Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Deilur um ráðningu borgarritara Ósáttir við vinnubrögð R-listans ÁRNI Sigfússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist vilja leiðrétta þann misskilning sem víða hafi komið fram að athugasemdir minnihluta Sjálfstæðisflokks í borg- arstjórn við ráðningu borgarritara hafi snúist um persónu Helgu Jóns- dóttur eða hæfi hennar. „Athuga- semdir okkar varða vinnubrögð R-listans við ráðninguna." Árni segir mikilvægt að fólk átti sig á að átta manns hafi sótt um stöðu borgarritara. Þegar umsókn- irnar hafi verið lagðar fram í fyrsta sinn í borgarráði hafi verið ljóst að ákvörðun hafi legið fyrir um að ráða Helgu Jónsdóttur. „Það var aldrei farið yfir umsóknir annarra umsækjenda, eins og tíðkast með umsóknir í auglýstar stöður af þessu tagi,“ segir Árni. Ófaglega staðið að málum „Þetta er staða staðgengils borgarstjóra og þess vegna mjög ámælisvert að svo ófaglega skyldi staðið að málum. Við töldum þessi vinnubrögð frekar í anda pólitískra ráðninga og í slíkum tilvikum er aiitaf gengið út frá því að pólitísk- ir aðstoðarmenn láti af störfum um leið og sá pólitíski meirihluti fari frá sem réði þá. Þess vegna mót- mæltum við þessum vinnubrögðum harkalega og vöruðum R-iistann við að halda áfram á þessari braut.“ Árni segir að það hafi ekki verið uppi neinar sérstakar fyrirætlanir hjá Sjálfstæðisflokknum um það að „reka“ Helgu Jónsdóttur úr starfi, eins og R-listinn hafi orðað það: „Ef hún vinnur gott og farsæit starf vonum við að hún haldi því áfram og bjóðum hana velkomna til þessa verkefnis.“ Pappírssöfnun hafin SAMEIGINLEGT átak Sorpu og sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu í söfnun á blöðum, tíma- ritum og öðru prentefni til end- urvinnslu undir heitinu Pappír - endurtekið efni hófst í gær. Sérstakir söfnunargámar, ræki- lega merktir, eru á fjölförnum stöðum í bæjarfélögum á höfuð- borgarsvæðinu, svo sem við verslunarmiðstöðvar og bensín- stöðvar. Jafnframt er tekið við pappír á öllum gámastöðvum Sorpu og er fólki ráðlagt að notfæra sé þá þjónustu frekar, ef blaðabunkarnir eru mjög stórir. Annars staðar en í Breið- holti eru því sem næst 1.800 heimili um hvern gám, en í Efra- og Neðra-Breiðholti eru smærri gámar og fleiri og um 250 heim- ili um hvern gám. í Mosfellsbæ komu börn af leikskólum bæjarins saman við gám við verslunina Nóatún og settu í hann pappír sem þau hafa safnað saman að undan- förnu. Eins og sjá má á mynd- inni þurfti Jóhann Siguijónsson bæjarsljóri að veita þessum ungu þjóðfélagsþegnum nokkra hjálparhönd, enda ekki háir í loftinu. Reykjavíkurborg hóf hins vegar átak sitt við Gerðu- berg, þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir flutti ávarp og kynnti átakið sem gert er í til- raunaskyni, en verður til fram- búðar ef árangurinn verður í samræmi við væntingar. Við gáminn hjá Gerðubergi var komið fyrir pappírsbagga sem ungur áheyrandi að ræðu borg- arsljóra þótti tilvalið að tylla sér á, en pappírinn sentsafnað er saman er pressaður í samskonar bagga og fluttur til Svíþjóðar til endurvinnslu. Morgunblaðið/Golli Sveinbjörn Björnsson, háskólarektor, um varðveislu íslenskunnar Vígin falla eitt af öðru Sveinbjöm Bjömsson, há- skólarektor, flutti fyrir skömmu fyrirlestur um varðveislu íslenskrar tungu hjá Vestur-íslendingum í Minneapolis. Hann sagði Maríu Hrönn Gunnarsdóttur af efni fyrirlestrarins. SVEINBJÖRN kvaðst hafa rekist á bók, í bókaskáp hjá vinafólki sem hann dvaldist hjá, sem heitir Ice- land, the first new society. „Bókin kom út árið 1980 og er eftir Svía, Richard F. Tomasson, sem búsettur er í Bandaríkjunum," segir Svein- bjöm sem lagði út af einum kaflan- um í bókinni í fyrirlestrinum. Varðveisla tungunnar „Þar er fjallað um þjóðfélagsþró- un á íslandi og einn kaflinn er um íslenska tungu. Tomasson rekur þær ástæður sem hann telur vera fyrir því að við höfum getað haldið íslenskunni svona vel, meðan aðrar norrænar þjóðir urðu fyrir miklum áhrifum frá öðrum tungumálum, s.s. þýsku. í fyrsta lagi komu tiltölulega fáir erlendir menn til landsins allt frá landnámi fram á þessa öld. Það voru þá helst kaupmenn sem komu að strönd landsins auk örfárra emb- ættismanna þannig að íslenskan mengaðist aðallega við ströndina, í verslunarstöðunum, en inn til lands- ins var málið miklu hreinna. Annað sem hann nefnir er að íslendingar-voru vel læsir og lásu allt það sem hægt var að fá, fram- an af sögur og kvæði en síðar bibl- íuna eftir að hún var þýdd um miðja sextándu öld. Þriðja ástæðan, telur Tomasson, eru rímurnar. Islendingar kváðu rímur og þær eru einmitt saman- rímaðar, orð í einni línu verður að ríma við orð í annarri og endingar eru líka bundnar. Rímurnar hafi því orðið til þess að varðveita mál- ið og einnig geymdu þær söguna og minninguna um afrek forfeðr- anna. Að síðustu nefnir hann málfræð- ina sem í raun hrindi tökuorðum frá sér því hún geri þá kröfu að þau falli að íslensku beygingakerfi. Tomasson telur einnig að það hafi styrkt íslenskuna að við bjugg- um flest til sveita áður fyrr og minnir á Rasmus Kristján Rask sem kom hingað til lands árið 1813. Þá var íslenskan sem töluð var í Reykjavík mjög dönskuskotin og hann spáði að hún yrði ekki töluð þar að hundrað árum liðnum ef svo færi fram sem horfði. Þegar hann hins vegar ferðaðist um sveitir landsins hitti hann víða fólk sem talaði hreina íslensku." íslenskan ein dugir ekki lengur Sveinbjörn segist síðan hafa fjall- að um að þessi atriði séu að missa gildi sitt. „Við erum hætt að kveðast á og fara með rímur. Við lesum minna og minna en horfum þess í stað á myndir, gjarnan með erlendu tali. Flestir íslendingar búa í þéttbýli og við erum ekki lengur einangruð þjóð heldur verðum við fyrir mjög miklum erlendum áhrifum. Við fáum mikið af fjölmiðlaefni sem er á ensku, ís- lendingar ferðast mikið milli landa og hingað koma erlendir menn. Öll samskipti okkar við umheim- inn em ekki á íslensku heldur á ensku og það þýðir t.d. lítið að nota íslensku á tölvunetinu Intemet. Það hafa því vaknað efasemdir um hvort íslenskan dugi til að komast áfram í heiminum. Við heyrum líka þær raddir hér í háskólanum að fólk sem fær alla sína menntun hér heima kunni ekki nóg í erlendum tungu- málum, það læri auðvitað talsvert í menntaskólum en að það dugi ekki. Til að ná verulega góðu valdi á erlendu tungumáli verður fólk að dvelja erlendis," segir Sveinbjörn og bætir við að þeir tímar komi áreiðanlega að við verðum tvítyngd. Tungumál í hættu Sveinbjörn segist gjarnan ræða um íslensku við Einar B. Pálsson, verkfræðing, en hann hefur m.a. unnið að íðorðagerð með Halldóri Halldórssyni, málfræðingi. „Hann hefur sagt mér frá ýmsu sem hann hefur verið að lesa um tungumál í heiminum, m.a. að af 4500 tungumálum sem séu til séu 3500 talin í hættu. Hann segir mér líka að með nýrri tækni komi flaum- ur nýrra hugtaka og þau verða ekki hluti af menningu okkar og hugsun fyrr en við höfum komið íslenskum orðum yfir þau. Orðið Internet er t.d. ekki ís- lenskt og ef við reyndum ekki að finna þessum nýjir hugtökum ís- lensk orð yrði íslenski orðaforðinn fljótlega ekki til annars en að lesa gamlar sögur en ekki til að lýsa daglegu lífi. Þess vegna er mjög mikilvægt að skipulega sé unnið að því að búa til íslensk orð yfir alla þessa nýju tækni,“ segir Svein- björn Björnsson háskólarektor. 8,3 veik- indadagar áári ÁÆTLANIR kjararannsóknar- nefndar byggðar á upplýsingum um 3.100 starfsmenn 31 fyrir- tækis benda til að starfsmenn séu að meðaltali fjarverandi vegna veikinda eða slysa í sam- tals í 8,3 vinnudaga á ári. Gögn þau sem kjararann- sóknarnefnd byggir á benda til að þeir sem tilkynna veikindi á mánudögum og þriðjufögum séu lengur veikir en þeir sem tilkynna sig fyrst veika á öðrum dögum. I 47% tilvika eru starfsmenn fjarverandi vegna veikinda í einn dag og 83% eru fjarver- andi í 3 daga eða skemur. Hlutfall greiddra veikinda- og siysatíma af greiddum vinnustundum árið 1994 er hæst meðal verkakvenna af þeim starfshópum sem gögnin ná til. í hópi verkakvenna voru veikinda- og slysatímar 4,4% af greiddum stundum. Hlutfall- ið var 2,7% hjá verkakörlum og 1,9% hjá iðnaðarmönnum. Að meðaltali eru 2,9% greiddra vinnustunda veikinda- eða slysatímar. Essó fær lóð í Norð- lingaholti BORGARRÁÐ hefur samþykkt að gefa Olíufélaginu hf., Essó, fyrirheit um lóð fyrir bensín- og þjónustumiðstöð við Breið- holtsbraut í Norðlingaholti í nágrenni Suðurlandsvegar. I tillögu skipulagsnefndar kemur fram að skipulag í Norð- lingaholti, sem kynnt var í nefndum borgarinnar í júlí 1993 og síðar kynnt skipulagsnefnd í aptíl sl., geri ráð fyrir athafna- svæðum við aðkomu að hverf- unum bæði frá Breiðholtsbraut og Suðurlandsvegi. Við Breiðholtsbraut er gert ráð fyrir hverfisþjónustu og eru aðkomur leystar við gatnamótin auk þess sem framtíðar hug- myndir eru uppi um mislæg gatnamót. Kalkúnalærin Síðustu vott- orðin komin til skila JÓHANNES Jónsson, kaup- maður í Bónus, skilaði í gær vottorði um að ofnsteikt kalk- únalæri sem hann hefur flutt til landsins séu af fuglum öldum án hormónagjafar. Býst hann við því að fá vör- una afhenta í dag því þetta hafi verið síðasta vottorðið sem upp á vantaði til að hægt væri að tollafgreiða lærin. Um er að ræða um 100 kíló af kjöti í loft- þéttum umbúðum. Tuttugu í fanga- geymslum TUTTUGU manns gistu fanga- geymslur lögreglunnar í Reykjavík í fyrrinótt, sem er óvenjumargt á virkum degi. Af þessum 20 voru tveir í úttekt vegna vangoldinna sekta, þrír voru inni á vegum ávana- og fíkniefnadeildar, einn fyrir ölvunarakstur og aðrir vegna ölvunar og ölvunarástands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.