlegu fyrirtæki þar sem við myndum kenna þeim það sem við kunnum og hjálpa þeim til að byggja upp starfsemi af þessu tagi,“ segir Arngrímur. Hann kveðst sjá það fyrir sér að verði þetta að veruleika verði síðar efnt til jeppaleiðangra yfir Grænland- sjökul. Arngrímur segir að grænlensk ferðamálayfirvöld fái 50-60 fyrir- spurnir um leiðangra yfir Græn- landsjökul á hveiju ári og þeim sé flestum hafnað nema þeir séu af vísindalegum toga. „En þeir virðast vera opnir fyrir allri nýsköpun í atvinnulífinu. Ég hef lagt fram út- reikninga og þetta lítur ágætlega út. Markhópurinn er stór, eða allir ferðamenn sem vilja halda á vit ævintýranna.“ Fyrirtækið yrði með 4-6 bíla, breytta jeppa, t.a.m. Nissan Patrol og Toyota Landcruiser sem yrði breytt hérlendis. Samkvæmt upplýsingum frá ut- anríkisráðuneytinu er útboðið hið fyrsta síðan einkaréttur íslenskra aðalverktaka sf. varðandi bygg- ingaframkvæmdir á vegum Mann- virkjasjóðs Atlantshafsbandalags- ins var afnuminn 1. apríl sl. Heimildarmenn Morgunblaðsins staðfestu ummæli utanríkisráð- herra í viðtali við Morgunblaðið á sunnudaginn að útboðið og hagstæð tilboð verði til þess að Mannvirkja- sjóður auki framkvæmdir hér á landi. Þeir fullyrtu að búast megi við að fleiri og stærri verkefni verði boðin út á næstu tólf mánuðum á vegum Mannvirkjasjóðsins. Mannvirkiasjóður NATO Fleiri og stærri verk boðin út á næstunni J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.