Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.07.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1995 31 AÐSENDAR GREINAR Skipulag dýralækning’a í MORGUNBLAÐINU 29. júní er grein og viðtöl við Sigurð Inga Jóhannsson, talsmann sjálfstætt starfandi dýralækna, Árna M. Mat- hiesen, alþingismann og dýralækni, og Brynjólf Sandholt, yfirdýra- lækni, um endurskipulagningu dýralæknaþjónustunnar í landinu. Ég er viss um að við sem störfum í faginu hefðum heldur viljað heyra um þessi mál frá yfirdýralækni beint, en lesa um þau í Morgunblað- inu. Þetta segi ég ekki til að varpa rýrð á Morgunblaðið, sem ég er fastur áskrifandi að, heldur til að sýna hversu litla umfjöllun þetta mál hefur fengið hjá dýralæknum landsins og þá ekki síður dýraeig- endum eins og t.d. bændum, sem eru ekki síst aðilar að þessum málum. Kerfi það sem er í gildi í dag svipar til þess nets heilsugæslu- stöðva sem er um landið og tryggja íbúum landsins aðgang að læknis- þjónustu innan skynsamlegrar ijar- lægðar á öllum tímum sólahrings. Á svipaðan hátt er landinu skipt í héraðsdýralæknisumdæmi og eru vaktsvæðin á landinu 21, en hér- aðsdýralæknisembættin nokkru fleiri. Þetta kerfí hefur tryggt dýra- eigendum neyðarþjónustu á öllum tímum sólarhrings allt árið vegna sjúkra dýra og er þýðingarmikið bæði fyrir bændur sem og aðra dýraeigendur eins og hestamenn og gæludýraeigendur. Einnig hefur kerfíð tryggt ódýrt og gott eftirlit. Ekki hefur þurft að borga ferða- kostnað og uppihald eftirlitsmanna „að sunnan" vegna þess heil- brigðiseftirlits sem héraðsdýra- læknar inna af hendi við fram- leiðslu búvöru. Það eftirlit nær allt frá frumframleiðslunni heima á bænum til þess að var- an er flutt úr héraði á markað. Þetta kerfí hefur skilað okkur heil- næmum landbúnaðar- afurðum, sem eru lausar við lyf og önnur aðskötaefni, skv. rann- sóknum yfirdýralækn- isembættisins. Nútíma hugmyndir ganga ein- mitt út á að sami aðili hafi sem mest tækifæri til að fylgjast með framleiðslunni allt framleiðsluferlið. Stundum nefnt frá bónda til borðs. Því miður hefur þessu kerfi þó hnignað að því leyti á undanförnum árum að ekki hafa fengist dýralæknar til að manna þau héraðsdýralækn- isembætti sem eru á Vestfjörðum vegna þess að launa-og starfskjör eru þannig, að dýralæknar kjósa heldur að starfa sjálfstætt í þéttbýl- ustu og auðveldustu byggðum landsins. Þessi kjör þarf að bæta því kjör héraðsdýralækna í dreif- býlustu og erfíðustu héruðunum eru orðin þannig að veruleg hætta er á að erfítt verði að manna fleiri héruð en þau sem nú eru ekki set- in. Það er eiginlega ótrúleg þraut- seigja dýralækna á þessum stöðum að gefast ekki upp og blanda sér í „samkeppnina á Suðvesturhorn- inu“ þar sem samgöngurnar og veðurfarið er oft svo mikið auðveld- ara. Því var það var einróma álit héraðsdýraiækna í kröfugerð vegna komandi kjarasamninga að leggja ætti megináhersiu á að bæta kjör héraðsdýralækna á dreifbýl- ustu svæðunum. Sérgreinadýra- læknar eru nauðsyn- leg viðbót við héraðs- dýralæknakerfið. Skipulagning, skrán- ingar sjúkdóma og úrvinnsla úr þeim upplýsingum, rann- sóknir, ráðgjöf, end- urmenntun dýra- lækna og fræðsla til dýraeigenda og bænda er ærið verk- efni fyrir sérgreina- dýralækna. Eigi þeir í framtíðinni að sinna hluta af þeim verkefn- um er héraðsdýra- læknar hafa sinnt er hætt við að þeir hafí ekki tíma til fyrrgreindra verkefna sem aftur hindrar nauðsynlega framþróun í faginu. Dýralækningar okkar byggja að mestu á erlendri þekkingu, en íslenskar aðstæður kalla á íslenskar rannsóknir til að þekkingin nýtist sem best. Sjálfstætt starfandi dýralæknar hafa verið kærkomin viðbót við þá dýralækna sem fyrir hafa verið. Þeir hafa í flestum tilfellum sett sig niður í þéttbýlinu, þar sem hér- aðsdýralæknar höfðu ekki mögu- leika á að ná yfir öll þau störf, sem skapast hafa á undanförnum árum, sérstaklega við hesta-og gæludýra- lækningar. Þessum lækningum hefur enda fleygt fram: Tekinn hefur verið í notkun flóknari og dýrari tækjabúnaður, byggð að- staða til aðgerða og innlagnar dýra og síðast en ekki síst hafa dýra- læknarnir aflað sér þekkingar og reynslu á því sviði sem þeir starfa. Yíðast hefur verið góð samvinna milli héraðsdýralækna og sjálfstætt Sérgreinadýralækning- ar eru, að mati Rögn- valds Ingólfssonar, nauðsynleg viðbót við héraðsdýralæknakerfið. starfandi dýralækna. Helgarvökt- um hefur verið skipt þannig. að dýralæknarnir hafa getað notið frí- stunda og sjálfstætt starfandi dýra- læknar hafa leyst héraðsdýralækna af hólmi í leyfum og veikindafor- föllum. Þrátt fyrir þá aukningu sem orð- ið hefur í sérhæfðri dýralæknis- þjónustu og þjónustu sjálfstætt starfandi dýralækna, er nauðsyn- legt að tryggja grundvallarþjón- ustu á landinu öllu og það verður ekki gert ef héraðsdýralæknum verður fækkað frá því sem nú er og þeim sem eftir yrðu eingöngu falin eftirlitsstörf. Það væri þá markaðurinn einn sem yrði látinn ráða hvort dýralæknir væri tiltæk- ur þegar sinna þyrfti sjúku dýri. Ég veit að formaður Dýraverndar- ráðs, Árni M. Mathiesen, hlýtur að vera mér sammála um þetta. Eng- inn veit betur en hann hve stór þáttur dýraverndar í landinu það er að sjúk eða slösuð dýr fái skjóta læknishjálp, enda átti hann sinn þátt í því að skýr ákvæði eru um þetta í nýju dýraverndarlögunum. Það hefur verið stefna Dýra- læknafélags íslands að gjaldskrá yrði gefín fijáls. í hesta og gælu- dýralækningum hefur hún verið frjáls í reynd um margra ára bil Rögnvaldur Ingólfsson vegna þess að margar helstu að- gerðir á þessum dýrum eru skráðar í gjaldskrá fyrir dýralækna „sam- kvæmt samkomulagi hveiju sinni“. Á hinn bóginn þarf ekki annað en. að líta á stöðu hefðbundins land- búnaðar í dag til að sjá að ekki er mikið svigrúm til hækkana á gjald- skrá fyrir lækningar á búum bænda. Þannig tel ég að frjáls gjaldskrá boði litlar breytingar hvað tekjur dýralækna varðar og sé ætlun einhverra dýralækna í dreifbýli að hækka gjaldskrá sína mikið þegar hún verður gefin „fijáls“ þá fækkar þeim verkefnum sem borgar sig fyrir bændur að fá þá til að inna af hendi. Svona eru lögmál markaðarins. Ferðakostnaður er stór hluti dýralækniskostnaðar í dreifbýli og hafa þjóðir í dreifbýlum löndum eins og t.d. Norðmenn brugðist við því með að hið opinbera hefur tek- ið þátt í kostnaðinum á grundvelli byggða-og dýraverndarsjónarmiða. Ég vil ekki leggja mat.á það hér hvort siík kostnaðarhlutdeild á rétt á sér, en ferðakostnaður mun stór- aukast ef búseta dýralækna í öllum landshlutum verður ekki tryggð. í dag borgar hið opinbera ferða- kostnað dýralækna vestur á firði mörgum sinnum á ári vegna eftir- lits og lækninga, þess var ekki þörf meðan héraðsdýralæknar störfuðu í fjórðungnum. Vonandi á yfírdýralæknir eftir að kynna sín sjónarmið betur fyrir starfsbræðrum sínum og þjóðinni og vonandi tryggja þær breytingar sem kynnu að vera nauðsynlegar með nýjum lögum frá Alþingi eins góða og ódýra þjónustu eins og unnt er að veita á landinu öllu. Ég treysti Alþingismönnum til þess að gæta hagsmuna manna og málleys- ingja ef þeir kynna sér málin til hlítar. Höfundur er formaður Dýralæknafélags íslands. Karlmenni og klappstýrur „MÉR FINNST ekki að stelpur þurfi að læra þetta,“ sagði ung kona í kennslustund í framhaldsskóla fyr- ir nokkrum árum. Námsefnið var félagsfræði og kennarinn var að útskýra hugtök eins og verðbólgu og viðskiptahalla. Unga konan var fyrirsæta og henni fannst ekkert sjálfsagðara en að láta strákunum eftir að vasast í leiðindahlutum eins og efnahagsmálum. Þessi unga kona hefur nú eignast skoðanasystur í stærsta stjórnmála- flokki landsins. Þær eru að vísu betur menntaðar og nokkru eldri en hún var, en grunntónninn er sá sami: „Látum strákana bara um þetta! Þeir eru svo ægilega flinkir." „Sjálfstæðar“ konur Ungu „sjálfstæðu" konurnar vöktu mikla athygli í nýafstaðinni kosningabaráttu. Áberandi sjón- varpsauglýsingar og dreifirit þeirra tóku á jafnréttismálunum með af- gerandi hætti, sem ekki hafði áður einkennt Sjálfstæðisflokkinn. Við- brögðin létu heldur ekki á sér standa. F'jölmiðlar og áhrifamenn kepptust um að lýsa því yfir, að nú væri kvennalistinn orðinn óþarf- ur. Jafnréttismálin væru komin í örugga höfn hjá fjórflokkunum og því þyrftu konurnar ekki lengur að vera með eigin lista. Þegar spyrill Dagsljóss í Ríkis- sjónvarpinu reyndi að fá í viðtal félaga úr Sjálfstæðum konum, sem jafnframt væri í framboði, kom hið sanna í ljós. Engin þeirra var ofar- lega á framboðslistum Sjálfstæðis- flokksins og sárafáar í framboði yfirleitt. Stór hluti hópsins virðist vera eiginkonur og dætur forystu- manna í flokknum. Eru konur ekki jafnhæfar? Raunveruleg stefna Sjálfstæðis- flokksins í jafnréttismálum kom þó best í ljós eftir kosning- ar. Þegar skipa átti í sæti ráðherra og for- seta alþingis, kom eng- in sjálfstæðiskona til greina. Sjálfstæðu konurnar voru hæstánægðar með þetta. Ein þeirra svar- aði spurningu sjón- varpsfréttamanns með því að spyija til baka hvaða kona hefði átt að koma í staðinn fyrir Björn Bjarnason. Sem sagt, engin kvennanna í þingflokki Sjálfstæð- isflokksins er jafnhæf i ráðherrastöðu og Björn, að mati sjálfstæðu kvenn- anna. Ef íslenskar konur eru í raun eins lítilþægar og orð „sjálfstæðu" konunnar benda til, er ekki undar- legt þótt mikið launamisrétti ríki hérlendis. Reyndar hafa eldri og reyndari konur í Sjálfstæðisflokkn- um svarað þessum málflutningi af festu og er það vel. Niðurstaðan er samt sú, að þær bera lítið úr býtum eftir þessa stjórnarmyndun. Framsóknarkonur mega betur við una og er það kaldhæðnislegt, að Framsóknarflokkurinn skuli vera jafnréttissinnaðri en sá flokkur, sem fyrstur skipaði konu í ráðherra- stól á Islandi. Ein kona til skrauts Það var sérkennilegt að hlusta á umfjöllun fjölmiðla og stjórn- málaskýrenda á meðan verið var að vinna að skipan í ráðherraemb- ætti. Þeir veltu vöngum yfir því hvaða kona fengi nú sæti í ríkis- stjórninni. Yrði það Ingibjörg, Val- gerður eða Siv? Allir gengu út frá því að það væri nánast náttúrulög- mál að aðeins ein kona gæti verið í ríkisstjórn í einu. Á meðan frændfólk okkar annars staðar á Norðurlöndum færist æ meir í jafnréttisátt á sviði stjórnmálanna, sitjum við uppi með sama, gamla og hall- ærislega fyrirkomu- lagið. Þegar ríkis- stjórn íslands stillir sér upp til myndatöku, stendur ein kona til hliðar í hafsjó af gráum jakkafötum, eins og til skrauts. Sjálfstæðar konur hafa haldið því fram í ræðu og riti, að konur geti ekki ætlast til að fá fleiri full- trúa í bili. Þátttaka kvenna í stjórn- málum sé svo skammt á veg kom- in, að það þurfi að vinna mikið undirbúningsstarf, áður en hægt sé að krefjast jafnréttis í reynd. Þetta var kannski satt fyrir nokkrum áratugum, þegar konur voru að stíga sín fyrstu skref í stjórnmálum á íslandi. Þessi mál- flutningur Sjálfstæðra kvenna nú er hins vegar móðgun við allar þær konur, sem barist hafa einar sér eða við hlið karla í íslenskum stjórnmálum um árabil. Valkyrjur eða klappstýrur? Þær örfáu konur, sem setið hafa í ríkisstjórn fyrir hönd islensku þjóðarinnar, hafa alls ekki verið neinar puntudúkkur. Jóhanna Sig- urðardóttir stýrði sínu ráðuneyti af röggsemi og stóð uppi í hárinu á körlunum, enda var hún fyrir það kölluð frekja og talin óhæf til sam- starfs. Rannveig Guðmundsdóttir stóð sig með sóma þann stutta tíma sem hún var félagsmálaráðherra, enda hefur hún langa reynslu af stjórnmálum. íslensk stjórnmál minna óneitanlega á íþróttir í bandarískum menntaskóla, segir Svala Jónsdóttir. Karl- mennirnir skipa mikil- vægar stöður, á meðan konurnar standa til hliðar og klappa. Það er athyglisvert að stjórn Alþýðuflokksins gekk upphaflega framhjá Rannveigu við skipan í ráðherraembætti og tók framyfir hana karl, sem var neðar á lista í sama kjördæmi. Þrátt fyrir það, sem Sjálfstæðu konurnar halda fram, er það ekki alltaf röð á fram- boðslistum sem ræður. íslensk stjórnmál minna óneitanlega á íþróttir i bandarísk- um menntaskóla. í skólum vestan- hafs skipta íþróttir miklu máli. Hraustir strákar spila ruðning, eða bandarískan fótbolta og íþrótta- hetjurnar eru í miklum metum í skólanum. Það hlutverk, sem stúlk- urnar í þessum skólum fá, er að vera klappstýrur og hvetja strák- ana áfram. Islenskir stjórnmálamenn virð- ast vera á svipuðu þroskastigi og bandarískir menntaskólanemar. Karlmennirnir skipa mikilvægar stöður, á meðan konurnar standa til hliðar og klappa fyrir hetjunum. Af og til fær kannski ein og ein að spila með, ef hún er þæg og þvælist ekki fyrir strákunum. Svala Jónsdóttir Framtíð jafnréttisins Þrátt fyrir allt er það ánægju- legt, hvað jafnréttismálin voru áberandi í kosningabaráttunni og við myndun ríkisstjórnarinnar. Enn eru þó margir, sem ekki hafa vakn- að af aldalöngum draumi aftur- haldsaflanna. Morgunblaðið setti í leiðara út á reynsluleysi nýs ráðherra heil- brigðis- og tryggingamála, Ingi- bjargar Pálmadóttur. Blaðinu fannst vafasamt að skipa konu í sæti ráðherra, sem aðeins hefði verið í fjögur ár á Alþingi. Hins vegar minntist leiðarahöfundur hvorki á sjálfan forsætisráðherra né nýskipaðan menntamálaráð- herra, sem báðir hafa setið jafn- lengi á þingi og Ingibjörg. Davíð Oddsson var nýliði á þingi þegar hann varð forsætisráðherra, en ekki gerði Morgunblaðið athuga- semd við það. Ingibjörg Pálmadóttir fékk einn- ig undarleg viðbrögð frá DV, sem setti í fyrirsögn að nú væri „mamma" orðin ráðherra. Blaða- maðurinn furðaði sig á því, hvernig margra barna móðir færi að því að vera ráðherra og þurfti Ingi- björg að réttlæta stjórnmálaþátt- töku sína. Það er merkilegt, að engum hefur dottið í hug að spytja Friðrik Sophusson hvernig hann fer að því að samræma föðurhlut- verkið og ráðherrastarfið. Það er kannski vegna þess hvað hann á „sjálfstæða" konu. Sjálfstæðar konur eru engin nýjung, þrátt fyrir að málflutning- ur þeirra sé færður í nútímalegan búning. í raun og veru eru þær afturhvarf til nítjándu aldar, þegar hlutverk siðprúðra kvenna var að standa á bak við menn sína. Það er vonandi að forystumenn í ís- lenskum stjórnmálum tileinki sér hugsunarhátt tuttugustu aldarinn- ar, áður en sú tuttugasta og fyrsta gengur í garð. Höfundur er fjölmiðlafræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.