Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1995 15 ÚRVERINU Afskurður af fiski nýttur Á HVERJU ári skapar fiskiðnaður- inn í Noregi um 330.000 tonn af aukaafurðum. Um 150.000 tonnum af því er hent en afgangurinn er nýttur í dýrafóður. Ef aðeins lítill hluti af þessum afskurði yrði nýttur til matvæla, myndi það skapa flölda starfa. Betri nýting hráefnisins getur því skipt sköpum fyrir afkomu fiskið- anaðarins. Norska blaðið Fiskaren greinir frá þessu. Þetta voru niðurstöður rannsókn- arverkefnis sem nýlega voru kynntar í Noregi. Talsmaður rannsóknarinnar segir að samkvæmt tilraunum megi nýta allt að 50% af afskurði fiskaf- urða til matvæla. Með tilliti til þess hve norskum fiskiðnaði eru þröngar skorður settar sé þetta mikilvægt til atvinnusköpunar. Tilraunir voru gerðar með aukaaf- urðir og þær geymdar í 44 klukku- stundir við ólíkt hitastig, 0 og 15 gráður. „Úrgangurinn" samanstóð annarsvegar af afskurði, hryggjum og aðskildum laxamassa og síðan hryggjum af þorski, ýsu, hlýr og hvítingi hinsvegar. Afurðirnar skildust síðan frá roði og beinum og urðu að hreinum fískimassa. Af einu kílói af þessum aukaafurðum komu rúmlega 500 grömm af fiskimassa. Laxinn er hentugastur Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu einnig að laxaafgangar þykja mjög hentugir í siíka framleiðslu. Það kann að stafa af því að laxinn fer ferskur í gegnum ferlið vegna þess að oft er honum slátrað samdægurs. Laxaafgangamir aðskildu sig eftir aðeins sex tíma eftir að þeir voru settir í ferlið og þótti laxamassinn mjög gott hráefni. Hvítfiskur vandamál Nýting á hvítfiski var öllu meira vandamál. Fiskurinn er ekki eins ferskur þegar hann kemur inn í ferl- ið og dagar geta liðið frá því að hann er veiddur þangað til að hann er unninn. Vandamálið er einna helst að oft kom fiskurinn á rannsóknar- stofuna á mörkum þess að vera und- ir samþykktum gæðum vegna bakt- eríuinnihalds. Þetta kemur þó líklega ekki í veg fyrir að hægt verði að vinna mat- væli úr hvítfiskafgöngum. Snyrtivörusafnið vel lokað í dimmu Morgiinblaðið/Jón Páll Ásgeirsson Hafnarbætur í Hólminum Miklar hafnarframkvæmdir standa nú yfir í Stykkishólmi. Unnið er að endurbótum á gömlu Stykkisbryggjunni en bryggjan myndar brú út í Stykkið svokall- aða. Bryggjan var byggð 1920 og hafa verið gerðar á henni smá- vægilegar endurbætur öðru hvoru síðan að sögn Konráðs Ragnarssonar, hafnarvarðar í Stykkishólmi. Konráð sagði að gamla bryggjan hafi verið orðin mjög léleg og miðjan í henni næstum alveg ónýt og bryggjan því ónothæf nematil viðlegu. Bryggjan var rifin alveg og sett- ir í hana járnstaurar í stað tré- staura og einnig lagt í hana harð- viðsdekk. Verktaki er Byggingafélagið Stapar í Mosfellsbæ og áætlaður kostnaður við framkvæmdirnar er um 40 milljónir króna og sú áætlun kemur líklega til með að standast að sögn Erlars Krist- jánssonar byggingarfulltúa. Framkvæmdir hófust í byijun mars og verður væntanlega lokið um næstu mánaðarmót. SNYRTIVÖRUR endast ekki von úr viti frekar en sá rómaði æsku- ljómi sem þær eiga að viðhalda. Krem og hreinsivörur, farði ‘og maskari, sjampó og gel í hárið; allt er þetta undir tímans tönn og endingin ýmsu háð; hreinleika, ljósi og hita. Óopnuð vara geymist mánuðum og árum saman, en hafi hún verið opnuð skiptir meðhöndlunin máli. Umbúðum þarf að loka vel og mælt er með að nota spaða sem oft fylgja kremi og farða í stað þess að setja fingur ofan í krukkurnar. Þeir sem hafa komið sér upp snyrtivörusafni ættu að finna því dimman og frek- ar kaldan stað og henda miskunnarlaust ef lykt breytist af vörunni. Nefið besta mælitækið Breytt lykt af snyrtivörum er einmitt besta við- miðunin og hún er oftast auðfundin að sögn Guðbjargar Þorsteinsdóttur, snyrtifræðings á Mandý. Ekki síst af feitum kremum og farða, sem getur þránað. Ester Óttarsdótt- ir hjá snyrtiyöru- heildsölunni ísflex segir gott að setja krem sem á að geymast inn í búr, sem oftast séu dimm og svöl, sólkr- em til dæmis yfir veturinn, en ekk- ert að því að hafa þær vörur sem verið er að nota upp á baðhillu. Þær séu hannaðar með það í huga og þoli alveg nokkurra mánaða ljós og raka. Fæstar snyrtivörur eru merktar síðasta notkunardegi, þótt það sé vissulega til og í reglugerð um snyrtivörur segir að rnerkja eigi vöruna ef geymsluþolið sé minna en þrjú ár. Sumar vörur er varasamt að geyma Þórdís Kristmundsdóttir pró- fessor í lyfjafræði segir langflest krem með rotvarnarefnum, en vitanlega skipti umbúðir máli og meðhöndlun. Breytt lykt eða áferð sé hættumerki og sérstaklega sé vara- samt að geyma lengi augnkrem og maskara. Katrín Karlsdóttir snyrtifræðingur á Rós í Kópavogi vill ekki geyma krem lengur en tvö ár og farða eða meik ekki lengur en ár. Hún segir lok þurfa að vera hrein svo umbúðir haldist þétt- ar. Maskara eigi hver að hafa fyrir sig og passa að burstinn haldist hreinn. Hann megi þvo og þerra vel áður en litnum er lokað aftur. Þeg- ar lykt breytist, verði til dæmis sæt, eigi að henda mask- aranum, en ekki sé hættulegt að hann þorni svolítið. Hillulíf hársnyrti- vara er að sögn Ald- ísar Axelsdóttur hjá Redken- umboðinu tvö til sex ár eftir ástandinu sem þær eru geymdar í. Lokað sjampó, næring, gel og froða ætti að endast sex ár, en tappalaus vara tæp tvö ár og skem- ur ef hún er alltaf höfð opin. Sér- staklega ef óhreinar hendur kom- ast í snertingu við hana. Um krem gildir almennt það sama að sögn Aldísar. Herraskor Litir: Svart og brúnt St. 37-47 Verð 1.950 Ungbarnaskór Litir: Rautt og blátt St. 19-24 Verð kr. 1.495 Barnasportskor - hair Margir litir og gerðir. St. 22-35 Verð kr. 750 Hlaupaskor Litir: Hvitt og blatt St. 35-46 Verð kr. 1.995 Körfuboltaskór 2 gerðir. St. 35-46 Verð kr. 1.990 Barnaskor hair litir: Rautt og blatt St. 21-34 Verð kr. 1.495 Barnasandalar Litur: Hvitir. St. 22-28 Verð kr. 995 Byður einhver betur? Rýmingarsala á Night & day sængurverasettum 40% afsláttur Verð frá kr. 695 ÞORPIÐ BORGARKRINGLUNNI Geirsbúð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.