Morgunblaðið - 06.07.1995, Page 12

Morgunblaðið - 06.07.1995, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Rúnar Þór 5umar LISTSYNINGIN Sumar 95 verður opnuð í Myndlistarskó- lanum á Akureyri næstkom- andi föstudag klukkan 20.30. Á undanförnum sumrum hafa nokkrir starfandi myndlistar- menn á Akureyri haft samsýn- ingar í Myndlistarskólanum og hefur hópurinn verið breytileg- ur frá ári til árs. Á sýningunni Sumar 95 sýna sjö listamenn. Þetta eru Anna G. Torfadóttir, sem sýn- ir verk með blandaðri tækni, Guðmundur Ármann, sem sýn- ir einþrykk, Helgi Vilberg, sem sýnir akrílverk, Kristinn G. Jóhannsson, sem sýnir olíu- málverk, Ragnheiður Björk Þórsdóttir, sem sýnir mynd- vefnað, Rósa Kristín Júlíus- dóttir, sem sýnir máluð vatt- teppi og Samúel Jóhannsson, sem sýnir olíumálverk og teikningar. Með sumarsýningum í Myndlistarskólanum á Akur- eyri vilja listamennirnir gefa fólki færi á að fylgjast með því sem listamenn sem starfa á Akureyri eru að fást við hvetju sinni. Sýning þessa árs, Sumar 95, verður opin frá 7. júlí til 7. ágúst klukkan 14 til 19 daglega. Full búð af nýjum vörum frá Perluhvitt, 70-6 4=í 85 Aog B skálar. Buxur S-M-L hympjfi Laugavegi 26, s. 551 3300 Kringlunni 8-12, s. 553 3600 Ferðir til Grænlands frá Akureyri í FYRRADAG var farin fyrsta áætlunarferð með farþega frá Akureyri til Kulusuk á Græn- landi, en slíkar ferðir verða farnar vikulega, á þriðjudögum, allt til 29. ágúst. Það eru Flugfélag Norður- lands og Ferðaskrifstofan Nonni á Akureyri sem standa fyrir þessum ferðum. Farið er frá Akureyri klukkan 10 að morgni og komið til baka sam- dægurs klukkan 18. Gengið er með leiðsögumanni inn í þorpið Kap Dan, en á sama tíma eru þarna ferðalangar sem koma með Flugleiðum frá Reykjavík. Einnig er boðið upp á ferðir til Ammasalik. Þá er ferðast með þyrlu frá Kulusuk til Ammasalik og farið í skoðunar- ferð um bæinn. Ennfremur eru í boði vikuferðir með dvöl í Ammasalik. Á myndinni er hópurinn sem fór í fyrstu ferð FN og Nonna til Kulusuk í fyrradag. Fleiri nemendur við Háskólann NEMENDUR við Háskólann á Ak- ureyri verða næsta vetur á bilinu 410-420, að sögn Þorsteins Gunn- arssonar rektors, en á síðastliðnu skólaári voru þeir 380 talsins. Nýnemar sem innritaðir hafa ver- ið tií náms á komandi skólaári eru 40 í heilbrigðisdeild, 30 í rekstr- ardeild, 27 í kennaradeild og 11 í sjávarútvegsdeild. Nýnemar í sjáv- arútvegsdeild verða nokkru færri en á síðasta skólaári, en að sögn rekt- ors var fjöldi þeirra óvenjumikill á skólaárinu sem leið. Hann taldi þó þessa tölu geta hækkað þar sem brögð væru að því að nemendur skráðu sig til náms í deildinni fram eftir sumri. Nokkuð bætist við af nýjum kenn- urum við Háskólann á Akureyri næsta vetur, einkum í kennaradeild. Þorsteinn sagði að nýjum kennurum yrði búin aðstaða í því húsnæði sem losnar í húsi Háskólans á Akureyri við Þórunnarstræti þegar yfirstjórn skólans flytur í framtíðarhúsnæði á Sólborg. Maraþon við Mývatn MÝVATNSMARAÞON verður fyrsta sinni á sunnudag. Að sögn Kristjáns Yngvasonar, eins af aðstandendum hlaupsins, verður hlaupið í kringum Mývatn, en sú leið er 37 kílómetrar og með því að bæta við slaufu við þorpið í Reykjahlíð og tvíhlaupa stúf af ieiðinni næst fullt maraþon, eða sem næst 42 kílómetrum. Maraþonhlaupið er ætlað hlaup- urum 18 ára og eldri en auk þess verða hlaupnir 10 kílómetrar og 3 kílómetrar í öllum aldursflokkum karla og kvenna. Allir hlauparar hljóta verðlaunapeninga og skrán- ingarnúmer þeirra verða jafnframt happdrættismiðar. Miðstöð hlaupsins verður í tjaldi við Skútustaði og Anna Sigurðardóttir, íslandsmeistari í þolfimi, stýrir upphitun. Mývatnsmaraþonið hefst á sunnu- dag klukkan 12 og önnur hlaup klukkan 14. Skráð verður í hlaupið til 7. júlí hjá Sniðli í Mývatnssveit, Toppmönnum og Sporti á Akureyri og hjá Ungmennafélagi Islands í Reykjavík. Sumarheimilið á Ástjörn hefur verið starfrækt í 49 ár Una sér við leiki úti og gleyma tölvuleikjunum SUMARSTARFIÐ á Sumarheimil- inu á Ástjörn hófst 18. júní og að sögn Boga Péturssonar, forstöðu- manns heimilis- ins, er fullskipað þar fyrstu fjórar vikurnar en enn- þá hægt að bæta við börnum næstu fjórar svo og í þeirri fimmtu, sem verður ungl- ingavika. Þetta er í heild tímabilið frá 15. júlí til 18. ágúst. Bogi sagði að starfið hefði geng- ið afskaplega vel í sumar og börnin yndu afar kát og glöð við dvölina í óspilltri náttúruperlu, langt frá ys og umferð bæjanna. Astjöm hefði þá sérstöðu að vera sumar- heimili í þjóðgarði og allir dvalar- gestir færu í Ásbyrgi, þar sem land- Bogi Pétursson verðir tækju á móti þeim og segðu frá því sem fýrir bæri. Einnig væri farið í Hljóðakletta og þar væru landverðir einnig með börnunum og þjóðgarðsvörður kæmi og fræddi þau um umhverfið. Sagðist Bogi vonast til að þátttakendum fjölgaði seinni hluta sumarsins því hér væri í boð ódýr, holl og gagnleg sumar- skemmtun fyrir börnin og ungling- ana. Útivera umfram tölvuleiki Bogi var spurður hvort bömin yndu útiverunni jafnvel og tölvu- leikjum. Hann sagði að töluvert væri um að þau kæmu með leik- tæki með sér og ekkert væri því til fyrirstöðu. Að vísu hefði dregið úr því, enda vildu þessi tæki verða fyrir hnjaski þegar 80 börn væm saman komin á einum stað. Hins vegar væri svo mikið að gera hjá þeim við alls kyns útileiki að þau ÓLAFSFJÖRDUR rttti 0fo/xJÍ/((/*4(i/*6œ/* Long afnimisveism í Ólafsfirði 7.-16. júlí ÓLAFSFJÖRÐUR Náttúrugripasafn í húsi Sparisjóðs Ólafsfjaröar. Opið daglega frá kl. 13.00-18.00. Aðgangur ókeypis. Söguleg Ijósmyndasýning og listsýningar í Barnaskólanum. Opið daglega frá kl. 13.00-18.00. Aðgangur ókeypis. Sýning safnara í Gagnfræðaskólanum. Opiö daglega frá kl. 13.00-18.00. Aðgangur ókeypis. Stangveiði í Ólafsfjarðarvatni er ókeypis á afmælisári. Skráning í veiöi á Hótel Ólafsfirði. Tjaldstæði í Ólafsfirði eru ókeypis. ?as*<f(rs*/fœ/€ cjO (ís*(i (tytyS hefðu vart tíma til að sinna öðru. „í góðu veðri vilja börnin helst vera úti í náttúrunni. Við emm til dæm- is með 28 báta, seglbáta, hjólabáta, kajaka og árabáta og hvenær sem einhvern langar til að fara út á vatnið er það heimilt." Um aðstöðuna sagði Bogi að tímar væru breyttir. Fyrir 49 árum hefði verið byijað með 5 drengi í gömlum bragga en nú væri komin góð aðstaða til að hafa 80 börn og 24 starfsmenn. Uppbyggingin hefði gengið vel en raunar yrði því starfi aldrei lokið, endalaust væri verið að endurbæta, dytta að og viðhalda húsnæðinu. Drengjaheimili orðið barnaheimili Bogi sagði að krakkarnir á Ástjörn væm á aldrinum 6-12 ára og auk þess væra sérstakar ungl- ingavikur. „Við vorum kvenmanns- lausir í 45 ár, þá vorum við éin- göngu með stráka hérna, en svo uppgötvuðum við að við erum eins og aðrir menn: Við getum ekki ver- ið kvenmannslausir. Síðan höfum við haft þetta blandað og það geng- ur afar vel. Ég get sagt þér það að maður verður svo ungur að vera með þessum börnum að það er al- veg yndislegt." Starfsfólk á Ástjörn, sagði Bogi, er um 20 manns á aldrinum sautján ára til sextugs. Helmingur starfs- fólksins væri Færeyingar, en mikill stuðningur við heimilið hefði alla tíð komið frá Færeyjum. Unnt er að dvelja á Ástjörn í viku í senn, en Bogi taldi það helsti stutt, hann mælti með fjögurra vikna dvöl og mörg börnin væm í átta vikur. „Margir hafa komið á Ástjörn ár eftir ár og það hefur verið yndislegt að vera með öllum þessum börnum. En mesta gleði í lífi mínu er þegar tekst að lyfta brúninni á barni sem hefur farið mikils á mis í lífinu. Það eru mér sannir sólargeislar," sagði Bogi Pétursson á Ástjörn. Ólafsfjörður 50 ára Afmælishátíð hefst á morgun DAGSKRÁ í tilefni 50 ára afmælis Ólafsfjarðarbæjar hefst á morgun, föstudag, og stendur óslitið til sunnudagsins 16. júlí. Afmælisdag- skráin er viðamikil en flest stærstu atriði hennar eru um komandi helgi og þá næstu. Fyrsti dagur afmælishátíðar Ólafsfjarðarbæjar er helgaður ung- lingum. Þá koma í heimsókn ung- lingar úr öðrum bæjum og hefst móttaka þeirra klukkan 16. Þá verða þeir við ýmiss konar vatna- sport við Bótabakka fram til kl. 19. Kl. 20 verður útigrill við Tjarnar- borg og loks verður dansleikur þar fram yfir miðnætti. n |áfl>I0BI E3& bob 0Qfl® •OdobqBI Einu sinni var... í Klúbbi Listasumars og Karólínu verður í kvöld klukk- an 22 dagskrá sem nefnist Einu sinni var... Þetta er söng- dagskrá þar sem söngkonurn- ar Harpa Hajðardóttir og Ág- ústa Sigrún Ágústsdóttir flytja perlur íslenskrar dægurtónlist- ar frá því um miðbik aldarinn- ar við undirleik Reynis Jónas- sonar harmonikkuleikara. Á dagskránni eru sönglög eftir dægurtónskáld á borð við Sigfús Halldórsson, Oddgeir Kristjánsson og Freymóð Jó- hannsson við dægurljóð skálda á borð við Tómas Guðmunds- son og Kristján frá Djúpalæk. Söngvaka í Minjasafnskirkjunni Klukkan 21 í kvöld flytja Rósa Kristín Baldursdóttir og Þórarinn Hjartarson íslensk sönglög í kirkju Minjasafnsins. Þessi dagskrá er sniðin jafnt að íslenskum sem erlendum gestum, ekki síst ferðafólki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.