Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR * Forsætisráðherra í Islendingabyggðum í Namibíu Míklir mög'uleikar eru hér á mörgum sviðum LUderitz, Namibíu. Morgunblaðid. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra, sem staddur er í opinberri heimsókn í Namibíu, sagðist í samtali við Morg- unblaðið hafa trú á að gríðarlega miklir möguleikar væru í Namibíu og Namibía væri land sem menn gætu horft til í framtíðinni, sérstak- lega varðandi samstarf í sjávarút- vegsmálum. „Það eru alveg sérstakir kostir hér á mörgum sviðum,“ sagði Davíð eft- ir að hafa átt viðræður við æðstu ráðamenn landsins. Hann sagði að Namibíumenn hefðu einnig spurst óformlega fyrir um hvort íslendingar gætu tekið þátt í að byggja höfn í Lúderitz, en það verkefni gæti kostað um einn milljarð króna. Davíð sagði þetta þó flóknara verkefni en svo að hægt væri að átta sig á því í svip- hendingu. Namibískir ráðamenn spurðust einnig fyrir um möguleika á aðstoð íslendinga við uppbyggingu í heilbrigðisþjónustu, ekki síst há- tækni. Davíð sagði, að stjómvöld í Namibíu hefðu hrifist af íslenskum aðstæðum og þekkingu og m.a. skipulagt landhelgisgæslu sína að íslenskri fyrirmynd. í gær fóru forsætisráðherrahjónin og fylgdarlið til Lúderitz, þar sem búa tæplega 60 íslendingar, og skoð- uðu m.a. sjávarútvegsfyrirtækið Sea- flower Whitefish Corporation sem er að 80% í eigu namibíska ríkisins og 20% í eigu Islenskra sjávarafurða. Magnús Guðjónsson, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins sagði að stefnt væri að því að gera fyrirtækið leið- andi í sjávarútvegi í landinu en velta þess á síðasta ári nam jafnvirði 800 milljóna króna. Morgunblaðið/Sig. Jóns. FRÚ Vigdís Finnbogadóttir forseti tók fyrstu skóflustunguna að nýrri garðyrkjustöð á Sólheimum. Hátíð á Sólheimum í Grímsnesi GUNNAR Kárason á Sólheimum hefur gert módel af öllum húsum þar um slóðir og nokkrum kirkjum landsins. Ný stjórn Bygg'ðastofnunar Egill formaður og Stefán varaformaður FORSÆTISRÁÐ- HERRA, Davíð Odds- son, hefur skipað Egil Jónsson formann og Stefán Guðmundsson varaformann stjórnar Byggðastofnunar úr hópi þingkjörinna stjómarmanna. Kjör stjómar Byggðastofnunar var með því síðasta sem Alþingi gerði fyrir þin- grof í vor. Aðrir stjórnarmenn eru al- þingismennirnir Einar K. Guðfinnsson, Guðjón Guðmundsson, Magnús Bjamason, Kristinn H. Gunnarsson og Sigbjörn Gunnarsson. Egill Jónsson segir að fyrsti fund- ur nýrrar stjórnar verði haldinn í næstu viku. Hann verði með hefð- bundnu sniði fyrir utan að nýjum stjórnarmönnum verði kynnt stofn- unin og þeir heilsi upp á starfsfólk hennar. Egill segir þessa stjórnarskipun nokkuð athyglisverða fyrir þær sakir að nú sé skipaður nýr formaður og vara- formaður. Þeir hafi að vísu átt sæti í stjórninni áður en aðrir stjórn- armenn komi nýir inn. „Þess vegna má gera ráð fyrir að þessum breytingar fylgi ein- hveijar nýjungar í vinnubrögðum," sagði Egill. Hann sagðist vonast til að á fyrsta fundinum myndu stjórnarmenn setja fram skoðanir sínar og fjalla um framtíð- ina og í framhaldi af því leggja niður fyrir sér hvemig starfsemin ætti að ganga fyrir sig út kjörtímabilið. Egill Jónsson Selfossi. Morgunblaðið. FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, tók fyrstu skóflustunguna að nýbyggingu við garðyrkjustöðina 01 á Sól- heimum. Sólheimar 65 ára Skóflustunga forsetans var einn liðurinn í dagskrá í tilefni 65 ára afmælis Sólheima sem fram fór í gær. Þá var einnig tekin í notkun við hátíðlega athöfn ný vinnustaðabygging á Sól- heimum, Ólasmiðja, sem er 720 fermetra bygging sem fjár- mögnuð er af Styrktarsjóði Sól- heima. Um leið og húsið var vígt var afhjúpaður skjöldur við anddyri þess. í Ólasmiðju var efnt til sýningar á húsagerðarlist Gunnars Kára- sonar á Sólheimum en hann hefur af natni gert módel af öllum húsum á Sólheimum og auk þess nokkrum af kirkjum landsins. Hverju húsi fylgir upp- lýsingaspjald þar sem saga hússins kemur fram. Einnig var efnt til sýningar á deiliskipulagi Sólheima. Sólheimar hafa notið velvildar fjölmargra aðila, fyrirtækja og einstaklinga. Lionsklúbburinn Ægir er stærsti stuðningsaðili staðarins sem hefur tekið þátt í uppbyggingunni og starfinu frá árinu 1957. Pétur Svein- bjarnarson, formaður stjórnar Sólheima, sagði þá harðjaxla Sólheima er hann þakkaði þeim framlög til staðarins. Kostnaður stendur í vegi fyrir því að hægt sé að stækka Internet-tengingu Von á línu sem fjórfaldar flutningsgetu Menntamálaráðherra hefur sagt opinberlega að stjórnvöld séu sein að tileinka sér tölvu- tækni og líkir Internet- tengingunni út úr land- inu við fjárgötu. Helga virðisaukaskatti, og ársfjórðungs- gjald fyrir 4 kílómetra línu með 64Kb/s flutningsgetu í flokki I 59.959 og 27.502 krónur, flokki II 65.736 og 30.216 og flokki III 65.736 og 113.581 króna. Niður- röðun lína í flokka veltur á því hvers eðlis fyrirtækin eru og hver notkun- in er. Gústav Arnar yfirvérkfræðingur P&S segir að hægt sé að láta hvaða bandbreidd sem er notendum í té, allt velti á kostnaðinum. Kristín Einarsdóttir Internetþjónusta hjá P&S leitaði álits kunnugra á gagnrýni Björns Bjarnasonar. BJÖRN Bjarnason menntamálaráð- herra segir í Okkar framtíð, blaði Sambands ungra sjálfstæðismanna sem kom út í vikunni, að íslensk stjórnvöld hafi ekki brugðist við möguleikum tölvutækninnar sem skyldi. „Þetta snýst ekki um stöðu Pósts og síma eða annarra ríkisfyrir- tækja, heldur um það að við nýtum okkur tæknina ... Menn myndu ekki sætta sig við'það á þessari bílaöld að Vegagerðin legði eingöngu vegi, sem hentuðu fyrir kerrur. Mér finnst oft að sumar þessar brautir, sem eru okkur ætlaðar sem notum þessa nýju tækni minni á kerrustíga eða traðir fyrri alda, ef ekki fjárgöt- ur,“ segir ráðherrann. Að sögn Helga Jónssonar, fram- kvæmdastjóra Internets á Islandi, hafa 100 fyrirtæki Intemet-teng- ingu og talið að 8.000 einstaklingar hafí aðgang að netinu, ýmist gegn- um vinnustað eða með því að kaupa aðgang af endursöluaðilum. Internet á íslandi annast teng- ingu landsmanna við netsamfélagið úti í heimi með því að leigja línu til Stokkhólms af Pósti og síma og Nordunet. Fyrirtækið gerir síðan samninga og dreifir upplýsingunum til endursöluaðila, sem þjónusta ein- staklinga eða fyrirtæki með ýmsum hætti gegn gjaldi. Flutningsgeta línunnar er sem stendur 256Kb/s (kílóbit á sek- úndu) en búið er að panta línu sem flytur IMb/s (eða fjórfalt meira) og verður að líkindum tekin í notk- un með haustinu. Ársleiga er rúmar 30 milljónir án virðisaukaskatts og má búast við gjaldskrárhækkunum í kjölfarið að sögn Helga. Ódýrara með háhraðaneti P&S „Fyrirtækin vilja ekki greiða okk- ur fyrir mikið meira en þessar fjár- götur sem menntamálaráðherra nefnir svo. Þetta er einfaldlega of dýrt hér á landi. Einnig mis- munar Póstur og sími aðilum hvað varðar leigulínúr, sem fyrir- tækin þurfa að kaupa ef þau ætla að eiga samskipti við okkur,“ segir hann. Helgi segir að fyrirtæki sem tengist gegnum háhraðanet Pósts 100 fyrirtæki með Internet-tengingu og 8.000 einstakl- ingar hafa aðgang „Við höfum möguleika á 45Mb/s flutningsgetu í Cantat-III sæ- strengnum," segir Gústav en al- geng bandbreidd fyrir netsamfélag er 2Mb/s að hans sögn. „Ég nefni sem dæmi EU-net, sem er í teng- ingu við Nordunet, sem er með 2Mb/s á tveimur línum til Banda- ríkjanna fyrir alla þá umferð sem er frá Mið-Evrópu. Einnig er línan frá Stokkhólmi til Bandaríkjanna 2Mb/s og verið að setja upp línu af þeirri stærð frá Helsinki til Bandaríkjanna sem á að þjóna bæði Finnlandi og Austur- Evrópu,“ segir hann. „Ef farið er upp í 2Mb/s er gjald- ið á mánuði 2.016.000 og 1.844.000 krónur fyrir lMb/s. Við höfum boð- ið afslátt ef samið er til tveggja eða fimm ára.“ Gústav segir allan gang á því hvað sambærileg þjónusta kosti erlendis en samkvæmt nýrri gjaldskrá P&S frá 20. apríl sé gjald- ið lægra en í mörgum nágranna- löndum. Aðspurður segir Gústav það hafa verið til umræðu hjá P&S að bjóða viðlíka þjónustu og Internet á Is- landi veiti. „Þetta er í athugun hjá gagnaflutningsdeild og við höfum við verið að leita fyrir okkur hvar væri best að fá þessa tengingu við útlönd.“ Hvað línuleigu til fyrirtækja áhrærir segir Gústav að gjaldskráin sem í gildi er sé nokkurra ára göm- ul. „Gjaldskráin var sett með það fyrir augum að hún myndi aðeins standa þar til tilskipanir ESB tækju gildi hér. Nú hefur það gerst og gjaldskrárnefnd P&S hefur verið með taxtana í endurskoðun meðal annars til að búa til kostnaðar- grundvöll. Það er mjög viðamikil athugun að finna út nákvæmlega hvað línur í öllu kerfinu kosta því þetta er byggt upp á mjög mismun- andi tíma.“ Gústav segir þá ákvörðun hafa verið tekna að fella niður flokk I og III þar til niðurstaða liggur fyr- ir og að greitt verði fyrir línur sam- kvæmt flokki II enda megi ekki gera greinarmun á gjaldinu eftir notkun. Sú gjaldskrá bíði samþykktar í samgönguráðuneyt- inu. Gildistaka nefndra tilskipana var um síð- ustu áramót og segir Gústav að menn hafi kostnaðarathugun yrði og síma greiði fyrir það samkvæmt gjaldflokki II í gjaldskrá. „Ef sama fyrirtæki ætlar að leigja sér línu hingað til okkar skal greitt fyrir hana samkvæmt gjaldflokki III,“ segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá Pósti og síma er stofngjald, með haldið að lokið fyrir þann tima. „Það reyndist ekki mögulegt þannig að við höfum farið fram yfir þann frest sem við höfðum. Þess vegna tókum við þá ákvörðun að fella niður flokk I og II til þess að gera mönnnum ekki erfitt fyrir. Það er okkar millilausn," segir Gústav en hún tekur bara til nýrra lína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.