Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1995 9 FRÉTTIR Alþjóðlega víkingahátíðin í Hafnarfirði sett í dag Morgunblaðið/Þorkell JÓMSVÍKINGAR í fullum herklæðum í hrauninu við Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Jómsvíkingar meðal 600 erlendra gesta ALÞJÓÐLEGA víkingahátíðin í Hafnarfirði verður sett í dag. Þátt- takendur á hátíðinni verða um 600 og koma frá ýmsum Evrópulöndum. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti fyrir galvaskan hóp manna sem kalla sig Jómsvíkinga, en þeir munu sýna bardagalist á hátíðinni. Jómsvíkingarnir koma m.a. frá Englandi, Þýskalandi, Danmörku, Svíþjóð, Hollandi og Ítalíu og nú eru um 20 meðlimir hópsins staddir hér á landi. Þjálfari Jómsvíkinganna er Bret- inn Colin Richards og að hans sögn iðka um 600 manns norræna bar- dagalist á Englandi, bæði karlar og konur. Hópurinn er í tengslum við samtökin International Viking Association, en Richards gegnir þar embætti lögsögumanns. Góður pappír til endurvinnslu Jómsvíkingarnir hafa æft nor- ræna bardagalist í þijú til fimmtán ár og segjast þeir verja a.m.k. tveimur klukkustundum á viku til æfinga. Richards leggur áherslu á að þeir séu ekki leikarar heldur vel þjálfaðir bardagamenn sem noti alvöru vopn. Hann segir að sérstök tengsl myndist milli bardagamann- anna, enda treysti þeir hver öðrum fyrir lífi sinu. Bardagamennirnir klæðast föt- um að hætti víkinga og nota hringa- brynjur, hjálma, sverð og skildi. Þeir hafa einlægan áhuga á menn- ingarheimi víkinganna og hafa m.a. flutt leikþáttinn Dauða Gunnars víða um Evrópu, en hann er byggð- ur á Njálssögu. Jómsvíkingarnir vonast til að geta flutt leikþáttinn á raunveruleg- um sögustöðum Njálu og „endur- upplifa þannig fortíðina". Til þess þurfa þeir styrktaraðila, því þeir borga Islandsferðina úr eigin vasa og kostnaður við búninga, vopn og viðhald á þeim er gifurlegur. Setningarhátíð á Þingvöllum Víkingahátíðin verður sett á Þingvöllum í dag kl. 14.30, en þá munu um 600 víkingar fara í hóp- reið niður Almannagjá og niður á Vellina norðan við Öxarárfoss. Heiðursgestur verður Vigdís Finn- bogadóttir forseti íslands. I Norræna húsinu hefst dagskrá kl. 20.15 í kvöld. Magnús Magnús- son og Hrafn Gunnlaugsson flytja fyrirlestra, sýndir verða búningar og vopn víkinga og tónlist víkinga- aldar kynnt. UTSALA-UTSALA 10-40% afsláttur TESS neðst við Dunhaga sfmi 562-2230 Opið virka daga kl 9-18, laugardaga kl. 10-14 fiaeðí í hverjum þraeði! Vönduð ensk ullarteppi Wilton - Axminster - límbundin Á heimli - Hótel - Veitingahús - sali • Stök teppi og mottur úr ull Mikil gæði - Gott verð • Epoca - dönsku álagsteppin á stigahús - skrifstofur - verslanir • Sérpöntunarþjónusta Mælum - sníðum - leggjum TEPPAVERSLUN FRIÐRIKS BERTELSEN Fákafeni 9 s. 568 6266 Einingabréf 10 gáfu 14% raunávöxtun síðustu 3 mánuði. Bréfin eru eignarskatts- Jfjáls og gengistryggð. KAUPÞING HF Sími 515 1500 PARTAR Kaplahrauni 11, s. 565 3323 Eigum nýja og notaða boddýhluti í japanska og evrópska bíla: Húdd, bretti, stuðara, grill, hurðir, hlera, skottlok, rúður. Góðir hlutir - gott verð. FJÖGUR GÓÐ GRAM TILBOÐ VERULEG VERÐLÆKKUN Á FJÓRUM VINSÆLUM GERÐUM GRAM KF-263 200 l.kælir + 55 I. frystir. HxBxD = 146,5 x 55,0 x 60,1 cm. 56.990,- stgr. GRAM KF-245E 172 I. kælir + 63 I. frystir. HxBxD = 134,2 x 59,5 x 60,1 cm. 58.990,- stgr. ■peér IGRAM KF-355E 1 t “SÍ!, 275 l.kælir + 63 1. frystir. HxBxD = 174,2 x 59,5 x 60,1 cm. rn 74.990,- stgr. 1 Gefðu gæðunum gaum! «T' | llGRAM KF-335E I E e 196 l.kælir + 145 I. frystir. HxBxD = 174,2 x 59,5 x 60,1 cm. 1H I 74.990,- stgr. Gefðu gæðunum gaum! GOÐIR SKILMALAR FRÍ HEIMSENDING TRAUST ÞJÓNUSTA /rDniX HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420 Grandagaröi 2, Reykjavík, sími 55-288-55, grænt númer 800-6288.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.