Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Borgarstjóri um endurskoðunarskýrslu með ársreikningnm borgarinnar 1994
Áhyggjiicfni að málaflokkar
fara árlega fram úr áætlun
ÁRLEG endurskoðunarskýrsla með ársreikning-
um Reykjavíkurborgar fyrir árið 1994 hefur ver-
ið lögð fram í borgarráði. Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir borgarstjóri segir það áhyggjuefni að svo
virðist sem eyðsla umfram fjárhagsáætlun sé
orðin árviss í rekstri borgarinnar. Rekstur mála-
flokka hafí farið um 5% fram úr áætlun tvö síð-
ustu ár en fjárhagsáætlun eigi að taka alvarlega
rétt eins og §árlög ríkisins.
í skýrslunni er farið yfír einstaka málaflokka
og bent á það sem hefur farið úrskeiðis. Borgar-
stjóri sagði það áhyggjuefni að ýmislegt sem
bent væri á að þyrfti að laga í skýrslunni fyrir
árið 1993 væri enn ekki komið í lag. Til dæmis
hefðu ýmsar menningarstofnanir enn á ný farið
fram úr fjárhagsáætlun og nefndi hún sérstak-
lega Ljósmyndasafn borgarinnar.
Bent er á í skýrslunni, að skólaskrifstofa fari
verulega fram úr áætlun, meðal annars vegna
heilsdagsskólans sem hefur kostað meira en menn
gerðu ráð fyrir. „Það má segja að rennt hafi ver-
ið blint í sjóinn með hann,“ sagði Ingibjörg.
Innheimta allt niður í 7%
í skýrslunni kemur fram að hvorki innheimta
vegna heilsdagsskólans né innheimta leikskóla-
gjalda hjá Dagvist bama sé nægilega góð. Sýnt
er fram á að innheimta vegna heilsdagsskóla er
allt niður í 7% og hjá Dagvist bama hafa ákveðn-
ir einstaklingar safnað skuldum allt að einu ári
án þess að á þeim hafí verið tekið.
Ingibjörg sagði að búið væri að taka inn-
heimtukerfi leikskólanna til endurskoðunar og
verði þau gjöld innheimt með öðmm hætti í fram-
tíðinni.
Þá yrði kannað á hvern hátt innheimtukerfí
heilsdagsskólans mætti breyta til að ná betri
skilum. Sagði hún að skoðuð yrðu þau tilvik, þar
sem safnast hafa upp miklar skuldir vegna leik-
skólanna. „Það verður að taka á þeim rnálurn,"
sagði borgarstjóri. „í sumum tilvikum er fólk
ekki að safna skuldum vegna þess að það sé illa
statt fjárhagslega. í öðmm tilvikum getur það
verið okkar mat að barninu sé fyrir bestu að fá
að halda áfram í skólanum þó svo að foreldrar
séu ekki borgunarmenn.“
Hagsmunatengsl forstöðumanna
Borgarstjóri sagði að skoða þyrfti ábendingar
um hagsmunatengsl forstöðumanna við önnur
fyrirtæki. Ef um slíkt væri að ræða yrði að taka
á því en engar slíkar upplýsingar hefðu borist
til hennar. „Þetta er ábending sem ber að taka
alvarlega og við munum fara yfír það með borgar-
endurskoðanda hvað þama er á ferðinni," sagði
Ingibjörg.
„Það verður að gæta þess að ekki séu hags-
munaárekstrar. í mínum huga er það ófært að
stjórnendur í stofnun sem hefur viðskipti við
fyrirtæki úti í bæ séu jafnvel eigendur, hluthafar
eða í stjóm slíks fyrirtækis. Sjálf hef ég til dæm-
is talið að það orkaði mjög tvímælis að upp hef-
ur komið umræða um að forstjóri Hjúkrunarheim-
ilisins Skjóls væri í stjóm fyrirtækis sem þeir
versla mikið við. Svona atriði verðum við að
skoða.“
Lausagangur á lýðveldishátíð
Ingibjörg sagði að kostnaður vegna lýðveldis-
hátíðar hefði farið fram úr áætlun. „Það var í
raun búið og gert þegar við komum hér að stjóm
borgarinnar,“ sagði hún. „Það sýnir að þama
hefur verið einhver lausagangur og enginn einn
sem bar ábyrgð á málinu og hélt utan um það.
Ég get ekki annað sagt en að þama sé víti sem
beri að varast."
Ingibjörg sagði að skýrslan væri samin af
borgarendurskoðun og með það fyrir augum að
vera ákveðið tæki fyrir stjórnendur til að taka á
því sem miður fer. „Það er mín skoðun að vinna
þurfí ákveðnar tillögur upp úr skýrslunni í sam-
vinnu við borgarendurskoðun, þannig að hægt
sé að taka á þeim málum sem gefnar em ábend-
ingar um,“ sagði hún.
Úttekt á
gjaldskrám
í endurskoðunarskýrslu með árs-
reikningi Reykjavíkur segir að fjár-
hagsstaða borgarsjóðs kalli á úttekt
á gjaldskrám borgarstofnana. Bera
þurfí þær saman við hliðstæðar
gjaldskrár annarra sveitarfélaga.
Bent er á að borgarsjóður notar
skatttekjur til að greiða niður ýmsa
þjónustu við aðra en borgarbúa svo
sem ferðamenn innlenda og erlenda.
Fyrir hveija krónu sem kemur inn
á listasöfnum og menningarmið-
stöðvum greiðir borgarsjóður að
auki þrjár krónur af skatttekjum,
til viðbótar við hverja krónu sem
kemur inn á sundstöðum er greidd
nær hálf króna, sama gildir um
skíðasvæði, og fyrir hverja krónu
sem kemur inn á íþróttasvæðum er
viðbótargjald tvær krónur, sem og
hjá Húsdýra- og íjölskyldugarðinum.
TIL viðbótar við hverja krónu í aðgangseyri á sundstöðum er greidd nær hálf króna af skatttekjum.
Lýðveldishátíðin fór 19,3
millj. króna fram úr áætlun
Þrjú eintök selst af Hátíð í hálfa öld
í SKÝRSLU borgarendurskoðunar
er fjallað um hátíðarhöld á vegum
borgarinnar vegna lýðveldishátíð-
arinnar. Áætlað var að veija 40
millj. til þeirra en heildarkostnaður
varð 59,3 millj. M.a. var varið 10
millj. til útgáfu bókarinnar Hátíð í
hálfa öld og var áætlað að sala
hennar stæði undir kostnaði en svo
hefur ekki verið. Á miðju ári 1995
höfðu selst þrjú eintök af bókinni
fyrir samtals 12.000 krónur.
Sérstök framkvæmdanefod var
skipuð á vegum íþrótta- og tóm-
stundaráðs vegna hátíðarhaldanna
og var henni ætlað að skipuleggja
og undirbúa hátíðarhöldin í Reykja-
vík. Borgarráð samþykkti 3 millj.
aukafjárveitingu til undirbúnings-
starfs og við gerð fjárhagsáætlunar
árið 1993 var varið 1,5 millj. til
undirbúnings útgáfu sögu þjóðhá-
tíðar í Reykjavík í 50 ár.
í fjárhagsáætlun ársins 1994 var
ekki sérstök fjárveiting vegna út-
gáfunnar þar sem reiknað var með
að á móti kostnaði kæmu tekjur
vegna sölu bókarinnar. Engar sölu-
tekjur voru færðar það ár.
Kostnaður úr böndunum
Fram kemur að kostnaður vegna
hátíðarhaldanna hafí farið úr bönd-
unum og í svari framkvæmdastjóra
íþrótta- og tómstundaráðs við at-
hugasemdum borgarendurskoðunar
segir að heildarkostnaður hafí verið
59,3 millj.
Helstu atriði sem urðu til þess
að kostnaður fór fram úr áætlun
hafí verið uppgjör vegna ársins
1993 við erlendu umboðsskrifstof-
una TKO vegna hugmynda þjóðhá-
tíðarnefndar um erlenda skemmti-
krafta eða 1,6 millj. og greiðsla
fyrir leikþátt sem ekki var notast
við, 250 þús.
Að auki kom til kostnaður vegna
bílastæða í Laugardal, 1,2 millj.,
kaup á fánaborgum og fánaskreyt-
ingum af gatnadeild, rúmar 800
þús., launakostnaður vegna starfs-
manna og nemenda Vinnuskólans,
ein millj., auglýsingakostnaður, 775
þús., leiga á vögnum SVR til flutn-
ings á gestum til og frá bílastæðum
í Laugardal, 686 þús. og loks tjald-
leiga vegna samkomu í Laugardal,
500 þús.
Útgjöld menningarstofnana
Þá segir að auk kostnaðar sem
féll á íþrótta- og tómstundaráð, sé
óhjákvæmilegt að benda á að lýð-
veldishátíðamefnd tók einnig
ákvarðanir sem höfðu í för með sér
umtalsverðan útgjaldaauka fyrir
nokkrar menningarstofnanir, án
þess að tryggja þeim nokkurt mót-
framlag.
„Þó virðist ljóst að nefndin hefur
gefíð viðkomandi forstöðumönnum
fyrirheit um að svo yrði gert,“ seg-
ir í skýrslu borgarendurskoðunar.
Jafnframt segir að sennilega sé um
milljónir að ræða en erfítt er að
henda reiður á hversu há upphæðin
sé. Þær stofnanir sem telja sig hafa
borið skarðan hlut frá borði í við-
skiptum við lýðveldishátíðarnefnd,
eru Listasafn, Árbæjarsafn, Borg-
arskjalasafn og Gerðuberg en þó
einkum Ljósmyndasafnið.
Forstöðumenn sýni árvekni
Loke segir: „Hér verður ekki
felldur dómur um það hvoru megin
ábyrgðin liggur, en það er íhugun-
arefni hvort ekki beri framvegis að
tryggja það með afgerandi hætti,
að einstakar starfsnefndir taki ekki
ákvarðanir um slíka ráðstöfun fjár
án heimildar í fjárhagsáætlun.
Einnig ber forstöðumönnum stofn-
ana að sýna meiri árvekni í sam-
starfí við slíkar nefndir með því að
sinna ekki tilmælum þeirra, nema
þeim sé tryggt fé til framkvæmda.“
Styrkir til íþróttamannvirkja
Heildarskuldb. 642,7 mkr.
til greiðslu 1995 229,1 mkr.
Styrkir tii
menningar-
mála
Heildarskuldb.
12,5 mkr.
tii greiðslu
1995 6,8 mkr.
Borgarholts-
skóla
Heildarskuldb.
280,0 mkr.
til greiðslu
1995 56,0 mkr.
Styrkur
til félags-
mála
5,5 m. kr,
til greiðslu
1995
940 millj.
vegna
félaga-
samtaka
í SKÝRSLU borgarendurskoðunar
með ársreikningi borgarinnar fyrir
árið 1994, er yfírlit yfir skuldbind-
ingar borgarsjóðs við síðustu ára-
mót. Heildarskuldbindingar borg-
arinnar vegna verkefna á vegum
félagasamtaka og annarra sem
dreifast á mörg ár eru samtals
940,7 milljónir króna.
Borgarsjóður
skuldbundinn
Fram kemur að borgarstjórn og
borgarráð fara með vald til að
skuldbinda borgarsjóð og jafn-
framt að sumar skuldbindingamar
ná til lengri tíma en viðkomandi
fjárhagsárs.
Þá segir: „Vitanlega verður að
gera ráð fyrir þeim við gerð fjár-
hagsáætlunar. Þannig er í raun
ávallt búið að ráðstafa ákveðnum
hluta skatttekna áður en kemur
að úthlutun til reksturs og nýrra
fjárfestinga."
Bent er á fjárhagslegar skuld-
bindingar sem ekki koma fram í
ársreikningi en þær eru vegna
verksamninga sem gerðir voru á
árinu 1994 eða fyrr, í þeim tilfell-
um þegar verkið var annað hvort
ekki hafið eða því ekki lokið við
síðustu áramót. Eða vegna sam-
þykkta um fjárframlög til tiltek-
inna verkefna á vegum aðila utan
borgarkerfísins, oftast í formi
styrkja og loks vegna áfallins or-
lofs borgarstarfsmanna.
♦ ♦ ♦-----
Hættaá
hagsmuna-
tengslum í
borgarkerfi
DÆMI eru um að einstakir for-
stöðumenn borgarstofnana sitji í
stjórnum fyrirtækja sem eru í veru-
legum viðskiptum við viðkomandi
stofnun.
Þetta kemur fram í skýrslu
borgarendurskoðunar með árs-
reikningum borgarinnar fyrir árið
1994, þar sem fjallað er um hags-
munatengsl. Bent er á að auk þess
sem slíkt hljóti að teljast í hæsta
máta óeðlilegt vegna hættu á hags-
munaárekstrum, hamli það eðlileg-
um samskiptum fyrir hönd viðkom-
andi stofnunar við samkeppnisað-
ila viðkomandi fyrirtækja.
Er það álit borgarendurskoðun-
ar að sum þessara dæma séu án
vafa ósamrýmanleg ákvæði um
réttindi og skyldur starfsmanna
borgarinnar og geti valdið for-
stöðumönnum erfiðleikum í starfi.