Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C/D tvgunÞIjiMfc STOFNAÐ 1913 150. TBL. 83. ARG. FIMMTUDAGUR 6. JULI1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Ráðstefna SÞ um jarðsprengjur Vondaufir um fjár- söfnun Genf. Reuter. STÓR ráðstefna á vegum Sam- einuðu þjóðanna (SÞ) um þá plágu sem jarðsprengjur eru víða um heim hófst í gær í Genf í Sviss. Þátttakendur voru vondaufir um árangur vegna lítilla fyrirheita um fjárstuðn- ing við sprengjuhreinsun. Að mati SÞ leynast allt að 110 milljónir jarðsprengja í jörðu í 64 löndum. Árlega bíða um 10.000 óbreyttir borgarar bana af völdum jarðsprengja. Miklu fleiri hljóta örkuml. Jarðsprengja kostar um 200 krónur en hreinsunin er allt að þrjúhundruðfalt dýrari. Tilgangur ráðstefnunnar er að fjármagna hreinsunarstarf og vekja menn til umhugsunar um þann vanda sem stafar af jarðsprengjum. Vonast var til að 75 milljónir dollara söfnuð- ust til að fjármagna sprengju- hreinsun í 14 ríkjum í ár. Stjórnarerindrekar drógu stórlega í efa, að það takmark næðist. Bandaríkjastjórn hefur heitið 12,5 milljónum dollara. Vonbrigði vekur að Japanir hafa einungis heitið nokkrum milljónum dollara þrátt fyrir yfirlýstan áhuga þeirra á að gegna forystuhlutverki á sviði sprengjunreinsunar. Evrópu- sambandið (ESB) hefur ein- ungis heitið fjórum milljónum dollara. Geislun í vatnsbóli KONURíþorpirétthjá Bombay á Indlandi á leið heim frá vatnsbóli, sem talið er mengað af geislavirku vatni frá Tarapur-raforkuverinu. Verið er í 200 km fjarlægð en mengunin er engu að síður talin þaðan komin. Fjöldi nautgripa er sagður hafa drepist af vöidum mengunarvatnsins. Mengunin hefur fyllt Indverja óhug. Mikil uppstokkun í ráðherraliði ríkisstjórnar Johns Majors Heseltine fær víðtæk forráð London. The Daily Telegraph, Reuter. MICHAEL Heseltine tók í gær við embætti aðstoðarforsætisráðherra í Bretlandi, þegar John Major, for- sætisráðherra, gerði mannabreyt- ingar á ríkisstjórn sinni. Sagt er að Heseltine hafi verið tneð í ráðum þegar uppstokkunin var skipulögð, áður en Major sagði af sér og boð- aði leiðtogakjör. Þingmenn á hægri væng íhalds- flokksins fullyrtu að Major hefði lofað Heseltine vegsauka gegn dyggum stuðningi í kjörinu. Hægri- maðurinn Michael Portillo, sem ver- ið hafði ráðherra atvinnumála, tók við embætti varnarmálaráðherra, og Malcolm Rifkind tók við utanrík- isráðuneytinu af Douglas Hurd, sem lætur af embætti. Það kom fréttaskýrendum nokk- uð á óvart að Heseltine skyldi láta af embætti iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, sem hann hafði sagt vera einu stöðuna sem hann sæktist eft- ir í ríkisstjórninni, auk forsætisráð- herraembættisins. Nýtt embætti Sem aðstoðarforsætisráðherra og fyrsti ríkisráðherra, sem er nýtt embætti, hefur hann víðtæk forráð. Embættunum fylgir formennska í helstu nefndurn á vegum ríkisstjórn- arinnar, og það veitir Heseltine ein- staklega gott tækifæri til þess að fylgjast með öllu sem fram fer í rík- isstjórninni og hafa hönd í bagga með allri stefnumörkun. Hann mun einnig verða helsti talsmaður stjórnarinnar, til dæmis á fréttamannafundum, og mun tví- mælalaus málsnilld hans án efa njóta sín vel á þeim vettvangi. Fyrir leiðtogakjörið í fyrradag Reuter Heseltine, nýskipaður aðstoð- arforsætisráðherra og fyrsti ríkisráðherra, heldur til fund- ar að Downingstræti 10 í gær. þóttust stjórnmálaskýrendur sjá að Heseltine vænti þess að Major næði ekki sigri í fyrstu umferð, og Heselt- ine gæti því boðið sig fram sjálfur í annarri umferð. En nú er fullyrt að hann hafi lagt að stuðningsmönn- um sínum, sem eru á vinstri væng íhaldsflokksins, að greiða Major atkvæði sín og sitja ekki hjá. Marg- ir af mönnum hans sýndu kjörseðla sína þegar þeir greiddu atkvæði í leiðtogakjörinu, svo ljóst væri að þeir hefðu greitt Major atkvæði sín. Portillo í sviðsljósiö Einn atkvæðamesti hægrisinninn í stjórninni, Michael Portillo, hefur verið færður um set í varnarmála- ráðuneytið. Þar mun hann að líkind- um verða mikið í sviðsljósinu og því gæti honum reynst erfitt að veita Major hugmyndafræðilega mótspyrnu. Skipan Rifkinds í embætti utan- ríkisráðherra gæti verið hægrisinn- uðum Evrópuandstæðingum að skapi, því hann hefur látið í ljósi nokkrar efasemdir um gildi Evrópu- samstarfs fyrir Breta. Hætti að vera „herra skilningsríkur" Samráðherrar Majors hafa ráð- lagt honum að breyta stjórnunarað- ferðum sínum í ríkisstjórninni í kjöl- far sannfærandi sigurs í leiðtoga- kjörinu. Vilja þeir að hann gerist beinskeyttari og reyni ekki lengur að vera „herra skilningsríkur." Einn ráðherra hans lagði til að hann fylgdi heldur fordæmi Marg- aret Thatcher, og sæi til þess að ráðherrar óttuðust hann fremur en tækju honum sem vini. Thatcher var iðulega gagnrýnd fyrir að taka allar helstu ákvarðanir í samráði við fá- mennan hóp ráðherra sem hún valdi sjálf, í stað þess að allir ráðherrar fengju að viðra skoðanir sínar. Maj- or tók aðra stefnu og sá til þess að ákvarðanir væru ekki teknar nema málin væru fyrst rædd í þaula. Gagnrýnendur hafa hins vegar sagt, að tilraunir hans til málamiðlana og samstöðu 1 öllum málum hafi leitt til óákveðni og ístöðuleysis. ¦ Rifkindtekurvið/17 írakar játa sýkla- vopnaframleiðslu New York. Reuter. ÍRAKAR hafa viðurkennt í fyrsta sinn að þeir hafi framleitt sýklavopn í því markmiði að nota þau í hern- aði, að sögn Rolfs Ekeus, formanns nefndar Sameinuðu þjóðanna sem fylgist með eyðingu íraskra vopna. Vopnunum fargað Að sðgn Ekeus hafa Irakar geng- ist við umfangsmikilli sýklavopna- framleiðslu í al-Hakam 1989 og 1990. Hafi þeir viðurkennt að þau hafí verið ætluð til árása en ekki verið framleidd í varnarskyni. Haldi þeir því fram, að vopnunum hafi öllum verið eytt og það verk bíði nefndarinnar að ganga úr skugga um hvort það sé rétt. Til þessa hafa írakar neitað því að hafa framleitt sýklavopn en ein- ungis sagst hafa stundað rannsókn- ir á sviði lífefnahernaðar. Náðu ekki kvótanum Ósló. Reuter. NORSKIR hvalfangarar veiddu ekki allan hrefnukvótann, sem norska stjórhin hafði heimilað þeim að veiða á þessu ári, að sögn embættismanna. Alls höfðu 213 hrefnur yeiðst þegar veiðitímabilinu, sem stóð í tvo mánuði, lauk í gær en kvótinn hljóðaði upp á 232 dýr. Einn hvalfangari fékk undan- þágu til þess að veiða tvö dýr til viðbótar. Talsmaður hvalveiðimanna sagði að ógæftir hefðu hamlað veiðum. Svartkjólakonur mótmæla í Belgrad KONUR i friðarsamtökum í Serb- íu sem kenna sig við svarta kjóla mótmæltu því í Belgrad í gær, að flóttamenn frá Krajinu og Bosníu, sumir hverjir með serbnesk skil- ríki, væru hirtir á götum borga í Serbíu og sendir nauðugir á víg- völlinn í Bosníu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.