Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 38
,38 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Tilkynning frá Sjúkraþjálfun Héðins í Mjódd: Vegna mistaka við gerð nýjustu símaskrár birtist ekki eftirfarandi texti í atvinnuskrá (gula símaskráin): Sjúkraþjálfun Héðins í Mjódd, Álfabakka 12, sími 587-0122. — Héðinn Svavarsson, lögg. sjúkraþjálfari. Sérgrein: Manual Therapy. — Sveinn Sveinsson lögg. sjúkraþjálfari. Geymið auglýsinguna. Þrautreyndar þvottavélar sem hafa sannað gildi sitt á Stærð: fyrlr 5 kg. Hæð: 85 cm Breldd: 60cm Dýpt: 60 cm Elnnlg: \ kællskápar eldunartæki og uppþvottavélar á einstöku verðl FAGOR FE-534 Staögreitt kr. W Afborgunarverö kr. 42.000 ■ Visa og Euro raögreiöslur RONNING BORGARTÚNI 24 SÍMI: 568 5868 / r/ t 0 Z. ■ RELAIS & CHATEAUX. ÆLKERAMATSEÐILL PARMASKINKA MEÐ MELÓNU. EÐA___ SILUNGATERRINE MEÐ SAFFRAN VINAIGRETTE. EGGALDINSÚPA MEÐ PAPRIKURJÓMA. STEIKTUR LAX MEÐ HUMRI. EÐA_ 4 RF.TTA VEISLUMALTIÐ NAUTAHRYGGSTEIK RIB EYE MEÐ TÓMATBASIL OG SKARLOTTULAUK. SUKKULAÐI MARQUISE MEÐ HUNANGSIS. A LAUGARDÖGUM 3.200 BORÐAPANTANIR I SIMA 552 5700. I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Afmælishátíð Seyðisfjarðar GUÐBJÖRG Bjarnadóttir hringdi tíl Velvakanda og vildi lýsa ánægju sinni með framtak Seyðfirðinga er þeir héldu upp á 100 ára kaupstaðarréttindi staðarins. Öll dagskrá fór afskaplega vel fram og vel að framkvæmd- um staðið. Auk margra ánægjulegra sýninga var sett upp leiksýning eftir Kristínu og Iðunni Steinsdætur og hátíðarmessa í kirkjunni var yndisleg stund. Bærinn hafði fengið andlitslyftingu sem var til algjörrar fyrir- myndar. Veðurblíðan setti auðvitað sitt mark á hátíðina og sem gestur fínnst mér þetta hafi ekki getað verið betra. Tapað/fundið Töskubox tapaðist SVART Suzuki Kruser töskubox úr harðplasti tap- aðist af bifhjóli sl. mánu- dag á milli Grindavíkur og Seltjamarness. Skilvís fínnandi vinsamlega hafí samband í síma 426-7521. Myndavél tapaðist MYNDAVÉL í gráu hulstri tapaðist í Þórsmörk um helgina. Skilvís finnandi vinsamlega hringi í síma 551-9459. Myndavél tapaðist LÍTIL myndavél tapaðist í hlíðum Esju 3. júlí sl. Skil- vís fínnandi vinsamlega hafí samband í síma 5576617. Gleraugu töpuðust SVÖRT gamatdags gler- augu töpuðust í Reykjavík fyrir rúmri viku síðan. Skilvís finnandi hringi í síma 525-4315. Dömuúr tapaðist GULL- og silfurlitað úr tapaðist laugardagskvöldið 24. júní sl. í miðbæ Reykja- víkur. Skilvís finnandi hringi í síma 553-5628. Silfurhringur fannst SILFURHRINGUR með svörtum steini fannst við Höfðabakka í fyrradag. Eigandi má hafa samband í síma 5871211. Úlpa fannst RAUÐ úlpa með hvítum saumum, á u.þ.b. 11-12 ára bam, fannst við Víði- staðaskóla í Hafnarfirði fyrir u.þ.b. viku síðan. Úpplýsingar í síma 5552447. Gæludýr Kettlingar TVÆR fallegar átta vikna læður eru tilbúnar til að flytja á ný heimili. Þær eru keinar og kassavanar og vanar smáfólki. Upplýs- ingar í síma 551-3049. Kettlinga vantar heimili FALLEGA tíu vikna gamla kettlinga vantar góð heim- ili. Upplýsingar í síma 561- 11839. Páfagaukur tapaðist LJÓSBLÁR páfagaukur með hvítan koll flaug frá heimili sínu í Frostafold í Grafarvogi fyrir tveimur vikum síðan. Geti einhver gefið upplýsingar vinsam- lega hafið samband í síma 567-5103. Hlutaveltur ÞESSI börn héldu hlutaveltu á dögunum og söfnuðu 1.216 krónum sem þau gáfu til styrktar Barnaspítala Hringsins. Þau heita: Guðrún, Jón, Ragnheiður og Herdís. A myndina vantar Helgu Hrönn. ÞESSAR glaðlegu stúlkur, Elísa, Elísabet og Rán, söfnuðu 1.048 krónum sem þær afhentu Rauða kross íslands á dögunum. Pennavinir FIMMTÁN ára sænsk stúlka með áhuga á tónlist, töfrum, stjörnufræði, leik- húsi, ljóðlist, myndlist, bók- menntum, heimspeki o.fl.: Annaklara Klingspor, Karinboyeg. 6NB, 75428 Uppsala. TVÍTUGUR tanzanískur piltur með áhuga á ferða- lögum, tónlist, íþróttum og kvikmyndum: Hangi Kiloba, P.O. Box 747, Moshi, Tanzania. Farsi V\ UJAISbLAZS/coOL-THfirfi-T 01W3 Ftiurt Cartoon»Æiirtxj>«d by UNvoul Pim SyndkaM f/Tfafi&uekkí &tvy(ý()]Urafiþt/L,sird/cur.. þetto. erHe/<r'itl..þu þarftethioÚ/bra. ut tit ai reykja " LEIÐRETT Tveir fulltrúar Framsóknar RANGHERMT var í frétt um skipan nefndar til að endurskoða lög um Lána- sjóð íslenzkra náms- manna að Framsóknar- flokkurinn ætti þar einn fulltrúa. Hið rétta er að menntamálaráðherra til- nefnir tvo fulltrúa í nefnd- ina, Framsóknarflokkur- inn tvo og námsmanna- hreyfingarnar einn. Hrímbakur Sú misritun varð i dálki Versins um aflabrögð síð- astliðinn miðvikudag, að nafn togara ÚA, Hrím- baks, misritaðist og varð úr því Hringbakur. beðist er velvirðingar á þessum mistökum um leið og þau eru leiðrétt. Yíkveiji skrifar... SÚ óvenjulega staða er upp kom- in að engin starfsstétt er í verkfalli eða hefur boðað verkfall. Þessu ber að fagna sérstaklega. En hitt ber að harma hvernig við íslendingar höfum staðið að málum unfanfarna mánuði. Hvert verkfall- ið hefur rekið annað og sum staðið vikum saman, t.d. verkfall kennara og sjómanna. Enn á ný höfum við náð heimsmeti sem allir hljóta að skammast sín fyrir, þ.e. heimsmeti í íjölda verkfallsdaga. Vonandi þurfum við ekki að upplifa aðra eins tíma í bráð. xxx VIÐRÆÐUR eru hafnar milli borgaryfirvalda og Knatt- spyrnusambands íslands um bygg- ingu nýrrar stúku við Laugardals- völlinn. Þau skilyrði hafa verið sett fyrir landsleiki í heimsmeistara- og Evrópukeppni að aðeins verði seldir miðar í sæti. Þvi er stúkubygging mjög aðkallandi svo hægt verði að halda hér stórleiki með sómasam- legum hætti. Víkverji hvetur til þess að í stúkubyggingu verði ráðist hið fyrsta. En Víkveiji tekur undir með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra að það sé umhugsun- arefni hvers vegna Reykjavíkurborg þurfi ein og sér að standa undir framkvæmdum á Laugardalsvelli. Þetta er nú eini sinni þjóðarleik- vangur íslendinga. XXX VÍKVERJI hefur að undanfömu staðið í dálitlum framkvæmd- um og af þeim sökum þurft að skipta talsvert við byggingavöru- verzlanir á höfuðborgarsvæðinu. Víkveiji er ekki daglegur gestur í slíkum verzlunum og því hefur það komið honum verulega á óvart hve margar og stórar byggingavöru- verzlanir er hér að finna. Víkveiji kom í tvær þær stærstu, Byko og Húsasmiðjuna, og hafði sú síðar- nefnda vinninginn hvað þjónustu starfsfólksins varðar. Þá þurfti Vík- veiji eitt kvöldið nauðsynlega að nálgast múrtappá og kom þjónusta Metró í góðar þarfir, en þar er opið tii klukkan níu á kvöldin. XXX SUMARIÐ hefur oft reynst blaða- mönnum erfitt í fréttaöflun og tala þeir gjarnan um gúrkutíð þegar góðar fréttir eru vandfundnar. Lík- lega hefur DV slegið gúrkumetið í síðustu viku þegar blaðið birti eftir- farandi frétt með stóru letri á fors- íðu: Sendill kærir yfirmann: Sleginn í andlitið með möppu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.