Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA ERLENT Heildarstefna í samskiptum ESB o g Kína mótuð Brussel. Reuter. SIR LEON Brittan, yfirmaður utan- ríkisviðskiptamála í framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins (ESB), kynnti í gær, miðvikudag, áætlanir um nýja heildarstefnu ESB gagn- vart Kína, sem rúma myndi öll þau tengsl sem nú eru fyrir hendi innan eins ramma. Tími væri kominn til að færa hinn vaxandi efnahagslega risa inn á brautir alþjóðlega viðtek- inna stjómmála- og viðskiptahátta, og opna evrópskri framleiðslu leið inn á hinn risavaxna markað Kína^ veldis. „Kína er að færast óafturkallan- lega nær hinu alþjóðlega hagkerfi. Það er okkar hagur að styðja það á þeirri leið og gera því kleift að koma sér þar fyrir með sem fyrir- hafnarminnstum hætti,“ sagði Brittan fréttamönnum. Framkvæmdastjórn ESB bætti við yfírlýsingu þess efnis, að fyrri samskipti við Kína hefðu verið af mjög skomum skammti og hlutuð sundur, en það muni breytast með því að koma viðskiptum, efnahags- legum og pólitískum samskiptum, mannréttindum og jafnvel tengsl á vísinda- og menningarsviðinu undir einn hatt. Brittan tók fram, að með því að byggja upp nánari tengsl við Kína kæmist ESB í betri aðstöðu til að ýta á um meira pólitískt frelsi og betur tryggð mannréttindi. Það yrði að viðurkennast, að í Kína væri enn ólýðræðislegt, eins- flokks-stjórnkerfi, sagði Brittan ennfremur, en hann vildi fyrir- byggja ásakanir um að Evrópa setti viðskiptahagsmuni ofar mannrétt- indum með því að leggja áherzlu á hve aðkallandi heildstæð, ótvíræð stefna gagnvart Kína væri. Viðskipti ESB við Kína hafa auk- izt stöðugt á síðusta áratug og námu 3.000 milljörðum króna á síð- asta ári. Styðja inngöngu Kína í WTO Að sögn Brittans styður ESB að Kína hljóti skjóta inngöngu í Al- þjóðaviðskiptastofnunina (WTO) og aðrar alþjóðlegar viðskiptastofnan- ir. Samningaviðræður um aðild Kína að WTO hefir lítið miðað fram að þessu vegna alvarlegs ágreinings um markaðsaðgang, hina hægfara þróun í átt til meira fijálræðis í Kína og skorts á skýrum viðskipta- reglum. Reuter Nyrap og Santer funda JACQUES Santer, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, heilsar Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Dana, er sá síðarnefndi kom til fundahalda í höfuðstöðvum framkvæmdastjórnarinnar í Brussel. Leiðtogar aðildarríkj- anna eiga oft fundi með fulltrú- um framkvæmdastjórnarinnar, meðal annars um framkvæmd löggjafar ESB í einstökum ríkj- um, en þar þykja Danir standa sig bezt. Leynifundir ráðherraráðs ESB Dagblað kærir til Evrópudómstólsins Lúxemborg. Reuter. BREZKA dagblaðið The Guardian hefur dregið ráðherraráð Evrópu- sambandsins fyrir Evrópudómstólinn í Lúxemborg til þess að fá aðgang að fundarg-erðum ráðsins. Þar til fyr- ir skemmstu hafá allir fundir ráð- herraráðsins verið leynileglr og fund- argerðir ekki gefnar út. Nú er sum- um umræðum hins vegar sjónvarpað. Evrópuþingið og ríkisstjórnir Dan- merkur og Hollands styðja The Guar- dian í kröfu blaðsins, sem er sú að dómstóllinn felli úr gildi ákvörðun ráðherraráðsins um að neita blaða- manni um fundargerðir ráðsins og skýrslur um undirbúningsfundi. Látið reyna á skyldur ráðherraráðsins „Með þessum málarekstri verður í fyrsta sinn látið á það reyna hvort ráðherraráðinu, valdamesta löggjaf- arstofnun Evrópu, ber að uppfylla sömu lagaskyldur um setningu laga fyrir opnum tjöldum og þjóðþingun- um ber,“ segir í yfirlýsingu The Guardian. „Sem stendur eru lögin sett fyrir Iuktum dyrum og ráðið neitar jafnvel að láta af hendi út- drátt úr fundargerðum." Ráðherraráðið hefur viðurkennt að ekki sé hægt að leggja blátt bann við því að birta fundargerðir þess. Hins vegar neitar ráðið því jafnframt að slíkt bann sé til. Blaðamaður The Guardian, og dönsk og hollenzk stjórnvöld telja sig hafa vísbendingar um hið gagnstæða. Á meðal krafna blaðsins við vitnaleiðslur, sem hófust í Lúxemborg í gær, er að segulbands- upptökur af ráðsfundi, þar sem fjall- ar var um umsókn blaðamannsins um að fá að sjá skjölin sem um ræð- ir, verði gerðar opinberar. KÍNVERSK sljórnvöld hvetja hjón til að láta eitt barn nægja og beitt hefur verið mikilli harðneskju til að draga úr fæðingatiðni. Þeim sem eignast fleiri en eitt barn er refsað. Heimildarmynd um kvennakúgun og grimmd í Kína Meybörn svelt til bana í afkimum barnaheimila HEIMILDARKVIKMYNDIN „Her- bergi dauðans" sem tveir breskir sjónvarpsmenn á vegum bresku stöðvarinnar Channel Four gerðu nýlega í Kína um skelfilega meðferð á nýfæddum stúlkubörnum i landinu hefur vakið mikla athygli víða um heim. Myndin hefur þegar verið sýnd í Svíþjóð í einkareknu stöðinni TV 4 og var ætlunin að norska ríkissjón- varpið sýndi hana í gærkvöldi. Fjöl- margir áhorfendur hafa sagt að hundsa beri kvennaráðstefnuna fyr- irhuguðu í Kína vegna þeirra kvenn- akúgunar og mannfyrirlitningar sem myndin afhjúpi. Að sögn danskra biaða ætlar sænski utanríkisráðherrann, Lena Hjelm-Wallén, að taka þessi mál upp hjá Evrópusambandinu. Kínversk stjórnvöld fullyrða að um falsanir sé að ræða í myndinni og fólk með „illar hvatir" standi á bak við hana, að sögn danska blaðsins BT. Óljóst er hvort myndin verður sýnd hér landi, Hinrik Bjarnason hjá ríkissjónvarpinu tjáði Morgunblað- inu í gær að málið væri í athugun. Stöð 2 hefur ekki falast eftir mynd- inni en hyggst kanna málið, að sögn Þóru Gunnarsdóttur. „Hafi ég nokkurn tíma séð sjón- varpsþátt sem ætti að breyta heim- inum er það núna, sagði gagnrýn- andi Dagens Nyheter í Svíþjóð, Gunnel Törnander. Hún sagðist ekki geta ímyndað sér að nokkur gæti farið á fyrirhugaða kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Peking í sum- ar og rætt þar um stöðu kvenna eftir að hafa séð þessa mynd. Danska blaðið BT ljallaði einnig um myndina og hafði eftir Kína-sér- fræðingnum Göran Malmqvist hjá sænsku akademíunni að Norður- landabúar ættu að mótmæla þeirri óhugnanlegu meðferð á kínverskum konum og meybörnum sem lýst væri í myndinni. Slík fjöldamótmæli myndu án efa gera gagn. Gamlar hefðir Til sveita í Kína hefur öldum sam- an tíðkast meðal fátæklinga að bera út stúlkubörn þar sem foreldrarnir höfðu meira gagn af drengjum, þeir gátu unnið fyrir þeim í ellinni en stúlkurnar þurfti að gifta burt og greiða heimanmund. Þrátt fyrir þetta hefur mannfjölg- un verið allt of hröð og stjórnvöld kommúnista í Peking ákváðu árið 1979 að reyna að sporna við henni með því að heimila hveijum hjónum að eignast aðeins eitt barn og refsa þeim sem hlíttu ekki þeirri fyrirskip- un. í myndinni kemur fram að konur hafa verið neyddar til að láta eyða fóstri, jafnvel á níunda mánuði og er þá stundum dælt eitri í fóstrið áður en það er tekið með keisara- skurði. Konan er síðan gerð óftjó. Þessi fjölskyldustefna hefur enn orð- ið til að auka útburð barna, um milljón meybörn eru nú borin út árlega, oft eru þau einfaidlega skilin eftir á götum úti. Mun meira er nú af ungum körlum en konum í Kína vegna þessa háttalags. Að sögn Dagens Nyheter voru það þau Kate Blewett og Brian Woods hjá Channel Four sem fengu leyfi til að ferðast víða í fimm héruðum Kína, alls um 1.000 kílómetra leið, og munu þau hafa sagst vera ferða- menn með mikinn áhuga á barna- verndarmálum. Myndavélinni tókst þeim að leyna fyrir embættismönn- um og heimsóttu fjölmörg barna- heimili, sum á mjög afskekktum stöðum. Látin deyja drottni sínum Sum börnin hafna á bamaheimil- um. Sýnt er hvernig börnin, nær eingöngu stúlkur, eru bundin föst á bamusstólum allan daginn, gat er á setunni og fata undir fyrir saur og þvag. Kærulaust og menntunar- snautt starfsfólk sér um að „gæta“ barnanna, þrengslin og hitasvækjan eru ólýsanleg, sjúkdómar af ýmsu tagi verða mörgum að aldurtila. Á einu heimilinu fann sjónvarps- fólkið blinda stúlku, grindhoraða af vannæringu sem hafði verið látin dvelja ein í dimmu herbergi í viku til að deyja þar drottni sínum. Hún lést nokrum dögum eftir að Blewtt og Woods voru þarna á ferð. Reiði á N-frlandi vegna lausnar morðingja unglingsstúlku Mótmælum linnir ekki Belfast, Dyflinni. Reuter. MÓTMÆLI héldu áfram á Norður- írlandi aðfaranótt gærdagsins í kjöl- far þess að Bretar leystu fallhlíf- arhermanninn Lee Clegg úr haldi en hann hefur aðeins afplánað tvö ár af lffstíðarfangelsisdómi. Þegar Clegg var sleppt á mánu- dag brutust út óeirðir í Belfast og Londonderry, sem stóðu fram á morgun. Ungmenni létu áskoranir katólskra stjómmálamanna sem vind um eyru þjóta, vörpuðu bensín- sprengjum, rændu bifreiðum og kveiktu í þeim og réðust á lögreglu- stöðvar í Belfast. Cahal Daly, kardináli katólsku kirkjunnar á öllu írlandi, sagði á þriðjudag að breska stjórnin hefði gert sig seka um „gróft tillitsleysi“ með því að láta Clegg lausan og ætti að sýna katólikkum og mót- mælendum, sem hefðu sogast inn í hringiðu hryðjuverka á Norður- írlandi á undanfömum aldarfjórð- ungi, sömu mildi. Clegg skaut 17 ára stúlku til bana er bifreið, sem hún var far- þegi í, var ekið gegnum vegatálma fyrir fimm ámm. Clegg var dæmdur fyrir morð, en John Major, forsætis- ráðherra Bretlands, sagði að hann hefði ekki skotið stúlkuna að yfir- lögðu ráði og því ætti að milda refs- ingu hans. Deilt um þúsund fanga Mótmælin hafa. beint sviðsljósinu að tæplega þúsund föngum úr röð- um katólikka og mótmælenda, sem vom dæmdir fyrir allt frá íkveikjum til morða. Föngunum hefur verið eignaður hluti heiðursins af að fá skoðana- bræður sína utan fangelsismúranna til að leggja niður vopn. Þegar frið- ur komst á væntu þess ýmsir að þessir fangar yrðu smátt og smátt látnir lausir til vitnis um nýja tíma í málefnum Norður-írlands, en bresk stjórnvöld hafa staðið fast við yfirlýsingar sínar um að slíkt komi ekki til greina; hér sé um „ótínda glæpamenn" að ræða. Lýðveldissinnar segja að Bretar eigi að láta hina „pólitísku" fanga lausa til þess að koma í veg fyrir að friðarviðræðurnar um framtíð Norður-írlands renni ekki út í sandinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.