Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Mokveiði á loðnunni austur af Kolbeinsey FYRSTA loðna sumarsins veiddist á sunnudag en Örn KE fékk þá góðan afla austur af Kolbeinsey. Loðnuskipin voru flest að veiðum um 20-40 sjómílur austur af Kol- beinsey en útlit er fyrir að ioðnan sé á hreyfingu vestur á bóginn, að sögn skipstjóra. Fiest loðnu- skipin voru á landleið í gær með fullfermi. 28 loðnuskip höfðu tilkynnt sig á veiðum í gær samkvæmt upplýs- ingum frá Tilkynningaskyldunni og voru þau flest á litlu svæði um 20 mílur austur af Kolbeinsey. Einnig voru skip að leita að loðnu allt að 150 mílum norðaustur af eynni. Örn KE landaði 744 tonnum af loðnu á Raufarhöfn aðfaranótt mánudagsins og Guðmundur VE 865 tonnum og Dagfari GK um 480 tor.num í gær. Á Þórshöfn landaði Gígja VE um 1000 tonnum, Faxi RE um 650,tonnum og Sighvatur Bjarna- son VE um 635 tonnum í gær. Á Siglufirði landaði Bjarni Ólafsson AK um 1.000 tonnum í gær, Grindvíkingur 960 tonnum og Keflvíkingur KE og Höfrungur AK lönduðu þar báðir fullfermi. Hákon ÞH landaði um 1.100 tonn- um og Víkingur AK 1.350 tonnum á Seyðisfirði í gær, Hólmaborg SU landaði 1.550 tonnum, Jón Kjartansson SU 1.100 tonnum og Guðrún Þorkellsdóttir SU 700 Loðnan rýr o g full af átu tonnum á Eskifirði og Sigurðúr VE fullfermi á Reyðarfirði. Öll loðnuskipin voru- á landleið í gær með fullfermi þannig að ætla má að um tuttugu þúsund tonn af loðnu hafi borist á land. Loðnan full af átu Loðnan þykir lélegt hráefni, mikii áta er í henni og hún geym- ist því lítið og verður fljótt að vökva. Skipin geta því ekki verið lengi með aflann um borð á miðun- um og að sögn Hilmars Þórs Hilm- arssonar, verksmiðjustjóra á Þórs- höfn, geta bræðslurnar ekki tekið við miklu hráefni í einu vegna þessa. Hólmaborg SU var í gær A leið til Eskifjarðar með um 1.550 tonn af loðnu. Kristgeir Friðgeirsson stýrimaður sagði að mokveiði hefði verið á miðunum og að þeir hefðu fengið þennan afla í fimm köstum, það stærsta um 600 tonn. Hann sagði loðnuna vera heldur rýra, þó væri hún ekki mjög smá heldur frekar af millistærð og full af átu. Hann sagði að loðnan sem þeir köstuðu á, væri á vesturleið en færi ekki hratt yfir. Viðar Karlsson, skipstjóri á Vík- ingi AK, sagði að loðnan hafi feng- ist um 40 mílur austur af Kolbeins- ey en hann var ekki viss um hvort að þarna væri mikið magn á ferð- inni en þeir ættu eftir að leita betur vestar á svæðinu. Viðar sagði að þeir hafi fyllt sig í fjórum köstum og þar að auki gefið um 300 tonn. Júpiter ÞH sigldi á drumb Júpiter ÞH varð fyrir því óláni að sigla á rekaviðardrumb á leið- inni á loðnumiðin í gær. Við það bognaði astekstykkið og þurfti skipið að fara í slipp á Akureyri til viðgerða. Reiknað er með að þeim ljúki í dag og getur skipið þá haldið aftur til veiða. Samheiji kaupir HelguII ÚTGERÐARFYRIRTÆKIÐ Sam- hetji hf. á Akureyri hefur keypt fiskveiðiskipið Helgu II af Ingi- mundi hf. í Reykjavík og fær Sam- herji skipið afhent í september næstkomandi. Vegna kaupanna á Helgu II verða þrjú skip í útgerðar- flota Samhetja seld og úreld. Helga II er útbúin til loðnuveiða og togveiða og fylgir skipinu afla- hlutdeild þess í loðnu, sem nemur 3,6% af úthlutuðum afla. Um borð er einnig búnaður til frystingar á rækju og fullvinnslu bolfísks. Með kaupunum hyggst Samhetji hf. auka fjölbreytnina í útgerðar- mynstri fyrirtækisins. Öflugt veiðiskip Helga II, sem smíðuð var árið 1988 í Noregi, er tæplega 800 brúttórúmlestir að stærð. Skipið er 52 metrar að lengd og 12,5 metrar að breidd og er búið 4 þúsund hest- afla aðalvél. Ingimundur hf. einbeitir sér að rækjuveiðum Ingimundur hf. er með í smíðum fyrir sig nýtt rækjufrystiskip í Noregi sem afhent verður í júní á næsta ári. Fyrirtækið hefur á und- anförnum misserum verið að afla sér aukinna aflaheimilda í rækju- veiðum og hyggst fyrirtækið ein- beita sér í meira mæli að þeim veiðum I framtíðinni. Salan á Helgu II og aflahlutdeild hennar í loðnu til Samheija hf. er rneðal annars liður í þeim áformum. - kjarni málsins! ci&rvyjásH 09_S'ma Þú hefur tæplega séð jafn skemmtilegan GSM farsíma og Flare. Hann fæst í 3 litum og vegur aðeins 212 grömm. Sendistyrkurinn er 2 wött og simanum^ fylgir fullkomið hleðslutæki. Flare - meiriháttar sími. \\l » I, ÍÓ^ l°g ur (j54.490#-stgr. 57.358,- afb. MOTOFtOLA PÓSTUR OG SÍMI FRÉTTIR: EVRÓPA Reuter JACQUES Santer, forseti framkvæmdasljórnar ESB, kom til Madrid í gær í tilefni þess að Spánn tók við forsæti í ráðherra- ráði sambandsins. Gonzalez forsætisráðherra tekur hér á móti Santer í Moncloa-höll. A-Evrópitríki ekki til Madrid Madrid. Reuter. ÓLÍKLEGT er, að austur- og mið- evrópsku ríkjunum, sem áhuga hafa á Evrópusambandsaðild, verði boðin þátttaka í næsta leiðtoga- fundi ESB í Madríd í desember, að sögn forsætisráðherra Spánar, Felipe Gonzalez. Á fréttamannafundi, sem hald- inn var í tilefni af því að Spánn tók við forystu í ráðherraráði ESB nú um mánaðamótin, var Gonzalez spurður álits á kvörtunum sem borizt hefðu frá austurevrópu- mönnum, sem segðu þátttöku sína í þeim tveimur fundum sem þeir hefðu sótt hingað til, í Essen og Cannes, hafa verið lítið meira en tækifæri til að sitja fyrir á ljós- myndum með leiðtogum ESB. Gonzalez svaraði því til, að margvísleg ráð og nefndir ESB ynnu í samráði við hin tilvonandi aðildarríki til þess að aðstoða þau við nauðsynlegan undirbúning að- ildar, og á næstu vikum myndi framkvæmdastjórnin hefjast handa við að endurmeta þarfir A-Evrópu- ríkjanna með tilliti til hinnar sam- eiginlegu landbúnaðarstefnu ESB. Hann tók jafnframt fram, að leiðtogar mið- og austurevrópsku ríkjanna hefðu verið viðstaddir þann eina leiðtogafund árlega, sem gert er ráð fyrir samkvæmt auka- aðildarsamningunum. „Það munu ekki verða teknar myndir í Madríd," sagði Gonzalez, „Næsti fundur þar sem tækifæri til myndatöku gefst, verður á Ital- íu.“ Ítalía tekur við ESB-for- mennskunni af Spáni í janúar næst- komandi. Finni í embætti umboðsmanns? • FINNINN Jacob Söderman virðist sigurstranglegastur í kjöri Evrópuþingsins á umboðs- manni ESB, sem fram fer í næstu viku. Sex manns keppa um embættið, en það hefur tek- ið þingið nærri því ár að finna rétta manninn í starfið. Nái Söd- erman kjöri, verður hlutverk hans að gæta hagsmuna evróp- skra borgara gagnvart stofnun- um ESB. í yfirheyrslu þing- nefndar í seinustu viku sagði Söderman að Norðurlandabúar hefðu mikla reynslu af því að 61% Svíaá móti ESB Stokkhólmi. Reuter. TVEIR af hveijum þremur Svíum myndu hafna aðild að Evrópusam- bandinu (ESB) ef haldin yrði þjóð- aratkvæðagreiðsla um inngöngu á nýjan Íeik, að því er fram kemur í skoðanakönnun, sem birtist í gær. Ekki eru nema sjö mánuðir síðan Svíar samþykktu inngöngu í ESB. Samkvæmt skoðanakönnuninni, sem Sifo-stofnunin gerði og greint var frá í sænska útvarpinu, myndu 61% greiða atkvæði gegn aðild, en 30% með ef gengið yrði til at- kvæða nú. Könnunin tók til 5.300 manna. 52,3% Svía voru fylgjandi aðild þegar samþykkt var að ganga í ESB í nóvember. tryggja réttindi borgaranna og sagðist myndu stuðla að frið- samlegum samskiptum þegna og stjórnvalda. • NÝ skoðanakönnun í Tékk- landi sýnir að landsmönnum, sem hlynntir eru aðild að ESB, hefur fjölgað úr 39% í nóvember sl. í 44% nú. Ef hins vegar var litið á þá, sem afstöðu tóku, vildu 87% þeirra ESB-aðild. Rík- isstjórn Tékklands hyggst sækja um fulla ESB-aðild á næsta ári. • SÆNSKI bílaframleiðandinn Volvo hyggst opna sérstaka skrifstofu í Brussel til að gæta hagsmuna fyrirtækisins gagn- vart Evrópusambandinu. • KLAUS Hansch, sem verið hefur forseti Evrópuþingsins í eitt ár, hefur tekizt að reka þingið með rekstrarafgangi. Hánsch hefur meðal annars skorið niður utanlandsferðir Evrópuþingmanna og fækkað í sendinefndum þingsins. • SICCO Mansholt, fyrrverandi framkvæmdastjórnarmaður Evrópusambandsins og höfund- ur sameiginlegu landbúnað- arstefnunnar, er látinn, 86 ára að aldri. I minningarávarpi um Mansholt sagði Jacques Santer, forseti framkvæmdastjórnar- innar, að Mansholt hefði áttað sig á að landbúnaðarstefnan yrði að taka breytingum og hann hefði verið einn öflugasti talsmaður umhverfissjónarmiða innan ESB. D ! i » t í I \ I | \ I I I i | I í I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.