Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR '6/JÚLÍ W95
MORGUNBLAÐIÐ
Ástkær eíginmaður minn, faðir, fóstur-
faðir og afi,
SIGMUNDUR LEIFSSON,
Hamarsgerði 2,
lést þann 24. júní.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hins látna.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug.
Jóhanna Guðbjörg Jóhannsdóttir,
Magnús Ingi Sigmundsson,
Jórunn Lilja Andrésdóttir,
Eva Marfa Magnúsdóttir,
Jóhanna Magnúsdóttir.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
SKÚLI MAGNÚSSON
fyrrv. vörubifreiðastjóri,
Nýbýlavegi 86,
Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju
föstudaginn 7. júlí kl. 13.30.
Stefanía Stefánsdóttir,
Dóra Skúladóttir, Þorvarður Brynjólfsson,
Bergþóra Skúladóttir, Sigurður Guðmundsson,
Magnús Skúlason, Ingunn Jónsdóttir,
Jóhanna Skúladóttir, Sigurður Pálsson,
Sigrfður Þyrf Skúladóttir, Úlfar Hróarsson,
Árný Skúladóttir, Heimir Haraldsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Minningarathöfn um elskulega móður
okkar, tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu,
SÓLGERÐAR MAGNÚSDÓTTUR,
Vogatungu 97,
Kópavogi,
fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn
7. júlí kl. 13.30.
Jarðsett verður frá Prestbakkakirkju á
Síðu laugardaginn 8. júlí kl. 14.00.
Þeir, sem vildu minnast hennar, eru beðnir að láta heimahlynn-
ingu Krabbameinsfélagsins njóta þess.
Sigurlaug Halldórsdóttir, Björn Þórhallsson,
Erla Halldórsdóttir, Bertram Möller,
Hadda Halldórsdóttir, Högni Jónsson,
Kolbrún ívarsdóttir, Þór Þórarinsson,
Hekla fvarsdóttir, Sigurður Stefnisson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við and-
lát og útför eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, bróður, afa og lang-
afa,
ÞÓRIS ÓLAFSSONAR
loftskeytamanns,
fyrrv. starfsmanns Ríkisútvarpsins,
Heiðargerði 68,
Reykjavík.
Petrína Kristín Björgvinsdóttir,
Kristfn Þórisdóttir, Kristján Daðason,
Kolbrún Þórisdóttir,
Ólafur Þórisson,
Karl Pálmi Ólafsson,
Þórir Ólafur Skúlason, Árni Benedikt Skúlason,
Birna Aronsdóttir, Þórir Aronsson,
Kolbrún Aronsdóttir
og barnabarnabörn.
Minnismerki úr steini
Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum
alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki.
Áralöng reynsla.
aS s. HELGASON HF
ISTEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI 48 . SÍMI 557 6677
MIIMIMIIMGAR
þrifust trén mjög illa, við krakkarn-
ir stukkum yfir beðið. Sólveig lét
þessa hegðun okkar óátalda, en
Eysteini líkaði miður. Hann var mik-
ill áhugamaður um að garðurinn við
hús hans væri sem fallegastur. En
svo var það eftir að ég gæti trúað
svona 15 ára samskipti okkar bam-
anna átta, þá fór Sólveig að koma
yfir til móður minnar í heimsókn.
Það var ekki flanað að neinu þama
í kunningsskaparmálum, en þetta
leiddi til gagnkvæmra heimsókna og
vináttu sem hélst til æviloka. En við
krakkamir brostum þegar við sáum
Eystein og Sólveigu ganga eins og
ekkert væri eftir göngustígnum sem
hafði myndast á milli húsanna og
yfir beðið breiða, en þau sáu það
náttúrulega fullorðna fólkið að hin
fyrirskipaða leið var alltof löng og í
raun alveg óeðlileg.
Það var svo á árinu 1984 að þau
Sólveig og Eysteinn seldu húsið sitt
og fluttu í íbúð við Miðleiti 7. Þetta
var það eina sem móður minni lík-
aði ekki hjá þeim hjónum. Hún hafði
oft orð á því við mig, að hún skildi
þetta bara ekki, að þau væm að
selja húsið og flytja burt. Það ætti
varla að vera ámælisvert þótt fólk
skipti um húsnæði eftir fimmtíu ára
búsetu, en ég vissi hvað var, móðir
mín saknaði mjög sinna góðu
granna. En þau hjónin héldu áfram
að koma í heimsóknir og því héldu
þau áfram eftir að móðir mín flutti
farin að heilsu í Hjúkranarheimilið
Skjól og til æviloka hennar. Fyrir
þessa tryggð þeirra eins og svo
margt annað er ég þakklát.
Fjölskylda Sólveigar var stór og
mikill §öldi á heimilinu lengst af,
bömin sex og fyrstu árin vora þar
til heimilis tengdaforeldrar Sólveig-
ar eins og áður er getið. Séra Jón
andaðist á árinu 1940 en Sigríður
kona hans á árinu 1949. Þar fyrir
utan dvaldi á heimilinu um lengri
og skemmri tíma frændfólk og fólk
úr kjördæmi Eysteins. Öllu þessu
húshaldi stýrði Sólveig með dugnaði
og myndarskap, en Eysteinn maður
hennar var oft langtímum saman
að heiman vegna starfa sinna. Ferð-
ir í kjördæmi Eysteins á Austur-
landi voru tímafrekar á þeim tíma.
í mínum huga var Sólveig, sem
var orðin ráðherrafrú 23 ára göm-
ul, alveg einstaklega laus við allt
tildur og hégómaskap. Hún var dug-
leg, góð, vinnusöm og mikil handa-
vinnukona, en svo var það að ég
held, þegar Sólveig var svona um
sextugt að heilsa hennar fór að bila.
Hún gekk oftar en einu sinni og
oftar en tvisvar undir brjósklosð-
gerðir, síðar þjáðist hún af erfiðum
gigtsjúkdómum, þannig að heilsa
hennar var erfið í áratugi, en alltaf
þegar ég hitti hana var hún glaðleg
og hress í tali, svo var það einnig
þegar ég hitti hana síðast, það var
laugardaginn 24. júní sl., að ég
heimsótti hana á Landspítalann.
Mér var ljóst að hún var töluvert
veik, en ekki hvarflaði að mér að
svo stutt væri eftir.
Það sýnir hlýju Sólveigar að í
vor, daginn eftir að hún frétti lát
mannsins míns, þá lét hún, sárlasin,
son sinn og tengdadóttur aka sér
út á Álftanes til þess að færa mér
blóm og votta mér samúð sína.
Svona vora öll mín kynni af Sól-
veigu og hennar fjölskyldu, enda-
laus hlýja og vinsemd. Ég mun ætíð
minnast þeirra hjóna með miklu
þakklæti og væijtumþykju. Það
væri óskandi að sem flestir grannar
gætu orðið svo góðir grannar sem
Sólveig og hennar fjölskylda og
móðir mín og hennar fjölskylda.
Ég votta börnum Sólveigar og
istvinum öllum innilega samúð
'ína.
Auður Þorbergsdóttir.
Iveig Eyjólfsdóttir er látin.
ki man ég daginn né stundina
• mig bar fyrst að garði þeirra
úns Jónssonar, Ásvallagötu 67.
argar urðu komur mínar þang-
æl hálfa öld - og svo að Mið-
iíðasta áratuginn.
var ekki lánlaus hér á árunum
.• ég tók að venja komur mínar
öfuðstaðarins, fyrst á leið í
, seinna ýmissa erinda. Fjöl-
ur frændfólks og vina tóku
mér opnum örmum og ástúð og
umhyggja þess fólks brást ekki síð-
an. Það er því margs að minnast
og ég hef mikið að þakka.
Hjónin Sólveig Eyjólfsdóttir og
Eysteinn Jónsson áttu langa sam-
leið. Húsfreyjan stýrði umsvifamiklu
heimili þeirra með reisn. Húsbónd-
inn stóð í eldlínu stjómmálanna nær
alla ævi. Þar urðu mörg tíðindi í
senn. íslendingar stofnuðu lýðveldi,
mótuðu utanríkisstefnu, færðu út
fiskveiðilögsögu sína og byggðu upp
velferðarsamfélag. Á heimilum
landsmanna urðu og miklar sögur.
Eysteinn og Sólveig gengu í
hjónaband og stofnuðu heimili ung
að áram, hún aðeins tvítug. Heimili
þeirra var frá byijun nokkuð sér-
stætt. Húsbóndanum fylgdu þá þeg-
ar aldraðir foreldrar og um stundar-
sakir tvær fóstursystur. Yngsta
bamið var vart komið af höndum
þegar húsbóndinn var orðinn alþing-
ismaður fyrir víðlent kjördæmi í
fjarlægum landshluta og jafnframt
einn af fremstu forvígismönnum í
stóram og aðgerðamiklum stjóm-
málaflokki - og lá ekki á liði sínu.
Á þeim áram hafði hvorki Fram-
sóknarflokkurinn skrifstofu né held-
ur þingmenn hans afdrep til starfa
úti í bæ utan þingfunda. Áf því leiddi
að heimilið á Ásvallagötu varð jafn-
framt eins konar flokksskrifstofa
og miðstöð stuðningsmanna i kjör-
dæmi þegar þeir áttu leið í borgina
- einnig hótel fyrir okkur suma
eftir því sem til vannst. Við slíkar
aðstæður verður hlutverk húsfreyju
stórt þótt sjaldnar sé um það fjallað
en störf hins aðilans sem unnin era
í augsýn alþjóðar.
Eysteinn Jónsson lýsti eitt sinn í
viðtali hlutverki konu sinnar á heim-
ilinu á þessa leið:
--------------------------------- i
„... Allan okkar búskap hefur (
hún orðið að sjá um heimilið, nálega |
að öllu leyti, vinna venjuleg hús-
bóndastörf auk heimilisverkanna,
því ég hef staðið á höfði í málefnum
landsinSj kjördæmisins, flokksins
o.s.frv. Ég hef sjálfsagt verið ólíkur
mörgum öðram heimilisfeðram að
því leyti, að ég hef lítið getað sinnt
okkar eigin málum. Þetta má skoða
sem framlag hennar til þjóðmála-
baráttunnar."
Nefnt viðtal er fyrir margra hluta {
sakir merkilegt. Spyijandinn, Val- |
geir Sigurðsson, vék orðum að Sól-
veigu húsfreyju og spurði m.a. um
viðbrögð hennar þegar pólitískir
andstæðingar fóra hamföram gegn
manni hennar að þeirrar tíðar hætti.
Sólveig sagði þá meðal annars:
„... Ég setti mér það strax að
tala ekki um slíka hluti við Eystein
og hef haldið þeirri reglu fram á
þennan dag. ... Þetta hefði verið 1
margfalt erfiðara ef ég hefði tamið
mér að vera alltaf að hugsa og tala
um það sem misjafnt var sagt og
skrifað um Eystein."
Svar Sólveigar var lengra og ýt-
arlegra og bæði klárt og kvitt eins
og allt henhar tal og sannferðugt í
besta máta. Um það er ég, með leyfi
að segja, alveg vitnisbær. Og ég
þekki það af eigin reynslu - að
breyttu breytanda eins og stundum
er sagt - að þessi afstaða Sólveigar
húsfreyju var bónda hennar, sljóm-
málamanninum, mikill styrkur — til
viðbótar margvíslegu starfi hennar
Framsóknarflokknum til stuðnings,
beint og óbeint.
Saga mikilhæfrar konu verður
auðvitað ekki sögð í fáum línum og
ætlun mín aðeins að tjá þakkir á
tímamótum. Fer þá sem löngum
þegar líkt stendur á að orð skortir.
Evrópumót barna og
unglinga hefst í dag
Skák
Evröpumót 14 ára
og yngri
Verdun, Frakklandi
6.-14. júU 1995
FIMM íslensk ungmenni hefja
keppni í dag á Evrópumóti barna
og unglinga í Verdun í Frakk-
landi. Bragi Þorfinnsson, 14 ára,
keppir í flokki 13-14 ára, Hjalti
Rúnar Ómarsson, 11
ára í flokki 11-12 ára
og Guðjón Heiðar
Valgarðsson, 10 ára,
i flokki 10 ára og
yngri. í stúlknaflokki
teflir Harpa Ingólfs-
dóttir, 14 ára í flokki
13-14 ára og Ingi-
björg Edda Birg-
isdóttir, 10 ára, í
yngri flokki. Far-
arstjóri er Bragi
Kristjánsson, skóla-
stjóri Skákskólans.
Bragi Þorfinnson er
langreyndastur ís-
lensku keppendanna
og standa vonir til
þess að hann verði í
baráttunni um efstu
sætin. Hin ná öragglega að bæta
við sig mikilvægri keppnisreynslu.
World Open, Fíladelfíu
Nýlokið er árlega World Open-
skákmótinu í Fíladelfíu í
Bandaríkjunum, þar sem
þátttakendur eru vel_ á annaö
þúsund talsins. Sjö íslendingar
vora á meðal keppenda. í opna
flokknum þar sem íjölmargir
stórmeistarar kepptu, hlaut Amar
Gunnarsson 5 v. af 9 mögulegum,
Magnús Öm Úlfarsson og Jón
Viktor Gunnarsson hlutu 5 v. og
Bergsteinn Einarsson 4 v. í flokki
2.000-2.200 stiga, hlaut
Ríkharður Sveinsson 5 v. og Björn
Þorfinnsson 5 v. í flokki
1.800-2.000 stiga keppti Davíð
Ólafur Ingimarsson og hlaut hann
5 v.
Bragi Þorfínnsson
Opna mótið í
Kaupmannahöfn
Þröstur Þórhallsson,
alþjóðlegur meistari, keppir nú á
öflugu opnu móti í
Kaupmannahöfn þar sem margir
stórmeistarar eru á meðal
keppenda. Þröstur byijaði illa með
tapi fyrir danska
alþjóðameistaranum Niolaj Borge
og á því litla mögulega á að ná
þriðja áfanga sínum að
stórmeistaratitli. Með góðum
endaspretti gæti
hann þó náð einu af
efstu sætunum.
Staðan eftir 5
umferðir:
1. Lars Bo Hansen,
Danmörku 4
2. -6. Lutz,
Þýskalandi, Hector,
Svíþjóð, Glek,
Rússlandi, Emms,
Englandi og
Mortensen,
Danmörku 4 v.
7.-15. Þröstur
Þórhallsson, Sune
Berg Hansen,
Danmörku, Lyrberg,
Svíþjóð, Peter Heine
Nielsen, Danmörku,
Moskalenko, Úkraínu, Wells,
Englandi, Borgej Danmörku,
Maksimenko, Úkraínu og
Skembris, Grikklandi 3 v.
Boðsmót TR
Þeir Torfi Leósson og Sigurður
Daði Sigfússon hafa unnið allar
skákir sínar á Boðsmóti TR sem
lýkur næstkomandi mánudag.
Sigurður Daði er stigahæsti
keppandinn en Torfi er ungur
skákmaður á uppleið.
Staðan eftir 4 umferðir:
1.-2. Torfi Leósson og Sigurður
Daði Sigfússon 4 v. 3.-9. Matthías
Kjeld, Eiríkur Björnsson, Páll
Agnar Þórarinsson, James
Burden, Bjami Magnússon,
Kristján Eðvarðsson og Sverrir
Norðfjörð 3 v.
» Margeir Pétursson