Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR GIANT mesti sigurvegari i hjólreiðakeppnum á íslandi Rune Hoydal á GIANT hefur unnið 5 World Cup keppnir í vor. Gunnlaugur Eiðsson Menning okkar og ferðaþjónustan UM MIÐJAN síðasta vetur kom samgöngu- ráðuneytið á fót nefnd, sem kölluð var Sögu- nefndin. Hún skyldi setja fram hugmyndir og tillögur um það hvernig nýta megi sögu þjóðarinnar, sögustaði, þjóðhætti, verkmenn- ingu og bókmenntir til að efla og bæta ferða- þjónustu innanlands. Og eftir þessu starfaði nefndin. En útvarpið breytti vinum okkar í nefndinni í snakk um kamra og klósett vjtt og breitt um landið. Ég held að margir fjölmiðlar hafi afbak- að niðurstöður nefndarinnar. Mér fínnst aðalatriðin vera þessi: 1. Mjög vantar fleiri og betri merkingar og vegvísa að merkum stöðum, fieiri og betri bæklinga, sem henta íslenskum ferðamönnum og menningarsögukort. Ferðamaður, sem kemur í Skagafjörð til dæmis, ætti að rata vandræðalaust að öllum merkustu stöðum í héraðinu eftir merkingum, kortum og bæklingum. Og hann ætti að eiga þess kost, án þess að hafa bókasafn með sér, að kynnast sögu sveitarinnar og menn- ingu. Ég nefni ekki Drangey eða Hóla - en hvað um Eyþór Stefáns- son eða Reynistað? - og þannig áfram. Þetta og margt fleira á að vera íslenskum ferðalöngum að- gengilegt í bæklingum eða á kortum við vægu verði á flestum viðkomu- stöðum. 2. Söfn þurfa að verða líflegri en þau eru nú. Hér er bæði átt við minjasöfn og listasöfn. Afdrep handa gestum gæti orðið ferðaþjónustunni og söfnunum sjálfum mikil hjálpar- hella. Þar gætu ferðamenn fengið sér hressingu og ekki síst mætti nota það til þess að upplýsa gesti um safnið, muni þess og notkun þeirra þar sem það á við. Hér mætti nota kvikmyndir (vídeó), skugga- myndir (slæds) og/eða fyrirlestra. Að auki vantar í mörg söfn leiðsögu- menn. Að sýna brúkun safnmuna er mikilvægt; til dæmis heyskap, tó- vinnu, mjólkurvinnslu o.s.frv. í því skyni þarf að endursmíða ýmsa muni - meisa, snælduf, strokka, kvensöðla og marga aðra dýra hluti. 3. Leiðsögumenn vantar víðast. Þó nefndin tilgreini fleiri, þykja mér þessir mikil- vægastir: a) Safnieiðsögu- menn. Árbæjarsafn ræður tii sín leiðsögu- menn handa ferða- mönnum um sumarið og heimsfrægur, er Þórður Tómasson. Ég man ekki eftir leiðsögn annars staðar. Hér á ég við bæði listasöfn og minjasöfn utan höfuð- borgarsvæðisins og innan. b) Staðarleiðsögumenn. Þeir fara með ferðamönnum um staði eins og til dæmis Hóla, Akureyri, Skálholt, Reykjavík, Þingvelli og segja frá sögu þeirra og tengja þá bókmennt- um þjóðarinnar og annarri menningu eftir því sem við á. c) Héraðsleiðsögumenn. (Svæðis- leiðsögumenn). Þeir fylgja ferða- mönnum um heilu landsfjórðungana og segja frá þeim; ekki aðeins sögu og sögnum, mönnum og málefnum, heldur iíka náttúrufari. í niðurstöðum nefndarinnar er drepið á fleiri atriði en hægt er að nefna í blaðagrein. Félagar mínir bæta úr því, sem hér er vantalið. Um leiðsöguenn Ég hef verið skammaður dálítið fyrir afstöðu nefndarinnar til mennt- unar leiðsögumanna. Þá tek ég fyrst fram, að Sögunefndin hafði í áliti sínu íslenska ferðamenn í huga - okkur á ferð um eigið land. Og við gætum haft heilmikið gagn af ís- lenskum leiðsögumanni. Það þekkja til dæmis þeir, sem fara rneð ferðafé- lögunum, (Ferðafélag íslands, Úti- vist og hvað þau heita öll). Við í nefndinni hugsuðum okkur tvenns konar leiðsögumenn: „menntaða" og „ómenntaða“ (auk þeirra, sem nefndir eru hér að framan). 1. „Menntaðir leiðsögumenn". Að hægt sé að læra í fjölbrautakerfinu í grein þessari allar Gunnlaugnr Einars- son um hugmyndir sögunefndar, sem hann segir fjölmiðla hafa afbakað. til leiðsögumanns og/eða í Kennara- háskóia Islands. Mig minnir ég hafi iátið bóka, að leiðsögumenn útskrif- ist ekki yngri en tvítugir. Þannig gætu margir menntað sig í átthaga- fræði og dugað vel ferðamönnum. Einhvers konar „stofn“ yrði settur fyrir þetta nám, svo sem: Saga, sög- ur og sagnir, örnefni, ættfræði, nátt- úrufar, leiðsögutækni og skyndi- hjálp. Að öðru leyti sæi hvert fræðslu-umdæmi um sig. Á Vestur- landi yrði líklega þyngsta áherslan lögð á sögur: Egilssögu, Eyrbyggju, Laxdælu, Bárðarsögu, Gunnlaugs ormstungu og þannig áfram alveg endalaust. Á Austurlandi er senni- lega atvinnusagan merkust, útgerð og verslun. Til leiðsagnar vantar okkur heimamenn í öllum héruðum. Og það dugar engan veginn, að þurfa alltaf að fara „suður“ til þess að læra. Ferðaþjónustunni dugar það ekki. 2. „Ómenntaðir“ leiðsögumenn. íslendingar þurfa „ómenntaða" leið- sögumenn handa sér - ekki síður en „menntaða". „Ómenntaður“ er sá leiðsögumaður, sem ekki hefur neitt próf úr leiðsögunámi - en kannski mörg háskólapróf. Sem dæmi: Við ætlum í bókmenntaferð um Eyjaíjörð, kynnast skáldum hans og bókmenntum frá öndverðu til dagsins í dag. Þá fáum við kannski þrautlærðan, margmenntaðan og skemmtilegan bókmenntafræðing að leiðsögumanni, sem að auki er skáld- mæltur - en hann hefur ekki leið- sögupróf. Er hann þá ómögulegur? Og þannig er um marga ættfróða og héraðsfróða menn. Þeir hafa til margra ára verið vel metnir leið- sögumenn hjá ferðafélagi sveitarinn- ar og hljóta að valda því áfram án prófs. Auðvitað set ég allt á annan end- ann í Félagi leiðsögumanna með þessari grein. Mér er það víst lagið. En samt vænti ég málefnalegrar gagnrýni. Hamraborg 1-3, norðanmegin Kópavogi. 564 18 64 G/ANT FJALLAHJOL - KEPPNISHJOL VETRARSÓL GIANT KYNNINGARAFSLÁTTUR 10-40% afsláttur 14,5-57% staðgreitt Þú ferð vel með GIANT hjólið þitt. l/erslunin Ármúla 40 Símar: - 568 8860 /U4R Höfundur er leiðsögumaður. GIANT á Islandi, myndasýning í verslun. Vönduð og traust reiðhjðHTá viðurkenndum framleiðanda. Hjólin eru afhent samsett og stillt á fullkomnu reiðhjólaverkstæði. Á okkar hjólum er árs ábyrgð og frí upphersla eftir einn mánuð. 553 5320 TANAKA 422 vélorf fyrir bæjarfélög- og verktaka 2,3 hö. kr. 41.61 0 stgr. TANAKA 355 vélorf fyrir sumarbústaði 2,0 hö. kr 39.71 0 stgr. TANAKA 4000 vélorf fyrir heimili og sumar- bústaði 0,8 hö. kr 17.955 stgr TANAKA 2800 heimilisvélorf 0,9 hö. kr.16.055 stgr Helgi Hálfdanarson Kynferði orða LÖNG og hörð er sú barátta sem háð hefur verið íyrir jafnrétti manna af báðum kynjum. Þar hefur að sönnu talsveit áunnizt, þó að víða skorti skelfilega mikið á bærilegan árangur. Ekki er það ætlun mín að sinni að fjalla um jafnréttismál almennt, heldur einungis drepa á þann þátt þeirra sem veit að íslenzku máli og þá einkum notkun orðanna maður og kona og hugsanlega ofnotkun karlkynsins í allri umræðu. Ekki er laust við að ýmsum þykir þar hallað á kvenþjóðina og henni þá sýnd óvirðing af karlrembudólgum. Ég hygg að nokkuð sé til í þessu, en stundum gæti þó misskilnings. Vegna þess að tegundarheitið maður er karlkyns er eðlilegt að karlkynsins gæti nokkru meira á kynbeygðum orðum, þegar rætt er um menn án kynferðis-greiningar. Ætla má, að vegna þessa tegundar- heitis séu heiti þjóða líka karlkyns og þá hlýtur einnig að bera meira á karlkyni orða, þegar fjallað er um íslendinga án tillits til kynferðis. Væntanlega er það af sömu sökum talið eðlilegt, að kynbeygð orð séu í karlkyni sem flettiorð í orðabókum og eins það, að karlkyn fari á und- an hinum kynjunum í beygingar- fræðinni. Að minnsta kosti mun óþarft að ætia, að þar sé karlremb- an að verki. Nú verð ég að játa, að mér þyk- ir hlálegt að heyra sagt sem svo: „Við íslendingar kjósum öll að ráða stjómarfari okkar sjálf.“ Ýmislegt þessu líkt heyrist nú æ oftar, og mun teljast kurteisi við konur. En vel þætti mér fara á því, að konur sem karlar segðu: „Vér Islendingar kjósum allir að ráða stjórnarfari voru sjálfir." Og víst hef ég heyrt merkiskonur beita sams konar orða- lagi sem sjálfsögðum hlut. Hefði eitthvað af þjóðfundar- mönnum á sínum tíma verið konur, tel ég hins vegar víst og rétt, að allur þingheimur hefði hrópað: „Vér mótmælum öll.“ Þar hefði „öll“ átt við þann tiltekna flokk einstaklinga af báðum kynjum, sem kominn var saman í sal Lærða skólans á þeirri stundu, en ekki alla íslendinga, þótt í þeirra nafni væri talað. Um manninn er að þessu leyti- eins farið og aðrar dýrategundir. Vegna þess að sjálft tegundarheitið hesturer karlkyns er karldýrið einn- ig nefnt hestur, en kvendýrið öðru heiti, hryssa. Þetta samsvarar því, að tegundin maður nefnist eftir kynferði maður og kona. Síðan koma til ýmisleg aukaheiti á hvort kyn, en það er önnur saga. Aftur á móti er tegundarheitið rjúpa kvenkyns og þá er kvenfugl- inn einnig nefndur rjúpa, en karl- fuglinn öðru heiti, karri, ef taka þarf fram að um karlkynið sé að ræða. Því er sagt: „Rjúpan er ís- lenzkur staðfugl; hún skiptir um lit eftir árstíðum." Eins er sagt: „Mað- urinn er spendýr; hann gengur upp- réttur." Þar á „hann“ við sjálfa teg- undina og táknar hvort tveggja eðliskynið í senn, rétt eins og „hún“ tekur til beggja kynja rjúpunnar. Líklega segðu fáir: „íslendingum hefur vegnað misjafnlega síðan þau námu hér land.“ Þó væri það litlu lakara en að segja: „Við íslendingar viljum ráða okkur sjálf.“ Til þess mun enginn ætlast, að alltaf fari saman eðliskyn og mál- fræðikyn. Kona er kölluð fjölhæfur leikari eða séður kaupmaður, en karl er sagður djörfhetja, eða blauð lydda eftir atvikum. Hryssa er talin góður reiðhestur, og tík er sögð duglegur fjárhundur. Eins er eðli- legt, að kona sé kölluð skörulegur þingmaður fremur en þingkona. Hætt er við að komið sé út á hálan ís, ef farið er, af misskilinni jafnréttishvöt, að hrófla mikið við því sem þótt hefur eðlilegt í þessum efnum. Hver veit nema farið yrði að brjóta upp gróin máldæmi eins og „Sælir eru hógværir“, eða „Margur er knár, þótt hann sé smár“. Hér er engin afstaða tekin til þess, hvort í tilteknum biblíutexta skuli standa „bræður“ eða „systk- in“. En vonandi verður ekki farið að „leiðrétta" merkistexta á þann veg að segja: „Sæl eru þau sem heyra guðs orð,“ eða: „Komið til mín öll þér,“ o.s.frv. samkvæmt því að íslendingar skuli öll vera jöfn fyrir guðs lögum. Þar hlyti fljótt að lenda í ógöngum. Gætum þess heldur, að réttmæt jafnréttiskrafa gangi ekki fyrir misskilning í ber- högg við það sem þjóðtungunni er eðlilegt. I i i I I I ) ) í I I i i I i I I i I i I i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.