Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 48
Afl þogar þörf krofurl RISC System / 6000 _____ CJ^^NÝHERJI MORG UNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJA VÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Skagstrendingur hf. lækkar skuldir Arnar HU seld- ur til Grænlands SKAGSTRENDINGUR HF. hefur selt flaggskip sitt Amar HU 1 til Royal Greenland A/S á Grænlandi. Kaupsamningur þessa efnis var undirritaður 4. júlí en nýir eigendur fá skipið afhent í lok október. Söluverð Arnars fékkst ekki uppgefið en að sögn Óskars Þórð- arsonar framkvæmdastjóra Skag- strendings hf. er það mjög vel ásættanlegt og reyndar svo gott að kostnaðarverð skipsins mun nást til baka að teknu tilliti til afskrifta. Áætlað er að kaupa minna og ódýrara skip í stað Arnars og lækka með því skuldir félagsins um 500 milljónir króna. Era stjóm- endur fyrirtækisins að leita að öðru frystiskipi bæði innanlands og utan. Mikíð aflaskip Amar HU 1 kom nýr til landsins í desember 1992 og hefur síðan náð góðum árangri í veiðum og ekki síður í sköþun aflaverðmæta. J>rátt fyrir mikið aflaverðmæti er ekki rekstrargrandvöllur fýrir tog- arann, að mati ráðamanna Skag- strendings, miðað við þá möguleika sem nú eru á íslandsmiðum. Með því að selja Arnar úr landi heldur fyrirtækið kvóta sínum óskertum og fær svigrúm til að treysta kvótastöðuna enn frekar. Til að fara út í frekari fullvinnslu afla um borð þyrfti að fjölga í áhöfn en að mati eigenda skipsins var slíkt ekki talið borga sig vegna kjarasamninga. Nýir eigendur áætla hins vegar að fjölga um borð úr 26 í 38 starfs- menn og með því móti geta þeir fullunnið fiskinn um borð í neyt- endapakkningar sem gefur þeim mun meiri tekjur af aflanum. „Þessi sala mun gjörbreyta rekstrar- og greiðslustöðu fyrir- tækisins. Afskriftir og vaxtakostn- aður munu lækka um 80 milljónir á ári þannig að við horfum bjart- sýnir fram á veginn og teljum að við séum með þessum erfiðu og sársaukafullu ákvörðunum að tryggja grundvöll fyrirtækisins til sóknar á komandi áram,“ sagði Óskar Þórðarson að lokum. Sexföldun í út- flutningi á vikri UTFLUTNINGUR á vikri sexfald- aðist í fyrra frá því sem var árið áður og fór úr rúmum 36 þúsund tonnum í rúm 230 þúsund tonn. Það sem af er þessu ári hefur ginnig verið um töluverða aukningu að ræða frá því á sama tíma í fyrra. Á þessu ári hafa verið flutt út um 130 þúsund tonn, en í fyrra nam útflutningur á sama tíma tæpum sjötíu þúsund tonnum. í greinargerð sem starfshópur um vinnslu og nýtingu vikurs gaf út 29. mars síðastliðinn kemur fram að stefnt sé að því að hækka námagjöld um 50 prósent og veija helmingi hækkunarinnar til rann- sókna og vöruþróunar, með það að markmiði að koma á fót fullvinnslu- iðnaði með vikur hér á landi. Þá verða engin frekari leyfí til vinnslu á vikri veitt í bili, til að ekki gangi um of á auðlindina. Ómarkviss námavinnsla í sömu skýrslu er það gagnrýnt að námavinnsluleyfi séu illa skil- greind, vinnsla í námum ómarkviss og nýting vikursins ekki nægilega góð og leggur starfshópurinn ríka áherslu á úrbætur í þessum efnum. „Við munum reyna að bæta úr þessum málum sem fyrst. Þau mega ekki bíða mikið lengur,“ seg- ir Sveinn Þorgrímsson, formaður starfshópsins. ■ Vaxandi vikuriðnaður/24 Islendmgur í fangelsi á Sri Lanka ÍSLENSKUR ríkisborgari, bú- settur í Svíþjóð, situr í fangelsi á Sri Lanka fyrir að hafa vald- ið eignatjóni þar í landi. Maðurinn var handtekinn í borginni Trincomalee, sem er á norðaustur Sri Lanka, eftir að hafa unnið skemmdir á gistiheimili. Ræðismaður íslendinga á Sri Lanka, sem hefur aðsetur í Colombo, vinnur nú að því að fá manninn lausan úr haldi gegn tryggingu. Að sögn tals- manns ræðismannsins er gert ráð fyrir því að það takist inn- an sólarhrings. Fjögurra ferðamanna saknað við Drangajökul Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson ÓLAFUR Helgi Kjartansson sýslumaður á ísafirði kvaddi Magnús Helgason, formann Björgun- arsveitarinnar Tinda í Hnífsdal og hans menn áður en þeir héldu með Fagranesinu til leitar. Hætta varð leit vegna illviðris ÁTTATIU björgunarsveitarmenn tóku þátt í leit að fjórurn erlendum ferðamönnum á og við Drangajök- ul í gær. Hætta varð leit seint í gærkvöldi vegna þess að þá hafði veðrið versnað enn. Tveir ferðamannanna, karl og kona af spænsku þjóðerni, fóra að Skjaldfannardal á þriðjudagskvöld og hugðust ganga á jökulinn. Þá er leitað tveggja Frakka sem fóru með Fagranesinu að Bæjum í fyrradag. Aftakaveður var á þessu svæði, 10-12 vindstig af norð- austri og bylur til fjalla. Talið er að fólkið sé illa búið. Fjöldi leitarmanna og tækja Björgunarsveitir frá Hólmavík, Reykhólum og norðanverðum Vestfjörðum taka þátt í leitinni. Fagranesið frá ísafirði fór með um 70 björgunarsveitarmenn upp úr kl. 18 í gær. Um borð voru vélsleð- • w/W Bolungarvik fjörðuV V' • Súðavíki ❖ DRANGA JÖKULL Leit hófst að erlendum ferðamönnum í ná- grenni Drangajökuls í gær. 80 björgunarsveitar- menn leita að fólkinu. Hólijavlk 0 Reykhólar* 20 km-* ar og leitarhundar. Þá voru spor- hundar væntanlegir frá Reykjavík. Frá Hólmavík fóru átta björgun- arsveitarmenn með fimm vélsleða og einn snjóbíl, en níu björgunar- sveitarmenn fóru til leitar frá Reykhólum. Tveir snjóbílar voru sendir frá ísafirði og auk þess nokkrar björgunarsveitabifreiðar akandi með Ísaíjarðardjúpi að Skjaldfannardal. Björgunarbátur- inn Daníel Sigmundsson frá ísafirði var á leið á vettvang í gærkvöldi með leitarmenn og hunda, en ferðin sóttist seint. Lögreglan á Blönduósi leitaði upplýsinga í gær um göngufólk og útlendinga á reiðhjólum, sér- staklega fólk á leið til eða frá Hveravöllum. Flestir vora komnir á áfangastað en aðrir voru stöðv- aðir á Hveravöllum. Veðurstofan spáði hvassviðri á Vestfjörðum og vestanverðu land- inu fram eftir morgni, 7-8 vindstig- um og upp í 9 vindstig á heiðunum og að veðrið gengi ekki niður fyrr en upp úr hádegi. Óvenjudjúp lægð, 979 millibör, er skammt suður af landinu og veldur hún hvassviðrinu. Framleiðsla Vestfirsks skelfisks hf. á Flateyri kominn á skrið Um 400 milljóna kr. samn- ingur við Bandaríkj amenn VESTFIRSKUR skelfiskur hf. á Flateyri er nú að hefja vinnslu á kúskel upp í samninga sem gerðir hafa verið um sölu á afurðum fyr- irtækisins á Bandaríkjamarkað. Að sögn Kristjáns Erlingssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, er hér um að ræða samning til þriggja ára um sölu á 907 tonnum af kúskel á ári til Bandaríkjanna. „Þetta er samningur upp á um 130 milljónir króna á ári og heildar- verðmæti hans því í kringum 400 milljónir króna.“ Huga að fullvinnslu Kristján segir að hér sé ein- göngu um að ræða iðnaðarhráefni og sé kúskelin notuð í niðursoðnar súpur í þessu tilfelli. Hins vegar sé verið að skoða möguleika á fullvinnslu hér á landi á einhverj- um hluta af afurðum fyrirtækis- ins. „Eg held að við getum verið bjartsýnir á að geta flutt eitthvað af vinnslunni út til Bandaríkjanna og fleiri markaða sem fullunna vöru,“ segir Kristján. Kristján segir að framleiðslu- geta fyrirtækisins sé ekki alveg fullnýtt en þessi samningur spanni dijúgan hluta hennar. „Við getum framleitt um 1.200 til 1.500 tonn af kúskel á ári, en framleiðsluget- an takmarkast þó aðallega af veið- unum því við höfum aðeins eitt skip sem getur veitt skelina í dag.“ Fyrirtækið var sett á laggirnar í september 1993 og fram til þessa hefur verið unnið að til- raunavinnslu og öflun markaða fyrir afurðir fyrirtækisins en nú er framleiðslan komin á fullan skrið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.