Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ 1995 11 FRÉTTIR l,l%kaup- máttar- aukning Skuldir á mann úr 114 þúsund kr. í 792 þús. á 25 árum SKULDIR ríkissjóðs verða sam- kvæmt áætlun um 213,3 milljarðar króna í lok ársins. Skuldir ríkisins eru nú um 792 þúsund krónur, en voru um 114 þúsund krónur árið 1970 á verðlagi ársins í ár. Þetta kemur meðal annars fram í talna- dæmum frá Sambandi ungra sjálf- stæðismanna, sem segir skuldir ríkis og sveitarfélaga hækka um 400 krónur á sekúndu. Sé skuldum sveitarfélaganna bætt við skuldir ríkissjóðs eru skuldir opinberra aðila samtals um 240 milljarðar króna. Hver Islend- ingur skuldar um 917 þúsund krónur af þeirri upphæð og hver fjögurra manna fjölskylda 3.688.000 krónur. SUS segir afborganir af lánum ríkissjóðs 12,5 milljarða króna á ári, eða sem svari 74% af öllum útgjöldum ríkisins til menntamála. Vaxtagreiðslurnar á þessu ári séu 12 milljarðar, eða 80% af öllum tekjuskatti einstaklinga. Ríkisútgjöld úr 36 milljörðum í 119,5 Ungir sjálfstæðismenn benda á að ríkisútgjöld, á verðlagi ársins í ár, hafi vaxið úr 36 milljörðum árið 1970 í 119,5 milljarða miðað við Ijárlög ársins 1995. Hæst hafí þau farið í 126 milljarða árið 1991. Séu útgjöldin skoðuð sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hafi þau verið 21% árið 1970, en séu nú 26,5% af landsframleiðslunni mið- að við fjárlög ársins. Jafnframt bendir SUS á að ríkisstarfsmenn hafi árið 1970 verið 10.127, eða 12,4% af heildar- vinnuafli. Nú séu þeir 24.689, sem samsvari 19,4% af vinnuaflinu. SUS segir að verði haldið áfram á þessari braut, muni halli ríkis- sjóðs tvöfaldast, skuldirnar aukast um þriðjung og vaxtagreiðslurnar verða 18 milljarðar króna árið 1999. „Skuldasöfnun í dag er skattur á morgun og ungt sjálfstæðisfólk vill ítreka fyrri kröfu sína að framkvæmdir verði kynslóða- reikningar, eins og gert hefur verið í mörgum nágrannalöndum okkar,“ segir í fréttatilkynningu frá SUS. „Þannig verður ljóst hve mikil skattbyrði er lögð á framtíð- arkynslóðir með umframeyðslu í dag. Ungt sjálfstæðisfólk vill einnig hvetja ríkisstjórnina til að ganga hratt og ákveðið fram í sparnaði og ná þannig jöfnuði í ríkisfjármálunurn. Einungis þann- ig verður skuldasöfnunin stöðv- uð.“ KAUPMÁTTUR greidds tímakaups landverkafólks innan ASÍ jókst um 1,1% frá 1. ársfjórðungi 1994 til sama tíma 1995, samkvæmt út- reikningum kjararannsóknarnefnd- ar. Greitt tímakaup hækkaði um 2,6% á sama tíma en vísitala neyslu- verðs hækkaði jafnframt um 1,5%. Greitt tímakkaup í. dagvinnu hækkaði á tímabilinu hjá öllum starfsstéttum nema afgreiðslufólki, þar sem það lækkaði lítillega en útreikningur á tímakaupi þess hluta úrtaksins sem niðurstöðurnar byggja á sem kannaður var bæði árin sýndi hækkun hjá þeim hópi og því þykir niðurstaðan um lækkun benda til að hana megi rekja til samsetningar úrtaksins. Mest hækkaði greitt tímakaup hjá skrifstofufólki, um 5,6% hjá körlum og 3,8% hjá konum. Vinnutími lengist í niðurstöðum kjararannsóknar- nefndar kemur einnig fram að með- alvinnutími fólks í fullu starfi hafi lengst um 0,6 stundir frá 1. árs- fjórðungi 1994 og mælist hann nú 46,7 stundir. Vinnuvikan lengdist um 1,4 stundir hjá iðnaðarmönnum en hjá öðrum hópum um 0,2-0,6 stundir. Mánaðarlaun ASÍ-landverka- fólks hækkuðu um 4,4% að meðal- tali og þýðir það kaupmáttaraukn- ingu um 2,9% að teknu tilliti til 1,5% hækkunar neysluvísitölu. Mest hækkuðu mánaðarlaun iðn- aðarmanna eða um 5,8% og á lengri vinnuvika þar stóran þátt. Osvör tekur við eignum Þuríðar Bolungarvík. Morgunblaðið ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Ósvör hf. í Bolungarvík tók á laugardag við fasteignum, tækjum og starfsfólki fiskvinnslufyrirtækisins Þuríðar hf., sem starfrækt hefur verið frá því stuttu eftir gjaldþrot Einars Guðfinnssonar hf., árið 1993. Að sögn Sigurðar Hafberg, framkvæmdastjóra Þuríðar hf., er fyrirtækið hætt allri fiskvinnslu- starfsemi í bili og eru engin frek- ari áform uppi um framtíðarrekst- ur þess. Unnið verður að því á næstu dögum og vikum að selja það hráefni sem fyrirtækið á, og í framhaldi af því verður gert upp við lánardrottna fyrirtækisins. „Það verður gert upp við lána- drottna fyrirtækisins í fyllingu tímans. Við eigum okkar eignir í birgðum og skuldirnar eru ekki hærri en eignirnar. Við erum að taka saman stöðuna,“ sagði Sig- urður. Veitt doktorsgráða í hjúkrunarfræði GUÐRÚNU Mar- teinsdóttur dósent í hjúkrunarfræði, sem lést í nóvember 1994, var veitt doktors- gráða frá University of Rhode Island í Bandaríkjunum 22. maí sl. Doktorsritgerð Guðrúnar fjallar um gildi sjálfsákvörðunar í heilsueflingu. Guð- rún þróaði og lagði fram mælitæki til að varpa nýju ljósi á hvað hvetur fólk til heilbrigðra lifnað- arhátta, einkum til reglubundinn- ar líkamsþjálfunar. Laugardaginn 24. júní sl. var haldin athöfn á vegum náms- brautar í hjúkrunarfræði þar sem Dr. Janet Hirsch frá University of Rhode Island afhenti fjölskyldu Guðrúnar prófskír- teini hennar. Guðrún lauk stúd- entsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri árið 1972. Hún lauk BS prófi í hjúkrun- arfræði frá Háskóla íslands árið 1977 og MS prófi í heilsu- gæslu frá Boston University í Banda- ríkjunum árið 1980. Með fræðistörfum sínum vann Guðrún mikilsvert brautryðj- endastarf á sviði heilsugæSlu. Foreldrar Guðrúnar eru Mar- teinn Friðriksson og Ragnheiður Bjartman. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Haraldur Þór Skarp- héðinsson skrúðgarðyrkjumeist- ari og áttu þau fimm börn. * * * Amerísk húsgögn Hjá okkur sérðu einungis amerísk húsgögn í hæsta klassa frá hinum heimsþekkta framleiðenda Broyhill Fumiture sem er með Broyhill verslanir um allan heim. Sófasett - stakir sófar - hægindastólar - sófaborð hliðarborð - smáborð - borðstofuhúsgögn - svefnsófar ofl.ofl. 3ja sæta sófi teg. 3983-18 kr. 89.260,- 2ja sæta sófi kr. 83.460,- Staðgreiðsluafsláttur eða góð greiðslukjör til margra mánaða. Wing fiægindastóll frá kr. 38.250,- Margir áklæðalitir Oak Hill sófaborð Húsgagnahöllinni S: 587 1199 - Bfldshöfði 20-112 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.