Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1995 13 Velheppnað kaupstaðarafmæli á Seyðisfirði LÍFLEGT var á götum Seyðisfjarðar afmælisdagana. Morgunbiaðið/Pétur Kristjánsson Veðrið var besta afmælisgjöfin Seyðisfirði - Hátíðarhöld vegna 100 ára afmælis Seyðisfjarðar- kaupstaðar heppnuðust vel og var þeim slitið við hátíðlega athöfn síðastliðið sunnudagskvöld. Sól- skin og hiti einkenndu veðurfar á staðnum og smárigningarskúr á laugardagsmorgun frískaði upp loftið og varð til þess að gróður- inn fékk langþráða vætu. Margir hafa haft orð á því að veðrið hafi verið besta afmælisgjöfin. Gestir og gangandi nutu lífsins, skoðuðu fjölda sýninga sem í boði var og fylgdust með dagskránni, sem að mestu leyti fór fram við nýja miðbæjartorgið. Þar var mikil tónlistar- og skemmtidag- skrá fyrir alla aldurshópa. Mikill fjöldi manna sótti Seyðisfjörð heim. Laugardagsböllin í Herðu- breið og í stóra tjaldinu verða lík- lega lengi í minnum höfð því ann- UNGIR og aldnir nutu veður- blíðunnar afmælisdagana. ar eins fjöldi hefur ekki sést sam- an kominn á Seyðisfirði síðan á _ síldarárunum, ef nokkru sinni. Á sunnudagskvöld og fram á nótt var opið hús í Herðubreið. Þar kom fram fjöldi tónlistarmanna í óskipulagðri dagskrá og skemmtu sér saman ungir sem aldnir. Það sem flestir hafa orð á í umræðunni nú er hversu vel og friðsamlega allt fór fram og hversu afslappað og vingjarnlegt viðmót var ríkjandi manna á með- al. Umgengni manna um bæinn var svo góð að menn trúa því varla. Skemmdir og spjöll áttu ekki upp á pallborðið hjá þeim sem bæinn gistu um helgina. Að sögn lögreglu urðu engin alvarleg slys né átök. Enginn var tekinn við ölvunarakstur þrátt fyrir mik- ið eftirlit með ástandi ökumanna. Enginn viðmælandi fréttaritara hafði slæma sögu að segja þessa helgi. Þvert á móti vildu þeir all- ir leggja áherslu á gleði sína vegna þess hversu vel tókst til og hversu mikilli gleði tókst að miðla manna á meðal. Grunnskólinn fær tíu nýjar skólastofur Þorlákshöfn - Þegar Grunnskól- anum í Þorlákshöfn var slitið í vor voru tíu nýjar skólastofur formlega teknar í notkun. Þetta er veruleg aukning á húsrými skóla sem ekki er með nema liðlega 250 nemend- ur. Halldór Sigurðsson skólastjóri sagði í skólaslitaræðu sinni að á næsta ári yrði skólinn einsetinn og allir nemendur gætu hafið nám að morgni. Einnig fagnaði hann því að Tónlistarskólinn, sem að hluta til hefur starfað innan veggja Grunnskólans, flytur nú alla sína starfsemi þangað. Smíðakennsla sem verið hefur í útihúsi fjarri skólanum er nú komin heim. Hall- dór sagði einnig að vinnuaðstaða kennara væri orðin mjög góð. Bjarni Jónsson oddviti flutti ræðu við þetta tilefni og þakkaði hann verktökum sem nær allir voru heimamenn fyrir frábæra vinnu og gat þess að einingaverð í byggingunni væri töluvert lægri en þau norm sem gefin væru. Hann óskaði starfsfólki skólans til hamingju með áfangann sem er nokkuð sérstök bygging, sexhym- ingur og allar stofurnar trapisulag- aðar. Hönnuður var Kjartan Sveinsson. Að athöfninni lokinni var öllum boðið upp á veitingar. 50 ára kaupstaðarafmæli Ólafsfjarðarbæjar haldið hátíðlegt Forsetinn í heimsókn og fjölbreytt hátíðardagskrá Morgunblaðið/Sverrir Páll Olafsfjörður fimmtugur. í TILEFNI 50 ára afmælis Ólafs- fjarðarbæjar verða mikil hátíðahöld dagana 7.-16. júlí og viðhafnarsvip- ur á bænum. Áð hátíðardagskránni hefur unnið afmælishátíðarnefnd undir forystu Sigurðar Björnssonar. Forseti íslands mun heimsækja Ól- afsfjörð í tilefni afmælisins laugar- daginn 8,.júlí. Fjölmargar sýningar, skemmtanir og íþróttamót verða í boði í Ólafsfirði í langri afmælisviku, sem stendur alls 10 daga. Afmælis Ólafsfjarðar er minnst meira og minna allt árið þótt meg- indagskráin verði nú í júlí. í janúar var hátíðarfundur bæjarstjórnar, enda hlaut staðurinn kaupstaðar- réttindi 1. janúar. Um páska var útivistarhátíð í Tindaöxl í tilefni af- mælisins og 22. apríl var menningar- dagskrá í tilefni 30 ára afmælis Tónskóla Ólafsfjarðar, 100 ára af- mælis Lestrarfélags Ólafsfjarðar og 101 árs afmælis fræðslustarfs í Ól- afsfírði. 16. september býður bæjar- stjórn Ólafsíjarðar til ráðstefnu um jaðarbyggðir og stöðu þeirra og lok afmælishátíðarinnar verða 28. októ- ber þegar haldin verður Afmælisárs- hátíð Ólafsfirðinga. Þrjár megináherslur Að sögn Sigurðar Björnssonar, formanns afmælisnefndarinnar, setti hún sér í upphafi þrjú mark- mið, að koma á fót starfi sem yrði bæjarfélaginu til heilla, að kynna bæinn út á við og að skemmta bæj- arbúum og gestum þeirra. Lögð hef- ur verið fram tillaga til bæjarstjórn- ar um gæðastjórnun í bæjarkerfinu, sem er langtímaverkefni sem leiða á til bættra vinnubragða og bættrar þjónustu við bæjarbúa. Kynningar- og skemmtihluti afmælisdagskrár- innar fer að meginhluta fram nú á afmælishátíðinni í júlí, sem stendur tvær helgar og vikuna þar í milli. Afmælishátíðin hefst föstudaginn 7. júlí með dagskrá fvrir unglinga í Ólafsfirði og jafnaldra þeirra frá nágrannabæjunum. Laugardaginn 8. júlí heimsækir forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, Ólafsfirðinga og munu bæjarbúar fagna fosetan- um við Tjarnarborg um hádegisbil. Forsetinn mun síðar vera við vígslu húss eldri borgara í Ólafsfirði, skoða sýningar, sitja kvöldverðarboð bæj- arstjórnar og vera heiðursgestur á frumsýningu gamansams sögu- annáls Ólafsfjarðar, sem Guðmund- ur Ólafsson leikari og rithöfundur hefur tekið saman. í afmælisvikunni verða sýningar opnar og haldin leikjanámskeið fyrir börn og unglinga þar sem meðal annars verða kynntir gamlir leikir. Fimmtudaginn 13. júlí tekur bæj- arstjórn á móti boðsgestum, alþing- ismönnum, fyrrverandi bæjarstjór- um og gestum frá nágrannasveitar- félögunum. Þá verður meðal annars kynning á framleiðslu fyrirtækja í Ólafsfirði og SH og SIF gangast fyrir sjávarréttakynningu. Gamlir Ólafsfirðingar snúa heim Brottfluttir Ólafsfirðingar hafa sýnt gamla bænum sínum rækt og komið á undanförnum árum heim til að gróðursetja tré. Þá hafa þeir haft útigrill fyrir bæjarbúa og þeir munu gera það nú á afmælisárinu eins og áður. Þetta verður laugar- daginn 15. júlí, en kvöldið áður verða kaffihúsatónleikar í Tjarnarborg þar sem fram koma ólafsfirskir tónlistar- menn. Laugardaginn 15. júlí er í boði mikil og fjölbreytt dagskrá frá morgni og fram á sólbjarta nótt. Útimessa verður við Tjarnarborg sunnudaginn 16. júlí og lýkur þar með langri afmælisviku. Að sögn Sigurðar Björnssonar er vænst mikils fjölda gesta á afmælis- hátíðina, bæði brottfluttra ólafsfirð- inga og ekki síður nágranna og ann- arra vina og velunnara bæjarins. Morgunblaðið/Davíð Pétursson Skátastarf í Skorradal Grund, Skorradal - Uppbygg- ing Skátafélags Akraness við skála félagsins Skátafell í landi Stóru-Drageyrar í Skorradal og framkvæmdaáform til aldamóta verða studd með fjárframlögum Akraneskaupstaðar og gjörn- ingur, þessu til staðfestingar, undirritaður fyrstu viku júní- mánaðar. Sólarlaust var og nokkuð kalt en mikil hátíðarstemming þegar fjöldi skáta og gesta kom saman að Skátafelli í Skorradal til að vera við þegar fullskipað Bæjar- ráð Akraness með bæjarstjóra sinn Gísla Gíslason í broddi fylk- ingar ásamt stjórnarmönnum Skátafélags Akraness undirrit- uðu samstarsfsamning vegna uPPbyggingar við Skátafell. Samkoman var sett í sal Skátafells þar sem formaður Skátafélags Akraness, Sigurður Guðjónsson, bauð gesti vel- komna og skýrði frá fyrirhuguð- um framkvæmdum sem voru m.a. þessar: Endurbætt einangr- un á skátaskálanum og lokafrá- gangur hans. Frágangur á tjald- svæði, leiksvæði og bílastæðum. Þegar undirritun samningsins var lokið tók til máls forseti bæjarstjórnar Akraness, Guð- bjartur Hannesson. Skýrði hann frá innihaldi samkomulagsins en það spannar tímabilið 1995-2000 og á að stuðla að aukinni náttúni og útilífsnotkun á svæði Skátafé- lags Akraness í Skorrdal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.