Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1995 25 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÍSLENZK AÐSTOÐ VIÐ NAMIBÍU DAVÍÐ ODDSSON forsætisráðherra er í opinberri heimsókn í Namibíu. Það er vel ráðið. Þar rekur Þróunarsamvinnustofnun íslands sjómannaskóla og þar búa nú á annað hundrað íslendingar. Aðstoð sú, sem við veitum þessu Afríkuríki, er gott dæmi um vel heppn- aða þróunarhjálp og sýnir vel, hvernig við, fáir og smá- ir, getum látið gott af okkur leiða. Það kom skýrt fram í ávarpi Sam Nujoma, forseta Namibíu, þegar hann tók á móti íslenzka forsæþisráð- herranum, að Namibíumenn meta mikils aðstoð íslend- inga í sjávarútvegsmálum, en hún nemur um 240 m.kr. á árunum 1995 - 1998. Aðstoðin beinist í auknum mæli að menntun og þjálfun heimamanna í sjávarútvegs- málum og samstarfi íslenzkra og namibiskra fyrirtækja á þeim vettvangi. Forsetinn hvatti til enn frekara sam- starfs þjóðanna, einkum varðandi stjórnun og tækni í sjávarútvegi, en einnig á sviði hátækni heilbrigðisþjón- ustu, en á þeim vettvangi hafi íslendingar ýmsu að miðla. Sem fyrr segir er íslenzk aðstoð við Namibíu dæmi um þróunaraðstoð sem vel hefur tekizt. Góður árangur byggist fyrst og fremst á því að við búum að menntun, tækni og þekkingu í sjávarútvegi, sem þróunarþjóðum er mikill fengur í. Aðstoð sem þessi opnar og þeim, sem hana veita, nýja sýn og möguleika. Það talar sínu máli í þessu sambandi að nokkuð á annað hundrað íslending- ar eru búandi í Namibíu við margvísleg störf. Það er eðlilegt að innsigla þetta þróunarsamstarf með opin- berri heimsókn forsætisráðherra til Namibíu. VERKLAGí SPARNAÐI BJÖRN BJARNASON menntamálaráðherra segir í blaðaviðtali, þar sem m.a. er spurt um sparnað í menntákerfinu, að verði hann krafinn um „stórkostlegan sparnað“ á þeim vettvangi, leggi hann fremur til að einhverri starfssemi verði hætt en að sníða þeirri, sem fyrir er, þrengri stakk. „Það er blekking að halda að einhver stórkostlegur sparnaður náist með því að þrengja stöðugt að starfsemi sem ríkið er með“, segir ráðherr- ann. „Verulegur og varanlegur sparnaður næst ekki nema með því að hætta einhverri starfsemi“. Þetta er hárrétt sjónarmið. Það leiðir til meiri og varanlegri sparnaðar að leggja einhverja starfsemi á vegum ríkisins niður en beita „flötum sparnaði“ í ríkisbú- skapnum, er lamar á stundum þjónustu sem flestir eru sammála um að nauðsynlegt sé að láta í té. Það kann á hinn bóginn að vera erfitt að vinna stjórnmálamenn til fylgis við að leggja niður starfssemi, sem fyrir er. Þeim er tamara að flytja eða styðja tillögur um nýja starfsemi. í því sambandi má minna á nýframkomnar hugmyndur um útflutningsskóla á háskólastigi á Sauðár- króki. Ef þörf er fyrir háskólafræðslu sem þessa sýnist nær að huga að kennslu Háskóla íslands í sjávarút- vegs- og/eða viðskiptafræðum. Menntamálaráðherra segir í viðtalinu að „vilji menn leggja jafnmikla áherzlu á menningu og menntun og gert var í kosningabaráttunni, verði menn að skera nið- ur á öðrum sviðum og hætta starfsemi annars staðar til að þetta geti dafnað.“ Þessi er hans skoðun og trú- ‘lega margra annarra. Mergurinn málsins er hins vegar sá að fjárveitingavaldið verður að forgangsbaða, velja og hafna, með hliðsjón af greiðslugetu samfélagsins og ríkissjóðstekjum á hverri tíð. Frekari skuldasöfnun ríkisins, sem i raun er skatt- heimta fram í tímann, er óverjandi. Sama gildir um hækkun skatta. Ríkið tekur þegar til sín meira en góðu hófi gegnir af þjóðartekjum - í skattheimtu á fólk og fyrirtæki. Nær væri að vinda ofan af skattheimtunni og veija á þann veg kaupgetu og ráðstöfunartekjur heimila og einstaklinga. Með það í huga skal undir það tekið að „verulegur og varanlegur sparnaður næst ekki fram nema með því að hætta einhverri starfsemi“. Skiptar skoðanir um hvort auknar kröfur um fullvinnslu hér á landi séu raunhæfar Vaxandi vikuriðnaður Umræða um framtíðarnýtingu vikurs hérlendis vaknaði fyrir alvöru þegar útflutningur á vikri sexfaldaðist í fyrra frá því sem áður var og NÝTING vikurs sem hráefnis hófst í litlum mæli á Akur- eyri árið 1930. Notast var við vikur frá Öskju sem Jökulsá á Fjöllum hafði borið niður í Öxarfjörð. Sjö árum síðar urðu nokkur þátta- skii í vinnslu vikurs og framleiðslu vikurafurða með stofnun Vikurfélags- ins hf. í Reykjavík. Þá var notast við bestu fáanlegu framleiðslutæki, vikur unninn við Snæfellsjökul og var notað- ur í útveggjasteina. Illa tókst til með þá tilraun því vikurinn stóðst ekki þær kröfur sem gera þurfti til útveggja vegna veðurfars. Útflutningur vikurs veruleiki Fyrirtækið Hekluvikur varð fyrst til að hefja útflutning á vikri frá Isiandi árið 1966. í verslunarskýrslum frá Hagstofu íslands er hins vegar fyrst greint frá útflutningi vikurs árið 1969. Síðan þá hefur vikur verið fluttur frá íslandi í einhveiju magni, en það hef- ur þó sveiflast mikið milli ára. Fyrstu árin var mest flutt til Sví- þjóðar, Noregs og Danmerkur í sam- starfi við framleiðendur ANKI-skor- steinseininga. Samningar náðust við danska fyrirtækið ISOKÆRN árið 1979, en það framleiddi skorsteinsein- ingar í samkeppni við ANKI. Eftir það margfaldaðist útflutningur til Svíþjóð- ar, Noregs og Danmerkur og íslenskur vikur varð nánast einráður á þessum mörkuðum. Eftir að Jarðefnaiðnaður hf. hóf útflutning á vikri árið 1978 og yfir- töku B.M. Vallár hf. á rekstri Heklu- vikurs, sem síðar fékk nafnið Vikur- vörur hf., jókst útflutningur til muna árin 1979 og 1980. Síðara árið nam útflutningur 48 þúsund tonnum, sem er meira magn en meðaltal útflutnings allt fram til ársins 1994. Það ár varð hins vegar gífurleg aukning í útflutn- ingi, sem margfaldaðist og nam alls rúmum 230 þúsund tonnum. Fyrstu fjóra mánuði þessa árs voru flutt út rúm sextíu þúsund tonn. Vikurútflutningur hefur mikla þýðingu fyrir Þorlákshöfn Fimm fyrirtæki standa fyrir útflutn- ingi á lausum vikri. Jarðefnaiðnaður hf. og Vikurvörur hf. standa fyrir mikilli vinnslu á Hekluvikri austan Búrfells. Hann er svo meðhöndlaður og stærðarflokkaður í Þorlákshöfn og fluttur út að mestu í heilum skipsförm- um. Vikur hf. vinnur Hekluvikur í Þjórs- árdal, verkar hann t.d. sem kattasand og pakkar framleiðslunni í neytend- aumbúðir. Vikur úr Snæfellsjökli er unninn af tveimur fyrirtækjum, Vikur- iðnaði hf., sem h'efur aðstöðu við Ólafs- víkurhöfn, og Nesvikri hf., sem mun flytja út um Rifshöfn. Fyrirtækin Jarðefnaiðnaður hf. og Vikurvörur hf. eru stærstu útflytjend- ur á vikri frá Islandi. Þau hafa saman- lagt flutt tæp 122 þúsund tonn út frá Þorlákshöfn fyrstu sex mánuði ársins, en á sama tíma í tyrra höfðu verið flutt út rúm 59 þúsund. Allt árið í fyrra voru flutt út um 214 þúsund tonn af vikri frá Þorláks- höfn, en heildarútflutningur af landinu nam rúmum 230 þúsund tonnum og námu tekjur af heildarútflutningnum um 480 milljónum króna. fór úr rúmum 36 þúsund tonnum í rúm 230 þúsund tonn. Mest af vikrinum var flutt til Þýskalands. Margir hafa sótt um vinnsluleyfi, en verið synjað til þess að hlífa auðlindinni. Pétur Blöndal gerði úttekt á þessari ört vax- andi iðngrein, umsvifum, framtíðarhorfum og vandamálum sem steðja að. FYRIRTÆKIÐ Vikur hf. nær í vikur til útflutnings í vikurnámur við Búrfell og skipar honum svo út frá Hafnarfirði. Útflutningur á vikri 1970-1994 þús. tonn 1970 1975 1980 1985 1990 Morgunblaðið/Golli JENS Indriðason stendur við flutningabílinn, sem hefur farið ófá- ar ferðir milli Búrfells og Hafnarfjarðar. Vikurflutningar frá Búrfelli til Hafnarfjarðar Flytur um 50 tonn á hverjum degi JENS Indriðason keyrir vikri frá námu við Búrfell til hafnarinnar í Hafnarfirði fyrir Vikur hf. Hann fer yfirleitt tvær ferðir á dag, en hver ferð tekur fimm til sex klukkutíma. Blaðamaður Morgunblaðsins slóst í för með Jens í slíka vikur- flutningaferð, en vegalengdin frá Búrfelli til Hafnarfjarðar og til baka er um 280 km. Farmur bílsins var um 35 rúmmetrar af óþurrkuðum vikri, eða 24 tonn. Starfsemi Vikurs hf. við Búr- fell hófst um áramótin og Jens hefur verið í vikurflutningum síð- an. „Á leiðinni hlusta ég á útvarp- ið þar sem það næst og þá aðal- lega á Aðalstöðina," segir Jens. „Ég hef líka fínan geislaspil- ara hérna í bílnum og auk þess er alltaf verið að iiringja í sím- ann. Bíllinn eyðir um 125 lítrum af hráolíu í hverri ferð og eftir fyrri ferð dagsins kem ég við í Litlu kaffistofunni og tek olíu og fæ mér kaffi og kleinur." Um þessar mundir eru átta bílar í ferðum fyrir Vikur hf. Hver bíll fer yfirleitt tvær ferðir á dag en þrír bílanna eru tví- mannaðir þannig að ferðirnar verða fjórar á sólarhring. Bílar frá Vikri hf. eru í akstri alla daga vikunnar, en um helgar eru þó farnar færri ferðir vegna helgarumferðarinnar. „Vegur- inn er mjög slæmur á köflum og sums staðar er hann svo mjór að svona stórir bílar geta varla mæst,“ segir Jens. „I vetur lentu bílarnir í vand- ræðum vegna snjós og hálku og einu sinni lentu þrír bílar í því að komast ekki upp Gaukshöfo- ann við Þjórsárdal og þurftu Oil- stjórarnir að gista í bílunum yfir nótt. Einnig hefur vikurinn stöku sinnum frosið á bílpöllum sem eru ekki upphitaðir, en salti er stráð í botninn til að koma í veg fyrir það. Vonir bundnar við hástyrkleikaléttsteypu í greinargerðinni eru vonir bundnar við árangur í rannsóknum á hástyrk- leikaléttsteypu sem Rannsóknastofn- un byggingariðnaðarins hefur staðið fyrir, en stofnunin sótti í fyrra um stórt rannsóknaverkefni í Evrópu í samvinnu við Norðmenn og þijú önnur lönd. Verkefnið snýst um frekari þróun á hástyrkleikaléttsteypu, rannsókn á efniseiginleikum hennar og kortlagn- ingu burðarþolsþátta ásamt því að upplýsa notkunarsvið hennar. Verkefnið hljóðar upp á 350 millj- ónir króna og segir Ólafur að líkur á jákvæðu svari séu mjög góðar. „íslend- ingar höfðu fyrsta útspilið varðandi þetta rannsóknaverkefni, þannig að ef tilraunin gengi upp myndi það þýða verulega auknar rannsóknir hér á landi á þessari steypu og aukna útflutnings- möguleika, bæði á hráefni og jafnvel fullunninni vöru,“ segir Ólafur. Ólafur telur að framtíðarmöguleikar Islendinga á fullvinnslu í vikuriðnaði felist í því að hægt sé að efla íslensk- an einingaiðnað, sem sé á hlutfallslega Iágu stigi hér á landi. Annars velti það mest á markaðssetningu og sé gífur- lega mikið fyrirtæki: „Ég held að það væri betra fyrir ökkur að hefja sam- starf við einhvetja aðila sem þegar eru komnir inn á markaðinn." Flutningskostnaður of hár Víglundur Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri Vikurvara hf. er ekki bjartsýnn á að það takist að byggja upp fullvinnsluiðnað hér á landi: „Það er ekkert fyrirsjáanlegt í dag um út- flutning á tilbúnum einingum úr vikri.“ Hann heldur því fram að flutnings- kostnaður á tilbúnum einingum á stærsta markaðinn fyrir vikur, sem sé í Þýskalandi, sé of hár. Hagkvæmni í byggingariðnaði sé fólgin í miklum afköstum á móti lágum afrakstri á hveija framleiðslueiningu. Þess vegna sé nálægðin við markaðssvæðið for- senda fyrir árangri." V arðandi hástyrkleikaléttsteypu segir Víglundur að þörf markaðarins fyrir hana sé á mjög þröngu sviði og þar sé ekki um að ræða hinn hefð- bundna byggingarvörumarkað. Því sé ekki líklegt að hástyrkleika léttsteypa valdi neinum straumhvörfum I útflutn- ingi íslensks vikurs. Miðað við ótölulegan fjölda vöruþró- unartilrauna með framleiðslu úr vikri gang basaltvikursins svo nýta megi hann síðar þegar forsendur hafa mynd- ast. Þá eigi að gera kröfu um nýtingu alls ljósa vikursins, sem tæki bæði til efsta hluta vikursins og til fullvinnslu neðsta hluta vikursins í hraunkvosum. 120 100 80 60 40 20 0 1994 vikri úr 35 þúsund tonnum í 230 þús- und tonn og samfara því jókst ásókn í auðlindina, því fleiri sóttust eftir námuvinnsluréttindum. Ef allar um- sóknir hefðu verið samþykktar hefði útflutningur líklega farið í 500 þúsund tonn á ári. Það er meðal annars niðurstaða starfshópsins að ekki sé útlit fyrir að grundvöllur skapist fyrir fullvinnslu- iðnað er framleiði byggingarhluta úr vikri til útflutnings á allra næstu árum, því erfitt sé að keppa við framleiðslu hleðslusteina nærri notkunarstað, til dæmis í Þýskalandi. Á síðustu árum hafí þó orðið miklar framfarir í þróun hástyrkleika léttsteypu með fylliefni úr vikri, sem gæti breytt þessu. Með markvissri vöruþróun á byggingar- hlutum fyrir innlendan byggingar- markað sé ekki ólíklegt að fullvinnslu- iðnaður til útflutnings geti myndast. í greinargerðinni kemur fram. að full ástæða sé til að ætla að grundvöll- ur geti skapast hér á landi fyrir þil- plötuverksmiðju og framleiðslu iðnað- arzeólíta. Ljóst s§ að fullvinnsla afurða úr vikri sé víðtækt hagsmunamál og því þurfi að efla rannsóknir og vöru- þróun á húshlutum úr vikri. Því leggi starfshópurinn til að gjald, sem tekið sé af vikurtökunni og renni að stórum hluta í ríkissjóð, verði hækkað um 50 prósent og helmingur hækkaðs námu- gjalds renni til rannsókna og vöruþró- unar er lagt gæti grundvöll að full- vinnsluiðnaði vikurafurða hérlendis. Starfshópurinn gagnrýnir það helst að námavinnsluleyfi séu illa skilgreind, vinnsla í námum ómarkviss og nýting vikursins ekki nægilega góð. Lagðar eru fram tillögur til úrbóta um lág- markskröfur sem skilyrði fyrir námu- vinnslu. Þar kemur meðal annars fram að gera eigi kröfu um nýtingu eða frá- ■ Vikur fyrirf innst á nokkrum eldfjalla- svæðum á íslandi. Hann varðtil í tveimur gosum í Snæfellsjökli fyrir fjögur þúsund árum og átján hundruð árum. Þá varð mjög stórt vikurgos í Or- æfajökli árið 1362 og einnig í Öskju árið 1875. Loks hafa verið mörg vikurgos í Heklu, en sérstak- Morgunblaðið/Golli VÖRUBÍLL lestaður vikri til útflutnings. lega má nefna gos sem nef nd hafa verið Hekla 3, sem átti sér stað fyrir 2700 árum, og Hekla 4, sem varð fyrir 4000 árum. Þau hafa lagt mest til af þeim vikri sem unninn er við Heklu í dag. Auk þess má nefna að fyrirtækin eru með um fimmtíu heilsársstörf á sínum snærum og flutningaskip á þeirra vegum fóru 24 ferðir með vikur á síðasta ári. Það þarf varla að taka fram hversu mikla þýðingu þessi út- flutningur hefur fyrir Þorlákshöfn. „Þetta hefur bæði bein óg óbein áhrif,“ segir Bjarni Jónsson oddviti Ölfushrepps. „Ágóðinn er áþreifanleg- astur hvað varðar hafnarsjóð. Síðan sækja þessi fyrirtæki þjónustu um allt Suðurland. Það nægir að nefna vöru- bílstjórana sem eru tíðir gestir á dekkjaverkstæðum, því vegirnir upp að námunum eru alveg djöfullegir." Samkvæmt Jóhanni Alfreðssyni hafnarstjóra á Þorlákshöfn nema þær tekjur sem hafnarsjóður hefur haft af þessum útflutningi tæpum 8,7 milljón- um það sem af er þessu ári. Aukin ásókn í auðlindina Starfshópur um vinnslu og nýtingu vikurs hér á landi, sem Sighvatur Björginsson, þáverandi viðskipta- óg iðnaðarráðherra, skipaði í lok síðasta árs, skilaði af sér greinargerð fyrir nokkru. „Breyttar aðstæður eru ástæðan fyrir því að farið var af stað með þetta verkefni,“ segir Sveinn Þorgrímsson, formaður starfshópsins. „Áður skeyttu menn lítið um þennan iðnað, enda var þá um lítið magn af vikri að ræða og engir hagsmunir í húfi. Auk þess var þá talið að auðlind- in væri svo stór að ekki sæi högg á vatni. Nú horfir öðruvísi við. Á árunum 1993-1994 sexfaldaðist útflutningur á ■ Berggrunnur landsins er að mestu úr gosbergi, sem er mjög ungt á jarð- fræðilegan tímakvarða. Það fyrirfinnst í ýmsum hagnýtum myndum og er vikur þar á meðai. Að sögn Sigurðar Steinþórs- sonar jarðfræðings myndast vikur í stórum sprengigosum: „Þegar kvikan stígur upp, vatnsrík og seigfljót- andi, léttir af henni þrýst- ingnum. Þá kemur að því að hún f reyðir efst í gígn- um, froðan þeytist upp í loftið, snarkólnar og sundrast í vikurkorn af ýmsum stærðum." síðastliðin sextán ár eigi að vera ljóst að þar liggi engin vannýtt tækifæri, sem bíði þess eins að einhveijir dugleg- ir „athafnamenn" hefjist handa. „Hekluvikur er dýrt fylliefni í létt- steypu samanborið við ýmsa aðra kosti og er seldur á 30 prósent hærra verði en vikur frá Ítalíu og Grikklandi. Notk- un vikurs til léttsteypu mun ávallt verða þannig að framleiðslan fari fram eins nálægt markaðssvæðinu og unnt er vegna mikils flutningskostnaðar hinna fullunnu eininga." Víglundur er jákvæður á notkun vik- urléttsteypu í útveggi á heimamarkaði og tekur sem dæmi nýtt verksmiðju- húsnæði B.M. Vallár, sem tekið verður í gagnið í næstu viku. Vegna veðrun- aróþols vikurs við hinar erfiðu aðstæð- ur á íslandi sé þó nauðsynlegt að hafa nokkurra sentímetra lag af hefðbund- inni steinsteypu í ytra byrði eininganna. Kosturinn við notkun vikurs í vegg- ina sé aftur á móti að þannig fáist betri hljóðeinangrun og það sé því til- valið t.d. í verksmiðjuhúsnæði. Hann tekur þó skýrt fram að þetta gildi aðeins um heimamarkað og það sé engin nýlunda. Tæknikunnáttan hafí legið fyrir í tíu ár og á þeim tíma hafí fimm hús verið reist hér á landi með þessum hætti. Tilraunir með vikur sem ræktunarefni Á fyrstu árum útflutnings fór megnið af útfluttum vikri frá Islandi í skor- steinseiningar, en nú er svo komið að vikur fer að meginhluta til múrsteina- framleiðslu. Skiptir þar mestu hin gíf- urlega aukning sem orðið hefur á út- flutningi til Þýskalands, en þangað fóru tæp 190 þúsund tonn í fyrra. Af öðrum óunnum vikri en byggingar- vikri fór hins vegar mest til Hollands ~ eða um 3500 tonn og er þá aðallega um að ræða ræktunarvikur. „Við byijuðum með ræktunartil- raunir í Garðyrkjuskólanum 1989 og erum búnir að vera með tilraunir á hveiju ári síðan,“ segir Björn Gunn- laugsson fagdeildarstjóri á ylræktar- braut við Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum í Ölfusi. Það eru fyrst og fremst tómatar, gúrkur og paprikur sem eru ræktað í hreinum vikri. Þá er plöntunum gefín næringarlausn í hverri vökvun, af því að vikurinn gef- ur ekki neina næringu að ráði. „Við höfum reynt að fínna út hvaða aðferð er hentugust við ræktun á vikri, t.d. hvaða ílát eru best til þess fallin, hvað á að vökva mikið og fleiri tækni-■ leg atriði. Uppskeran hefur reynst sam- bærileg í vikri og öðrum sambærilegum efnum, eins og steinull og mold.“ Björn segist halda að það geti verið framtíð í þessari grein: „Við höfum verið að markaðssetja þetta í Hollandi og þar er nú notaður vikur á 200 þús- und fermetrum, sem er meira en alll flatarmál gróðurhúsa á íslandi. Vinnsl an felst í því að skola vikurinn og sigta hann þannig að ákveðin komastærð fáist sem hæfír ræktuninni. Kostir vik- ai'sins sem ræktunarefnis lélast í lengri iíftíma og lægra verði, en ókostir í erfið- ari vinnu við að aðskilja hann frá rótar- kerfí plantnanna við endumýjun og hreinsun, sem þarf að fara fram á eins til tveggja ára fresti.“ Að lokum segir Björn að ýmsir garð yrkjubændur hér á landi hafi reym fyrir sér í ræktun á afskornum blóm- um og grænmeti í vikri með góðum árangri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.