Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 20
20 FIMMTUÖAGUR 6. fíSÚi 1995
LISTIR
‘MORGUNBLAÐTB
Óperuunnendur spá í arftaka Domingos, Pavarottis og Carreras
Ungii söngvaramir
slá stórstjömunum við
FÁUM óperuunnendum dylst að
farið er að síga á seinni hlutann
hjá tenórunum þremur, Luciano
Pavarotti, Placido Domingo og Jose
Carreras. Greinarhöfundur The Ec-
onomist fullyrðir að um fimmtugt
séu tenórar famir að hafa áhyggjur
af framtíðinni og þríeykið sé þar
engin undantekning. Því er ekki
nema von að listunnendur séu fam-
ir að spá í arftakana.
Pavarotti sem er sextugur á
vissulega sína góðu daga. Domingo
syngur æ sjaldnar og þá sem bari-
tón, auk þess sem hljómsveitar-
stjórnun á orðið hug hans allan.
Carreras er aðeins 47 ára en hefur
háð harða baráttu við hvítblæði.
Söngvarinn hafði betur en rödd
hans er mun veikari en áður. Og
þeir óperaunnendur verða æ fleiri
sem era famir að líta í kringum sig
eftir nýjum stórstirnum á stjörnu-
himninum.
The Economist segir að vissulega
kunni að vera auðveldara að selja
geisladisk með söng einhvers af
tenóranum þremur en yngri söngv-
uram. Staðreyndin sé hins vegar
sú að margir þeirra yngri sjmgi
mun betur en stórstjörnumar.
Nefnir tímaritið nokkur nöfn máli
sínu til stuðnings.
Rómantíska hetjan
Raul Gimenez er argentínskur
tenór og einn af bestu Rossini-
söngvuranum nú. Hann hlaut mikið
lof fyrir frammistöðu sína í Opera
Comique í París fyrir skemmstu og
segir blaðið að ætli hann sér ekki
um of, geti honum tekist að halda
rödd sinni ferskri í mörg ár til við-
bótar, ólíkt Pavarotti og Carreras
sem hafi sungið í verkum sem radd-
ir þeirra hafí einfaldlega ekki ráðið
við.
Gimenez er grannur og myndar-
legur maður og þykir sannfærandi
í hlutverki rómantísku hetjunnar.
Af öðram myndarlegum og fram-
bærilegum söngvurum nefnir The
Economist Rainer Trost frá Þýska-
landi, sem syngur í nýrri útgáfu
af „Kátu ekkkjunni" á geisladiski
og breskan söngvara, Laurence
Dale, sem söng Don Jose í upp-
færslu Peters Brookes á Carmen
fyrir nokkram misseram.
Tveir efnilegir Bandaríkjamenn
era einnig nefndir, Richard Leech,
sem fékk góða umsögn um frammi-
stöðu sína sem Rodolfo í La Boheme
og Jerry Hadley sem þykir túlka
verk Stravinskíjs af einstöku næmi.
Þá er nefndur til sögunnar Frakkinn
Roberto Alagna, sem hefur komist
á útgáfusamning, ólíkt Bandaríkja-
mönnunum. Hann syngur m.a. í
Ástardrykknum eftir Donizetti og
undirbýr nú að syngja í nýrri út-
gáfu af La Boheme undir stjórn
Bandaríkjamannsins Antonio Papp-
ano.
Engin ástæða til að kvarta
Illar tungur segja að minnsta
kosti einn úr tenóraþríeykinu eiga
í mestu erfíðleikum með að lesa
nótur. Slíkur skortur á fag-
mennsku þætti algerlega útilokað-
ur í hópi hinna yngri. Þýski tenór-
inn Josef Protscha er sagður dæmi
um mann sem kemst með glæsi-
brag frá erfiðu verkefni á borð við
óperana Manuel Venegas eftir
Hugo Wolf.
Greinarhöfundur The Economist
telur að líklega séu þrír bestu te-
nórar heims allir Bretar, komnir
yfir fimmtugt. Anthony Rolfe
Johnson söng um áratugaskeið
aðallega óratóríur en hefur hefur
nú snúið sér að óperusöng. Philip
Langridge, sem einnig þykir góður
leikari, þykir standa sig frábærlega
í erfiðum verkum á borð við Móses
og Aaron eftir Schönberg, Og Ian
Partridge sem syngur jöfnum
höndum óratóríur og óperur, hefur
m.a. sungið Les Troyens eftir
Berlioz og The Pilgrim’s Progress
eftir Vaughan Williams inn' á
geisladisk.
Það er því lítil ástæða til að
kvarta þótt þríeykið Pavarotti,
Domingo og Carreras séu ekki
lengur upp á sitt besta. Þeir eru
nógir sem munu feta í fótspor
þeirra. Þá eru til þeir tenórar sem
sanna það að aldurinn segir ekki
allt, t.d. Spánveijinn Alfredo
Kraus, sem er 68 ára. Á nýjasta
geisladiskinum hans syngur hann
aríu með níu háum c-um og aðra
með háa d.
SISSEL Tolaas: Ljósmynd - hluti innsetningar.
Úti í hafsauga
MYNPLIST
Gallerí Sólon
íslandus
INNSETNING MEÐ
LJÓSMYNDUM
Sissel Tolaas
Opið alla daga til 24. júlí.
Aðgangur ókeypis
ÞETTA ár er á norrænum vett-
vangi helgað myndiistinni og nú
er víða um Norðurlöndin haldið
upp á afmæli Norræna myndlistar-
bandalagsins sem var stofnað fyr-
ir fímmtíu árum, en þau hátíðar-
höld munu ná hámarki með sýn-
ingu í Kaupmannahöfn á næsta
ári. Hér á landi hefur þessum tíma-
mótum verið fagnað með viðamik-
illi sýningu, „Norrænir Brunnar“,
sem staðið hefur yfír í Norræna
húsinu og nágrenni þess undanfar-
inn mánuð. Því miður hefur sýn-
ingin ekki notið þeirrar athygli
sem vert væri sem kveikja að list-
rænni umræðu hér á landi enn sem
komið er, en hver veit hvað síðar
verður.
Þessi stóra framkvæmd er ekki
hið eina, sem minnir á þessi tíma-
mót í norrænu menningarsam-
starfí, því fleiri smærri sýningar
hafa einnig verið helgaðar þessu
tilefni. Þannig tengdist sýning
Magnúsar Pálssonar í Ráðhúsi
Reykjavíkur í vetur þessum tíma-
mótum, sem og sýningar Olafar
Nordals og Valgarðs Gunnarsson-
ar í húsakynnum Alþingis; verk
Finnu B. Steinsson og Jukka Le-
htinens í Flugstöð Leifs Eiríksson-
ar nú í sumar eru af sama meiði.
Þessi sýning Sissel Tolaas er
einn slíkur angi til viðbótar. Lista-
konan tekur þátt í „Brunnum“ og
verk hennar hér eru í beinum
tengslum við framlag hennar þar
- byggist á sama hátt á samspili
ljósmynda og texta í samverkandi
heild.
Sissel Tolaas stundaði listnám
við akademíurnar í Bergen, Osló,
Poznan og Varsjá, en hún hefur
nú búið og starfað í Berlín í tæpan
áratug. Hún sýndi verk sín fyrst
í Póllandi 1982 en hefur frá þeim
tíma tekið þátt í fjölda sýninga
víðs vegar um Evrópu, Bandaríkj-
unum og Japan, auk þess að hafa
víða komið við á hinum norræna
vettvangi.
Þessa innsetningu sína nefnir.
listakonan „Underwater Spy II“,
en verk hennar í Norræna húsinu
ber sama titil, enda viðfangsefnið
allt hið sama: Dulúð hafsins, hvað
það hefur að geyma, hvað það
tekur til sín, hverju það skilar aft-
ur - en þau fáu svör sem er að
finna í textunum vekja oftar en
ekki aðeins fleiri spurningar.
Þessi rannsókn hafsins er tengd
tólf ljósmyndum, sem allar eru að
grunni hinar sömu; punktur í miðj-
um haffleti, sem mismunandi lit
birta leikur um, en dofnar síðan
til hliðanna. í íslensku máli er til
orðið hafsauga, sem kemur vel
saman við þessar myndir, sem og
inntak textanna, sem allir vísa „út
í hafsauga" þar sem allt er týnt
í fjarlægð og dýpt - til dularfullra
líkfunda, flugslysa á sjó, einkenni-
legra dýra o.s.frv. Dulúð hafsins
er þannig mögnuð upp og textarn-
ir virka líkt og særingarþulur.
Þessi dulúð kemst hins vegar
ekki nægilega til skila hér og má
einkum nefna tvennt til. Textarnir
eru eingöngu á ensku, og eru auk
þess staðsettir neðarlega á veggn-
um, nokkuð frá myndunum; hið
sjónræna samhengi slitnar.
Tengslin era þannig veikari en
vert væri, og útkoman því ekki
eins yfírþyrmandi og fengist t.d.
með stærri ljósmyndum.
Þessi viðbrögð undirritaðs
kunna að skýrast af því að hafið
stendur okkur íslendingum nærri
og við eram okkur vel meðvituð
um leyndardóma þess, undur og
hættur. Því kunna kröfur okkar á
þessu sviði að vera meiri en þeirra
sem fjær eru, og hinar hugmynda-
legu tilvísanir orka' sterkar; en
slíkur munur viðbragða er einnig
holl áminning um hinn menningar-
lega mun þjóða, þegar óskilgreind
heimsmenning á að vera að taka
völdin, og hið þjóðlega ku vera
dæmt úr leik.
Veruleikinn er oftast annar.
Eiríkur Þorláksson
Langholtskirkja
Kirkjuleg og
veraldleg verk
MÁSTER Olofskören, sem er 30
manna sænskur kór, mun eiga hér
skamma viðdvöl á heimleið úr tón-
leikaferð um Bandaríkin og halda
tónleika í Langholtskirkju laugar-
daginn 8. júlí kl. 17.
Kórinn, sem var stofnaður 1940
í Gamla Stan í Stokkhólmi, hefur
á mörgum tónleikum sínum bæði
innan lands í Svíþjóð og á tónleika-
ferðum erlendis vakið athygli fyrir
fjölbreytta efnisskrá og vandaðan
flutning, segir í kynningu.
Á efnisskrá eru bæði kirkjuleg
og veraldleg tónlist, sænsk þjóðlög,
negrasálmar og lög úr söngleikjum.
Núverandi stjómandi kórsins er
Héléne Blixt, sem á víðtæka
reynslu að baki sem söngvari og
kórstjóri.